Morgunblaðið - 13.09.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.09.1961, Qupperneq 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. sept. 1961 eitthvað, láta mig klæðast og fara til annarrar skrifstofu. Þegar að því kom, að ég skyldi mæta fyrir rétti, gat ég ekki einu sinni gengið. Ég var ófær um að mæta hjá dómara. Þess vegna samþykktu þeir að gefa mér sprautu til að hindra að ég yrði veik. í henni reyndist vera mor- fín. Þá tók dómarinn til máls: „Hef ur þessi kona nokkru sinni fengið lögfræðilega aðstoð?“ Saksóknarinn svaraði: „f dag hringdi í mig maður, sem sagðist hafa verið lögfræðingur hennar, og ég útskýrði málin fyrir hon- um, og hann hringdi síðan aftur og lýsti yfir því, að hann hefði ekki áhuga á að mæta, og vildi að mál hennar gengi sinn gang.“ Ég get grátið af að lesa þessa setningu núna. „Hann hafði ekki áhuga á að mæta, og vildi að mál hennar gengi sinn gang.“ Það þýddi sem sagt, að enginn maður hefði áhuga á að rétta mér hjálp- arhönd á þessari stundu. Ef kona drekkir barni sínu, og það er eitthvað það versta, sem hægt er að brjóta af sér, hefur hún þó rétt á að fá verjanda, og ég mundi hjálpa henni til þess ef ég gæti. Ég gat ekki búizt við, að Lög- fræðiaðstoðarfélagið kæmi þjót- andi til að hjálpa stelpu, sem hafði yfir áttatíuþúsund á viku. Ég vissi, að ég varð að bjarga mér sjálf. Glaser var búinn að segja mér þetta áður. „Stúlka mín,“ hafði hann sagt, „þetta er það! bezta, sem fyrir þig gat komið.“ í Ég þurfti að komast í sjúkra- hús Og hann hafði sagt mér, að fangelsið væri betra. Síðan réttu þeir mér hvítt blað til að undirskrifa. „Þetta er neit- un þess að verða færð fyrir kvið dóm, ungfrú Hoiiday." Þeir höfðu aldrei haft það jafn rólegt. Ég skrifaði undir þetta blað, þeir máttu sjá um allt hitt. ég var eins og hvert annað húsdýr. „Eruð þér sek eða saklaus?" spurði réttarritarinn. „Ég játa sekt mína Og vildi helzt vera send á sjúkrahús," sagði ég. Síðan hóf saksóknarinn mál sitt. „Herra dómari, þetta er mál eiturlyfjaneytanda,-en er þó alvar legra en flest þau mál, sem við fáum í hendur. Ungfrú Holiday er skemtikraftur að atvinnu, og meðal hinna tekjuhæstu í þeirri stétt. Hún hafði verið í Philadelp birtist mynd af þeim saman. hia og komið fram á Earle-leik- húsinu, en þar hafði hún verið ráðin í viku. Eiturlyfjalögregl- unni hafði verið tilkynnt frá Chi cagoskrifstofu okkar, að hún væri heroinneytandi og hefði án efa heroin á sér.“ „Þessar upplýsingar komu frá Chicago?“ spurði dómarinn. „Rétt er það,“ svaraði saksókn arinn. „Hún hafði verið ráðin áð ur í Chicago. Þeir rannsökuðu málið nánar og komust að því, að er hún fór úr Earle-leikhúsinu, eða bjó sig undir að fara þaðan, hafði hún á sér nokkur hylki.... og fékk þeim síðan manni, sem er talinn framkvæmdastjóri henn ar, að nafni James Asundio. Skömmu síðar, meðan James Asundio og Bennie Tucker voru að láta niður í töskur, komu lög- reglumennirnir og gáfu til kynna hverjir þeir væru og hvers vegna þeir væru þarna. Asundio sagði þetta vera sitt herbergi. Þeir leit- uðu í herberginu með leyfi hans og fundu silkivafinn böggul, er innihélt nokkur hylki.... Síðar var ungfrú Holiday tekin höndum'í New York,“ hélt hann áfram. „Hún hefur sagt lögreglu mönnunum sögu sína í öllum at- riðum og kom hingað í síðustu viku, ásamt ráðningarstjóra sín- um (Glaser) og bar fram ósk um að verða læknuð af þessum lesti. Til allrar óhamingju hefur fylgt henni hin versta gerð sníkjudýra og blóðsugna, sem hugsanleg er. Við höfum komizt að því, að á síðustu þrem árum hefur hún unn ið sér inn nærri tíu milljónir, tekj ur hennar síðastliðið ár munu hafa verið nærri 2 Vi úr milljón, og ekkert af þeim periingum er ennþá í hennar eigu. Menn þesis- ir, sem ferðazt hafa með henni,“ hélt þessi ungi saksóknari áfram með leikrænum tilbruðum, höfðu fyrir venju að útvega lyfin og greiddu tvöhundruð kr. fyrir þau, en kröfðust fimm til tíuþús- und króna af henni fyrir þetta magn. Skoðun okkar er sú, að henni væri bezt gert með því að verða send á sjúkrahús, þar sem henni yrði gefin rétt meðferð og hún hlyti ef til vill fulla lækn- ingu.“ Þá tók dómarinn við. Hann spurði mig um aldur, hvort ég væri gift, hversu lengi væri síð- an ég hefði slitið samvistum við eiginmann minn, hvort við hefð um átt einhver börn, hvar hann ynni, og sömuleiðis um ævi mína og feril sem söngkonu. Hann spurði mig, hvort ég vissi ekki, að rangt væri að ihafa eiturlyf undir höndum. Hvað bjóst hann við að ég segði? Ég sagði honum, að ég hefði ekki igetað ráðið við þetta eftir að það var byrjað. Síðan spurði hann imig, hversu mikils ég hefði neytt iÞegar camtoandslögreglumaður- inn Roder sagði honum það, vildi hann fá að vita, hvort þetta væri mikið magn. Roder sagði honum, að það væri nærri nóg til að ganga af manni dauðum. Síðan vildi hann fá að vita, hversu mikið ég hefði tekið í byrjun. Þá versnaði í því, því ég var ekki meiri lyfjafræðingur en hann. Ég var orðin hundleið á að fullorðnir menn skyldu hafa igaman af að spyrja svona. Þeir höfðu sagt mér, að þeir myndu senda mig á spítala, ef ég ját- aði. Ég var veik og vildi komast iþangað sem fyrst. Það hvorki igekk né rak. Ég greip nú fram í og talaði við dómarann. „Ég er fús að fara á sjúkrahús, herra dómari," sagði ég. „Ég veit það,“ svaraði hann stuttur í s: una. „Ég vil læknast," sagði ég hon um. „Þér standið hér ákærð fyrir glæpsamlega meðferð eitur- lyfja,“ sagði hann og horfði hvasst á mig. Síðan fór dómar- inn og lögreglumennirnir að 'halda langar ræður hver yfir öðr um og þar var ég heldur ekki nefnd á nafn. Yfirmaður Phila- delphiuskrifstofunnar kom fram og gaf dómaranum upplýsingar um, hversu mikið þeir ynnu. „Ég álít, að mjög lítið og sennilega ekkert gagn verði af að fang- elsa hana, annar en sá ávinning- ur sem hún sjálf hefur af því, nema við fáum einhverjar upp- lýsingar um hvaðan hún hefur fengið eiturlyfið.“ Dómarinn virtist álíta að þeir væru að gera mér greiða. Og hann hélt áfram að tala um inni 'lokun og dómsúrskurð, en eng- inn varð til að mótmæla honum. Síðan byrjaði dómarinn að spyrja mig á ný, hvar ég hefðii komið fram, hver hefði verið með mér, hversu háan tekjur mínar hefðu verið og hvar fengm ar. Svona hefði þetta getað halct ið átram til eilífðar, hefði ekkil einhver komið inn og farið að 'þrasa við dómarann. Hann hlýt- ur að hafa verið frá einhverri líknarstofnun, fangahjálpinnil eða öðrum þess háttar stofnun- um. i Dómarinn tók nú til máls: „Þér skuluð gera yður Ijóst, að þér eruð, eins og ég gaf til kynna áður, stödd hér sem á- kærð í glæpamáli. Þótt kringum stæður yðar séu hörmulegar, er um vér í engum vafa um, að þér, sem hafið unnið í leikhúsum í 9 ár, vitið vel hvað rétt er, þvi fremur sem þér hafið orðið fyrir margskonar reynslu að því er mér er sagt. Ég vil, að þér gerið yður ljóst, að athafnir yðar hafi verið glæp samlegar. Þér eruð ekki fyrst og fremst sendar á sjúkrahús tili lækninga. Þér munið fá læknis- hjálp, þér skuluð minnast þess, að þér eruð dæmd fyrir afbrot. Hverjir hafa tekið þátt í þessumi afbrotum með yðtA, kemur ekki til kasta réttarins að skera úr um nú. Þér munuð komast að í fanga- vist yðar, að þér fáið þá beztu læknishjálp, sem mögulegt er að veita. Það er hluti af hinni góð- viljuðu afstöðu stjórnarinnar J þessu máli. Ég tel ekki, að þér háfið sagt allan sannleikann um eiturlyfja notkun yðar..,. Liðan yðar J íangavistinni mun að mestui leyti verða undir yður sjálfri komin, eftirlitsmönnunum og y£ irvöldunum yfirleitt. Vér von- um, að þér munið ná yður á þeim tíma sem þér verðið innilokuð, og komið aftur til þjóðfélagsins sem þarfur einstaklingur og tak- ið til starfa við köllun yðar, sem 'þér sjálf hafið valið yður og skar að fram úr í. Rétturinn dæmir yður til fanga vistar í eitt ár og einn dag. Dóms málaráðherrann mun tilnefna fangelsið, sem þér munuð dvelj ast í.“ ★ Nokkrum mínútum seinna var þessu lokið, ég fékk aðra sprautu, svo ég yrði ekki veik í lestinni, og klukkan 9 sama kvöld var ég í efri koju í lest á leið til kvenna fangelsis sambandsstjórnarinnar í Alderson í Vestur-Virginíu. Tvær stórar og feitar, hvítar gæzlukonur héldu vörð yfir mér. Þær létu eins og þær væru aiíltvarpiö Miðvikudagur 13. sept. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar 15:00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Islenzk tónlist: a) Þjóðleikhúskórinn syngur lög eftir Jón Laxdal. Stjórnandi: Dr. Hallgrímur Helgason. b) Hljómsveit Bíkisútvarpsins leikur forleik op. 9 eftir Sig urð I»órðarson; Hans Anto- litsch stjórnar. 20:20 Farið í fjárréttir; síðari hluti: Stafnsrétt — frásöguþáttur eftir Þormóð Sveinsson á Akureyri —• (Andrés Björnsson flytur). 20:50 Tónleikar: Strengjakvartett nr. 11 í f-moll op. 95 eftir Beethoven (Schweiger-kvartettinn leikur). 21:10 UpplestúTr: „Langþráðir endur- fundir“, smásaga eftir Gilbert Wright (þ>ýðandi, Ingólfur Þor- kelsson kennari, les). 21:20 Einsöngur: Rita Streich syngur lög eftir Hugo Wolf og Richard Strauss. 21:35 Samtalsþáttur: Fjörutíu ár 1 Fannardal (Ragnar Jóhannesson cand. mag. ræðir við Ragnhildi Jónasdóttur). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn*4 eftir Arthur Omre; VII. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22:30 Djassþáttur (Jón Múli ArnasonX 23:00 Dagskrárlok. — Ég mæli með þessu húsi — og skólinn er hér alveg við hliðina! — Andy! Andy! Hvað kom fyr- fengið höfuðhögg . . . En það ur . . . Þú ert enn dasaður! ir kallinn? ... Þú hlýtur að hafa sjást engir áverkar! Vertu róleg- , . . Heyrðu, hvað er þetta? Louis Armstrong og Billie Iéku saman í kvikmyndinni „New Orleans"; einnig komu þau fram á sama prógramminu í Earle- leikhúsinu í Philadelpiu og við mörg önnur tækifæri. Hér

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.