Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 17
Föstudagur 15. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 ÍUTSTJÓRAR: BIRGIR ISU GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON ^rdttmikil og vaxandi samtðk ÚTGEFANDI: SAM! SEXTÁND A þing Sambands ’ ungra Sjálfstæðismanna var hald ið um s.l. helgi á Akureyri. Þing l þetta var mjög fjölmennt og bar vott um þrótt samtakanna. Alls sóttu þingið 140 fulltrúar, víðs- vegar af lmdinu. Þingið hófst á föstudagskvöld, en var slitið á föstudagskvöld og flutti þá skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið starfstímabil. Fundarstjóri á fyrsta fundinum var Leifur Tóm- asson, formaður Varðar, F.U.S. á Akureyri. Þingritarar voru Magn ús Sigurðsson, Hafnarfirði og Páll Stefánsson, Reykjavík. Fund arstjórar á öðrum fundum voru Sigurður Helgason, Kópavogi og Guðlaug Kristinsdóttir, Hafnar- firði. Á þinginu fóru fram ítarlegar umræður um skipulagsmál SUS og m.a. samþykktar verulegar breytingar á lögum sambandsins. Samþykkt var almenn stjórnmála ályktun, sem birtist hér á síð- unni. Auk bess voru gerðar álykt anir um utanríkismál, öryggis- mál, markaðsmál, vinnulöggjöf- ina, kjör opinberra starfsmanna og efnahagsmál. Ályktun þings- ins um utanríkismál hefur þegar birzt í blaðinu. ítarleg ályktun þingsins um efnahagsmál verður vegna rúmleysis að bíða næstu SUS síðu, en auk almennu stjórn málaályktunarinnar birtast h&r samþykktir þingsins um markaðs mál og vinnulöggjöfina. í lok þingsins var kjörin stjórn SUS til næstu tveggja ára. Frá fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar SUS. Talið frá vinstri: Þórir Einarsson, Reykjavík, Hörð- ur Einarsson, Reykjavík, Magnús Þórðarson, Reykjavík, féhirðir, Árni Grétar Finnsson, Hafn- arfirði, 1. varaformaður, Þór Vilhjálmsson, Reykjavík, formaður, Jóhann Ragnarsson, Reykja- vík, 2. varaformaður, Sigfús Johnsen, Vestmannaeyjum, Birgir ísi. Gunnarsson, Reykjavík, rit- ari. — Á myndina vantar: Ólaf Hallgrímsson, N-Múlasýslu, Svavar Magnússon, Ólafsfirði, Jóna- • tan Einarsson, Bolungarvík, og Ólaf Egilsson, Reykjavík. (Ljósm. Mbl.: K.M.) Þingmeirihlutinn marki stjórnar- stefnuna hindrunariaust Almenn stjórnmálaálykfun 16. þings S.U.S. 16. ÞING S.U.S. telur þá stefnu horfa til mestra þjóðarheilla sem reist er á séreignaskipulagi og frelsi einstaklinganna til orða og athafna. Við teljum, að sú stefna tryggi bezt lýðræðislega stjórnarhætti Og þekking ungs fólks á stjórn- málum og almenn þátttaka í þeim sé skilyrði þess, að þeir fái að þróast. Ungir Sjálfstæðismenn fagna því frumkvæði, sem núverandi ríkisstjórn hefur átt að því að koma íslenzku efnahags- og at- Bjarni Benediktsson ávarpar SUS-þingið. Ljósm.: St.E.Sig. síðla dags á sunnudag. Á laugar- dags- og sunnudagsmorgun sátu nefndir þingsins að störfum, en almennar umræður og afgreiðsla mála fór fram eftir 1/idegi á laugardag og sunnudag. Kl. 12 á laugardag ávarpaði Bjarni Bene-I diktsson varaformaður Sjálfstæð isflokksins þingið í hádegisverð-1 arboði, er miðstjórn flokksins efndi tii. Á laugardags-1 kvöld var kvöldvaka, en sjálfu' þinginu var slitið að Grund í Eyjafirði kl. 7 á sunnudagskvöld, Þar ávarpaði Jónas G. Rafnar al- | þingismaður þingfulltrúa, en Þór Vilhjálmsson, endurkjörinn for- maður sleit þinginu. Þór Vilhjálmsson, setti þingið Lýðræðisíegri sögn samninga Ályktun 16. þings SUS um vinnulöggjöf regiur um upp- og verkfaiisboðun 16. ÞING S.U.S. telur brýna nauð syn bera til, að sett verði nú þegar ný heildarlög um stéttar- félög og vinnudeilur. Við þá laga setningu beri að leggja áherzlu á eftirfarandi atriði: Að tryggja samningsfrelsi at- vinnurekenda og launþega og ísland sæhi um upptöku í Einahagsimndaiagið Álykfun 16, þings 5US um markaðsmál sem jafnasta aðstöðu þeirra við samninga um kaup og kjaramál. Að settar verði lýðræðislegri reglur, en nú gilda, um uppsögn samninga Og verkfallsboðun, þar sem m. a. verði gætt eftirfarandi atriða: Ákvörðun um uppsögn samn- 16. ÞING S.U.S., lialdið á Akur eyri í september 1961, álítur, að hin öra markaðs- og tækni þróun síðustu áratuga og auk- in sérhæfing þjóðanna á at- vinnusviðinu muni skapa ís- lendingum mikil og glæsileg tækifæri í bandalagi vest- rænna þjóða. Treystir þingið forystumönn nm þjóðarinnar til að tryggja, að þessir möguleikar verði nýttir til hins ýtrasta. Hags- munir þjóðarinnar krefjast þess, að rétt sé brugðizt við hinum mikla vanda, sem nú steðjar að, vegna samruna þjóðanna í stórar bandalags- heildir og að sérstaða smáþjóð ar sé að fullu virt. Þingið telur því rétt, að ís- land sæki um upptöku í Efna- hagsbandalag Evrópu, svo að unnt sé að fá sem gleggstar upplýsingar og viðræður um réttindi og skyldur vegna slíkr ar upptöku. Síðan skuli metið, hvort æskilegt sé að óska að- ildar að þessu bandalagi. Guðlaug Kristinsdóttir, Hafn- arfirði, stjórnaði síðasta fundi þingsins. Ljósm.: St.E.Sig. inga sé því aðeins gild, að við- höfð sé allsherjaratkvæða- greiðsla, sém minnst % hlutar fé- lagsmanna taki þátt í, og sé upp- sögnin samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða. Sá aðili, sem segir upp samn- ingi, sé skyldur til að senda gagn- aðila sínum endanlegar tillögur um breytingar á samningum aðil- anna um leið Og samningsupp- sögn fer fram, ella telst hún ógild. Ber þeim aðila, sem uppsögn fær, að senda rökstutt svar innan 14 daga. Geri hann það ekki, er gagnaðila heimilt að boða verk- fall með styttri fyrirvara en ella. Ákvörðun um verkfallsboðun sé því aðeins gild, að viðhöfð sé allsher j ar atkvæðagreiðsla. Þegar boðuð hefur verið vinnu- stöðvun eða verkbann, sem veru- lega raskar almannahagsmunum, eða valdið getur þvi, að mjög mikil verðmæti fari forgörðum, verði forseta íslands veitt vald til að fresta vinnustöðvun um tiltekinn tíma. Verkfallsboðun sé tilkynnt með minnst 14 sólarhringa fyrirvara. Settar verði skorður við því, að margir starfshópar geti stöðvað sömu atvinnugrein með keðju- verkföllum. Telur þingið að vinna beri að því, að á komdst heildar- samningar launþega og atvinnu- Framhald á bls. 23. vinnulífi á traustan grundvðll, enda sé aldrei hvikað frá því meginstefnumiði, að atvinnuveg- iinir geti gengið styrkjalaust Og sé ekki íþyngt með meiri sköttum eöa hærri kaupgreiðslum en þeim er bært á hverjum tíma. Þingið leggur áherzlu á, að þingræðinu sé ekki stefnt í voða íyrir áhrif einstakra hagsmuna- hópa, en meirihluti alþingis, sem þjóðin kýs sér með Jýðræðisleg- um hætti, fái hverju sinni hindr- unnrlaust að marka stjórnarstefn una. Við teljum framtak einstakl- ingsins vera það afl, sem væn- legast sé til þess að efla fram- farir í landinu, réttlæti í samskipt um þegnanna og fjárhagslegt ör- yggi allra landsmann. Við teljum því, að hamla beri gegn beinni þátttöku hins opinbera í atvinnu rekstri en bendum á stofnun al- menningshlutafélaga, svo að öll- um sé gert kleift að eiga hlut- deild að rekstri atvinnufyrir- tækja. Þingið leggur áherzlu á frjálsa verzlun jafnt í utanríkisviðskipt- um sem innanlands og mælir gegn höftum og bönnum opin- berra aðila, sem sízt eru líkleg til að tryggja neytendum vandaða vöru og hagstætt vöruverð. Við teljum brýnt, að hverjum æsku- manni séu búin þau uppeldis- og menntunarskilyrði, sem megi gera hann að þroskuðum einstakl ingi og nýtum þjóðfélagsborgara. Þingið telur almannatrygging- ar nauðsynlegar, þannig að þeir, sem erfiðast hlutskipti hafá hlot- ið, fái styrk af afli heildarinnar. Verði þess þó jafnan gætt, að slíkt þurfi ekki að draga úr heil- brigðri sjálsbjargarviðleitni hvers og eins. Við teljum, að ef alls þessa sé gætt og þjóðin ber gæfu til að styðja af alhug viðreisnarráð- stafanir núverandi ríkisstjórnar, þannig að þær séu ekki eyði- lagðar af niðurrifsöílum í þjóðfé laginu, þá bíði íslenzku þjóðar- innar björt og glæsileg framtíð, þar sem sérhver þegn megi lifa Ir^áls af ótta , frjáls af skorti og ivjáls til að vera sinnar eigin tíæfu smiður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.