Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVISBLAÐIÐ Sunnudagur 24. sept. 1061 „É- lét þig fá tíu prósent fram yfir, það eru sjötíu og fimm sent í amerískri mynt, hvað viltu meir?“ „Bölvaðir snarvitlausir kanar." svaraði hann og endurtók það fimm sinnum Ég veinaði af hlátri. ★ Og ekki má gleyma Rerlin. Þegar við komum þangað var ungur strákur mættur á stöðinni til að taka á móti okkur, og hann vildi aka okkur til gistihússins. Hann fór langa leið með okur, og allan tímann talaði hann eins og sölumaður. »>Ég er með einu swing-hljóm- sveitina í Berlín,“ sagði hann, milli þess, að hann sýndi okkur kirkjurústir og sundursprengd hús, og nýju byggingarnar, sem var verið að byggja á rústunum. Hann bauð okkur í klúbbinn sinn í sífellu. „Við spilum alveg eins og Charlie Parker,“ hélt hann fram. Ég hélt, að hann væri eitthvað skrítinn í kollinum, en hann var ekki á því að gefast upp. í hvert skipti, sem ég baðaði mig, leit ég fyrst í kringum mig, og þar var hann óðar kominn, með sömu orðin á vörunum. „Einasta swing-hljómsveit í Berlín, alveg eins og Charlie Parker." Annað kvöldið, eftir að við komum, gat ég ekki haldið þetta út lengur og fór með honum. Ég hef aldrei skemmt mér jafn vel á ævinni. Þetta voru fjörug- ustu strákar, sem ég hef nokkru einnj heyrt í. Það eina, sem þeir hafa sér til hjálpar, eru amerisk- ar plötur. Nýjustu plöturnar þeirra voru fimm eða sex ára gamlar, en þeir gátu svo sannar- lega blásið. Og þeir höfðu orðið að púla til að ná þessum árangri. Þeir eru svo heppnir að hafa hvorki amerískt útvarp né sjón- varp, þar sem einhver kaup- sýsluniaður styður á hnapp, og eftir viku er hver maður orðinn heilaþveginn og allir hlusta á sömu delluna. Negratónlistarmenn í Banda- rikjunum geta ekki annað en borið virðingu fyrir þeim. Menn eins og Charlie Parker og stelp- ur eins og ég höfðum þetta í okkur. Það hlaut að brjótast út. Þessir strákar voru ekki svona af guði gerðir. Þeir urðu að vinna, læra og hlusta, vinna svo enn meir öðlast hæfileikann fyr- ir erfiðið. Það er heldur ekki hægt ann- að en að dást að foreldrum þeirra. Það er borin virðing fyrir tónlist á þessum slóðum. Mönn- um er hún bæði list og menning, og ekki skiptir máli, hvort um Charlie Parker eða Beethoven er að ræða, borin er jafnmikil virðing fyrir báðum. Ef börnin þeirra vilja fá að læra á hljóð- færi, er ekki litið á þau sem vanskapninga, af því að þau vilja verða djassleikarar. For- eldrarnir stinga horni upp í þau og sjá um að þau fái kennslu. Þetta fólk á kannski ekki nóg að borða, en enginn lætur mat- inn sitja fyrir kennslu barnanna. Lítið svo á ástandið hér á landi. John Hammond er kom- inn af ríku fólki, sem gat látið honum í té allt, sem hugur hans girntist. En hann hafði áhuga á djass, og þessvegna álitu ætt- ingjar hans, að hann væri ekki með öllu mjalla að fara að leggja lag sitt við negra. Þegar hann var að flækjast um og leita að vel gefnum tónlistarmönnum til að hjálpa áfram, var allt í lagi norðurfrá, en í Suðurríkjunum varð hann að hafa með sér há- fjallasól til að verða svo brúnn, að hann ætti ekki á hættu að vekja uppþot, þegar hann fór inn í fátækrahverfi negranna. Það er talað um allar þær framfarir, sem orðið hafi hjá okkur, en flestir þeirra, sem bera einhverja virðingu fyrir djass, eru þeir, sem græða á honum. Ég mun aldrei gleyma þessari nótt í Berlín, þegar ég hlustaði á þessa krakka í litla klúbbnum þeirra. Ég fór frá þeim klukkan sex um morguninn, og bíllinn átti að fara átta. ★ Kvöld eitt fór ég á glymfund í Köln með Beryl Booker, Buddy De Franco og hljómsveitinni til að sýna þeim þar, hvemig glym- fundur ætti að fara fram. Sú nótt endaði með skrípaleik. Og þegar tími kom til að fara heim voru allir glaðir, einkum ég. Ég kom heim í leigubíl, og þegar ég kom til gistihússins, komst ég að því, að ég hafði ekki grænan eyri á mér. Þá bað ég bílstjórann að fara og biðja næt- urvörðinn að hringja í eigin- mann minn og biðja hann að borga bílinn. Bílstjórinn svaraði mér aftur á þýzku. Ég skildi ekki orð, en vissi þó, að hann var að hóta mér að láta setja mig inn. Ég hafði skilið við hljómsveit- ina og komið ein, svo að Louis brygði minna við. Og hér var ég, utangátta með stóran bílreikn- ing. Þessvegna fór ég til af- greiðslunnar sjálf með bílstjór- ann æpandi á eftir mér. Afgreiðslumaðurinn sagði mér kurteislega, að bílstjórinn væri að hóta mér fangelsi. Þessvegna bað ég hann, reglulega vel, að kalia nú á eiginmann minn. Hánn sagðist vera búinn að því, og eiginmaður minn segðist alls ekki ætla að borga reikning- inn. Þá fór ég að skamma bíl- stjórann, bílstjórinn skammaði mig, og afgreiðslumaðurinn skammaði okkur bæði. Loks hringdi afgreiðslumaður- inn aftur í Louis, og bað hann í guðsbænum að koma nú niður og binda endi á þetta. Ég sá þá, að birti yfir honum. Hann sneri sér að mér og sagði á sinni fínu ensku. „Frúin verður að afsaka mig, en eiginmaður frúarinnar bað að minna hana á, að hún væri með peninga‘“ hér ræskti hann sig, „— á milli brjóstanna." Það var dagsatt. Ég gægðist þangað, dró þá fram og borgaði, og allir urðu ánægðir. Ég var í himnaskapi. Ég fór upp. Dyrnar að herberginu stóðu opnar. Þessvegna herti ég mig upp, rétti fram hendina og hélt, að Louis stæði inni fyrir, tilbú- inn að taka við mér, og stakk mér inn í herbergið. Það reyndist ekki rétt. Hann lá í rúminu og bærði ekki á sér. Þessvegna stakkst ég áfram, ég var þessu óviðbúin, og ekkert gat stöðvað mig. Ég datt, og rúmstuðullinn rakst beint í aug- að á mér. í Berlín voru engin dökk gler- augu, sem voru nógu stór til að hylja glóðaraugað. Næsta morgun varð ég svo að staulast í bílinn, svo timbruð sem ég var og láta alla í bílnum stríða mér. Mér var algerlega ómögulegt að sannfæra þá um, að Louis hefði ekki tekið mig til bæna. Ég hafði samt minni áhyggjur af því en hinu, hverni^ ég myndi líta út á sviði. Ég reyndi alls staðar að fá andlitsfarða . til að hylja það með. Það var enginn Max Factor í Berlín, ekkert. Loks datt mér í hug, að þeir kynnu að hafa heyrt getið um leiksviðsmálningu þarna. Það reyndist rétt. Ég fékk eitthvað, sem áreiðanlega hefur átt að vera handa sirkustrúðum. Það mátti grilla í glóðaraugað í gegn, en allt gekk vel. I Belgíu fór líka allt í háaloft. Ég fór út í Antwerpen með hin- um. Allir voru dásamlegir við okkur, maður gat ekki komið heim ófullur, nema sýna af sér dónaskap. Louis varð vondur, þegar ég kom þannig heim í annað skipti. Það var sex, um morguninn, eða seinna. Að mirmsta kosti voru herbergis- þernurnar á þönum um gang- ana með handklæði og rúmföt, þagar ég kom þangað. Þegar ég kom inn í herbergið, henti ég skó í hann, þar sem hann steinsvaf í rúminu. Hann stökk fram úr, og ég hljóp út ganginn með hann öskrandi á eftir mér, jafn lítinn og hann nú er. eða hitt þó heldur. Hann hafði enga spjör á skrokknum, Allar þernurnar héldu niðri í sér andanum og skulfu. Ég sá fram á, að ég yrði að gera eitt- hvað. Ég kunni ekki orð í máli þeirra, hvað sem það kann að hafa verið. Ég benti því bara á höfuð mér og gerði þetta alþjóð- lega merki, sem átti að segja þeim, að hann væri- sjóðvitlaus. Þær brostu allar og samúð þeirra var mín megin. Sagan breiddist út um hótelið eins og eldur í sinu — ef ekki víðar. Þær hljóta að hafa sagt bæði sendlum, lyftustrákum og hverj- um, sem hafa vildi, að hann væri vitlaus og fengi köst, því sama var, hvar Louis sýndi sig í hótelinu þennan dag, allstaðar voru einhverjir að skjótast í fel- ur og forðast hann eins og pest- ina. í Berlín kynntist ég strákum, sem áttu heima hinum megin við járntjaldið og höfðu komið yfir til að hlusta á hljómleikana okk- ar. Einn daginn endurgalt ég heimsókn þeirra, án þess þó að hafa hugmynd um það. Ég var að ganga um vestan við landamærin á gönguferð með Leonard Feather, þegar við allt í einu uppgötvuðum, að við vor- um komin austur fyrir. Hann reyndi að koma fyrir mig vitinu og fá mig tl að flýta mér vestur aftur. Hinsvegar fannst mér, að ég gæti alveg eins vel skoðað mig svolítið um, úr því að ég var komin þangað á annað borð. Leonard reyndi að segja mér, að ég gæti ratað í slæma klípu. hvar, sem væri, það væru engin rök. „Ég er ekki til einskis frá Baltimore. Mig langar til að kikja bak við járntjaldið, og sjá, hvort það er rautt blátt eða grænt.“ Ég stóð við orð mín, og enginn skipti sér af okkur. iflUtvarpiö Sunnudagur 24. september ^ 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir. 9:10 Morguntónleikar: a) Messa í Es-dúr eftir Sohubert (Rathauscher, Planyavsky, Esquiluz, Hofstatter, Berry og Akademiski kórinn í Vínar- borg syngja með Sinfóníu- hljómsveit Vínarborgar. — Rudolf Moralt stjórnar). b) Næturljóð op. 27, nr. 2 eftir Chopin (Giovanni Dell’ Agn- ola leikur á píanó). c) Sinfónía nr. 5 í B-dútr, op. 63 eftir Edmund Rubbra (Hallé hljómsveitin leikur. — Sir John Baribirolli stjómar). 11:00 Messa 1 Fríkirkjunni. Prestur: Séra Þorsteinn Bjömsson; org anleikari: Sigurður ísólfsson. 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdegistónleikar: a) Strengjakvartett í As-dúr, op. 105 eftir Dvorak (Barchet kvartettinn leikur). b) Nikolai Kherlja syngur óperu aríur og rúmensk lög. c) Konsert fyrir píanó og hljóm sveit eftir Dmitri Shoztako- vitsch (Michail Voskresensky og Sinfóníuhljómsveit útvarps ins í Prag leika, — Vaclav Jiracek stjómar). 15:30 Sunnudagslögin. — (16:30 Veður fregnir). 17:00 Færeysk guðsþjónusta (hljóðritu# 1 Þórshöfn). 17:30 Bamatími (Helga og Hulda Val- týsdætur): a) Framhaldssagan: „1 Marar- þaraborg' eftir Ingebrikt Da- virk; annar kafli (Helgi Skúla son les og syngur). b) Leikrit: „Elsa foringi" eftir Berit Brænne. — Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. — Leik- stjóri Klemens Jónsson. 18:30 Frank DeVol og hljómsveit leika Vínarvalsa. 19:00 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. |: 19:30 Fréttir. * 20:00 Tónleikar: Sinfónía nr. 35 í D* dúr, K385 (Haffner) eftir Moz- art. — Sinfóníuhljómjsveit Suður þýzka útvarpsins leikur, — Carl Schuricht stjórnar. (Frá tónlistar hátíðinni í Schwetzingen í maí síðastliðnum). 20:20 Um loftin blá, — Jónas Jónas- son fer í flugferð með segul- band. 21:10 „Fjárlög," — hljómplöturabb (Guðmundur Jónsson kyninir). 21:40 Fuglar himins (Agnar Ingólfsson dýrafræðingur flytur síðara er- indi sitt um máva). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög. 23:30 Dagskrárlo’k. Mánudagur 25. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob Jónsson. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. •— 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:06 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og ttt kynningar. — 16:05 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum* 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Snorri Sig fússon námsstjóri). 20:20 Einsöngur: Sigurður Ölafsson 20:40 Upplestur: „Móhammeð ben Lhao ussin", bókarkafli eftir Antoino de saint Exupery. Erlingur E. Halldórsson þýddi, — Erlingur Gíslason leikari flytur. 21:00 Tónleikar: Fiðlukonsert nr. 4 f d-moll eftir Paganini (Arthuir Grumiaux leikur á fiðlu með Lamoureux hljómsveitinni. — Franco Gallini stjómar). 21:30 Utvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn" eftir Kristmann Guðmundð son; XIV (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Um fiskinn (Stefán Jónsson f réttamaður). 22:25 Kammertónleikar: Strengjakvartett í C-dúr, op. 59 nr. 3 eftir Beethoven (Parrenin- kvartettinn leikur). 22:55 Dagskrárlok. Þriðjudagur 26. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -• 12:25 Fréttir og tilkynningar), 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:08 Tónleikar. — 16:00 F’réttir og veð — Mér hefur alltaf geðjast vel að þessum kjól. Hann hylur þó fótleggina! Sirrí hefur áhyggjur af því að Markús ætlar að standa al- einn vörð við hreindýragirðing- arnar, og fer til brunastöðvar- innar til að fá Berta til aðstoð- ar. — í — Það virðist enginn vera | heima . . . Berti ög Rut hljóta I að vera í turninum! . . . . Já, þaiu eru þarna uppi heyri til þeinra! E.g urfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Dagskrá Menningar og minningajp sjóðs kvenna, 1 umsjá Maríu Þocp steinsdóttur og Guðbjargar Am- dal; — flytjendur auk þeirras Margrét Guðnadóttir læknir, Þóp unn Þórðardóttir fiskifræðingur og Jórunn Viðar píanóleilkari. 21:00 Tónleikar: „Islamey", austuar* lenzk fantasía eftir Balakirev — (Eva Bernathova leikur á píanó). 21:10 Úr ýmsum áttum (Ævaor Kvaran leikari). 21:30 Austurrísk þjóðlög (Austurríkir listamenn flytja). 21:45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Guðrún Svav arsdóttir og Kristrún Eymunds- dóttir). 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.