Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVTSBL AÐIÐ Föstudagur 15. sept. 1961 ÞAÐ var margt manna niðri á Sprengisandi um 5 leytið í gær, enda þótt veðrið væri hálfleiðinlegt, strekkingur og smáskúrir öðru hvoru. Hekla lá þarna ferðbúin, farþegarn- ir voru að flykkjast um borð og kunningjar komnir til að kveðja. Förinni var heitið til Noregs þar sem forsætisráð- herra, Bjarni Benediktsson, mun afhenda Norðmönnum styttu Ingólfs Arnarsonar, í ættbyggð Ingólfs hinn 17. þ.m. ■— ★ — Margir hafa notað tækifær- ið, sem þarna gafst, til þess að heimsækja Noreg og verða við staddir þennan merkisatburð. Þarna var fólk á öllum aldri, konur og karlar, sem roguðust með þungar ferðatöskur um borð. „Er enginn hér, sem skoðar í töskurnar?" spurði aldraður maður hálfvandræðalega, þeg ar hann steig um borð. Hann leit í kring um sig, en kom ekki auga á neinn, sem vildi líta í töskuna hans. Eiginkon- an kom aðvifandi: „Nei, góði minn. Þeir skoða ekki í tösk- urnar fyrr en maður kemur heim. Komdu nú!“, og hún var svolitið óþolinmóð, hún átti eftir að kveðja alla kunningj- Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, og kona hans, Sigríður Björnsdóttir, ásamt börnum sinum um borð í Heklu í gær. Börnin eru, talin frá vinstri: Anna (6 ára), Guðrún (12 ára), Valgerður (15 ára) og Björn (16 ára). Mikill ferðahugur en slæmt veðurútlit ' ana, sem stóðu á hafnarbakkan um. — ★ — Laust eftir kl. 5 kom for- sætisráðherra, Bjarni Bene- | diktsson ásamt konu sinni Sig- ríði Björnsdóttur og bömum þeirra. Fjölskyldan fór öll með Heklu, því eins og ráðherrann sagði, þegar fréttamaður Mbl. ; hitti hann á skipsfjöÞ „Eg lof- aði börnunum því snemma í vor, að við færum öll saman í eitthvert ferðalag í sumar. Nú er komið að ferðinni og til- hlökkunin hefur verið mikil hjá þeim, eins og geta má nærri. Mér líst bara þannig á veðrið, að við verðum sjó- veik, öll nema Björn. Hann er vanur sjómaður“, sagði Bjarni og brosti, en Björn var kím- inn og sagði, að það yrði „lens“ út Flóann, en eftir það mættu þeir sjóveiku fara að biðja fyrir sér ef veðrið lægði ekki. Björn hefur verið á varð- skipinu Óðni tvö undanfarin sumur og líkað" vel og við spurðum hann, hvort hann væri ekki orðinn vel sjóaður. „Jú, ég verð ekki sjóveik- ur. Ætli ég standi ekki einn uppi, þegar á líður“, sagði hann og hló við. „Þau tóku nú annars sjóveikipillur", bætti hann svo við, „ætli það geri ekki flestir farþeganna, þegar útlitið er svona“. Áður en við kvöddum sagði ráðherrann okkur, að hann mundi kveðja Heklu í Noregi og' þau kæmu flugleiðis heim. — ★ — Frú Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar stóð við borð- stokkinn með gular og rauð- ar rósir í fanginu frá tengda- dóttur sinni. Og við hliðina á henni 12 ára gömul dóttir henn ar, brosandi og eftirvæntinga- full. En niðri á hafnarbakk- anum veifaði 7.ára sonur henn ar, sem ekki fékk að fara með. Frú Auður er fulltrúi Reykjavíkurbæjar eða Ingólfs byggðar x þessari för. Frú Auður sagðist aldrei hafa komið á þær slóðir í Noregi, sem ferðinni er heitið til, og hugsa gott til þess. — Það er víst svo yndislegt í Noregi núna, gott veður og haustlitirnir komnir á laufíð, sagði hún. Þetta er fyrsta sigl- ing Margrétar dóttxxr hennar, sem er 12 ára. Hún bara brosti feimnislega, þegar við spurð- um hvort hún hlakkaði ekki til, og lét móður sírxa svara fyrir sig: — Það þarf nú víst ekki að spyrja að því. — Þér eruð ekkert farin að fara í frí í sumar, er það, frú Auður? spurðum við. Agrxar Kl. Jónsson og kona hans, Ólöf Bjarnadótlir, með Önnu og Aslaugu, Frú Auður Auðuns og dóttir hennar. — Nei, ekkert, svo ég vona bara að sjórinn fari nú ekki að setja allt úr skorðum. — Eruð þér sjóveik? Þér hafið sjálfsagt verið vön sjó- ferðunum hér áður fyrr, með- an þér voruð að alast upp á ísafirði? — Jú, hjálpi mér, á mótor- bátum á Djúpinu og strand- ferðarskipum öll skólaárin fram og aftur, og þá var mað- ur stundum sjóveikur, ef vont var í sjóinn. En nú er orðið svo langt síðan ég hefi farið á sjó, ef nokkuð er að veðri . . . — ★ — Agnar Klemenz Jónsson, skrifstofustjóri í utanríkis- ráðuneytinu, er formaður frarn kvæmdanefndarinnar um gjöfina til Norðmanna. Hann kom um borð, ásamt konu sinni frú Ólöfu Bjarnadóttur og dætrunum tveimur önnu og Áslaugu, sem. fengu að fara með í ferðina. Agnar hefur verið veikur í sumar, en er nú orðinn svo hress, að lækn- ' irinn gaf honum leyfi til að fara þessa ferð. — Hvernig leggst ferðin í ykkur? — Ágætlega, þó veðrið sé ekki sem bezt. Ef það verður gott í Noregi, þegar styttan verður afhent, þá skiptir það mestu máli. Annars er loft- , þrýstingurinn að ganga niður og slæma veðrið á leiðinni á móti okkur, svo maður von- ar það bezta. Þó ruggi svolítið fyrst, þá er að taka því. Ann- ars er Mbl. búið að skrifa svo mikið um ferðina, að þax er engu við að bæta. Framh. á bls. 15. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.