Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. sept. 1061 * „ÞEIR tímar eru niú löngu liðn- Ir, er „sú þótti ferð frægust“ á Norðurlöndum, „að fara suður til Dyflinnar“, eins og Brynjólfur taersir á Aurlandi í Sogni er látinn segja við Björn son sinn í Egilssögu; enda leggur nú eng- inn það í vana sinn að fara með víkingsskap og ránum til írlands til að afla sér fjár og frama, eins og sumir forfeður okkar frá Nor- egi tiðkuðu fyrir rúmum þúsund árum. En stórfróðlegt þótti okk- ur, fjórum, friðsömum niðjum þeirra, dr. Birni Sigfússynd há- skólabokaverði, Finni Sigmunds- syni landsbókaverði, dr. Kristj- áni Eldjárn þjóðminjaverði og mér, að fara suður til Dyflinnar í lok mánaðarins sem leið og fá að líta augum það land, sem til forna varð svo örlagaríkur áfangi á leið margra þeirra vík- Forn Glendalough (Tveggjavatnadalur), um 50 km suður af Dyflinni. Hinn 1000 ára gamli hring- turn sést á miðri myndinni. í við íra endurnyjuð Samtal við Stefán Pjetursson þjóðskjalavörð um írlandsför Stefán Pjetursson inga frá Noregi, er síðar gerð- ust landnámsmenn á íslandi“. Þannig komst Stefán Pjeturs- son þjóðskjalavörður m. a. að orði, er Mbl. hitti hann að máli nýlega Og leitaði frétta hjá hon- um um för hans til Dyflinnar. „Dyflinnarför okkar,“ hélt þjóðskjalavörður áfram, „var far- in í boði Evrópuráðsins í Strass- borg, sem ekki aðeins beitir sér fyrir aukinni stjórnarfarslegri samvinnu hinna lýðfrjálsu þjóða í Evrópu, heldur og fyrir aukn- um menningartengslum þeirra á meðal. Að sjálfsögðu var okkur boðið til þessarar farar með fullri vitund Og samþykki „kollega" Okkar suður í Dyflinni, sem hlutu að hafa allt erfiði af komu okik- ar þangað og gerðu okkur viku- dvöl þar ógleymanlega. Erum við í mikilli þakkarskuld bæði við Evrópuráðið og írana fyrir þessa ánægjulegu för — að ó- gleymdum þeim þætti, sem menntamálaráðuneytið hér í Reykjavík átti í henni — ekki tavað sízt Ásgeir Pétursson, þá deildarstjóri í því ráðuneyti, en nú sýslumaður, því að fyrir milli- göngu þess og hans var förin far- in“. „Hverja hittuð þið að máli i Dyflinni?“ „Af þeim forystuimönnium írskrar menningar og írskra menntastofnana, sem við hittum í Dyflinni og goreiddu götu okkar þar af einstakri góðvild og ljúf- mennsku, vil ég einkum nefna dr. Hillery, menntamálaráðherra íra, Mr. Rafferty, skríf ' " ' 'tjóra í ráðuneyti hans, r' lands- bókavörð (Nat’ jry of Ireland), Miss U......... pjóðskjala vörð (Off: ;e of Public Records), sen ir tuttugu og þrem árum ko... ai íslands og minntist þeirr- ar farar með mikilli ánægju, Mr. Hurst, háskólabókavörð (Trinity College Library), Mr. Lucas, for- stöðumann hins írska þjóðiminja- safns (National Museum of Ire- land) og Delargy prófessor, for- stöðumann hinnar írsku þjóð- fræðastofnunar (Irish Folklore Commission), sem tvisvar hefur komið til íslands og farið víða um byggðir þess, — að ágleymdum Mr. Scott, ræðismanni íslands í Dyflinni, mikilsmetnum arkitekt, sem var okkur allavega innan handar. Voru hinir írsku safn- verðir, svo og prófessor Delargy og Mr. Scott, svo að segja dag- legir förunautar okkar þá viku, sem við dvöldum þar, leiddu okk- ur um söfn sín og óku með okk- ur langar leiðir út úr borginni til þess að sýna okkur frægar fornminjar sínar og sögiustaði“. „Hvernig leizt ykkur á ír- land?“ „frland er sumarfagurt land og ber hið gamla, keltneska nafn sitt, Erin, þ. e. eyjan græna, með rentu. Er það ærið erindi hverj- um þeim, sem til írlands kemur að sumarlagi, að fá að njóta náttúrufegurðar þess. En til þess höfðum við of nauman tíma. Er- indi okkar var líka annað. Við vildum rifja upp forn tengsl forfeðra okkar við írland og fá að sjá leifar þeirrar sögufrægu menningar, sem þeir komust þar í kynni við og kannski hefur átt mun meiri þátt í að móta þá og þar með forníslenzka menn- ingu, en margan grunar. Og þeg- ar haft er í huga, 'hvernig vík- ingar frá Norðurlöndum og síð- ar brezkir landræningjar, létu greipar sópa um fjársjóði og dýr- gripi hins forna írlands, sætir það furðu, hvað varðveitzt hefur af minjum þess. Er þá ekki aðeins átt við það, sem nú er geymt í glæsilegu forngripasafni íra í Dyflinni (National Museum of Ireland), heldur og ekki síður við þau mörgu, fornu mannvirki, sem varðveitzt hafa víðsvegar á Ir- landi og gera það að einu stóru þjóðminjasafni, ef svo mætti að orði komast." „Fóruð þið víða?“ „Við brugðum okkur einn dag- inn. sem við dvöldum í Dyflinni, norður í Boynedal, um 50 km. vegarlengd, til þess að skoða þar ævafornar steinaldargrafir. Voru þau Mr. Lucas, forstöðumaður, írska þjóðminjasafnsins, og Miss Griffith, þjóðskjalavorður, með þangað ókum við um Tara, hina sagnhelgu „höfuðborg" írskra yf- irkonunga aftan úr heiðni og fram undir víkingaöld, sem staðið hefur á lágum ási uppi í landi, með undurfögru útsýni í allar áttir yfir svokallaða miðsléttu frlands. Þar er nú lítið að sjá annað en þústur í jarðveginum eftir það, sem fyrir meira en þús- und árum var konungshallir og varnarvirki, þó ljómi standi enn í dag um þennan stað í ljóðum og sögum íra. En norður í Boynedal var sjón sögu ríkari. Gat þar að líta risa- vaxna grafhauga, sem orðnir voru ævagamlir á víkingaöld, senni- lega þá þegar nær 3000 ára gaml- ir, og taldir eru elztir allra mann- virkja, sem varðveitzt hafa á ír- landi. Bera þeir síðan sögur hóf- ust hið keltneska nafn Brugh na Boinne, þ. e. börgin við Bóyne- fljót, og er talið, að mikil helgi hafi verið á þeim í heiðnum dómi. Við gengum í einn þessara hauga — þeir eru þrír talsins — sem er í Newgrange, og er hann stærst- ur þeirra. Liggja þar frumstæð, 80 feta löng steingöng, hlaðin úr stóreflis steinum, inn í 20 feta háa grafhvelfingu, einnig hlaðna úr steinum. Yfir hana og göng- in hefur haugurinn síðan verið orpinn, og einhvern tíma hafa á að gizka 35 stórir bautasteinar myndað hring umhverfis hann, en af þeim eru nú ekki nema 12 eftir. Ósjálfrátt varð mér hugsað til Landnámu og frásagnar hennar af írlandsför Hjörleifs, áður en þeir Ingólfur fluttust til íslands, er við gengum í þetth eldgamla grafhýsi. „Hann herjaði á írland ok fann þar jarðhús mikit. Þar gekk hann í, ok var myrkt þar til er lýsti af sverði því, er maðr helt á. Leifr drap þann mann ok tók sverðit ok mikit fé af hon- um. Síðan var hann kallaðr Hjörleifr", segir Landnáma. Ekki get ég neitað því, að trú mín á sannleiksgildi þessarar gömlu íslenzku sagnar hafi styrkzt all- verulega þennan dag suður í Boynedal á írlandi. Sjálfsagt hafa írar oft leitað hælis í haugnum mikla í Newgrange á víkingaöld og haft þangað með sér bæði vopn sín og fjársjóði, þótt ekki þurfi það endilega að vera hann, sem Hjörleifur gekk í; því slík- ir haugar eru víðar á írlandi. Minna þeir bæði að byggingu og fyrirferð miklu meira á egypzka hýsi suður í Miðjarðarhafslönd- um, en á norræn kuml, enda er a,lt enn á huldu um það, hvaðan steinaldarþjóðir frlands komu.“ „Hvaða aðrar fornminjar kom- ust þið í kynni við?“ „Rústirnar í Glendalough, — íógrum, skógi vöxnum fjalladal, um 50 km. suður af Dyflinni, sem dregur keltneskt nafn sitt af tveimur vötnum í dalnum (Tveggjavatnadalur), — eru forn minjar frá allt öðrum og yngri tíma, eða frá fyrstú öldum kristn- innar á frlandi, sumar þeirra jafnvel ekki eldri en frá vík- ingaöld. Þær keltnesku þjóðir, sem síðan sögur hófust hafa byggt írland og eru kjarni hinn- ar írsku þjóðaf í dag, voru þá fyrir meira en 1000 árum komnar til írlands, höfðu tekið þar kristna trú 4—500 árum áður en ísland var numið, byggt fjölda kirkna og klaustra og eignazt bókmenningu og bókmenntir, sem ekki áttu sinn lika í Evrópu á þeim öldum. Við skoðuðum rúst- irnar í Glendalough í fylgd með Mr. Scott, ræðismanni íslands, Delargy prófessor og Miss Griff- ith, þjóðskjalaverði, daginn áður en við ókum norður í BoynedaL Þær eru sagðar mjög líkar flest- um þeim klaustra- og kirknarúst- inn, sem varðveitzt hafa víðsveg- ar á frlandi frá þessum öldum. Þarna hefur löngu fyrir víkinga- öld verið komið upp stórt klaust- urhverfi, með mörgum kirkjum Og enn fleiri munka- eða ein- setumannakofum, og standa vegg ir sumra kirknanna enn, haglega hlaðnir úr grjóti og þurrmúraðir, á sinn frumstæða hátt; en einn hinna mörgu, frægu hringturna írlands, einnig hlaðinn úr grjóti og þurrmúraður, stendur álengd- ar, 110 feta hár og 52 fet að um- máli, með öllum sömu ummerkj- um og þá, er hann var byggður fyrir hér um bil 1000 árum. Telja fræðimenn hann sem aðra slíka turna á írlandi hafa verið byggð- an sem klukkuturn, og þó jafn- framt hugsaðan og notaðan sem hæli á víkingaöld, enda eru dyrnar inn í hann hátt, eða rúm 11 fet, frá jörðu. Sagt er, að upphaf þessa mikla klausturhverfis í Glendalough hafi verið einsetumannskofi Kevins helga við efra vatnið I dalnum á 6. öld, en síðar var það flutt niður í dalinn, þar sem rústirnar og hringturninn eru nú; og þar var um 600 ára skeið einn af frægustu klausturskólum ír- lands, sem veitti þúsundum ungra manna, írskra og erlendra, eftirsótt uppeldi í kristilegu líf- erni og bóklegum menntum. Hvað eftir annað varð hann fyr- ir þungum búsifjum af völdum víkinganna, sem rændu þar bæði Og brenndu. En því, sem þeir byrjuðu, luku brezkir landræn- ingjar fáum öldum síðar, svo sem skráð er í annálum, kenndum við Clonmacnoisklaustur á írlandi, við ártalið 1398; „Glendalough var brennt af Englendingum á írlandi sumarið þetta ár.“ „Skoðuðu þið ekki einhver írsk handrit? “ „Jú, það lætur að líkunn að við safnverðirnir frá íslandi höf- um ekki látið undir höfuð legigj- ast að líta á hin frægu formu, írskiu bandrit, þá viku, sem við dvöldum í Dyflinni; enda er það sannast mála að mestu af dvalar- tíma okkar þar vörðum við ein- ■mitt til þess að skoða hamdriba- söfnin og bera dýrgripi þeirra I huganum saman við hin fornu og frægu islenzku handrit í Kaup mannahöfn. En sé eitthvert sam- band í milli þeirra, þá getur það að vísu ekki verið nema á einn veg; því írsku handritin eru Framh. a Lls. 15. okkur í þeirri för. Á leiðinni pýramída eða önnur forn graf- lt Skrautleg síða í „Kellsbók“ — sýnir upphafið að ættartölu Krists. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.