Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 24. sept. 1061 Fdlk Bak við sólgleraugun á mynd- inni er Elísabet Taylor, kvik- myndaleikkonan fræga, sem lengi að undanförnu hefur átt við alæm veikindi að stríða. Það sem á kann að skörta að sjáist í and- liti hinnar fögru leikkonu bætir hún vissulega upp með buxna- síddinni, sem naumast getur verið öllu minni. Myndin var tekin á Capri, þar sem Elísabet var á skemmtiferð ásamt eiginmanni sínum, söngvaranum Eddy Fisher auk heimilislæknis þeirra. í Róm, vegna töku myndarinnar „Kleó- patra“, sem mjög hefur nú dreg- izt á langinn að yrði fullgerð, skildu þau eftir börnin þrjú, hjúkrunarkonu, einkaritara, 5 hunda og tvo ketti. ★ Carol Coombe, fyrrverandi stjúpmóðir Antony Armstrong- Jones, (eiginmanns Margrétar Bretaprinsessu) er að hugsa um að fara að leika á ný. „Það er ekki ákveðið enn,“ sagði hún við fréttamenn, „en ef til vill verð ég með í spennandi leikriti í West End bráðlega.“ Carol Coombe skildi við Ronald þar sem þau hjónin hafa dvalizt Armstrong-Jones árið 1959 eftir 23 ára hjónaband. Hún er nú gift ítölskum lögfræðingi, Giuseppe Lopez að nafni. Hefur hún ekk- ert leikið síðan 1958 „vegna anna í sambandi við skilnað minn og giftingu", eins Og hún komst að Orði. Þennan tíma hefur hún not- að til að hjálpa eiginmanninum að koma undir sig fótunum í Eng- landi og kenna honum málið. Segir hún, að það sé hans hug- mynd, að hún byrji aftur að leika. eins Og furstar — Og í sannleika sagt bendir allt til að þeim takist það prýðilega. Þeir hafa til umráða 30 her- bergi — borðstofu fyrir tuttugu manns og geysistóran sal. Fyrir utan dyrnar stendur gljáandi Rolls Royce bifreið — og sex manna þjónustulið að ógleymd- um gamalreyndum, brezkum herbergisþjóni, snýst í kringum þá eins og skopparakringlur. Og það virðist hreint ekki skipta þá neinu máli, að húsið kostar þá í fréttunum Þeir félagarnir Bing Crosby og Bob Hope hafa setzt að í Cran- bourne Court, skammt frá Lund- únum, meðan taka kvikmyndar- innar „Leiðin til Hongkong“ stendur yfir. Ákváðu þeir að lifa jafnvirði um 50 þúsund íslenzkra króna (eftir gengisbieytingar) á viku og bílinn með ökumanni rúmlega 10 þúsund. Þeir eru svei mér á flæðiskeri staddir. Mongtgomery lávarður, sem í Afríku-styrjöldinni stóð allra manna keikastur, hefur nú algjör lega fallið fyrir Rauða-Kína. Hann fór þangað í heimsókn í fyrra — og ekki alls fyrir löngu aftur.í boði Mao Tse-tung. Ég elska að heimsækja þessar fjarlægu slóðir, sagði hann við brottförina, — til þess að geta séð af eigin raun hvað þar er að gerast. Og ég er alveg sérstak- !ega veikur fyrir Kína. Þar verð- ur maður aldrei fyrir vonbrigðum — og hvar sem maður fer, finnast manni, að þarna sé þó land, sem eigi framtíð fyrir sér og einn góðan veðurdag muni skipta sköp um í heiminum. ★ Stokkhólmsblaðið „Dagens Ny- heter“ sagði frá því á dögunum, að íslenzki sendiherrann í Sví- þjóð, Magnús V. Magnússon, hefði fært ráðhúsi Stokkhólms að gjöf litla styttu af tveim síldar- stúlkum. Með fréttinni birtist mynd sú, er hér fylgir. Þá var þess getið, að frú Gunnfríður Jónsdóttir hefði gert styttuna, sem nú verður valinn staður í ráð húsinu. ★ Ef nokkur mað | ur nokkurs stað- ar í heiminum. hefur leyfi til að ; segja nokkuð um j ellina, þá er það j rithöfundurinn ( W. Somerset '' Maugham, sem Inú er hátt á ni- | ræðisaldri. Hlustið þess I vegna á, hvað |hann segir: — Þegar ég I var ungur, varð lég aldeilis undr [andi að lesa frá* [sögn Plutarchs laf því, að Cato Ihefði byrjað að |læra grísku um j áttrætt. Nú er pjég ekkert hissa. **JEllin er reiðubií j in til að fást við jþað sem æsku- Ifólkið skýtur sér jundan á þeirri forscndu að það jtaki of langaa tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.