Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagux J6. sept. 1961 Sími 11340 Bifreiðaeigendur! Gerist meðlimir í Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda. Inntökubeiðnum veitt móttaka í síma 15659, alla virka daga kl. 1—4 nema laugardaga. s FÉLAG ÍSLENZKRA BIFREIÐAEIGENBA Austurstræti 14, 3. hæð — Sími 15659. Hið milda og bragögóöa, ameriska tannkrem 75 gr h,n,,r ftUOR'®6 inniheldur FLUORID varnarefni QCemilzahci 7 Vegna útfarar Frú Jórunnar Norðmann verður skrifstofa okkar lokuð frá hádegi í dag, föstudaginn 15. sept. EGILL ÁRNASON, Klapparstíg 26. Lokað í dag kl. 1—4 vegna jarðarfarar. Kosangassalan OPTIMA Garðastræti 17. Þakka vil ég öllum þeim er glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum og skeytum á 75 ára afmæli mínu. Sigrún Grímsdóttir Melgerði 24, Kópavogi. Eiginkona mín og móðir okkar JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Laugateigi 19, andaðist í Landakotsspítalanum fimmtudaginn 14. þ.m. Valdimar Tómasson og börn. Útför móður okkar GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR Laufásvegi 10, fer fram frá Fríkirkjunni laugardaginn 16. sept. kl. 1,30. Jarðsett verður að Lágafelli. Fyrir hönd ættingja. Gíslína Sigurðardóttir, Kvisthaga 8. Hjartans þakklæti til allra vina og vandamanna, sem heiðruðu mig á sjötugsafmæli mínu 29. ágúst, með heim- sóknum, gjöfum, blómum og heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll. Margrét Hjörleifsdóttir, Hallveigarstíg 9. Nýkomið Velour satín í kjólc Sloppanœlon blátt og hvítt Ódýru kjólaefnin komin aftur. Asg. G. Gunnlaugsson & Co. Stórholti 1 — Sími 13102. Nýkomið M anchetskyrt^r hvítar og mislitar Vindsor terelyne bindi ný mynstur Herrasokkar úr crepenælon, spun- nælon, ull og nælon. Gráar þykkar herranœrbuxur Náttföt Vinnuvettlingar Asg. G. Gunnlaugsson & Co. Stórholti 1 — Sími 13102. Nýkomið Barnaleikföng Eldflaugar- vagninn Umferðamerki ofl. Skólapeysur úr ull mjög hagstætt verð As§. G. Gunnlaugsson & Co. Stórholti 1 — Sími 13102. Góð 2/o herb. kjallaraíbúð til leigu frá 1. okt. Aðeins roskið reglusamt fólk kemur til greina. Tilboð merkt „ABC — 5802“ sendist Mbl. fyrir 19. þ.m. VtÐT4KJAVINNUSTOFA QC VIOtÆ KJASALA LEIGUFLUG Oaniels Pétursson^r SÍMI 148 70 /962 Michel Afa Facit verðlistar. FRÍMERKJASALAN Lækjargötu 6 A. Fyrstadagsumslög fyrir Evrópumerkin mánud. 18 sept. 10 GERÐIR. Tryggið yður umslögin sem íyrst mtð an allar gerðir fást. FRÍMERKJASALAN Lækjargötu 6 A. * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR kvikmyndir * skrifar um kvikmyndir * kvikmyndih Nýja Bíó: HALDIN HATRI OG ÁST Mynd þessi, sem er amerísk og tekin í litum og CinemaScope, gerist í skóglendium Klettafjall- anna í Norður-Ameríku, Kanada megin. í þessum héruðum geisa oft á vetrum stormar Og stór- hríðir, en á sumrum valda þar þrumuveður og skógareldar mönnum þungum búsifjuon og verða þem jafnvel að fjörtjóni. Á þessum slóðum býr Mary Sharon á afskekktu bændabýli ásamt eiginmanni sínum og sjö ára syni þeirra hjóna. Lífsbar- áttan er þarna hörð, en þau hjón in eru atorkusöm og samhent við búskapinn. En nú gerist sá voveif legi atburður að eiginmaður Mary ferst í skógareldi og hún stend- ur þannig ein uppi með son sinn. Hún ræður því til sín vinnu- mann, Fred Carter, gjörvulegan mann, alvörugefinn og nokkuð harðgeðja, enda hefur hann átt í ýmsum erfiðleikum um ævina og hefur það mótað skapgerð hans. — Robbie, sonur húsfreyj- unnar á erfitt með að sætta sig við nærveru þessa ókunna að- komumanns og gerist honum brátt fjandsamlegur. Fred verð- ur áður enn langt um líður ást- fanginn af Mary og biður henn- ar. Hún tekur því fálega í fyrstu, en þó fer svo að þau giftast. — Robbie umhverfis nú alveg í garð Freds, sem nú hefur tekið við stöðu föður hans á heimilinu. Drengurinn fer að hata Fred og sýnir honum þrjósku og fullan fjandskap við hvert tækifæri. Þetta leiðir til þess að Fred verð- ur drengnum gramur og fer um hann hörðum höndum. Móðirin stendur með drengnum, og rís út af þessu mikill ágreiningur milli hjónanna. í einni senunni slær Fred konu sína í reiði og þá vaknar hatur hennar á honum. Verður honum lífið óbærilegt í sambúðinni við Mary og drenginn og hann ákveður því að hverfa á brott. En þá koma fyrir atvik, sem sýna hversu heitt hann ann konu sinni og hvílíkur ágætismað ur hann er í raun og veru. Mary sér að hún hefur haft hann fyrir rangri sök og drengurinn lærir einnig að meta þennan stjúpföður sinn að verðleikum. Mynd þessi er ágætlega gerð, efnismikil og áhrifarík, enda af- burðavel leikin. Susan Hayward, leikur hina skapmiklu og tilfinn- ingaríku Mary Sharon af mikilli snilld, enda er hún mikil leik- kona. Sýndi hún það hvað bezt með frábærum leik sínum í mynd inni „I’U Cry Tomorrow", sem sýnd var hér fyrir nokkrum ár- um. Leikur Stephen Boyd’s í hlutverki Freds er einnig mjög góður, og leikur drengsins Dennis Halmes í hlutverki Robbies er ótrúlega þroskaður. Þá er og mjög athyglisverður leikur Theo dore Bikel’s í hlutverki dr. Gibbs. Eg mæli eindregið með þessari ágætu mynd. Trípólibíó: DAÐURDRÓSIR OG DEMANTAR Þetta er Lemmy-mynd, en ensk þó. — Hún hefst á því að hershöð ingi einn þýzkur, fremur sjálfs- morð í höll sinni að skipan Hitl- ers. Heidi dóttir hershöfðingjans, hjálpar vini hans, Brennan að nafni, að flýja og tekur Brenn- an með sér pakka með hinu mikla gimsteinasafni hershöfðingjans og kemur pakkanum fyrir í klaustri í Tékkóslóvakíu. Þetta gerist 1944. — Mörgum árum síð- ar, 1959, kemur Brennan, sem dvalið hefur erlendis, til Ham- borgar og er nú stýrimaður á amerísku skipi. Gamall aðstoð- armaður hershöfðingjans sér Brennan og þekkir hann. Hann finnur Brennan að máli og þá þekkir Brennan hanm. Náungi þessi, sem heitir Rudi Siebert, stingur upp á því við Brennan að hann nái í hina fólgnu gimsteina og að þeir skipti á milli sín fengn um. Brennan segir að Heidi dótt- ir hershöfðingjans sé hinn rétti eigandi gimsteinanna og verður það úr að hún fer með þeim til þess að ná í fjársjóðinn. Það tekst allt vandræðalaust. En þá hefst fyrst spennan fyrir alvöru, því að fleiri eru á hnotskógi eft- ir gimsteinunum. Ekki verður það rakið hér, en endalokin eru ærið óvænt. Lemmy Constantine leikur auð vitað aðalhlutverkið Og leysir allan vanda eins og endranær. Önnur veigamestu hlutverkin leika þau Dawn Addams (Heidi) og Marius Goring (Siebert). — Mynd þessi er allskemmtileg, en stundum hefur mér þó þótt Lemmy takast betur upp. 80 ára Björn Jónnlnns- son Stykkishólmi HANN er fæddur að Bæ á Höfða strönd 15. sept. 1881. Foreldrar hans bjuggu þar þá en þau voru Jónatan Jónatansson og Guðný Björnsdóttir. Til Stykkishólms kpm Björn skömmu fyrir árið 1940 og rak hann þar gistihús um hríð. Flutti til Borgarness og hafði með hönd- um rekstur hótelsins þar. En það var ckki lengi. Til Stykkishólms kom hann aftur og hefir dvalið hér síðan. Kvæntur er Björn Önnu Jónsdóttur. Eina stúlku hafa þau alið upp. Björn hefir um lengri tíma ekki gengið heill til skógar. Oft legið þungar legur. Samt hefir hann alltaf getað haldið sínu glaðlyndi en því var vel úthlutað til hans í upphafi og hefir enzt honum vel fram á þennan dag. Starfssamur hefir hann jafnan verið Og gengið að verki þar til fyrir skemmstu að hann missti alveg sjónina og er þar af leið- andi mikið eða alveg hættur að sjást á götu. Drengskaparmaður er Björn, vinfastur og er ekki eitt í dag og annað á mörgun. Skoðanir hans eru vel myndaðar og á þeim þannig haldið að til fyrirmyndar er. Við höfum margt haft saman að sælda síðan ég kom fyrst til Stykkishólms og hafa okkar við- skipti og kynni jafnan verið hin beztu. Hefi ég margar ánægju- stundir átt með honum á han* ágæta heiinili. Ég óska honum alls hins bezta á þessum tímamótum og þakka prýðiskynni. Megi birta og heið- ríkja verma ævikvöld hans. Árni Helgason. Ráðskona óskast á fámennt heimili í Hafnar- firði má hafa með sér barn. Uppl. í síma 50892 eftir kl. 8 í kvöld og á sunnud. eftir kl. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.