Morgunblaðið - 01.10.1961, Síða 20

Morgunblaðið - 01.10.1961, Síða 20
MORGVNBLAÐIÐ Sunnuðagur 1. o>t. 19©1 Dorothy Quentin: Þöqlaev , Skdldsaga og nærgætinn við þá, sem gaml- ir voru og lasburða. Ákafur í sér greindur og logandi af áhuga á fyrirætlunum sínum sem læknis eyjarinnar, var hann óneitanlega farinn að vaxa nokkuð upp úr Frankie, enda var hann svo lengi að heiman í einu, en þegar svo leyfin komu, tóku þau aftur upp vináttu sína eins og hún hafði áð ur verið. Hún sagði við Sol: Ég veit nú varla, hvernig hann er orðinn núna. Hann var tvítugur þegar þau.. þegar ég sá hann síðast. En þangað til hann fór í lækna- skólann, vorum við eins og ég sagði þér. Hún Iagði saman löngu grönnu hendurnar, lófana sam- an og í augum hennar glitruðu tárin, sem hún vildi ekki láta falla. Mæður okkar reyndu sitt bezta til þess að halda okkur í sundur, en feðurnir skildu okk- ur betur.. en svo dó pabbi og mamma giftíst aftur, og þau hjón in tóku mig með sér til Ameríku. Mér þótti afskaplega fyrir því að skilja við André.. og eyna.. I>au tvö voru mér allt.. og svo Edouad frændi og Laurier! f>ú hlýtur að hafa fengið bréf frá honum, góða mín.. , sagði Sol, sem komst í hálfgerð vand ræði yfir þessari áköfu beizkju stúlkunnar. Ja, ég skrifaði. Það voru bréf skólastelpu með heimþrá, til æv intýraprinsins síns. Já, hvort ég skrifaði ekki mörg bréf úr þess um andstygglega heimavistar- skóla! Hún hló, eins og hún skemmti sér. André svaraði ald- rei bréfunum mínum þó að hann hefði altlaf skrifað mér meðan hann var í París og ég heima. Svo hætti Edvard frændi líka að skrifa. Ég hélt, að þau hefðu öll gleymt mér og ég varð veik. En mannshjartað getur stundum verið seigt og ég sagði engum, að ég væri veik, Sol. Þú ert fyrsta manneskjan, sem ég hef sagt frá þessu öllu. Nú getur þú sagt mér hvaða kjáni ég hafi ver ið að vera ástfangin af draumi öll þessi ár, sem nú eru liðin. Henni varð snöggvast hugsað til þeirra karlmana, sem höfðu reynt að hrífa hana burt frá þess um draumi.. skólastrákar, kaup sýslumenn ungir starfsbræður stjúpa hennar, Teds Sanders.. iðjuleysingjar í Miami, Newport, Rhode Island, þegar hún var í skólaleyfinu.. prófessorar við Mayne-stofnunina. En enginn þeirra hafði vakið neinar slikar tilfnningar með henni bara af því að þer voru ekki André. Og seinast núna var þarna einn ung ur leikari í kvikmyndahópnum, Rex Mallory, sem þurfti ekki mikið til að verða ástfanginn. En allir þessir voru hégóminn ein- ber í hennar augum. Sol ætlaði eitthvað að fara að segja, þegar skipsbjallan hringdi og stýrimaðurinn, sem var á verði, tók á sig krók og kom til þeirra fram í stafn. Góðan daginn, ungfrú Laurier, sagði hann. Við verðum komin upp að eftír hálftíma. Ég er nú hræddur um að við fáum ekkert að borða fyrr en innflutningsyf- irvöldin eru búin að vera um borð, en það er verið að bera kaffi og brauð niður í káetturn- ar. Þakka yður fyrir. Frankie sendi honum bros, án þess að sjá hann en það nægði samt til þess, að hann gekk leiðar sinnar stór- hrifinn. Ég verð að klæða mig almennilega, sagði hún við Sól. Nú mátti heyra brimið gnauða á rifinu, langt í burtu, og það var eins og hjartað í henni berð- ist með því og hún skalf. Bráð- um sseju þau fólk koma niður á bryggjuna. Litlar, fjarlægar mannverur. Og meðal þeirra yrði André.. Hún gat «kki hugsað til _ Já, nú er bara að koma þessu í samband einhvers staðar! þess að eiga að biða þessarar sjónar hérna uppi, hún varð að komast niður í káetuna sína, þar sem hún gat verið í næði. í fyrsta sinn varð hún hrædd .,.. óttalega hrædd, bæði af þránni eftir að sjá André aftur og ótt- anum við hitt, að hann væri orð- inn svo breyttur, að hún gæti ekki þekkt hann aftur. Sol sneri við og gekk eftir þil- farinu með henni, með óræðan svip á andlitinu. Hann hlýtur að hafa skrifað að lokum, úr því að þú ert að koma heim aftur, sagði hann loksins. Jú, það vantaði ekki að hann skrifaði, svaraði hún í háðsleg- um kjökurtón. Kurteislegt sam- úðarbréf í tilefni af andláti Ed- vards frænda, bréf, sem blá- ókunnugur maður hefði getað haft hlýlegra! Smávegis fréttir úr eynni: faðir hans líka dáinn, höllin þeirra orðin að sjúkrahúsi, móðir hans við góða heilsu, þrátt fyrir háan aldur. .o.s.frv.... Sol hélt áfram: Og samt ætl- arðu til hans aftur? Stúlkan leit upp ögrandi og bláu augun leiftruðu, af snöggri, óskiljanlegri reiði. Já, ég ætla til Laurier aftur, sagði hún hreykin, því að frændi minn arfleiddi mig að eigninni með því ákveðna skilyrði, að ég dveldi þar þrjá mánuði samfleytt. Að öðrum kosti eignast André hana og notar til þess að stækka sjúkra húsið sitt. Hún bætti við önug- lega: Þú skilur hann er ráðamað ur yfir búi frænda míns, og þess vegna varð hann að skrifa mér. Sol-.bætti hún við og sneri sér allt í einu að honum aftur. Finnst þér ég vera ógnar bjáni að trúa því, öll þessi ár, að allt mundi verða í frægasta lagi þegar ég kæmi heim aftur? Hann horfði á hana hugsandi og hallaði sér að þilinu fyrir ut- an káetuna hennar. Hún var merkileg stúlka.. annað veifið glöð, stillt og full trúnaðar- trausts. En nú hafði hún sýni- lega oftekið sig á þessum trún- aðarmálum sínum og var dauð- hrædd við veruleikann, sem fram undan kynni að bíða henn- ar. Allt í einu brosti hún og sagði: Fyrirgefðu mér Sol, að hafa bunað upp úr mér öllum þessum einkamálum mínum. Þú ættir ekki að vera svona samúð- arfullur! Visna höndin hans lagðist mjúklega á arm hennar og augna tillitið var fullt samúðar og vin- áttu. Mér þykir vænt um, að þú skulir telja mig vin þinn, sagði hann blátt áfram, en bægðu ekki draumnum þínum of snemma frá þér, Frankie. Stundum finnst mér draumar vera það eina, sem er þess virði að barizt sé fyrir því. Og þú ert fædd bardagamaður, barnið gött. Svo glotti hann til hennar og augnatillitið breyttist. Nú var kominn í það leikstjórinn, sem var að gagnrýna og meta. Fáðu þér heitt og sterkt kaffi, sagði hann þurrlega, og svo bað á eftir. Farðu svo í fallegustu fötin þín og sparaðu ekki máln- inguna.. . .það getur ' stundum verið gott að grímubúa sig. Já, .. það var rétt og þú skalt ekki hengja tilfinningarnar of mikið utan á þig..ekki enn. Frankie svaraði þessu með glettnislegu brosi, en skrítni, litli maðurinn hafði gefið henni móð- inn aftur, það eitt var víst. Þú ert indæll, Sol, sagði hún og kyssti á örið á kinninni á honum. Biddu fyrir mér! bætti hún við. Það skal ég gera, svaraði litli Pólverjinn. Ég trúi á mátt bæn- arinnar, og mundu það, að hvern ig , sem André þinn kann að hafa breytzt, og hvað sem hann held- ur um þig núna, þá hefurðu rétt til að vera hér. Laurier er þín eign, ef út í það er farið.... — Já, og ég ætla að láta reka mig þaðan í annað sinn, trúðu mér til, svaraði stúlkan innilega. Frankie var enn í káetunni sinni, þegar hún heyrði að vél- arnar stönzuðu og fann ofurlít- inn dynk þegar Eydrottningin snerti bakkann. Og í sama bili fylltist loftið af allskonar smá- hljóðum — smelum, þegar þungu trossunum var kastað á þilfarið og svo suðuna af samtali á frönsku eyjarmállýzkunni, hlátra og óp. Inn um opið kýraugað barst þessi ólýsanlegi þefur smá- hafnar í hitabeltinu.... af fún- andi timbrinu úr stólpunum í skipakvínni, sólbakaðri mold- inni, blómum, ávöxtum og Tommi, kókosolíu og sítrónum, krydduðum mat og kaffi og allt þetta blandaðist saman við þef- inn frá skipinu sjálfu og jurta- ilminn, sem barst með golunni ofan úr landi. Þau voru komin. Hún þurfti ekki annað en ganga upp á þil- far til þess að sjá Bellefleur og þekkt andlit og kannske André! Hún lagði hart að sér að sitja kyrr við borðið sitt í káetunni og ljúka við snyrtinguna. Hún fylgdi ráðum Sols út í yztu æsar. Kannske var það líka bezta ráðið til að taka því, sem koma átti: að haga sér eins og leikkona í kvikmyndaveri og leyna tilfinn- ingum sínum þangað til hún hefði komizt að því, hversvegna André hafði aldrei skrifað henni. Það gæti verið stórhættulegt, eins og harín hafði sagt henni, að vera að hengja tilfinningarnar uta á sig. Ég á nægilegt stolt til þess að leika skrípaleik, hafði hún hugsaði sér, en þegar André er viðstaddur, get ég hætt öllum leikaraskap eftir fyrstu erfiðu mínúturnar..,.. Hún bar undirsmurningu á slétt hörund sitt, og virtist niður- sokkin í það verk, en hugurinn flögraði á land og til Andrés. Allir aðrir en Sol mundu kalla hana heimskingja og segja, að hún hefði verið að elska draum- sýn í tíu ár... .að minnsta kosti mundu amerískir vinir hennar halda því fram. Hún skoðaði sjálfa sig vandlega í speglinum og lagði mat á konuna, sem André mundi bráðum hitta. Svo litaði hún varirnar með örugg- um handtökum. Enginn hefði lát ið sér detta í hug, að hún væri að stilla sig um að þjóta upp á þilfar og leita að elskuðu andliti í öllum manngrúanum. Unga konan , sem horfði á hana úr speglinum með ofurlitlum hæðnisvip, var nógu stillileg hið ytra, og duldf nógu vel ólguna, sem inni fyrir bjó. Vel gat verið, að André væri hérna alls ekki. Hann hafði ekki einu sinni svar- að bréfinu hennar, þar sem hún sagðist koma þennan dag. Ég er meiri leikkona en ég hélt sjálf, hugsaði hún gremjulega, og í dag er ég amerísk frá hvirfli til ilja! Föt frá Macey, fegrunarmeðöl frá Harriet Hubbard Ayer, leik- stjóti Sol Newman.... Engin kona nýtur sín upp á það bezta, þegar hún er að r L r u ó MEANWHILtí AND I HAVE CHERRY... SHE SURPRISED ME HERE AT THE TOWER AND I , TIED HER UP/ THAT MEANS WHILE MARK TRAIL IS FIGHTING THE FIRE WE'D BETTER MOVE OUT FOR GOOP...I LL MEET VOU AT THE FOOT OF THE _ TOWER / 5 f HAVE THE 1 CARIBOU, RUTH t THIS FIRE'S GETTING OUT OF HAND FAST ...I'M GOING TO HAVE TO GO FOR HELP/ *— Ég náði hreindýrinu Rut! r — Og ég náði Sirrí .... Hún Jcom að óvörum hingað í turn- inn og ég batt hana! En það þýð- ir það að við verðum að koma okkur héðan fyrir fullt og allt meðan Markús er að berjast við eldinn! .... Ég hitti þig fyrir neðan turninn! Á meðan — Eldurinn er að verða óvið- ráðanlegur .... Ég ve>-ð að fara eftir hjálp! Sfflíltvarpiö, Sunnudagur 1. október 8:30 Lét/t morgiuilög. 9:00 Fréttir. 9:10 Morguntónleikar: — (10:10 Veöuap fregnir) a) Orgelkonsert í g-moll op. 4 nr. 1 eftir Hándel (Walter Kraft og Pro Musica kammer- hljómsveitin í Stuttgart leika; Holf Reinhardt stjómar). b) MMoravan“-kórinn syngur lög eftir gamla meistara. c) Sónata í e-moll fyrir flautu og sembal eftir Bach (Kurt Hedel og Irmgard Lechner leika). d) Tvö tónverk eftir Johannes Brahms: Rapsódía Tyrir alt- rödd, karlakór og hljómsveit op. 53 og Tilbrigði um stef eftir Haydn op. 56a (Fílharm- oníusveit Vínarborgar, Lucre- tia West og karlakór háskól- ans í Vín flytja. Stjómandi: Hans Knappertsbusch). 11:00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Oskar J. I>orláksson. Organ- leikari: Dr. Páll Isólfsson). , 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdegistónleikar: Tónlist fná Kanada. a) Glenn Gould leikur á píanó tvö verk: Partftu nr. 5 eftir Bach og Fantasíu eftir Oskar Morawetz. b) Maureen Forrester syngur lög eftii C. P. E. Bach, J. W. Franck, Robert Schumann og Carl Loewe. c) Hljómsveit og kór útvarpsing 1 ^lontreal flytja þrjú tón- verk; Roland Leduc og Neil Chotem stjórnar. / 1: „Myndir frá franska Kan< ada“, eftir Claude Cham- pagne. 2: „Peter Emberley**, gamall söngur í hljómsveitarbún- ingi. 3: „Söngvar frá austurströnd- inni“ eftir Neil Chotem. 15:20 Sunnudagslögin. (16:30 Veð- urfregnir). 17:00 Færeysk guðsþjónusta (HJjóðrit- uð í Þórshöfn). 17:30 Barnatími (Anna Snorradóttir): a) Ný framhaldssaga fyrir yngstu hlustendurna: „Pip fer á flakk" eftr Sid Rolland, í þýð- 9 ingu Jónínu Steinþórsdóttur, (Anna Snorradóttir). b) Lög úr „Kardimommubæn- um“. c) Fimm mínútur með Chopin, d) Ævintýraskáldið frá Oðins- véum; þriðja kynning: Stein- dór Hjörleifsson les eitt aif ævintýrum skáldsins. 18:30 Miðaftanstónleikar: Capitol srfn- fóníuhljómsveitin leikur; Carm- en Dragon stjórnar. 19:00 Tilkynningaí*. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: „L’Arleslenne", svíta nr. 1 eftir Bizet (Lamoureux hljómsveitin leikur; Antal Doa> ati stjórnar). 20:15 A förnum vegi i Rangárþingií Frá Fljótshlíð og Þórsmörk (Jón R. Hjálmarsson skólastjóri ræðir við Garðar Jónsson skógarvörð á Tumastöðum og Sigurð Tóm- asson bónda á Barkarstöðum). 21:00 Hljómplöturabb: Þorsteinn Hann esson óperusöngvari kynnir er- lenda söngvara. 21:40 Fuglar himins: Kjartan Olafsson brunavörður talar um fuglalífið á Reyk'javíkurtjöm. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög. 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 2. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob Jónsson. — 8:05 Tónleikar. 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). j 12:55 „Við vinnuna": Tónleikair. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16 :00 Fréttir og tilk, — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum, 18:55 Tilkynningar. , 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Valborg Bentsdóttir skrifstofustjóri). 20:20 Einsöngur: Guðmundur Jónsso* syngur. 20:40 Upplestur: Það var 1 Júnf, «r»á saga eftir Coru Sander í þýðingu Margrétar Jónsdóttur skáldkomi (Gísli Halldórsson leikari). 21:00 Tónleikar: „Enigma" — tilbrigðl eftir Elgar (Hljómsveitin Phil- harmonia leikur. — George Wel- don stjómar). 21:30 Utvarpssagan: „Gyðjan og uxt inn“ eftir Kristmarm Guðmunds- son; XV. (Höfundur les), 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Búnaðarþáttur: Haustfóðrun og hýsing kúnna (Jóhannes Eiríks- son ráðanautur), 22:25 Kammertónleikars Oktett í F-dúr, op. 166 etftlr Schubert. (Vínaroktettinn leik- ur). 22:55 Dagskrárlok. LOFTUH ht. LJÖSMYNDASTO FAN Pantið tíma i sinxa 1- 47-72

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.