Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.09.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagur 2Í. sept. 1061 MORGUNBLAÐIÐ 13 REYKJAVÍKURBREF Laugard. 23. sept Dag Hammarskjöld .Málstaðurinn þótt maðurinn falli". — Þann- ig komst Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, að orði, þegar hann að beiðni Morgunblaðsins minntist aðalritara Sameinuðu þjóðanna hér í blaðinu. Og ráð- herrann bætti því við, að Hamm arskjöld væri öðrum fremur ímynd laga og réttar í heimin- um. Hugsjóna hans væri nú meiri þörf en nokkru sinni fyrr. En hverjar eru þessar hug- ejónir? Það eru hugsjónir frið- ar og bræðralags þjóða í milli. Allt starf Hammarskjölds í þágu S.þ. miðaði að því að draga úr kalda stríðinu og auka skilning xnilli þjóða. Af þeim sökum þótti flestum eins Qg þeir hefðu orðið fyrir persónulegum missi við lát Hammarskjölds, eins og JCennedy, forseti Bandaríkjanna, komst að orði. Dag Hammarskjöld var full- trúi þess bezta í norrænni arfleifð. íslendingar dáðu hann og virtu og að þeim var þungur harmur kveðinn, er andlát hans foarst út hingað. Snorri segir um Erling Skjálgsson: „Öllum kom hann til nokkurs þroska.“ Svip- að má segja um Dag Hammar- skjöld. Hann átti drjúgan þátt í að koma þjóðum heimsins til þroska og var trúr þeirri köll- un S.þ. að leysa úr læðingi þann jnnra eld, sem brunnið hefur með ófrjálsum þjóðum. Með tilstyrk SÞ hafa ýmis lönd hlotið sjálf- stæði og á þar enn við það sem. Snorri segir um Erling og þræla hans: „Hann gaf þeim akurlönd að sá sér korni og færa ávöxt- inn til fjár sér.“ Hlutlausu rík- in virtu Hammarskjöld öðrum fremur og áhrif hans voru víð- tæk. Samt stóð ætíð styr um störf hans eins og títt er um mikilhæfa menn, en hann lét það^ekki á sig fá. Þeim sem sáu hann verjast árásum Krúsjeffs á Allsherjarþinginu í fyrra, verð ur hæverska hans og látlaus framkoma eftirminnileg. Krús- jeff notaði þau vopn, sem hann hélt að bezt mundu bíta í við- ureigninni við aðalritarann, stór orð, hótanir um eldflaugaárásir, spariskóna sína. En allt kom fyrir ekki. Dag Hammarskjöld Svaraði árásum rússneska for- sætisráðherrans með þeirri still ingu og þeirri hógværð, sem ein kennir þá stjómmálamenn lýð- ræðislandanna, sem í raun og veru trúa á sigur lýðræðisins. Hann skipti ekki skapi, breytti ekki um tón, hélt sig einvörð- ungu við staðreyndir. Og þeg- er hann fórst 1 Afríku var hann enn I forsvari fyrir S.þ., sverð þeirra og skjöldur. Ábyrgðin á herðum hans var þung, tilvera S.þ. í veði ef illa færi í Kat- anga — og Krúsjeff beið eftir næsta leik. En þó Hammar- Ckjöld félli, hélt hann velli. Afstaða Sovétstjórnarinnar til Ðags Hammarskjölds er tákn- ræn fyrir þær bardagaaðferðir, 6em hún hefur ætíð notað á alþjóða vettvangi. Ein af höfuð- ástæðunum til þess, að Rússar snerust skyndilega öndverðir gegn aðalritaranum var sú, að hann lét ekki undan óbilgirni þeirra i Kongó. Rússar hafa íiotað S.þ. til að viðhalda tvenns konar lögum í heiminum ofbeldi eínu til framdráttar og væntu sér mikils af öngþveitinu í Kongó. En undir stjórn Hamm- arskjölds he’fur stefna S.þ. í Kongó verið einarðlegri en þeir fojuggust við. Og r^tunar hefur Kongó-ævintýri Rússa verið þeim til lítils sóma. Þannig hef- ur fyrmefnds veikleika í störf- um S.þ. ekki gætt í Kongó. Það gátu Rússar ekki fyrirgefið Hammarskjöld. Hann var stað- ráðinn í að sameina Kongó undir eina stjórn, sem væri verðugur fulltrúi þjóðarinnar, en léði aldrei máls á því að gera landið að leppríki eins né neins. Við það gátu Rússar ekki sætt sig, því leppríkjahugmynd- in er þeim í blóð borin og hef- ur verið kjarninn í utanríkis- stefnu þeirra allt valdatímabil kommúnistastjórnarinnar. Rúss- ar segjast vilja fá framkvæmda- stjórn S.þ. í hendur þremur að- ilum sem hver um sig hefði neitunarvald: Vesturveldunum, kommúnistaríkjunum og svo- nefndum hlutlausum ríkjum, sem mörg hver hafa ekki annað fyrir stafni en skjálfa fyrir hót- unum Rússa. Oft hefur verið unnið að því að eyðileggja S.þ., en þessi tillaga mundi gera það endanlega ef hún kæmist í fram kvæmd. Eða hvað segja menn um það, að sjálfstæðismaður, kommúnisti og framsóknarmað- ur væru forsætisráðherrar ís- lands — og hefðu allir neitun- arvald! Sjálfur sagði Hammar- skjöld um tillögur Rússa, að þær mundu hafa í för með sér endalok S.þ. Útþenslustefna Sovétríkjanna hefur birzt í margvíslegum myndum. 1 einn , tíma gerði Stalin meira að segja vináttu- samning við Hitler til að geta síð- ar sölsað undir sig helminginn af Póllandi. Þá riðaði íslenzki kommúnistaflokkurinn til falls. Margir villtust í þeirri geminga hríð og útlitið var síður en svo glæsilegt fyrir bolsjevíjka, En þá fól Stalin Brynjólfi Bjarnasyni að blása í þokulúð- ur í Þjóðviljanum, og hin auð- trúa síframlága hjörð rann á hljóðið. Síðan hefur þetta föð- urland sósíalismans hneppt hverja þjóðina á fætur annarri í fjötra, með samþykki íslenzkra kommúnista, og nú síðast hugð- ist Sovétstjórnin flytja Kongó- þjóðina úr ánauð nýlenduskipu- lagsins inn í dýrð sósíalismans. Það þykir ekki til fyrirmynd- ar að kunna ekki að tapa. En Rússar ætla augsýnilega ekki að kunna að tapa í viðureign- inni við Dag Hammarskjöld. Við lát hans hafa þeir ekki einu sinni manndóm til að flagga í hálfa stöng og syrgja mikilhæf- an mann. Fánastöng rússneska sendiráðsins í Reykjavík stóð auð þann dag, sem fréttist um afdrif Hammarskjölds. Við höf- um ekki fengið nein fyrirmæli, sögðu þeir í sendiráðinu. Eng- um dettur í hug að ásaka sendi ráðsstarfsmennina, því þeir gera ekki annað en það sem ríkis- stjórn þeirra leggur fyrir þá hverju sinni. En auða fána- stöngin á Túngötunni talar sínu máli og ætti að vera góð bend- ing þeim afvegaleiddu íslend- ingum, sem trúa í einfeldni, að Rússar vilji búa við „friðsam- lega sambúð“. Erlendir skemmtikraftar Margir hafa velt því fyrir sér, hvers vegna Rússar hófu kjarn- orkusprengjutilraunir af nýju. —i Af hverju biðu þeir ekki og knúðu Bandaríkjamenn til að byrja, spyrja sérfræðingar í alþjóðamálum. Og svörin eru ekki á reiðum höndum. Hitt er víst að ekki flýta þessar tilraun ir fyrir afvopnun, þó Rússum sé trúandi til að halda því fram. Brezka stjórnin hefur ætíð ver- ið þeirrar skoðunar að bann við kjarnorkutilraunum sé fyrsta skrefið til allsherjarafvopnunar. Menn hafa verið vongóðir um að þetta skref yrði stigið, nú er sún von brostin í bili. En B’— ar kippa sér líklega ekki upp við það, þeir eru þolinmóð- ir og kunna að bíða. Sú saga er sögð, að á Teheran-fundinum 1943 hafi Roosevelt sagt eitt kvöldið: „1 gamla daga þurfti þrennt til að vinna stríð: pen- inga — meiri peninga og ennþá meiri peninga! Nú þarf einnig þrennt: fólk, peninga, tíma.“ „Þá sigrum við“, sagði Chur- chill. „Rússar hafa fólk, þið Ameríkanar nóg ,af peningum og við Bretar höfum nægan tíma.“ Á því er enginn vafi að Rúss- ar hafa beðið siðferðilegt af- hroð við kjarnorkusprengjutil- raunirnar, hvað svo sem ís- lenzku „friðarhreyfingunni“ líð- ur. Sumir aðdáendur Rússa reyna að taka undir með Sovét- leiðtogunum, þegar þeir fullyrða Dag Hammarskjöld að Bandaríkjamenn hafi neytt Sovétstjórnina til að hefja til- raunirnar. Auðvitað vita allir að þessi fullyrðing á ekki við nein rök að styðjast. Það voru ekki lýðræðisríkin, sem blésu í herlúðra í Berlín. En nú er Krúsjeff tekinn að brosa aftur. Hann er undarleg- ur maður. Þeir sem sáu hann á blaðamannafundinum fræga í París í fyrravor, gleyma ekki hversu skammt er milli kreppta hnefans ög brossins. Þar sem hann ræður ríkjum er allra veðra von. Vafalaust liggja til þess margar ástæður, að hann hefur lagt metnað sinn í að koma allri Berlín undir stjórn Ulbrichts. Ein er sú, að mörkin milli lýðræðis og kommúnisma eru hvergi ljósari en þar; mun urinn hvergi áþreifanlegri. Önn ur er sú, að Austur-Þýzkaland var að tæmast af fólki. Enginn vildi búa í Paradísinni, Það er þess vegna mjög gaman að sjá bollaleggingar þeirra Rússa, sem dveljast hér um þessar mundir samkvæmt nýgerðum menning- arsamningi milli Sovétríkjanna og íslands. Á fundi með blaða- mönnum sagði íorsvarsmaður þeirra, Polevoj, m. a. „að sann- leikurinn væri sá, að fjölmargir milljónamæringar væru nú orðn ir gjaldþrota í Vestur-Berlín, vegna þess hve þeir hefðu eytt miklum fjárfúlgum til þess að lokka fólk frá austri til vest- urs.“ Meðan hugmyndir Rússa um ástandið á Vesturlöndum eru ekki fullkomnari en þetta, er vart hægt að búast við þvi, að ástandið" í heiminum fari batnandi. Ekki getur sú stjórn haft góðan málstað, sem hefur það beinlínis á stefnuskrá sinni að ala á fávizku þegnanna, svo þeir minna einna helzt á Múnc hausen, þegar þeir skreppa vest ur fyrir járntjajd. Eða er kannski til þess ætlazt, að við tökum þessum „sendinefndum" eins og hverjum öðrum skemmti kröftum? Betra er blindum en hókarlausum Nei, staðreynd er það, að sannleikurinn er notaður í mesta hófi, þegar rússneska þjóðin er upplýst um ástandið í öðrum löndum. Rússum hefur, að því er skýrslur herma, fleygt fram í lestri á undanförnum ár- um. Er gott eitt til þess að vita. — En hverjum kemur að gagni að kunna að lesa, sem býr við stöðugt myrkur? Sagt er að Bach, sá mikli tónsnill- ingur, hafi orðið að lesa flestar bækur við tunglsljós í æsku sinni og skaðað sjónina. Þá var uppeldi hart og aðbúnaður fólks slæmur. Þá var erfitt um alla menntun Og flestir af þeim, sem gátu orðið sér úti um bókarslit- ur skemmdu í sér augun. Enginn vafi er á því að til fyrirmyndar er, hvernig Rússar uppfræða æskulýð sinn um vís- indaleg efni. En enginn verður góður alhliða vísindamaður, því síður sterkur sjálfstæður per- sónuleiki, sem les efnafræði í björtu, en allt annað í myrkri eða við dauft skin af tunglsljósi. í „Luther“, síðasta leikriti John Osbornes, þess sem reið- astur er allra ungra manna í dag, lætur hann þennan föður prótestantismans segja í lokin: „Það bezta, sem guð hefur nokk um tíma gert sjálfum sér, var að gefa okkur prentvél.“ Leiðtogar Sovétríkjanna virð ast ekki vera á sömu skoðun. Þeir hafa gefið sjálfum sér prentvél. Það er ekki þar með sagt, að ekki komi út ýmsar innlendar bækur í Sovétríkjunum, eða að ekki séu þar margar erlendar bækur þýddar. En innlendu bæk urnar eru verksmiðjuframleiðsla eins og allt annað þar í landi, búnar til eins og flugvélamótor í því skyni einu að styrkja stjórnina og sýna yfirburði kommúnismans, og þýddu bæk- urnar eru annað hvort hættu lausar eða of gamlar til að geta dregið dilk á eftir sér. Það eru allir jafnnær af að lesa skáldsagnaskýrslur sósíal- reálismans. Ekki eru önnur bók- menntaverk meira virði. Þjóð- viljinn hreikir sér af því á föstudaginn að einn helzti rit- höfundur Rússa, Ilja Ehren- burg, hefur nú birt þriðja hluta endurminninga sinna „Fólk, ár og líf“ í „Novy Mir“. En fyrir- sögnin á grein Þjóðviljans um þetta efni er einkartáknræn: „Reikningsskil Ehrenburgs við skeið sem nú er liðið“. Ekkert skáld í Sovétríkjunum hefur leyfi til að gera upp við það ástand sem nú er. Og loks: Þeir sem lesa ekki aðrar bókmenntir enskar en Shakespeare og Pickwick Pan- ers eru ekki viðræðuhæfir um ástandið í Bretlandi í dag og brezka menningu. Þeir verða eins konar skemmtikraftar þeg- ar þeir koma til útlanda. Stjórnmál og aldur Enginn veit um lyktir Berlínar- Berlínarmálinu. Vel má svo verá. En það skyldi þó ekki eiga eftir að koma á daginn að hann hafi með framkomu sinni stefnt að því að veikja aðstöðu Adenau- ers kanzlara í kosningunum í Vestur-Þýzkalandi, sem fram fóru sl. sunnudag? Hvað sem því líður, þá fór flokkur Adenauers halloka í kosning- unum. — Adenauer hefur aldrei átt í höggi við jafnerfiðan keppinaut og Willy Brandt. Stærstu flokkana greindi ekki á svo sjáanlegt væri í utanríkismál um og þýzkir kjósendur, sem hafa sett allt sitt traust á varnar- samstarf Vesturveldanna og At- landshafsbandalagið þurftu ekki að óttast að Jafnaðarmannaflokk urinn undir forystu Willy Brandts mundi veikja þessi sam- tök lýðræðisþjóðanna. Sú stað- reynd er áreiðanlega ein helzta skýringin á sigri jafnaðarmanna, auk þess sem þeir hafa fallið frá þjóðnýtingarhugmyndum sín um. Berlínardeilan styrkti Willy Brandt í kosningabaráttunni, á því er enginn vafi. New York * Times bendir á, að Adenauer hafi ekki komið til Berlínar fyrr en 10 dögum eftir að Rússar lokuðu landamærunum og það hafi veikt aðstöðu hans. Ennfremur segir blaðið að för Lyndon Johnsons til Berlínar hafi verið Brandt hagstæðari en Adenauer. Þannig hafa atvikin veitt Willy Brandt siðferðilegan stuðning í kosninga- baráttunni, og stuðlað að sigri hans. En auk þess stóð hinn hái aldur Adenauers honum fyrir þrifum. Brandt notaði sér það óspart í ræðum sínum og sagði m.a.: „Mig langar ekkert til að ráðast á hann (þ.e. Adenauer) persónulega. Það eina sem mig langar til er að óska honum rólegra daga nú er hann hættir störfum“. Annars hafa Þjóðverj- ar gaman af að tala um aldur kanslarans. Þeir segja eftirfar- andi sögu: Kanslarinn fékk einhverju sinni slæma inflúensu. „Ég verð að vera orðinn frískur eftir þrjá daga og kominn til London,“ sagði hann. „Ég er enginn galdra- maður“, muldraði læknirinn, ,,ég get ekki gert yður ungan aftur.“ „Þess krefst ég ekki heldur,“ svaraði kanslarinn, „ég vil ekki verða ungur aftur, ég þarf bara að halda áfram að eldast“! En þó Adenauer haldi áfram að verða gamall, er hitt þó sönnu nær að hann hefur sérstakt lag á að halda áfram að vera ungur. íslenzkir blaðamenn fengu tæki- færi til að hitta hann á Keflavík- urflugvelli sunnudaginn 3. apríl 1960, þegar hann ræddi þar við Ólaf Thors. Það var ekki 83 ára gamall maður, sem þeir hittu fyrir. Kanslarinn er einkar við- feldinn maður, en augsýnilega harður í horn að taka, ef því er að skipta. Hann hefur um langa hríð verið útvörður lýðræðis í V estur-E vrópu og gengt því starfi stórmannlega. Og þó finna megi að aldri hans er eitt víst, að undir hans stjórn hafa Vestur- Þjóðverjar gert draum að veru- leika, 1 andið hefur risið úr rúst- um á ótrúlega skömmum tíma. Auk þess hefur Adénauer ætíð verið einn sterkasti andstæðing- ur kommúnismans í heiminum. Fyrir það ættu allir lýðræðis- sinnar að vera honum þakklátir. Öxin og jörðin Fallvaltleiki stjórnmálanna er gömul saga. Tíminn líður, hann stöðvar enginn. Enginn stjórn- málamaður er svo öflugur gð hann geti sjálfur ráðið örlögum deilunnar, fáir hvað vakir fyrir sinum. Guð einn hefur þau í sinni Krúsjeff með hótanaherferðinni. hendi. Ekki er langt síðan Vafalaust á framkoma hans ræt- ur að rekja til átaka innan Sov- Menderes, fyrrum forsætisráð- herra Tyrklahds, þóttist hafa í étríkjanna, sem við höfum ekki j öllum höndum við keppinauta enn fengið vitneskju um. Sumir sína heima í Tyrklandi. Allir vita stjórnmálasérfræðingar halda því ' að hann geyma nú öxin og jörð- fram, að Krúsjeff hafi með kjarn in. Ekki skal mál hans dæmt á orkusprengjutilraununum viljað þessum .yettvangi. Vafalaust er sýna Vesturveldunum í tvo heim margs að gæta, þegar gera skal ana, sýna þeim að honum væri upp líf hans. En óneitanlega hef- alvara með hótunum sínum út afi Framh. á bls /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.