Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 12
12
M ORCV TS BL AÐ1Ð
Sunnudagur 24. sept. 1061
inwMaMI*
Otgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HEIMSVALDASTEFNA RÁÐSTJÖRN-
ARRÍKJANNA ALVARLEGASTA
ÓGNUNIN VIÐ MANNKYNID
Tslendingar hafa kosið sér
það hlutskipti að bindast
í bandalag við aðrar vest-
rænar lýðræðisþjóðir til
varnar sjálfstæði sínu, frelsi
og vestrænni menningu. —
Með inngöngu sinni í Atlants
hafsbandalagið lýstu aðildar-
ríki þess þeim einbeitta á-
setningi sínum að standa
traustan vörð um frelsi sitt
og menningararfleifð, sem
byggist á hinum helgu lög-
málum lýðræðis, einstakl-
ingsfrelsis og réttlætis. — í
þessu skyni bundust þjóðir
Atlantshafsbandalagsins sam-
tökum til sameiginlegra
varna sinna og varðvéizlu
friðar og öryggis í heimin-
um. —
Það var þannig yfirlýstur
höfuðtilgangur bandalagsins
að koma í veg fyrir ófrið.
Þjóðir þess voru sér með-
vitandi um það, að heims-
valdastefna kommúnismans,
sem lagt hefur undir sig
hvert Evrópuríkið á fætur
öðru eftir lok heimsstyrjald-
arinnar síðari, yrði því að-
eins heft, að lýðræðisþjóð-
irnar væru nógu öflugar til
þess að geta tekið á móti
sérhverri tilraun hennar til
yfirgangs og skerðingar á
frelsi þeirra. Þess vegna er
sáttmáli Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna tvímælalaust
merkasti friðarsáttmáli, sem
nokkru sinni hefur verið
gerður.
Okkur hættir stundum til
að trúa því vegna hinnar
ánægjulegu stefnubreytingar
gömlu nýlenduveldanna, að
dagar heimsvaldastefnunnar
séu taldir. Það er að vísu
rétt, að þjóðir Afríku og
Asíu öðlast nú frelsi sitt
hver af annarri, en engu að
síður er þetta herfileg blekk
ing. Því fer nefnilega fjarri,
að heimsveldastefnan til-
heyri fortíðinni, heldur er
hún einmitt alvarlegasta
ógnunin, sem mannkynið
stendur frammi fyrir í dag
og hefur reyndar aldrei ver-
ið hrikalegri ásýndum.
Fyrirætlanir Ráðstjórnar-
ríkjanna um heimsyfirráð
getur enginn dregið í efa. —
Allir leiðtogar þeirra hafa
opinskátt játað, að „sigur
sósíalismans í einu landi sé
ekkert lokatakmark“. Hið
endanlega markmið þeirra
er „sigur sósíalismans í sér-
hverju landi“, þ.e. „heims-
byltingin“, sem á að ná há-
marki sínu í kommúnísku
einræði. Og kommúnistar
gera sér fullljóst, að þessu
markmiði verður aldrei náð
nema með vopnavaldi. Við
þurfum ekki að leita út fyr-
ir landsteinana til þess að fá
staðfestingu á þessari stað-
reynd, því að Einar Olgeirs-
son, foringi íslenzkra komm-
únista, hefur afdráttarlaust
lýst því yfir í Rétti, að þeir
„vilji byltingu, því að þeir
vilji sósíalisma og viti, að
honum verður ekki komið á
öðru vísi“.
„STRÍÐ UPP Á
LÍF OG DAUÐA
ÓHJÁKVÆMI-
LEGT"
T¥ér er komið að kjama
þeirra átaka, sem eiga
sér stað í heiminum í dag.
Við verðum að gera okkur
ljóst, að kommúnistar eru
jafnvel reiðubúnir til þess
að fara út í styrjöld til þess
að ná undir sig heiminum
með öllum þeim afleiðing-
um, sem slík átök geta haft
í för með sér, ef ekki reyn-
ist unnt að halda þeim átök-
um innan þeirra takmarka,
sem þeir stefna sjálfsagt að.
Og þeir eru reyndar þeirrar
trúar, að vopnuð átök sósíal-
isma og kapítalisma séu óum
flýjanleg. Lenín sagði eitt
sinn:
„Svo- lengi sem bæði kapí-
talismi og sósíalismi eru til
í heiminum, getur ekki ríkt
friður: að lokum mun annar
hvor aðilinn ganga af hin-
um dauðum — og útfarar-
sálmur verður sunginn ann-
að hvort yfir moldum Ráð-
stjórnarríkjanna eða kapítal-
ismans“.
Þessa skoðun hefur Einar
Olgeirsson áréttað fyrir hönd
ísl. kommúnista: „Styrjöld
er óhjákvæmileg meðan auð-
valdið er ekki brotið á bak
aftur“.
Svona berorðar og hrein-
skilnislegar yfirlýsingar eru
auðvitað ekki lengur heppi-
legar í áróðursskyni. Þess
vegna hefur Krúsjeff hleypt
friðarhreyfingu sinni af
stokkunum, þó að hegðan
hans undanfarna mánuði sé
reyndar í betra samræmi við
hinar gömlu yfirlýsingar Len
íns og Stalíns og hið rétta
eðli kommúnismans. Það á þó
að vera óþarfi af nokkrum
lýðræðissinnuðum manni að
láta glepjast af friðarglamri
Ráðstjórnarríkjanna, því að
um það hafa þeir einnig ver
Fjórir tannlæknar og
einn augnlæknir
FÆREYJAR eru ekki stórar,
aðeins 1.400 ferkílometrar að
flatarmáii. En það er oft býsna
erfitt um samgöngur á milli
staða, þó f jarlægðir séu í raun
inni ekki stórar. Byggðin er
dreifð yfir 18 eyjar, straum-
ur er oft mikill í sundunum
milii eyjanna óg þegar farið
er á litlum bátum verður að
sæta sjávarföllum til þess að
vel fari. Úthafið er hvergi
langt undan og það er ekki
alltaf blíðlynt.
Erfiðleikar með mjólkur-
flutninga
Nú orðið eru samt daglegar
samgöngur milli Þórshafnar
og allra helztu bæjanna í
Færeyjum. Landsstjórnin ger
ir út þrjú gömul skip til þess-
ara samgangna og auk þess
eru tvö önnur í förum, bæði
í einkaeigu.
Þessi skip annast alla venju
lega fólks- og vöruflutninga,
flytja póstinn og mjólkina, en
auk þess eru tveir mjólkurbát-
ar í förum. Þetta nægir þó
hvergi, því það er m. a. vegna
erfiðra samgangna, að Fær-
eyingar framleiða ekki næga
mjólk fyrir eyjarskeggja.
Þurrmjólk og niðursoðin
mjólk er flutt inn fyrir milljón
ir á hverju ári, bæði fyrir fiski
flotann og til neyzlu í landi.
Á Stóra Dimon er erfitt um aðdrættl. Bóndinn verður að hífa
allan varning upp úr fjörunni á þennan t"
JmJæreyjurA
„Einkabílar“ á sjó
Þó mikil samgöngubót sé að
öllum þessum skipum, eiga
Færeyingar enn ógrynni af
trillum og smábátum, sem áð-
ur og fyrr voru Færeyingum
það sama og hesturinn íslend-
ingum. í höfninni í Þórshöfn
eru nær 100 trillubátar Og litl-
ir þilfarsbátar og segja má,
að smábátarnir séu „einka-
bílar“ fjöldans. Margir hafa
líka atvinnu af bátum sínum
eins og leigubílstjórar af bíl-
unum.
Færeyingar verða ekki að-
eins að notast við báta þegar
farið er milli eyja. Víða verða
menn líka að fara sjóveginn
á milli staða á sömu eyjunni.
ið berorðari en nú kemur
þeim vel. Einn af fyrrver-
andi leiðtogum heimskomm-
únismans, Manuilsky, hefur
lýst aðferð kommúnista til
þess að notfæra sér friðar-
þrá mannkynsins í þeim til-
gangi að ná því undir járn-
hæl sinn, á þessa leið:
„Stríð upp á líf og dauða
milli kommúnisma og kapí-
talisma er óhjákvæmilegt.
Enn .erum við þó auðvitað
ekki nógu öflugir til þess að
gera árás. Stefna okkar er
því að svæfa borgarastéttina
á verðinum með því að
hleypa af stað hávaðamestu
friðarhreyfingu, sem um get-
ur. Furðulegar tilslakanir
verða gerðar. Það mun kæta
hina heimsku og siðspilltu
auðvaldssinna að vinna að
sinni eigin tortímingu. Þeir
munu grípa fegins hendi
hvert tækifæri til að vingast
við okkur, en í sömu andrá
og þeir slaka á vörnum sín-
um munum við ljósta þá í
duftið með krepptum hnefan
um“.
Þessar staðreyndir um
eðli, markmið og baráttuað-
ferðir kommúnismans mega
lýðræðissinnaðir menn aldrei
láta líða sér úr minni. Sá
tími er ljðinn, að einstakar
þjóðir geti staðið einangrað-
ar gegn ógnun hans, hversu
máttugar, sem þær kunna
að vera, hvað þá smáþjóðir.
Aðeins sterk samtök lýðræðis
þjóðanna, þar sem hver ein-
asta þjóð leggur fram sinn
skerf og hver einasti ein-
staklingur leggur sig allan
fram, geta borið sigurorð af
þessari hræðilegustu ógnar-
stefnu, sem mannkynið hef-
ur hrjáð.
Vegakerfi Færeyinga er enn
á frumstigi, enda eru eyjarn-
ar fjöllóttar og vogskornar —
og víða erfitt að leggja vegi.
En á undanförnum árum hefur
bílakostur Færeyinga vaxið
ört. Þeir eiga nú um 400 bíla,
meirihlutinn fólksbilar. — Fyr
irtæki, sem þurft hafa að
dreifa varningi til hinna ýmsu
byggða, eða safna saman af-
urðum, hafa mörg átt eigin
báta til flutninganna. Þetta er
nú að byrja að breytast vegna
bættra samgangna á landL
Vörubílar leysa bátana bráð-
lega af hólmi að töluverðu
ieyti.
Brú á milli eyja
Landsstjórnin hefur nú í und
irbúningi mikla áætlun um
hafnargerðir og vegalagningu
um allar eyjarnar. Er áætl-
unin gerð til 15 ára, þ. e. a. s.
þrjár 5 ára áætlanir, og á
að verja 32 milljónum króna
(danskra) til vegabóta á
hverju 5 ára tímabili. Hefur,
verið leitað lána í Danmörku
til framkvæmdanna Og er hér
| um mikið framfaramál að
■ ræða. — í fyrsta áfanganum
verður byggð stærsta brú á
Færeyjum. Á hún að tengja
| tvær stærstu eyjarnar, Aust-
, urey og Straumey, þar sem
sundið milli þeirra er mjóst,
aðeins 60 metrar. Verður þetta
I geysimikið mannvirki og hin
| mesta pamgöngubót.
Ekki njóta allir góðs af
En ekki verða allar Fær-
eyjar tengdar með brúm. Stóri
Dimon er ein þeirra eyja, sem
ekki mun njóta neins góðs af
15 ára vagabótaáætluninni. í
rauninni þarf þar enga vegi,
Framh. á bls. 23