Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. sept. 1061 MORGVIVBLAÐIÐ HINIR innfæddu eru grair fyrir járnum í allri Kongó. Og þeir geta veriS stórhættu- legir, l>ví ]>að er oft grunnt á frumstæðiun hvötum og negrarnir hafa ánægju af þvi aS sýna afl sitt og vald með því aS hleypa af byssunni, oft af lítilfjörlegasta tilefni. — ★ — Þetta sagði Harald Snæ- hólm, flugmaður, sem nýkom inn er heim frá Kongó Har- ald er sonur Njarðar Snæhólm, rannsóknarlögreglu manns, og fýsti mikið að kanna ókunna stigu eftir að hann lauk flugprófi hér, Hann réðist fyrst til norsks flug- féiags og var í sjö mánuði í innanlandsflugi á flugbátum norður með Noregsströnd. Síðan fór hann til þýzka flug- félagsins Continentale og hef- ur flogið þar í eitt ár, ýmist Sr. Jón Auðunns Forspá - Forlög Þessi mynd er frá Katanga. — Við flugvallarbygginguna er hervörður og Harald verður að gefa skýr svör um það, hvert hann sé að fara .... Hætturnar leynast alls staöar i EIN N af lesendum þessarra greina sagði við mig nýlega: Forspáin er staðreynd. Marg- faldlega fram yfir það, að til- viljun geti talizt, fá menn hug- boð eða vitneskju um hið ó- komna, einkum í dásvefni eða draumi. En úr því að unnt er að skynja hið ókomna, sjá í vöku, leiðslu eða draumi ná- kvæma mynd þess sem koma skal, þá hlýtur allt að ’ vera ákveðið fyrirfram, viljinn bund inn, einstaklingurinn fjötraður á sinn forlagabás. Það er að hætta sér út á hál- an ís, að hreyfa þessu máli í ör- Istuttri blaðagrein. En þetta mál snertir mjög lífsskoðun og trú, og þessvegna ætla ég að freista þess að segja stuttlega, hvernig þetta horfir við frá mér. - segir íslenzkur flugmaður nýkominn frá Kongo í Kongó, eða Austurlöndum. — Belgíska flugfélagið SABENA annast stærsta hlut ann af innanlandsfluginu í Kongó enn sem komið er og nu undir nýju nafni þar syðra, „Air Congo“. Mitt félag hefur leigt þeim eina skymastervél og höfum við verið í innan- landsflugi en farið lí'ka norð- ur til Evrópu í vöruflutning- um. — í sumar flugum við mik- ið með hermenn Sameinuðu þjóðanna á milli borga í Kongó, auk þess með vistir, lyf og hjúkrunargögn frá Rauða krossinum. — Þetta hefur allt gengið slysalaust hjá okkur, því við höfum verið mjög varkárir. Bækistöðvar okkar hafa verið í Leopoldville, en vegna hins ótrygga ástands, sem ríkt hefur í landinu, gistum við yfirleitt aldrei utan þeirrar borgar. Við fórum venjulega af stað frá Leopoldville upp úr miðnætti í ferðir út á land og vorum 18—20 tíma í ferð- inni. Þetta hefur vissulega verið erfiðara en ella, því undir venjulegum kringum- stæðum hefðum við gist og hvílzt á endastöðvum. — ★ — — Ástandið hefur verið þannig, að við höfum ekki vogað okkur að fara út af flugvöllunum nema þá helzt í Leopoldville. Og jafnvel á sjálfum flugvöllunum hefur það oft verið ískyggilegt. Her- menn SÞ eru víða á verði, en þeir hafa ekki nema 2—3000 manns á móti tífalt stærri her innfæddra og við höfðum allt- af á tilfinningunni, að lítið þyrfti að bera út af til þess að allt færi í bál og brand. — Hinir innfæddu her- menn, bæði í Katanga og öðrum stöðum í Kongó, eru líka hálf viðsjálir. Þetta eru mest allt stráklingar, sem þykir gaman að skjóta af byssu. Það er töluverður drykkjuskapur meðal þeirra á ýmsum stöðum í landinu og þá eiga þeir það til að „hreinsa" byssuna „út í loft- ið“ til þess að sýna vald sitt. Þá er það undir hælinn lagt hvort þeir drepa einn eða fleiri friðsama borgara. — ★ — — Við höfum verið mjög varir um okkur, alltaf haldið hópinn og haft jafnlítil sam- skipti við innfæddg og okkur hefur verið unnt. Margar hrak farasögur hef ég heyrt, bæði hjá flugmönnum og hermönn- um SÞ. Hætturnar leynast þar alls staðar. Baluba-menn- irnir eru alræmdastir, því þeir drepa ekki hreinlega, heldur kvelja og murka lífið úr fórnarlömbunum. — Ég held, að fáir hinna hvítu manna í Kongó njóti starfsins þar enda þótt landið sé víða fagurt. Hins vegar er þeim innfæddu ekkert verr við hvíta menn en landa sína. í Kongó ríkir þvlíkur fjand- skapur milli ættflokkanna, að þeir rífa hvern annan á hol komist þeir í færi. Þetta er furðulegt, en staðreynd engu að síður. -' ★ — — En ég hef kynnzt mörg- um ágætismönnum þarna suð ur frá. Hjá Continentale eru það mestmegnis Norðmenn og Þjóðverjar, sem ég vinn með. Ég hef líka kynnzt mörgum starfsmönnum SÞ, því við höfum haft mikið saman við þá að sælda. Ég þekkti lítil- lega áhöfnina, sem var með Hammarskjöld í hans hinztu för. Við hittum þessa stráka mjög oft og töluðumst þá við, en um frekari persónuleg kynni var ekki að ræða. Þeir voru búnir að vera lengi í Kongó, nýbúnir að fá þessa flugvél, sem þeir voru á síð- ast. — Annars hef ég verið til skiptis í Kongó og í ferð- um til Austurlanda. Við erum látnir skipta um á hálfs mán- aðar fresti, bæði vegna loft- lagsins í Kongó og til þess að við getum „slappað af“ því Kongó-flugið er erfitt. — ★ — — í Austurlandaferðum för um við m. a. til Indlands, Hong Kong, Japan og ber þar oft margt skemmtilegt til. Þar þurfum við ekki að var- ast byssukjaftana nema við strönd Rauða Kína. Ef við förum einum þumlungi of ná- lægt kommúnistunum, þá er skotið án fyrirvara. — Það er miklu tilbreyt- ingarsamra og skemmtilegra í Austurlandaferðunum, enda þótt borgirnar séu ekki allar aðlaðandi. Ég minnist þess t. d., að á flugvallarhótelinu í Bombay ganga rotturnar ljósum logum og enginn virð- ist kippa sér upp við það. Þetta á samt að vera heldur Ég er vini mínum sammála um, að forspáin er staðreynd, sem ekki er unnt að komast hjá að viðurkenna. Mörg dæmi eru hennar í heil. Ritningu, en miklu fleiri í reynslu samtíðar vorrar. Hvaðan kemur móttak- andanum þessi dularfulla vit- neskja? Alheimsgeimurinn, Guð, veit allt, hið liðna, það sem er, og það sem kemur. Öll leiftur hins ókomna, sem inn í mannshuga kunna að berast, eru með ein- hverjum hætti endurvarp frá huga hans, líkt og allir geislar koma frá einum og sama ljós- gjafa, sólinni. Ótakmarkaður hugur Guðs spannar á einu augnabliki aldir og eilífð, hið liðna jafnt og það, sem er og verður. Hann veit, hvað þú gerir á morgun, með sama hætti og hann veit, hvað þú gerðir í gær. En, að hann þekkir þetta allt, er ekki sama og, að hann hafi ákveðið þetta allt. Ef þú þekktir vin þinn svo til innstu grunna, að þú vissir ná kvæmlega allt um hann, gjör- þekktir bæði ytri aðstæður hans og innri gerð, myndir þú . . . . og hann er ekki kominn nema nokkur skref frá bygg- ingunni, þegar hann gengur fram á leyniskyttur Katanga- hers. Þannig slá þeir hring um flugvellina, sem eru mikil vægastir í sókn og vöm í landi vegleysanna. þokkalegur flugvöllur, en ekki er laust við að matar- lystin minnki, þegar maður situr í borðsalnum og sér feita og pattaralega, nær hár- lausa rottu skjótast meðfram næsta vegg. — ★ — Loks segir Harald okkur, að Einar Runólfsson, sem verið hefur yfirvélamaður hjá Continentale, sé nú kominn aftur til Loftleiða. Hins vegar er Skúli Petersen, flugmað- ur, farinn frá Loftleiðum til Continentale og er væntan- lega á leið til Kongó. íslenzk- ur vélamaður, Siggeir Sverris son, hefur að undanförnu verið í Leopoldville á vegum flugfélagsins Seven Seas. Framh. á bls. 23 með fullkominni nákvæmni geta sagt, hver viðbrögð hans yrðu við atburðum morgundagsins. En þetta væri ekki sönnun þess, að þú ákvæðir lífsbraut hans, skapaðir honum forlög. Þessvegna er lika rangt að segja: Fyrst Guð veit alla framtíð mína, hef ég ekki frjálsan vilja. Allar ytri aðstæður þekkir Guð og hann þekkir þær innri aðstæður líkama þíns og sálar, sem ákveða framtíð þína. Þess- vegna er framtíð þín nú þegar til, ekki sem forlög, er Guð hafi sett þér, heldur sem fram- tíð, sem ákveðin er af þér en Guð hefur séð. Og frá alheims- vitund hans getur vitneskjan borizt sem forspá eða vitneskja um hið ókomna inn í móttæki- legan mannshuga. f Er vilji þinn frjáls? Að vissu marki. Ekki svo, að þér sé að öllu sjálfrátt um breytni þína. Vilji þinn er ýmsum aðilum háður. Um viðhorf þín og viðbrögð ráða erfðir miklu, arfurinn frá samfélaginu, sem þú ert fædd- ur inn í, arfurinn, líkamlegur og andlegur, frá feðrum og mæðrum, sem þú ert fæddur af. Ennþá fremur en þessar erfðir ræður umhverfið, sem þú lifir í, breytni þinni, venjur þess, hugmyndir þess, skoðanir þess og viðhorf. Og viljafrelsi þitt takmarkast mjög af almenn ingsálitinu, sem allir menn eru í meira eða minna mæli háðir. Þannig er margt, sem setur vilja þínum og valfrelsi skorð- ur. Að öðru leyti ertu frjáls, og þeim mun frjálsari, sem þú lærir betur að sigra þessa innri og ytri fjötra. Undir niðri finna þetta allir menn. Ég þekki menn, sem segjast aðhyllast eindregna forlagatrú, en engan hef ég þekkt, sem ekki finnur, þegar til alvörunn- ar kemur, að sjálfur ber hann ábyrgð á breytni sinni. Hvorki forlagatrú né friðþægingarlær- dómar geta upprætt þetta úr mannssálinni. Og einmitt þessi allsherjartilfinning eigin ábyrgð ar þykir mörgum sterkasta rök- semdin gegn forlagahyggju. Sú tilfinning er meðfædd öllum mönnum, öllum kynslóðum, óra- langt í aldir aftur, en hún er markleysa ein, ef oss eru ó- hagganleg forlög sköpuð. Margsannað er, að menn hafa skynjað hið liðna, eins og minningamyndir þess séu geymdar á dularfullu tjaldi tímans. Hið ókomna er einnig til, þótt miklu sjaldgæfara sé að menn sjái það en hitt, sem er liðið, jafnvel löngu liðið. Hebreski spekingurinn sagði, að fyrir Guði væri einn dagur sem þúsund ár. Fyrir honum er allt frá eilífð til, hið liðna, það sem er, og það sem kemur. — Þetta sannar ekkert um það, að manninum séu óhagganleg for- lög sett. Þetta sýnir aðeins það, að takmarkanir tímans jarð- neska eru blekking, en sann- leikur það, sem skáldið segir (E. Ben.): Eilífðin hún er alein til, vor eigin tími er villa og draumur. Af þeim draumi eigum vér síðar að vakna. Hvert tímans barn er eilífðarbarn um leið. Yfir hverjum einstökum í milljarðanna mergð vakir hann, sem ekkert mannsbarn ofursel- ur blindum forlögum en er að leiða mannkynsheildina alla frá viljafrelsi, sem er takmarkað, og til fyllingar lífs með friáls- um, óháðum vilja. %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.