Morgunblaðið - 13.09.1961, Side 23
f Miðvikudagur 13. sept. 1961
M ORGVNBLAÐIÐ
23
— Héraðsmót
'r Framhald af bls. 3.
Meirihluti á Alþingi fékkst ekki
og þá var þegar 1 stað rofið lof-
orðið um, að með kommúnistum
yrði ekki unnið. Sú kynlega skýr
ing var látin fylgja, að með þessu
aetti að kljúfa kommúnistaflokk-
inn, eða hið svokallaða Alþýðu-
Ibandalag, og skilja á milli
Moskvulínumanna og hinna sem
samstarfshæfir væru. Ekki var
furða, þótt illa tækist til um
samstarf, sem efnt var til í slík-
um anda.
En jafnvel í þessu urðu efndirn
ar minni en til stóð. Áður en
langt um leið snerist Framsókn
á sveif með kommúnistum í
verkalýðsfélögum á móti Alþýðu-
flokknum, sem hann þóttist þó
áður vera búinn að ganga í fóst-
ibræðralag við. í V-stjórninni var
þess vegna hver höndin upp á
móti annarri og lókin urðu |)au,
að hún flúði af hólmi á hættunn-
ar stund.
v' Samtök almennings misnotuð
Þrátt fyrir það, þótt Moskvu-
menn hafi enn öll ráð í Alþýðu-
toandalaginu og hafi aldrei verið
þar öflugri en nú, hefur Fram
sókn aldrei haft nánara samstarf
við flokk þeirra en að undan-
förnu. Hallast ekki á um óheil-
indin í því samstarfi, þar sem
kommúnistar vilja ekki einung-
is feiga alla þá lýðræðisflokka,
sem þeir eiga í samstarfi við, held
ur sjálft lýðræðisskipulagið.
Engu að síður sameinast Fram
sókn og kommúnistar nú um að
misnota samtök almennings,
verkalýðsfélög Og samvinnufélög
í stjórnmálabaráttunni. Þessi fé-
lög eru þó ætluð fyrir menn af
öllum stjórnmálaflokkum. Þvílík
misbeiting þeirra er jafnhættu-
leg fyrir félögin sjálf og þjóð-
félagið allt. Nú er hótað með því
að afli þessara samtaka skuli
verða beitt til að gera löglegar
ákvarðanir ríkisstjórnar Og A1
þingis að engu. Þar með er bar-
áttan orðin um það, hvort lög,
réttur og lýðræði eigi að ríkja
í landinu. Enginn skyldi ætla, að
rétt kjörnir umboðsmenn meiri-
hluta kjósenda láti undan síga í
þeirri viðureign. Þeir hafa verið
kjörnir til sinna vandasömu
Starfa, af því að kjósendur
treystu þeim. Því trausti hvorki
mega þeir né munu þeir bregð-
ast.
— ★ —
Séra Gunnar Gíslason I Glaum-
bæ ræddi almenn viðhorf 1 lands
málum og verkefni núverandi
rikisstjórnar. Hvatti sr. Gunnar
menn til þess að standa einhuga
saman gegn nýrri verðbólgu og
taka höndum saman um að fram-
fylgja hinni miklu framkvæmda-
áætlun ríkisstjórnarinhar.
Jón Pálmason á Akri talaði í
ræðu sinni um hættuna, sem þjóð
um heims stæði af kommúnism-
anum, og hver hætta íslending-
um væri nú búin af samstöðu
Framsóknar og kommúnista.
Mótsgestir gerðu góðan róm að
máli ræðumanna.
— ★ —
Flutt var óperan Kita eftir
Donizetti. Með hlutverk fóru
óperusöngvararnir Þuríður Páls-
dóttir, Guðmundur Guðjónsson,
Guðmundur Jónsson og Borgar
Garðarsson. Við hljóðfærið var F.
Weisshappel. Fögnuðu samkomu
!gestir listafólkinu mjög vel.
Að lokum var haldinn dans-
leikur. Gautarnir léku fyrir
dansL
Eins og áður segir, var hér-
aðsmót þetta prýðilega sótt, og
fór það hið bezta fram í hvívetna.
i ------------------------♦
l| Ráðning á> gátu dagsins: Svipur
W 4-------------------—4
Scsmkomur
KrLstniboðssambandið
Kristniboðamir Felix Ólafsson
og Ólafur Ólafsson tala á sam-
komunni í Betaníu að Laufas-
vegi 13 í kvöld kl. 8,30. Allir
hjartanlega velkomnir.
Hamfarir á Formösu
TAIPEÍH 12. september. — Tutt-
ugu og fimm létu lífið og 42
slösuðust, er hvirfilvindur gekk
yfir Formósu síðasta sólarhring.
Enn er 19 manna saknað og
verið getur að fleiri hafi horfið,
því margar byggðir hafa rofnað
úr tengslum við umheiminn eftir'
þær geysimiklu skemmdir, sem
þessar hamfarir náttúrunnar
ollu.
Lögreglan segir, að a. m. k.
10 þúsund manns séu í nauðum
staddir á húsþökum og hæðum
umflotnum vatnL Drykkjarvatn
er líka af skomtim skammti f
þeim héruðum, sem verst hafa
orðið úti. Yfir 1200 hús gereyði-
lögðust í þessum hamförum, þvf
vindhraðinn komst upp í 53
metra á sekúndu.
Hvirfilvindurinn hefur nú tek-
ið stefnu á kínverska megin-
landið.
UM hádegi í gær var fellibyl-
urinn, sem nefndur hefur ver
ið Betsy, kominn í 800 km fjar
lægð frá Vestmannaeyjum. Má
sjá á hinum gífurlega þéttu
þrýstilínum að hvassviðrj er
á allstóru svæði kringum lægð
ina, m. a. s. komst vindhrað-
inn í 76 hnúta (13 vindstig) á
veðurskipinu Júlíu í gærmorg
un. Þar voru þá 16 m. háar
öldur. Lægðin var á hreyfingu
NNA 1 gær, en tekin að lægja
á sér.
SV-mið: Austan eða SA
stormur, skúrir.
SV-land, Faxaflói og Faxa-
flóamið: Áustam eða SA átt,
stinningskaldi eða allhvass
með morgninum, dálítil rign-
ing.
Breiðafjörður til Norður-
lands og miðin: Austan gola,
síðar SA stinningskaldi, skýj-
að.
NA-land, Austfirðir, NA-
mið, Austfjarðarmið og aust-
urdjúp: SA stinningskaldi,
rigning með köflum.
SA-land og miðin: Austan
átt, hvasst með morgninum,
rigning.
Vöruskiptajöfnuðurinn
— Norsku
kosningarnar
Framhald af bls. 1.
ar í dag, að úr þessu yrði ekki að
sinnL Stjórnin mundi alla vega
sitja þar til þing kæmi saman, 1.
okt. Sagði hann, að þau vandamál
hefðu nú risið, sem hann hefði
ekki reiknað með fyrir kosningar,
þ. e. oddaaðstaða sósialiska þjóð-
arflokksins — ög verkamanna-
flokkurinn yrði að endurskoða
afstöðu sína í ljósi þess.
— ★ —
Erlendis er yfirleitt talið, að
Gerhardsen sitji áfram og leiti
fulltingis sósialiska þjóðarflokks-
ins í innanlandsmálum, en ann-
arra flokka í utaflríkismálum, því
sósialiski þjóðarflokkurinn klofn
aði einmitt út úr verkamanna-
flokknum vegna andstöðu gegn
Atlantshafsbandalaginu. í Wash-
ington, London, París, Bonn Og
Kaupmannahöfn eru stjórnmála-
menn á einu máli um það, að
utanríkisstefna Norðmanna verði
hin sama og áður, en ýmsir eru
samt þeirrar skoðunar, að Ger-
hardsen láti af forsætisráðherra-
embætti vegna ósigursins — og
einhver flokksbróðir hans taki
við, sennilega Langelle.
— ★ —
Þingmenn skiptast þannig milli
flokka (Síðustu kosningar í
sviga):
Verkamannafl. 74 (78)
Hægri 29 (29)
Kristilegir 15 (12)
Miðflokkurinn 16 (15)
Vinstri 14 (15)
Sósialiski þjóðarfl. 2
Kommúnistar 0 ( 1)
Uutfallsatkvæðatala flokkanna sem hér segir:
Verkamannafl. 47% (48,3%)
Hægri 18,7 (16 )
Kommúnistar 2,9 ( 3,3 )
Kristilegir 9,4 ( 9,9 )
Miðfl. 6,9 ( 6,1 )
Vinstri 7,1 ( 7,6 )
Sósial.þjóðarfl. 2,3
— ★ —
Gerhardsen sagði í blaðaviðtali
í dag, spurður um það hvort hugs
anlegt væri, að verkamannaflokk
urinn myndaði stjórn með sósial-
iska þjóðarflokknum, að það yrði
mjög erfitt fyrir flokk sinn að
byggja á flokki sem aðeins hafi
tvo þingmenn — og þar að auki
væri ósammála í utanríkismálum.
Hinsvegar, sagði forsætisráðherr-
ann, að það yrði sennilega erfið-
ara fyrir alla hina flokkana að
koma sér saman um stjórnarfor-
ystuna. Þetta yrði verkamanna-
flokkurinn að íhuga gaumgæfi-
lega áður en endanlega yrði gert
út um málið.
— ★ —
Gerhardsen sagðist hafa búizt
við að flokkurinn mundi missa
allt að 3—4 menn, en hann sagðist
líka hafaliaft von um að vinna
þingsæti í öðrum kjördæmum. Eg
bjóst líka við að kommúnistar
misstu sitt sæti, en ég gerði ekki
ráð fyrir að sósialiski þjóðarflokk
urinn fengi sæti, því síður tvö.
Forsætisráðherrann var því
næst spurður um álit á tillögu,
sem fram hefði komið um að
fimm stærstu flokkarnir mynd
uðu samsteypustjórn. Undir viss-
um kringumstæðum sagði Ger
hardsen að það gæti verið æski-
legt, til þess að efla einhug þjóð-
arinnar á hættutímum. En þó
að ástandið í heiminum væri
slæmt núna taldi hann ekki
brýna þörf fyrir slíka þjóðstjórn
lýðræðisflokkanna.
— ★ —
Stórblöðin á Norðurlöndum
segja mörg, að verkamannaflokk-
urinn hafi tapað vegna þess að
flokksstefnan sé ekki nógu fast-
mótuð. Utanríkismálin séu það
eina, sem flokkurinn hafi tekið
föstum tökum — og það hafi ein-
mitt verið utanríkismálin sem
björguðu Gerhardsen, björguðu
honum frá enn meiri ósigri. Hið
mikla hættuástand í heiminum og
vaxandi skilningur manna á gildi
Atlantshafsbandalagsins. Margir
telja, að sú fylgisaukning, sem
Hægri flokkurinn fékk nú sé vís-
bending um að hann sé mjög vax-
andi og Verkamannaflokknum sé
nú mikill vandi á höndum að
leysa nú úr vandanum þannig, að
næstu f jögur árin verði ekki stór-
fellt vaxtarskeið Hægri flokksins.
Heyskapur í
meðallagi
ÞÚFUM, 8/9. — Síðustu tvo
dagana hefur brugðið til betri
veðráttu. Vonast menn til að ná
mestum hluta þeirra heyja, sem
úti eru.
Síðari sláttur stendur nú yfir,
en hann er mest verkaður í vot-
hey. Kann svo að fara að hey-
skapur nái meðallagi, ef tíð verð
ur góð eitthvað fram eftir
hausti.
Göngum hefur verið frestað
hér við Djúp og unnið að hey-
skap eins og hægt er. Laxveiði
hefur verið dágóð í Langadalsá
í sumar og 1. sept. höfðu þar
fengizt 140 laxar. Veiðin í Laug-
ardalsá er einnig dágóð en
fjöldi laxa ekki kunnur. Sil-
ungsveiði hefur og verið nokk-
ur í ám annars staðar.
Smokkveiði hér inni í Djúp-
inu er lítil ennþá en rækju-
veiðin stunduð af kappi. Veiðin
hefur þó fram til þessa verið
treg.
Vegagerð að Keldu í Mjóa-
firði er að verða lokið. — PP
V ÖRU SKIPT A J ÖFNUÐURINN
var í júlímánuði óhagstæður
um 179,4 millj. og fyrstu 6 mán-
uði ársins um 244,4 millj. króna.
í júlí var flutt út fyrir 239,9
millj. króna en inn fyrir 419,4
millj. kr.
Hagstofan gerir f skýrslu
sinni þá athugasemd um inn-
flutningstöluna í mánuðinum, að
orsakir þess að hún er óvenju-
lega há, séu tvær. Annars vegar
verkföllin í júní, sem leiddu til
þess að lítið var tollafgreitt af
innfluttum vörum í þeim mán-
uði en þeim mun meira í júlí-
mánuði. Og hins vegar eru þær
vörur, sem lögum samkvæmt
voru tollafgreiddar á eldra
gengi fram að 12. ágúst 1961,
taldar með innfluttningi júlí-
mánaðar, svo að ekki blandist
saman innflutningur á eldra
gengi og nýju gengi.
Fyrstu 6 mánuði ársins var
flutt út fyrir 1.392,5 millj. kr. og
inn fyrir 1.636,9 millj. kr., þar af
skip fyrir 80 millj. kr. Til sam-
anburðar má geta þess að fyrstu
6 mánuði ársins 1960 var vöru-
skiptajöfnuðurinn óhagstæður
um 534,6 millj. kr. og í júlímán-
uði um 81.9 millj. kr.
SandgerSingar
keppa í skák
VETRARSTARFSEMI Taflfélags
Sandgerðis hófst í gær, 12. sept.
ember með hinni árlegu keppni
um meistaratitil félagsins. Verð-
ur teflit í 2 flokkum.
Félagið er 6 ára um þessar
mundir. Hefur verið keppt um
meistaratitil innan félagsins á
hverju ári. Auk þess hafa félag-
ar tekið þátt í sýslukeppni um
svonefndan sýslubikar, sem Ól-
afur Thors forsætisráðherra gaf
■til keppninnar á sínum tíma. Fé-
lagið hefur tvivegis þreytt bæjar
keppni við Keflavík. Núverandi
skákmeistari Sandgerðis er
Björgvin Þorkelsson.
— Páll Ó.
Friðarsamningur
DORTMUND, 8. september. —
Willy Brandt, borgarstjóri V-
Berlínar, sagði í dag, að jafnað-
armenn mundu, ef þeir ynnu
þingkosningarnar 17. þ.m., leggja
drög að friðarsamningi við Þýzka
land — í samráði við vesturveld-
in. Mundi vesturveldunum þá
vaxa styrkur í baráttunni gegn
kommúnistum.
Bled-skákmótið
BLED, 12. sept. — Biðskákum
lauk í dag, og urðu úrslit þeirra
sem hér segir: Úr 1. umferð:
Pachmann vann Matanovic í 53.
leik. Ur 3. umferð: Naidorf
vann Matanovic í 47. leik. Úr
4. umferð: Trifunovic og Port-
isch gerðu jafntefli eftir 48 leiki.
Úr 5. umferð: Tal vann Matano-
vic í 41. leik. Úr 6. umferð:
Donner vann Bisguier í 78. leik.
Staðan eftir 6. umferð er
þessi: 1.—4. Petrosjan, Fischer,
Tal og Naidorf 4% vinning
hver, 5.—7. Gligoric, Trifunovic
og Keres 4, 8.-9. Darga og
Donner 3%, 10.—11. Bisguier og
Geller 3, 12.—13. Parma og
Portisch 2%, 14.—17. Matanovic,
Bertok, Ivkov og Pachmann 2,
18.—19. Friðrik Ólafsson og
Udovcic 1% og 20. Germek 1.
Frí var í dag.
Einn bleiklax
veiddist í sumar
EINI bleiklaxinn (hnúðlaxinn),
sem vitað er um, að hafi veiðst
hér á lamdi á þessu sumri, fékkst
á stöng vestur á Snæfellsnesi,
sunnudagiran 3. þ.m. Valdimai
Hailiðason húsasmíðameistari
Sörlaskjóli 50, Reykjavík, veiddi
laxinn á stöng (spón) í Haga-
vatni, og var laxinn 47.5 cm að
lengd Oig 1.15 kg á þyngd. Hamm
var inær tveggja ára, og vai
hrygna. Vantar hrygnuma hnúð-
inn, sem einkennir hæraginn, en
hnúðinn fá hængarnir, er kem-
ur að hrygningatíma. Hrygnam
var með lekandi hrogn, þegai
hún veiddist.
Á síðast liðnu sumri veiddust
21 bleiklaxar hér á lamdi, sem
Veiðimálastofnunin hefur feng-
ið vitneskju um. Þeir veiddust J
ám norðan við línu af Mýrum
(Hítará) og austur í Hverfisfljót
og fékkst einn þeirra á Snæfells-
nesi.
Bleiklaxinn er tveggja ára að
meðtöldum klaktíma, þegar
hann hrygnir. Hanm hrygnir i
fersku vatni, en seiðin ganga til
sjávar, þegar þau hafa lokað við
kviðpokann. Tekur hann þannig
nær allan þroska sin í sjó.
Árgangar af bleiklaxi eru
mjög misstórir. Annað árið eru
þeir víðast hvar sterkir, en hitt
árið mjög veikir, og hefur slíkur
munur komið fram hér á landi,
þar sem 21 bleiklax veiddust í
fyrra en aðeins einn til þessa í
sumar.
Kanadískur náms-
styrkur veittur
MENNINGARSTOFNUNIN Can-
ada Council hefir nýlega úthlut-
að námsstyrkjum fyrir skólaárið
1961—1962, og hefir íslendingi
verið veittur einn styrkur að
upphæð 2.000,00 dollarar auk
ferðakostnaðar. Styrk þennan hef
ir hlotið Hjörtur TOrfason, lög-
fræðingur, Snorrabraut 85, Rvík.
Hann mun stunda framhaldsnám
í félagsrétti við háskólann í Tor-
onto. Hjörtur fór til Kanada í
síðustu viku.
—* Mæðiveikin
Framh. af bls. 24.
ar, höfðu verið hýstar Síðustu 3
veturna í sömu stíu og Rjúpa.
Það virðist vera augljóst, að
þessi kind hefir náð að smitast
af veika fénu í Haukadal og síð-
ustu 2-3 veturna hafi svo smitið
verið að búa um sig i Skarðafénu.
Að svo stöddu verður ekkert
fullyrt um það, hve þurramæ jí-
sýking er mikil eða útbreidd í fé
á þessum slóðum. En reynt mun
verða að kanna heilbrigðisástand
fjárins í Dölum og í öllu Mýrar-
hólfinu eins fljótt og tök eru á.
Nokkrar kindur frá Skörðum
hafa enn ekki náðst en murau
verða einangraðar jafn-óðum og
þær koma fyrir