Morgunblaðið - 08.10.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.1961, Blaðsíða 20
40 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. okt. 1961 Þ Dorothy Quentin: öglaev 9. Skáldsaga mikilli fyrirhöfn. Hann hefur alltaf farið með mig sem sína eigin dóttur, en ég vil bara held- ur vera sjáifstæð. Og auk þess er Laurier ættaróðal mitt, bætti hún við og starði ögrandi í avörtu augun greifafrúarinnar. Simone sat þarna eins þögul og hún væri þúsund mílur í burtu, en Frankie vissi vel, að hún fylgdist með öllu, sem fram fór með áhuga og afbrýðissemi. Við ætlum að drekka kaffið úti á svölum, Paul, skipaði Helena og reis á fætur með hjálp Simone og svartviðarstafsins síns. Síðan staulaðist hún út á svalirnar. Meðan þær voru að drekka kaffið, var eins og ofur- lítið líf færðist í Simone og hún tók að spyrja ýmislegs um Ame- ríku með einhverju. sem nálg- aðist áhuga. Gamla konan virt- ist vera annars hugar, en ár- vökru svörtu augun störðu allt- af á veginn, þar sem von var á André í bílnum og eyrun misstu ekki af einu orði, sem stúlkurn- ar töluðu saman. Frankie lét sem hún tæki ekki eftir allri þessari rannsókn, og sagði nú henni frá Lindu og Ted yngra, hálfsystkinum sínum. Linda var átta og Ted sex ára, og enda þótt þau væru ofmikil eftirlætisbörn, þótti henni mjög vænt um þau. Mömmu hennar likaði vel í Ameríku og hafði aldrei iðrazt eftir að hafa farið þangað. Hún hataði eyjuna, tók Helena allt í einu fram i — og það var mikill misskilningur þegar hann pabbi þinn tók upp á því að gift- ast henni. Hún varð hér aldrei heimavön. Frankie vissi vel, að þetta var ekki nema satt. Louise, sem var falleg og hafði gaman af að skemmta sér og kom beint frá Dublin í fríinu sínu, með ein- hverju kunningjafólki. hafði orð ið snögglega ástfangin af Pierre Laurier. án þess að hugsa neitt um framtíðina. Og af þessum fjórtán hjónabandsárum þeirra, hafði Pierre verið sex í Evrópu vegna ófriðarins, og hafði loks komið heim, farlama maður. Þegar Frankie hugsaði nú til móður sinnar, sem var orðin miðaldra kona, gift ríkismanni, komst hún að þeirri niðurstöðu, að hún hefði ekki átt neina sælu- daga hérna á eynni. Þar fyrir tók hún illa þessum ummælum Helenu, og kveykti sér í nýjum1 vindlingi, til þess að komast hjá, að ræða þetta frekar. Það verður sama sagan hjá þér, ef þú heldur, að þú verðir ánægð hérna. Greifafrúin veif- aði hendi í áttina til glitrandi sjávarins og grannvöxnu pálm- anna. Eftir þessa ævi, sem þú hefur átt uhdanfarið, verðurðu ekki ánægð með það, sem þér býðst hér. Það er nú eftir að vita, svar- aði Frankie snöggt. Ekki hafði þessi gamli harðstjóri mikið breytzt; alltaf var hún jafn hrokafull, ruddaleg og afskipta- söm. Henni fannst hún enn vera 'Sama sem drottning hérna á eynni, og gæti því ráðstafað iífi annarra algjörlega að eigin geð- þótta. Og greinilegt var það, að hún vildi koma Frankie burt frá Laurier, sem allra fyrst. Og André .... hvað vildi André, nú þegar hann var trúlofaður Simone? Sennilegast vildi hann líka koma henni burt. Og jafn sennilega iðraðist hann þessa drengskaparbragðs síns í sam- bandi við Laurier. Hún lokaði snöggvast augun- um og varð gripin hræðslu, er henni datt í hug Eydrottningin. — Þú getur rétt ímyndað þér, að maður þarf mikið joð, með sjö stráka! Eftir þrjá daga færi skipið aft- ur til Kingstown á Jamica. Færi hún þangað gat hún flogið það- an heim til Bandaríkjanna. Þá j gat hún losnað við drauma sina' fyrir fullt og allt og sloppið frá þessum múrvegg andúðar, semj allir sýndust vera að reisa kringl um hana hér til að innikróaj hana. Helena og Simone yrðu fegnar að losna við hana, og lík-j lega André líka .... Hún gat snúið aftur til þægilega heimil-j isins, sem Ted vildi svo gjarna' lofa henni að njóta, eða hún gatj farið aftur í Mayne-stofnunina,1 þar sem atvinna beið hennar ef hún vildi. Nú var ekkert lengurj til ^ð halda í hana hér. hugsaði hún þreytulega, nema þrákelkni hennar sjálfrar og.ást hennar á staðnum og manninum, sem hana hafði alltaf dreymt um, mann- inum, sem hélt að hún ýæri enn- þá ekki annað en krakki........ Þá heyrðist í bíl og hún opn- aði augun aftur. Hún fékk ákaf- an hjartslátt þegar André renndi sér í ótal hlykkjum út úr gamla skrjóðnum og stikaði upp þrep- in, léttur eins og skógardýr, en jafnframt letilegur til þess að dylja ákafann, sem inni fyrir bjó. Það glaðnaði yfir öllum kon- unum þremur. er hann nálgað- ist. Nú fæ ég að vita, hvort hann elskar mig, hugsaði Frankie og stritaðist við að sitja kyrr, til þess að leyna óró sinni. Eg bið ykkur allar að fyrir- gefa, hvað ég kem seint. André heilsaði þeim. öllum glaðlega og leit á þær hverja eftir aðra, grá- grænum augunum, en kviku var- irnar brostu. En Frankie tók vel eftir þreytulegu dráttunum um munninn, sem voru í algjörri andstöðu við glaðleg orðin. Hann laut fram til að kyssa móður sina á kinnina, brosti aftur til Frankie — og rétt sem allra snöggvast horfði hann beint i þau, alveg eins og í gamla daga, og þau urðu eins og kunningjar aftur — síðan gekk hanh og lagði arm ana lauslega um axlir Simone og kyssti hana léttilega á kinnina, rákvæmlega eins og hann hafði kysst móður sína. Æ, gefðu mér einn bolla af þessu ágæta kaffi þinu, sagði hann um leið og hann fleygði sér í hægindastól og yppti öxlum. Krakkarnir taka þessari bólu- setningu svo ágætlega. sagði hann brosandi, og foreldrarnir eru að sama skapi plága. Þú hefur víst ekki fengið ann- að en þurrt brauð að borða? sagði greifafrúin ávítandi og nú tók Frankie undir með henni í huga sínum. Það var sama við- kvæðið hjá öllum læknakonum um heim allan. Hér er ekki nema einn læknir og hann endist ekki lengi með' sama áframhaldi, bætti hún við, gremjulega. Fær aldrei almennilega að borða, aldrei almennilega að hvíla sig; þarf alltaf að vera tilbúinn þeg- ar kallað er, nótt og dag. Þú ert kjáni, André, að slíta þér út fyr- ir þetta fólk, sem hverfur aftur í sama sóðaskapinn um leið og þú snýrð við því baki. Þetta er vitleysa, mamma, svaraði hann og brosti eins og strákur, næstum glettnislega. Simone rétti honum kaffiboll- ann ,næstum með ambáttarsvip. Það var sýnilegt, að hún naut þess að snúast kring um hann og hann þakkaði henni líka bros andi. En það var ekkert ástar- tillit hugsaði Frankie og skamm aðist sín um leið fyrir að vera að veita þessu athygli. Þau voru trúlofuð, og þá hlutu þau líka að vera ástfangin, og einkatil- finningar þeirra varðaði hana ekki um. Foreldrar geta verið hrein- ustu djöflar, sagði hún allt í einu, og reyndi um leið að draga at- hyglina frá þeim. Þau horfðu öll á hana, André með glettnis- legu augnaráði, og hún reyndi að bæta úr þessu með því að segja; Ég þekki það vel, af því að f Ameríku var ég í svona hjálparstarfsemi. Og þá voru það alltaf foreldrarnir en aldrei börn in sjálf, sem gerðu manni erfitt fyrir. Ég get ekki almennilega hugs- að mér þig í svona hjálparstarf- semi, Francoise. sagði hann háðs lega, og hún gat ekki að sér gert að roðna. Hún vill láta okkur kalla sig Frankie .. er það ekki yndis- legt nafn? Simone renndi út úr sér orðunum, hægt og sakleysis- lega. En tilgangurinn var auð- sær. Það, að hún vildi láta kalla sig Frankie var næg sönnun þess að hún væri orðin al-amerísk. Jú, það er yndislegt, sagði André þurrlega. Ég skal fara með þér til Laurier, þegar þú ert tilbúin. Það er kominn tím- inn hennar mömmu til að leggja sig. Viljið þið, að ég komi með ykkur? spurði Simone hæversk- lega. Ég hef þegar verið að hjálpa Claudette til að búa und- ir komu þína, en ef þér leiðist að vera ein í húsinu, veit ég al- veg, að greifafrúin lofaði mér að vera eitthvað hjá þér. Frankie hryllti við tilhugsun- inni. Hún tautaði 7samt einhver kurteis þakkarorð og Simone mótmælti þeim með því að pata beinlausum höndum sínum. Það er alls ekki neitt, sagði hún, ég hef svo gaman af húsverkum og saumaskap, og Claudette .... Hún gerði sér hroll, svo að ekki varð misskilið, hvert hún var að fara. Helena snörlaði fyrirlitlega. Claudette er eins og allar þess- ar svörtu vinnukindur — hún þarfnast húsmóður í húsinu. Frankie fann, að hana hitaði í andlitið. Claudette hafði verið fóstra hennar og hún hafði aldrei hugsað sér hana, sem vinnuhjú. Já, hún fær nú húsmóður á heimilið, tók André rólega fram í, en brosti til Frankie. Og hún verður fegin að fá þig heim. Hún 12:15 13:30 14:30 15:30 17:30 Siltitvarpiö Sunnudagur 8. október 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Frettir. 9:10 Morguntónleikar: a) „La Folia" eftir Corelli (Ye- hudi Menuhin leikur á fiðlu og Hubert Giesen á píanó). b) Pættir úr Sálumessu í d-moll (K626) eftir Mozart (Pia Tass inari, Ebe Stignani, Ferruccio Tagliavini og Italo Tajo syngja með kór og hljómsveit undir stjórn Victors de Sabata). 10:30 Prestvígslumessa í Dómkirkj- unni: Biskup Islands vígir Sigur- pál Oskarsson cand. theol. til Bíldudalsprestakalls í Barða- strandarprófastdæmi. Séra Jón Kr. Isfeld lýsir vígslu; séra Jón Auðuns dómprófastur þjónar fyr ir altari. Vígsluvottar auk þeirra: Séra Bjöm Magnússon prófessor og Regin Prenter prófessor frá a r L / u I á ^ — Ég sé inn h«ldur WITH THIS WIND HOLDING THE SMOKE NEAR THE GROUND, r CAN'T SEE A THING...I WONDER WHICH WAY ■f ANDY WENT? ekkert meðan vindur- reyknmn við jörðu. Hvert skyldi Andy hafa farið?! færi. Andy! Andy! ........ Það þýðir Á meðan í brunatuminum. ekkert. Hann er kominn úr kall-1 — Það er vonlaitót fyrir m:$] 18:30 19:00 19:20 19:30 20:00 21:00 21:40 22:00 22:05 23:30 8:00 12:00 12:56 15:00 18:30 18:55 19:20 19:30 20:00 20:20 20:40 21:00 21:30 22:00 22:25 ef ég kemst ekki niður áður en kviknar i þessum timouriurni! ! 23:00 8:00 12:00 13:30 15:00 18:30 18:50 19:0Q Í9:30 20:00 20:10 20:55 21:10 21:30 21:45 22:00 22:10 I 23:00 Arósum. Hinn nývígði prestur prédikar. Dr. Páll Isólfsson leik- ur á orgelið. Hádegisútvarp. Guðsþ j ónusta Fíladelfíusafnað- arins 1 útvarpssal. Asmundur Eiríksson prédikar. Svavar Guð- mundsson, kvartett og kór safn- aðarins syngja undir stjórn Arna Arinbjarnarsonar. Miðdegistónleikar: a) Einsöngvarar, kór og hljóm- sveit San Carlo óperunnar í Napolí flytja atriði úr óper- unni „Mosé“ eftir Rossini. Stjórnandi: Tullio Serafin. b) „Til heiðurs drottningunni‘% ballettmúsik eftir Malcolm Arnold (Hljómsveitin Phil- y harmonia leikur; Robert Irv- ing stjórnar). Sunnudagslögin. -— (16:30 Veð- urfregnir). Barnatími (Skeggi Asbjarnarson kennari): a) Skopleikur fyrir unglinga: „Festarmær að láni“ eftir Astrid Lindgren, í þýðingu Skeggja Asbjarnarsonar. — Leikstjóri: Kristján Jónsson. b) Ævintýri fyrir yngri bömin: „Skjalda skoðar myndabækuir'* eftir Marion Conger (Guð- mundur M. Þorláksson kenn- ari þýðir og les). Miðaftanstónleikar: Boston Popa hljómsveitin leikur lög eftir Off- enbach; Arthur Fiedler stjórnar, Tilkynningar, Veðurfregnir. . f Fréttir. ^ Sonur lands, faðir þjóðar: Dag- skrá úr Dalsfirði á Fjöllum, búin til flutnings af Baldri Pálmasyni, „Innan búðar og után“: Jón R- Kjartansson kynnir nokkra ís- lenzka tónlistarmenn úr verzl- unarstétt. Fuglar himins: Arni Waag mjólle urfræðingur talar um skarfinn, Fréttir og veðurfregnir. Danslög. Dagskrárlok. Mánudagur 9. október Morgunútvarp (Bæn: Séra OskaP J. Þorláksson. — 8:05 Tónleikar, — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). Hádegisútvarp (Tónleikaa*. —• 12:25 Fréttir og tilk.). „Við vinnuna“: Tónleikar. Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:09 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). Tónleikar: Lög úr kvikmyndum, Tilkynningar. Veðurfregnir. w Fréttir Um daginn og veglnn (Vigntr Guðmundsson blaðamaður). Einsöngur: Sigurveig Hjaltested syngur. Ferðaþáttur frá Lúxemborg — Einar M. Jónsson rithöfundur. Tónleikar: Konsert fyrir hom og hljómsveit op. 91 eftir Glíer (V. V. Polek og Bolshoj-leikhús- hljómsveitin í Moskvu leika; Reinhold Glíer stjórnar), Utvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds- son; XVII. (Höfundur les), Fréttir og veðurfregnir. Kammertónlist frá ,JTuits d« Sceaux“ tónlistarhátíðinni i Frakklandi í júní sA. (Jean- Pierre Rampal leikur á flautu Pierre Pierlot á óbó, Paul Hongne á fagott, Robert Gendre á fiðlu og Robert Veyron-Lacroix á sembal): a) Sónata í D-dúr fyrir fiðlu og sembal eftir Leclair. b) Tríó í G-dúr fyrir flautu, fiðlu og sembal eftir Mondonville. c) „La Steinkerque", sónata fyr- ir flautu, óbó, fagott og sem- bal eftir Couperin. d) Konsert í e-moll fyrir flautu, óbó, fagott, fiðlu og sembal eftir Boismortier. Dagskrárlok. briðjudagur 10. október Morgunútvarp (Bæn: Séra Oskar J. Þorláksson. — 8:05 TónleikaP, — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikairv — 10:10 Veðurfregnir). Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). Utvarp frá setningu Alþingisr a) Guðsþj ónusta í Dómkirkjunnt Prestur: Séra Jón Auðuns, dómprófastur. Organleikari: Dr. Páll Isólfsson), b) I>ingsetning. Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:0ð Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurf regnir). Þingfréttir. — Tónleikair. Tilkynningar. Veðurfregnir. Fréttir Tónleikar: Sinfónískir dansar nr, 1 og 3 op. 64 eftir Grieg (Sin- fóníuhljómsveitin 1 Bamberg leikur; Fritz Lehmann stjómar), Aldarminning norska landkönn- uðarins og minnvinarins Frið- þjófs Nansens. — Vilhjálmurr I*, Gíslason útvarpsstjóri tekur dag- skrána saman. Hljómsveitarlög úr óperum eftir Wagner: Cleveland hljómsveitin leikur „Valkyrjureiðina“ og Sorgargöngu Siegfrieds**; George Szell stjórnar. Ur ýmsum áttum (Ævar. R. Kvar an leikari). „I skógum og á heiðum'*: Þýzk þjóðlagasyrpa í útsetningu eftir Conny Odd, sungin og leikin a£ þarlendu7 listafólki. Iþróttir (Sigurður Sigurðsson), Fréttir og veðurfregnir. Lög unga fólksins (Guðrún Asn mundsdó ttir), Dagskrárlok. ’ ' ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.