Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 2
2 r MORCVTSTtt AfílÐ Föstudagur 15. sept. 1961 Ljóstæknisýning á Freyjugötu 27 Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl. ÓI. K. M. á Fríkirkju- veginum í fyrradag. Litli bíli inn við Ijósastaurinn kefur sýnilega farið þvert yfir götuna til að komast að gangstéttinni, en í umferðar- lögunum segir m.a. að í þétt- býli megi eingöngu stöðva eða leggja ökutæki á vegi við vinstri brún akbrautar, þar sem tvístefnuakstur er. — Lögreglan í Reykjavík hefur nú hafið herférð gegn öku- mönnum, sem leggja bílum sínum líkt og sést hér á mynd inni, en við fyrsta brot er áminning látin nægja. Erindi um Alaska í Háskólanum HÉR á landi eru nú staddir 2 skógræktarmenn frá Alaska. Annar þeirra, Mr. R. R. Robin- son, er yfirmaður landverndar í öllu Alaska en hinn James W. Scott hefur skógareldvarnir með höndum. Robinson hefur starfað í Alaska í 27 ár, en Scott nokkru skemur. Híngað komu þeir á vegum Bandaríkjastjórnar samkvæmt ósk Skógræktar ríkisins til þess að kynna sér skógræktarstarfið almennt. En um 60—70% af því fræi, sem hér hefur verið sáð um langt skeið er komið frá ýms um stöðum í Alaska, og sumt af því komið hingað fyrir atbeina þeirra. Þeir hafa nú verið á ferðalagi um landið í hálfan mánuð. í kvöld sýna þcir litmyndir og kvikmynd frá Alaska og flytja stutt erindi um landið og þjóð- ina í Háskólanum. I næstu viku munu þeir ferð- ast nokkru víðar og halda heim um mánaðamótin næstu. Með því að sumir hlutar Al- aska eru svipaðir íslandi, og þeir félagar búa einmitt á slíku svæði. er ekki að efa að mörg- um muni þykja fróðlegt að hiusta á og sjá litmyndirnar í kvöld. Er það Skógræktarfélag ís- lands og Skógrækt ríkisins, sem bjóða til þessa erindis og er öll- um heimill aðgangur meðan rúm leyfir. Friðrik á biðskák SJÖUNDA umferðin á minning- armóti Aljechins var tefld í 31ed í fyrrakvöld. Úrslit urðu þessi: Darga Vi — Fischer Vz Bisguier M> — Parma Vz Germek 1 — Donner 0 Pachmann — Gligoric biðskák Portisch 1 — Petrosjan 0 Najdorf % — Keres % Ivkov — Udovcic biðskák Tal % — Trifunovic Vz Friðrik — Bertok biðskák Geller Vi —- Matanovic % Óvæntustu úrslitin urðu er Portisch vann Petrosjan. Skák þeirra varð 40 leikir. Darga og Fischer sömdu um jafntefli eft- ir 18 leiki, Bisguier og Parma eftir 24 leiki, Najdorf og Keres eftir 18 leiki og Tal or Trifuno- vic eftir 25 leikj. Atkvæðatölur úr norsku kosningunum MBL. birti á‘ miðvikudaginn yfir^ lit um úrslit norsku kosninganna — þ. e. a. s*. þingmannatölu og hlutfallstölu atkvæða hvers flokks um sig, en hins vegar ekki atkvæðamagnið sjálft. Atkvæða- tölur flokkanna urðu sem hér segir, samkvæmt frétt í Aften- posten (tölur frá síðustu kosn- ingum í svigum): Jafnaðarm. 847,326 (865,675) Hægri 336,050 (286,264) Kristilegir 169,297 (177,354) Miðfl. 125,176 (107,496) Vinstri 120,521 (137,335) Sósíal. þjóðfl. 42,075 ( 0) Sameiginl. listi borgarafl. 95,833 (153,717) Kommúnistar 52,922 ( 60.060) Aðrir 640 ( 3.209) Eins og sést af framanskráðu, eru Hægri-menn og Miðflokk- urinn þeir einu, sem bæta við sig atkvæðum frá síðustu kosn- ingum, ef frá er talinn Sésíalíski þjóðarflokkurinn, sem ei rýr af nálinni og bauð nú fram i fyrsta skipti. í GÆR var opnuð ljóstækni- sýning að Freyjugötu 27, sem sænska fyrirtækið Elek- troskandia gengst fyrir. Sýn- ingin er einskonar farand- sýning á ýmsum lampabún- aði frá fyrirtækinu og hefur ferðazt víða í Svíþjóð. Héðan verður hún flutt til Noregs. Elektroskandina sýnir þarna helztu gerðir flúrlampabúnaðar, sem fyrirtækið framleiðir nú, og ber þar áberandi mikið á plastefnum. Bæði eru þar inni- lampar til notkunar í skrifstof- um, verksmiðjum og víðar, en einnig lampar til götulýsingar. Þá erU sýndar nokkrar gerðir ljóskastara og mjög athyglis- verður handlampi (hundur) til notkunar við bifreiðaviðgerðir. Er það lítil flúrpípa í búnaði, sem þolir vel hnjask. Einnig eru sýndar ljósmyndir af lýs- ingarkerum innanhúss og utan, þar sem lampar þeirra eru not- AKRANESI, 14. sept. — Togar- inn Víkingur hefur fiskað á heimamiðum í þessari veiðiferð. Togarinn kom snöggvast hér inn á höfnina í gærkvöldi, án þess að Ieggjast upp að. Var hann með á annað hundrað tonn af fiski í sér. Hann sigldi í nótt og selur sennilega í Þýzkalandi á mánudag. Mun hann reyna að bæta við sig ufsa fyrir Austur- landi á leiðinni. — Öddur. Koníoksþjólur- ínn nnðist við bílþjófnuð LÖGREGLAN í Reykjavík hef- ur nú haft upp á manninum, sem brauzt inn í Lídó aðfara- nótt miðvikudags. Kl. 5 i gærmorgun var lög- reglunni tilkynnt, að maður væri að reyna að stela bifreið á horni Ásgarðs og Bústaða- vegar. Lögreglan fór á vettvang og handtók manninn, sem sat alldrukkinn undir stýri og var að reyna að koma bílnum í gang. Á honum fannst óátekin koníaksflaska. Maðurinn, sem er gamall við- skiptavinur lögreglunnar, viður- kenndi, að flaskan væri ein af fjórum, sem hann hefði haft á brott með sér, þegar hann brauzt inn í Lídó nóttina áður. Hinum flöskunum hafði hann lokið úr. Við. rannsókn kom í ljós, að hann hafði reynt að stela tveimur öðrum bílum. — Fjórða bílnum hafði hann kom- ið í gang. Var það jeppi, sem auglýst var eftir í hádegisút- varpinu í gær, en fannst skömmu síðar lítt sem ekkert skemmdur á Réttarholtsvegi. L Æ G Ð I N fyrir suðvestan landið er leifamar af felli- bylnum Betsy, sem fer nú minnkandi, en veldur þó enn þá allhvössum vindi á stóru svæði. Önnur lægð er sunnar á Atlantshafinu. Hún mun fara vaxandi og hreyfast fyrst í norðaustur, en síðar norður og sameinást Betsy fyrir sunnan ísland. Þetta veldur austanstormi á Suður- landi, þegar líður á daginn (föstudag). Veðurspáin kl. 10 í gærkvöidi. SV-land Og miðin: Vaxandi austan átt, stormur eða rok Og rigning með morgninum. Faxaflói, Breiðafjörður og miðin: Allhvass austan og skúrir í nótt, austan eða NA stormur og rigning á morgun. Vestfirðir og miðin: All- hvass NA, stormur á miðun- um, rigning öðru hverju. Norðurland til Austfjarða, norðurmið og NA-mið: SA stinningskaldi og þurrt að mestu til fyrramáls, austan stormur og rigning síðdegis. SA-land, Austfirðir og SA- mið: Austan rok og rigning með morgninum, snýst til SA áttar og lægir heldur þegar líður á daginn. aðir. N Tveir fulltrúar frá Elekro- skandia verða staddir hér, með- an á sýningu þessari stendur, og svara þeir ásamt fulltrúum lunboðsmanns Elektroskandia hér á landi, Johan Rönning hf., ýmsum fyrirspurnum, og veita almennar upplýsingar um ljós- tækni. - i Sérstökum Ijósakassa er koiti- ið fyrir á sýningunum, þar sem mismunandi ljósgjafar eru sýnd- ir. í kassanum eru fjögur hólf, eitt fyrir hvern ljósgjafa, þ. e. glólömpum, flúrpípum, kvika- silfurlömpum og natríumlömp- um. í hólfunum eru einnig lita- spjöld, sem öll eru eins, og sést greinilega hver áhrif ljósið hefur á litina. Ljóstæknisýningin verður op- in næstu daga kl. 14—21, en síðasta sýningardaginn verður hún aðeins opin fyrir fundar- menn á haustfundi Ljóstæknifé- lags íslands, sem fer fram þriðjudaginn 19. þ. m. Lampabúnaður frá Elektroskandia er víða hér á landi, m. Ráðhústorginu á Akureyri, eins og sést á myndinni. Tilraunár ínnan tíu daga Washington, 14. sept. (NTB — Reuter) FORMAÐUR kjarnorkunefndar bandaríska '"ngsins, Chet Holi- field sagði í dag, að unnið væri af kappi að undiríbúningi til- rauna með kjarnorkuvopn neð- anjarðar. Má búast við að til- raunir Bandarikjamanna hefjist eftir um það bii tíu daga. Glen Seaborg, yfirmaður Verðlags- grundvöllurinn Leiðrétting í FRÁSÖGN blaðsins í gær um verðlagsgrundvöll landbúnaðar- ins slæddust inn nokkrar mein- legar prentvillur. Upphaf fréttar- innar átti að hljóða svo: „Klemenz Tryggvason hagstofu stjóri tjáði Mbl. í gær, að ekki væri ósennilegt, að undir lok þessarar viku fengjust úrslit í deilu framleiðenda og neytenda um verðlagsgrundvöll landbún- aðarins.“ Þá var fulltrúi franeleiðenda í yfirnefndinni sagður Sveinn Gíslason, en átti að vera Sverrir Gíslason. Og loks átti að standa, þar sem gerð er grein fyrir kröf- um framleiðenda, að þeir teldu kröfur sínar komnar niður 130%, en auðvitað ekki 330%, eins og stóð x fréttinnL ^ kj arnorkunefndar Bandaríkj anna gerði í dag þingnefndinni grein fyrir þeim upplýsingum, sem tekizt hefði að afla af sprenging- um Rússa. Að fundinum loknum Tæddi Seaborg við fréttamenn og tjáði þeim, að erfitt væri að gera sér fullkomna grein fyrir tilraunum Rússa vegna þess hve örar þær væru nú, en þó hefðu nokkrar veigamiklar upplýsing- ar fengizt. Aðspurður kvað Sea- borg líklegt, að Bandaríkjamenn gætu haldið í við Rússa í kapp- hlaupinu um atómvopn þótt þeir gerðu aðeins tilraunir neðanjarð ar og í tilraunastofum, Seaborg kvað engar áætlanir hafa verið gerðar enn sem komið er um tilraunir í gufuhvolfinu. Skofánn á flótta BERLÍN, 14. sept. (NTB-Reut- er). — Tólf manns hættu lífi sínu í dag, er þeir flúðu frá Austur-Berlín yfir til Vestur- Berlínar. A-'þýzkum lögreglu- mönnum tókst að skjóta ung- an mann til bana á flóttan- um og féll hann til jarðar ör- fáum skrefum austan við markalínuna. Tveir ungir Bandaríkja- menn frá Kaliforníu hafa ver- ið handteknir í Austur-Þýzka- landi, sakaðir um tilraunir til að hjálpa austur-þýzkri konu til þess að flýja til V-Berlínar. Ennfremur hefur verið hand- tekinn brezkur maður og ann- að hollenzkur sem sakaðir eru um að hafa ætlað að hjálpa austur-þýzkri konu að flýja, með því að nota vagabréf eig- inkonu hins brezka. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.