Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 24
IÞROTTIR Sjá bls. 22 21G. tbl. — Sunnudagur 23 .september 1961 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13. Kona grýtt í Vesturbænum Tvær líkamsárásir í gær NOKKRU eftir hádegi í gær var ráðizt á tvær konur í Reykjavík, önnur slegin inni í Laugarnes- hverfi en kastað grjóti í hina í Vesturbænaim. Meiðsli þeirra munu ekki alvarleg. Nokkru eftir hádegið bar svo við í svonefndum Melabragga við Kvisthaga, þar sem kona nokkur býr ásamt börnum sínum, að fyrrverandi eiginmaður hennar kom og vildi fá inngöngu, en kon an synjaði hcnum um það. Lenti í orðaskaki á milli þeirra og síð- Ásgeir Sigurðsson Ásgeir SigurSs son látinn ÁSGEIR Sigurðsson skipstjóri á Heklu varð bráðkvaddur í Staf- angri um 11 leytið á föstudags- kvöldið. Noregsfararnir voru um kvöldið á samkomu íslenzk- norska félagsins á Atlantichótel- inu í Stafangri, og var þá lýst yfir af hálfu stjórnar félagsins að Ásgeir skipstjóri hefði verið gerður að heiðursfélaga, en hann hafði forgöngu um stofn- un félagsins fyrir níu árum síð- . an. Kvaddi Ásgeir sér hljóðs og þakkaði auðsýndan heiður. Hafði hann nýlokið máli sínu er hann veiktist skyndilega Lik Ásgeirs var hafið um borð í Heklu um klukkan hálf þrjú um nóttina að viðstöddu fjölmenni og varð sú athöfn hin virðulegasta. Ásgeir Sigurðsson var fæddur 1894 í Gerðiskoti í Árnessýslu. Hann lauk prófí úr Stýrimanna- skólanum 1914 og var síðan há- seti á þilskipum og togurum um hríð. Hann varð skipstjóri á Esju 1929, og síðan á Heklu. 1941 hiaut Ásgeir viðurkenningu af hendi ríkisstjórnarinnar fyrir siglingu Esju til Petsamo á Finn landi til þess að flytja heim fjölda Islendinga frá Norður- löndum og meginlandinu. Ásgeir var í stjórn skipstjórafélags ís- lands frá stofnun þess 1936 og forseti Farmannasambandsins frá stofnun þess í ársbyrjun 1937. Ásgeir Sigurðsson var nokkrum sinnum í framboði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1 Reykjavík og sat á alþingi sem varamaður 1958. an hrindingum, og barst leikurinn út á götu. Þar tók eiginmaður- in fyrrverandi upp hnullungs- stein og grýtti í bakið á konunni. Varð að flytja hana á slysavarð- stofuna þar sem meiðsli hennar voru könnuð. Reyndust þau ekki alvarleg og var konan flutt heim til sín. Á svipuðum tíma og þetta gerð- ist veittist drukkinn maður að konu inni í Laugarnesi og sló hana í andlitið. Blaðinu tókst ekki að af'a sér nánari frétta af at- burði þessum í gær. Hélt uppi skothríð á glugga og bifreið AKUREYRI, 23. sept. — Síð-1 Það reyndist vera unglings- degis í gær urðu menn varir [ piltur, sem stóð fyrir skothríð- inni. Stóð hann við glugga einn og hafði uppi skothríð mikla úr við allmikla skothríð hér í bæ. Lögreglimni var gert aðvart ] um þetta, og kom hún fljótlega kúlubyssu (riffli). á vettvang. Að minnsta kosti eitt skot Farþegarnir síepptu innbrotsþjófnum AÐFARANÓTT laugardagsins var framið mikið af innbrotum víðsvegar um Reykjavík. I flest- um tilfellum var litlu sem engu stolið, en spjöll unnin víða. Stolið var fjórum hjólkoppum af bifreiðinni VLE 1552, sem stóð fyrir utan Lídó. Bifreiðin er af gerðinni Oldsmobile og voru hjólkopparnir merktir því merki. Þeir eru silfurlitaðir og munu hafa kostað 11 dollara stykkið. / Þá var rannsóknarlögreglunni tilkynnt á laugardagsmorguninn að miklu magni af mótatimbri hefði verið stolið einhverntíma í þessum mánuði úr húsinu Safa- mýri 59, sem er í smíðum. Hafði öll'U mótatimbrinu, sem notað var við efri hæð hússins verið staflað á hæðinni eftir stærðum.. Stolið var 100 stoðum 2x4 þuml- ungar 7 fet á lengd, og er skarð í annan endann á hverri stoð. Ennfremur var stolið 3100 fetum af 1x4 þuml. timbri, um 2000 fetum af 1x7 og.liðlega 2000 fet- um af 1x6 þuml. timbri. Farþegar slepptu þjófnum Um tvöleytið aðfaranótt laug- ardagsins var lögreglunni til- kynnt um innbrot í skartgripa- verzlun Carls Á. BergmannS að Njálsgötu 20. Fóru lögreglumenn á staðinn og hittu þar fyrir leigu bilstjóra, sem hafði verið að skila farþegum á Njálsgötunni. Hafði bílstjórinn veitt því eftir- tekt að rúða var brotin á skart- gripaverzluninni og við nénari aðgæzlu sást hvar maður lá á gólfinu fyrir innan. Bílstjórinn tók manninn fastan, og bað síð- an farþegana að halda honum á meðan hann gerði lögreglunni að vart um talstöðina í bílnum. Þeg ar bílstjórinn kom aftur höfðu farþegarnir látið manninn skila þýfinu, og sleppt honum síðan. Eigandi skartgripaverzlunarinn- ar kom á staðinn og saknaði einskis úr verzluninni. Innbrot hjá Silla og Valda Þá var ennfremur brotist inn í verzlun Silla og Valda að Hring braut 47. Laust fyrir klukkan fimm um morguninn var hringt til lögreglunnar úr húsi við Hringbraut og tilkynnt að inn- brotsþjófur væri að fará út úr verzluninni með þýfi í poka. Fór lögreglan þegar á staðinn en þjófurinn var á bak og burt. Hafði sézt til hans hlaupandi á Furumel. Leitaði lögreglan í ná- grenninu en án árangurs. hafði farið í gegnum eldhús- glugga í nærliggjandi húsi. — Einnig hafði pilturinn skotið í sundur skilti á öðru húsi. Þá höfðu nokkur skot lent í bif- reið, sem stóð skammt frá pilt- inum. Hittu þær meðal annars númeraspjald bifreiðarinnar, og einnig voru fjögur kúlugöt á hjólbarða. Lögreglan telur víst að þau hafi stafað af þessari skothríð. Margar kúlur höfðu einnig lent í sjónum. Pilturinn, sem hélt uppi þess- ari skothríð, var ekki ölvaður og hefur í alla staði komið prýðilega fram til þessa. — Er mikil mildi að ekki skyldi verra hljótast af skothríð hans. Málið er í rannsókn, þegar þetta er skrifað. — St. E. Sig. Rafvirki brenndist KEFLAVÍK, 23. sept. — Síðdegis í fyrradag slasaðist rafvirki á Keflavíkurflugvelli, Jón Ólafs- son að nafni, við vinnu sína í flugskýli á vellinum. Jón var að vinna við tengingu víra, sem voru með fullum straumi, 4000 volt. Skammhlaup varð og brenndist Jón illa á höndum og einnig nokkuð í and- liti. Jón yar fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík, Líðan hans er eftir atvikum góð. MYND þessl er tekln er karla-1 kórinn Fóstbræður söng í Tchaikowsky-söngleikahöll- inni í Moskvu 12. þ.m. Af brœðrum Leningrad, 23. sept. Einkaskeyti til MbL FÓSTBRÆÐUR sungu í gær- kvöldi í hljómleikahöll fyrstu 5 ára áætlunarinnar hér í borg inni við afbragðs viðtökur. Húsfyllir var á söngskemmt- unni og uppselt á morgun. 1] blaðadómum frá Riga um söng. kórsins segir m. a.: Það sem vekur sérstaka ánægju er mýkt tenóranna og óvenju-' leg raddfegurð bassasöngvar- anna. Kristin Hallsson er há- menntaður söngvari, sem hreif áheyrendur með djúpri radd- mýkt. Hinn ungi einsöngvari Erlingur Vigfússon vaiwi einn-' ig mikinn sigur. Yfirgripsmik- illi, fjölbreyttri og margfólk- inni söngskrá stjórnaði Ragn- ar Björnsson, sem búinn er miklum hæfileikum. Á mánudaginn heldur kór- inn áleiðis til Helsingfors. Fannst örendur f FYRRADAG fannst rnaður ör- endur. í herbergi sínu að Austur- stræti 3. Hann hét Valdimar Si- monsen, danskur að ætt, en búinn að vera hér á landi samfleytt frá 1929. Valdimar var bakari að iðn oig hafði starfað lengi hjá Björns- bakaríi. Hann kenndi lasleika, ’þegar hann kom til vinnu sinn- ar sl. miðvikudag, og fór þá heim úr vinnunni og upp í herbergi sitt Þegar Valdimar koon ekki til vinnu sinnar á föstudag, var far- iS að atbuga um harnn. Var löig- reiglan fengin til að þrjótast inn í herbergi hans, og fannst hana þá örendur. 1 Enskur togari tekinn RÉTT um það leyti, er blað- ið var að fara í pressuna um kl. 4 í gær, fréttist að gæzlu- flugvélin Rán hefði komið að enskum togara að meintum ólöglegum veiðum innan landhelgislínunnar við Glett inganes út af Seyðisfirði. — Varðskipið Þór var J»arna einhvers staðar ekki fjarri og fór þegar á vettvang. Er blaðið hafði samband við Pétur Sigurðsson, for- stjóra landhelgisgæzlunnar, var Þór kominn að togaran- um og var að búa sig undir að fylgja honum inn til Seyðisfjarðar. Gæziuflugvél- in var -einnig á sveimi yfir togaranum. Búizt var við varðskipinu Þór og togaran- um inn til Seyðisfjarðar síð- degis í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.