Morgunblaðið - 08.10.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.10.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. okt. 1961 MORGUNBL4ÐIÐ 3 -i nýkjörni heiðursdoktor þá að ræðustól sem tákn þess að hann mundi notfæra sér þann rétt er hann hefð fengið til að flytja fyr irlestur við háskólann Próf. Þórir Þórðarson, for- seti guðfræðideildar, útnefndi fyrst þá prófessor Regin Prenter frá Árósum og herra Sigurbjörn Einarsson, biskup íslands dr. theol. honoris causa við Háskóla íslands. Þá útnefndi forséti læknadeildar, próf. Kristinn Stefánsson eftirtalda 4 menn dr.. med. honoris causa við Háskóla íslands: próf Earl Jud- son King, frá Lundúnaháskóla, próf. Edward Busch frá Rigsho- spitalet í Kaupmannahöfn próf. Lárus Einarsson í Árósum og dr. P. H. T. Thorlaksson, Winnipeg Clinic. Deildarforseti laga- og við skiptadeildar, próf. Ólafur Björns son, útnefndi dr. jur. honoris causa við Háskóla Islands þá próf Alexander Jóhannesson, Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, próf. Knut Robberstad, Osló, próf. Nils Herlitz, Stokkhlómi, próf. Oscar A. Borum, Kaup- mannahöfn og próf. Tauno Tirkkonen, Helsinki. Efnaleg afkoma skiptir menn flesta miklu. Fátækt er böl, sem marga beygir, en misjafnlega er hún borin. Eg held, að í hinu dýrðlega kvæði um móður sína segi séra Matthías ekkert stærra hrós um hann en þetta: I örbirgð mestu þú auðugust I varst Og allskyns skapraun og þrautir barst, sem værir dýrasta drottning. Á þessum vettvangi reynir öft á manndóminn hvað mest og þar reýnast margir vel. Áður en lík Sigurðar málara var hafið út, flutti séra Matthías snilldarlega húskveðju yfir börum hans og sagði þá m. a.: „— hann var fátæk ur alla ævi, en sína fátækt bar hann k0nunglega.“ Fátæktin reynir á manndóm- inn, og þá stundum ennþá fremur hitt, að hafa allsnægtir. í lífs- speki vorra heiðnu feðra segir, að margur verði af aurum api. Þeim, sem þannig fer, getur orð- ið ennþá vandasamara að vera auðugur en snauður. Hvað er í þessum efnum um vora ástkæru þjóð, sem mikið Og stundum marklítið lof er borið á? Sé með sanngirni á aðstæður litið, verður ekki annað sagt en að oft hafi hún borið sína fátækt konunglega. En hvað er nú, þeg- ar efnaleg velsæld er miklu meiri en nokkuru sinni hefir áður þekkzt í þúsund ára þjöðarsögu? Riðar ekki efnaleg afkoma þjóð- félagsins til falls, vegna þess að sífellt er heimtað meira og meira? Er þegnskapur fyrir hendi þeirra manna, sem við hvað bezta af- komu búa? Til þeirra verður fremur að gera kröfur en hinna, sem minnstan hlut ber frá borði þjóðarbúsins. Það er sennilega flestum ljóst, að svo er boginn spenntur, að fleiri krónur í kaup þýða nú lítið annað en það, að kaupmáttur gjaldmiðilsins rýrn- ar. Það sem ein stétt heimtar, heimtar önnur og aðrar innan skamms, Og til hvers er þá bar- izt? Þetta kapphlaup sýnist nú vera háð hér á landi með minni fyrirhyggju og meira tillitsleysi til þjóðarheildar og þjóðarhags en áður, svo að hugsandi menn hljóta að horfa á leikinn með ugg. og harmi. Er það úr vegi, að nema staðar og hugsa af alvöru um þetta gengdarlausa, heimskulega kapp- hlaup og horfa sér til sálubóta á mann, sem svo var stór, að hvorki missti hann móð þegar hann var orðinn allslaus, né varð að flóni meðan hann bjó við allsnægtir. Mynd hans blasir við oss í ein- um af helgum textum þessa dags. Það væri ekki úr vegi fyrir oss íslenzka menn, að skoða þá mynd og bera hana saman við myndina af sjálfum oss, eins og hún lítur út í da<» Sr. Jón Auðuns: i örbirgð og í aisnægt ,,BÆÐI kann ég að búa við lít- inn kost. Eg kann einnig að búa við allsnægtir. — Bæði að vera mettur og hungraður, bæði að hafa allsnægtir og að líða skort“, segir í einum texta þessa helgi- dags. Hér talar Páll postuli um það, sem hann mótti flestum öðrum íremur tala djarflega um. Um guð íræði hans voru menn engan veg mn á einu máli fyrir 19 öldum, Og menn eru ekki á einu máli um hana í dag. En um persónu hans, manninn, vörú skoðanir naumast skiptar og eru naumast enn. Ekki þurfti fjarlægðin að gera það fjall blátt. Undir smásjá nánustu kynna verður hann stærstur. Hann var af höfðingjaætt, var settur ungur til mennta og lifði meðal hinna menntuðu efnastétt- ar þjóðar sinnar. Hann hrósar sér af því, að hann hafi kunnað vei að fara með allsnægtir. Maður eins og hann gat ekki orðið að hégómlegu flóni af því að vera af tiginni ætt og búa við góðan efnahag. Frá þessum hluta ævi hans eigum vér raunar fáar heimild- ir, en það, hvernig hann bar síð- ar ævinnar fótækt Og allsleysi, bendir sterklega til þess, að hann hafi einnig kunnað hið göfuga hóf, meðan hann naut allsnægt- anna. Það var vafalaust þá eins og það er nú, að annað tveggja kann maðurinn hvorugt að bera eða hvorttveggja, örbirgð og allsnægtir. <. fyrir rektor. Stúlknrnar voru um 45 talsins. — Háskólahátiðin Framh. af bls. 1 phil & Iitt. & jur. Sigurður Nordal erindi. Lauk hann máli sínu á þessum orðum: „Það jiykir stundum hættulegt að hanga í orðum. En í orðinu háskóli í þeirri hugsjón, sem þetta orð táknar, eigum við að hanga, ekki sem vegsemd heldur sem vanda, sem skyldu. Jón Sig- urðssón sagði um stjórnarskrána frá 1874, að honum finndist hér vera fengin trappa til að standa á. Um framtíðina vitum við það eitt, að hún er að því leyti, sem við ráðum nokkru um hana, kom in undir trúmennsku samtíðar- innar við sitt hlutverk, undir trúmennsku sjálfra vora. Svo framarlega, sem hver stúdent er kennari, lifir, starfar og hugsar sífellt með vakandi auga á því stefnumarki, sem heitið háskóli bendir til. Þá og því aðeins verð- ur þessi stofnun á hverjum tíma sú trappa, sem svíkur ekki þegar stíga á næsta sporið upp á við.“ A8 ræðu hans lokinni söng Guðmundur Jónsson, óperusöngv ari, Útlagann eftir Karl Ó. Run- ólfsson, Siglum á sæinn eftir dr. Hallgrím Helgason og Til skýsins eftir Emil Thoroddsen. Lýst kjöri heiðursdoktora. Þá lýstu rektor háskólans og deildarforsetar kjöri heiðurs- doktora, sem voru 24 talsins, 2 í guðfræðideild, 4 í læknadeild, 6 í laga- og viðskiptadeild og 12 í heimspekideild. Gekk hver heiðursdoktor á sviðið viðkomandi deildarforseti rakti vísindastörf hans og em- bættisferil, en síðan afhentirektor honum doktorsbréfið Gekk hinn Próf. Sigurður Nordal flytur erindi Háskólarektor próf. Ármann Snævarr afherdir próf. Anne Holtsmark frá Osló doktorsbréfið. Þá var eina konan í hðpi heið- ursdoktora próf. Anne Holtsmark, frá Osló útnefnd, dr. phil honoris causa við Háskóla íslands. Gekk rektor til hennar í sal, þar eð hún er í hjólastóli og fékk henni doktorsbréf sitt. Forseti heim- spekideildar, dr. Matthías Jónas son útnefndi einnig eftirfarandi heiðursdoktora heimspekideildar: Færeyinginn próf. Christian Matras, próf. Dag Strömback, Uppsölum, próf. Elias Wessén, Stokkhólmi, Finn Sigmundsson, landsbókavörð, próf. Gabriel Turville-Petre frá Oxford, próf. Hans Kuhn frá Kiel, próf. Richard Beck, próf. Séamus Ó. Duilearga frá Dublinháskóla, dr. Sigurð Þórarinsson, próf. Stefán Einars son og dr. Henry Goddard Leach, American Scandinavian Föunda- tion, en hann var forfallaður og tók sendiherra Bandaríkjanna, James Penfield, við doktorsbréfi hans. Að lokum lýsti háskólarektor því yfir að menn þessir hefðu nú að réttum lögum verið kjörnir heiðursdoktorar við Háskóla ís- lands. Um 150 nýir háskólaborgarar Þá söng Kristinn Hallsson óperusöngvari Víkingana eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Mán- inn líður eftir Jón Leifs ogNorður við heimskaut eftir Þórarin Jóns son með undirleik Fritz Weiss- happel. Að lokum ávarpaði háskóla- rektor hin nýju háskólaborgara, Og bauð þá velkomna. Gengu þeir allir, um 150 talsins, þar af 45 stúlkur upp á sviðið Og fyrir rektor og staðfestu með hand- sali að þau myndu virða hin óskráðu lög háskólans. Lauk þannið Háskólahátíðinni. í gærkvöldi sátu heiðursdoktor ar, og fleiri gestir kvöldverðar- boð Háskóla íslands á Hótel Borg. Noknr af heiðursdoktorunum; talið frá hægri: próf. Regin Prenter frá Árósum, herra Sigurbjöm Einarsson, biskup Islands, prof. Earl Judson King, frá Lundúnaháskóla, próf. Eduard Busch frá Kaupmannahöfn, próf. Lárus Einarsson, Árósum, dr. P. H. T. Thorlaksson frá Winnipeg, próf. Alexander Jóhannesson, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, próf. Knut Robberstad frá Osló, próf. Nils Herlit? frá Stokkhólmi og fulltrúi Vínarháskóla, rektor Othmar Kúhn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.