Morgunblaðið - 08.10.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.1961, Blaðsíða 15
Sunnudagur 8. okt. 1961 MORGVISBLÁÐIÐ 15 — Reykingar Frh. af bls. 8. Gagnfræðaskóli fólk sem reykir, gæti það haft r.okkur áhrif í irétta átt. Reykj- andi maður eða kona afkastar að jafnaði minna ' en hinir, sem reykja ekki, og það er því ástæða til að gera greinarmun eftir vænt anlegum afköstum. Erlendis er víða bannað að reykja í skrifstofum, enda miklu viðkunnanlegra fyrir alla að koma inn í hreint loft en reykj. arsvælu. Og ungu stúlkurnar sem eru að byrja að reykja, ættu að vita það, að reykingar fara illa með útlit þeirra, hörundið nærist ver og eldist fyr, og þó að reykt ket ihaldi sér betur en óreykt, þá er það víst að reykt hörund verður Ijótara en óreykt. . Eftirtektarvert er það, að þrátt fyrir alla þá baráttu, sem háð hef ir verið og er háð í öllum menn- ingarlöndum, hefir sáralítið áunn ist í baráttunni gegn reykingum. Sígarettusalan lækkar ekki í neinu landi, en hefir frekar til- hneigingu til að fara hækkandi. Þó er greinilegt að ein stétt imanna er farin að skera sig úr: Það eru læknarnir, sem í stórum stíl hafa lagt niður sígarettureyk ingar í flestum menningarlönd- um. Á læknafundi í Bretlandi um þessi mál reyktu 15 læknar í fundarbyrjun, en aðeins einn í íundarlok, eftir að grein hafði verið gerð fyrir skaðsemi síga- rettureykinganna. Margir hafa ihætt við sígarettureykingar og tekið upp pípu í staðinn, eða nef- tóbak. Hvort tveggja er miklu minna skaðlegt en sígaretturnar. Áhrif reykinga á blaðamennsku: Þess má að lokum geta, að mjög hefir á því borið, að dag-| tolöð um allan heim hafa haft| tilhneigingu til að gera lítið úr | hættunni af reykingum. Þeir sem með þessum málum hafa i fylgst hafa fyrir löngu tekið eft- ir því að hvenær sém frétt kem' ur um rannsóknir, sem ákæ $. sígaretturnar, má búast við að ekki fari mikið fyrir henni í j tolöðunum, en ef einhver •frétt] kemur sem gengur í þá átt að vafasamt sé um saknæmi síga- rettanna, þá er henni slegið upp með stóru letri á góðum stað í blaðinu. Þetta er skiljanlegt og mannlegt, af blaðamanni sem sit- ur reykjandi við ritvél sína, eins og þeir gera flestir í Bretlandi og Ameríku. En það er ekki heiðar- legt gagnvart sannleikanum. 13. sept. s. 1., kom slík grein í Mbl., sem lætur að því liggja að vafasamt sé um saknæmi síga- rettanna og byggist hún á rann- sóknum frá Afríku. Niðurstöður þessara rannsókna fara í bág við allar aðrar slíkar rannsóknir. En annars virðist vera meira en lítið við þessa frásögn, þar sem sagt er að sjötti hver maður á aldrin- um 45—64 ára, af þeim sem flutt hafi frá Bretlandi til Durban, séu langt leiddir lungnakrabbasjúkl- ingar. Þessi tala er svo óskaplega liá, að hún fær engan veginn stað- Keflavíkur settur KEFLAVÍK, 3. okt. f dag kl. 2 var Gagnfræðaskóli Keflavíkur settur í Keflavíkurkirkju. Nem endur verða að þessu sinni 260 í 11 deildum. Fastir kennarar við skólann eru 11 auk stundakenn ara, en kennsla verður nú að fara fram á þremur stöðum í bæn um vegna skorts á húsnæði, en bygging nýja Gagnfræðaskkólans stendur yfir. Að öllum líkindum verður hann ekki tilbúinn til af íota á þessu ári. — HSJ. Hneykslaöir á Paolu ÞEGAR Dona Paola Ruffo di Calabria trúlofaðist Al- berti prinsi í Belgíu fyrir rúmum þremur árum, á- vann hún sér hylli belg- ísku þjóðarinnar við fyrstu sýn. Belgar hrifust af æsku hennar og fjör- legri framkomu. En nú er hrifning þeirra farin að dvína og það svo mjög, að hneykslanleg hegðun Paolu er orðið eitt helzta umræðuefni manna á ,meðal þar í landi, svo og í blöðum. Þeir telja hana óþroskaðan stelpukjána, sem skorti gersamlega sjálfsstjórn, og bera hana óspart saman við Fabiolu drottningu, sem að allra áliti sómir sér vel í stöðu sinni og hefur aldrei gefið höggstað á sér á almanna- færi. — En um Paolu er þessu öðru vísi varið. Hér eru þrjár sög- ur, sem gjarnan eru sagðar, þegar þetta mál ber á góma: 1) Á fjölfarinni götu í Briissel hljóp Paola á eftir hundi sínum, æpandi og hróp- andi. öll umferð stöðvaðist, on lögregluþjónn sem var nær- staddur, náði í hundinn og huggaði hennar hátign. 2) Eitt sinn, þegar hún tók þátt í hátíð í Charleroi, fór hún úr skónum, þar sem hún sat við matarborðið, og teygði úr tánum. Að borðhaldinu loknu fann hún hvergi skóna. Af þessu varð hið mesta uppi- stand. 3) Á virðulegri samkomu í hátíðasal Akademiunnar í Briissel var þögnin skyndi- lega rofin af sársaukaópi. Paola prinsessa hafði stungið sig í fingurinn. 4) Hópur blaðamanna elti Paolu og Albert prins á götu í Róm. Þegar þau komu að þeim stað, þar sem þau höfðu lagt bifreið sinni, var hún hvergi sjáanleg. Prinsessan reiddist, og i bræði sinni barði hún ungling, sem af til- viljun gekk framhjá, með handtösku sinni. í slæmum félagsskap „Paola prinsessa elskar hvorki okkur né land okkar,“ segja Belgar. Þeir halda því fram að hún telji mánuðina, þangað til hún komist aftur í heimsókn til heimahaga sinna á Ítalíu og á tízkubaðstaðina við Miðjaðarhaf. Þá sést hún oft í félagsskap með aðalborn- um iðjuleysingjum, og eru nöfn margra þeirra riðin við hneykslismál. Hún þykir mjög opinská, þegar hún ræðir við þessa vini sína. Bikini-baðföt ósæmileg Og svo eru það baðfötin, sem eru fyrir neðan allar hellur. Það sé engin furða, þótt ljós- myndarar leggi hana í einelti, þegar hennar hátign er komin í bikini-baðföt. Það eina sem hún hefur meðferðis á strönd- ina er baðkápa, sem hún sveip ar um sig, þegar blaðamaður eða ljósmyndari nálgast. * * * Þannig getur konungborið fólk ekki hagað sér kveður við úr öllum áttum. Bent er á, Paola tekur kvikmynd, er hún sat í hásæti. að eignist Fabiola ög Baudou in konungur engin börn, gang; hinn 17 mánaða gamli sonur þeirra Paolu og Alberts næst erfðum, og því eigi þau hjón in að haga sér eins og konung bornu fólki sæmir. Það sé sann arlega tími til kominn, að höf- uð konungsfjölskyldunnar, Baudoin konungur, taki í taum ana. ist. Þetta svarar til þess, að hér væru 2540 karlmenn á þessum aldri langt leiddir af lungna- krabbameini, ef sama hlutfall gilti. Sem betur fer er lungna- krabbameinlð hvergi orðið að "'slíkri ógurlegri drepsótt. En ástandið er nógu slæmt fyr ir því. Krabbameinsfélögin í flest um menningarlöndum gera það sem í þeirra valdi er til þess að berjast á móti sígarettureyking-] unum og víða hafa heilbrigðis- stjórnirnar lagt þeim lið, t. d. í Bretlandi, Bandaríkjunum, Nor-. egi, Svíþjóð og Danmörku. Danska heilbrigðismálaráðu- j neytið hefir fyrir löngu bannað sölu á sígarettum i lausasölu óg nú er í ráði að banna allar aug-| lýsingar þar í landi á sígarettum, j vegna hættunnar sem af þeim stafar. Síðustu fréttir af áhrifum reyk inga á heilsu manna kóma frá fundi í alþjóðahagfræðistoínun- inni í París í byrjun þessa mán- aðar. Þar hélt Edward Cuyler Htammond, hagfræðingur ame- riska krabbameinsfélagsins, er- indi um áhrif reykinga á heilsu manna. Rannsakaðir höfðu verið 382.000 Bandarikjamenn, sem spurðir voru um reykingar sínar, allir á aldrinum milli 45 og 79 ára. Þeir voru spurðir um hvort þeir reyktu, og ef þeir reyktu, þá hve miklu af reyknum þeir önd- uðu ofan í sig. SILVA tevagniain er aftur kominn á markaðinn. fæst aðeins í Húsbúnaði og smiðjubúðinni við Háteigs- veg. Eftir að 4331 af þessum mönn- um voru dánir, voru reykingar þeirra athugaðar. Samanborið við þá sem reyktu ekkert, dóu 53% fleiri af þeim, sem önduðu „lítið eitt“ ofan í sig, en 81% fleiri af þeim, sem önduðu ,,hóf- lega“ ofan í sig. En af þeim sem önduðu „djúpt“ ofan í sig dóu meira en ivöfalt fleiri heldur en meðal þeirra, sem reyktu ekki. Væri æskilegt að íslenzk heil- brigðisyfirvöld létu þetta mál einnig til sin taká, því að nú er svo komið að ekki er síður ástæða til að berjast gegn reyk- ingum heldur en áfengisnautn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.