Morgunblaðið - 08.10.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. okt. 1961 tripsí#W»i$> Cftgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. AUSTRÆN INNRÁS í ÍSLAND Cumum íslendingum hefur ^ gengið furðulega illa að skilja, að í heiminum í dag eigast við tvö öfl, annars- vegar ofbeldis- og yfirgangs- stefna kommúnismans og hinsvegar þeir, sem ekki vilja una kúgun og staðráðn ir eru í að verja frelsi sitt. Heimskommúnisminn dregur enga dul á, að takmark hans sé undirokun allrar heims- byggðarinnar og til að ná því takmarki telur hann heimilt og raunar sjálfsagt að beita hverjum þeim ráð- um sem tiltæk eru. Samkvæmt yfirlýsingum og kennisetningum kommún- ista sjálfra mundu þeir heyja heimsstyrjöld til að koma kommúnism^ á í þeim ríkj- um, sem búa við annað stjórnkerfi, ef þeir treystu sér til þess án þess að gjalda óbætanlegt afhroð. Það er þess vegna varnarmáttur lýðræðisþjóða einn, sem fram að þessu hefur komið í veg fyrir að ný styrjöld, sem yrði að alheimsátökum, brytist út. Hinsvegar hafa kommúnistar hvað eftir ann- að beitt vopnum á takmörk- uðum landssvæðum til þess að reyna að leggja undir sig eitt þjóðlandið af öðru. En ekki er ætlunin að rekja þá sögu hér. Innrásir af öðrum toga spunnar hafa þeir gert í flest þjóðlönd, en óvíða þó lagt sig jafnmikið fram og hér- lendis. Austur í Moskvu eru lögð á ráðin um starfsemi 5. herdeildar innan lýðræðis- ríkjanna. Þangað er stefnt þeim mönnum, sem Kreml telur bezt treystandi til að svíkja þjóð sína á vald hinna austrænu heimsvaldasinna. Þar eru þeim kenndir klæk- irnir og fyrirskipanir gefnar. Þessir svikarar við þjóð sína eru síðan vopnaðir nær takmarkalausu fjármagni og sendir til baka til starfa í heimalöndum sínum. Svo lengi hefur þessi' manngerð stundað iðju sína hérlendis, að íslendingar ættu að vera farnir að þekkja hana. RÚBLAN TVTafnið sem íslenzkur al- ’ menningur hefur gefið höll þeirri, sem kommúnist- ar hafa byggt við Laugaveg, Rúblan, sýnir líka, að íslend ingum er fullljóst, hvaðan fjármagn kommúnista kem- ur. Það er þó ekki eingöngu til að byggja Rúbluna, sem íslenzkir kommúnistar hafa fengið fé austan úr Rúss- landi. Enginn efi er á því, að1 hinn gífurlegi fjáraustur svonefndra „samtaka her- námsandstæðinga“ á rætur sínar að rekja til sömu auðs- uppsprettunnar. • Sjálfsagt taka hinir sann- trúuðu kommúnistar, sem á mála eru hjá Moskvuvald- inu, á móti þessum fjárstuðn ingi með glöðu hjarta og góðri samvizku. Þeir helga sig starfi að framgangi þeirr ar „hugsjónar“ að svíkja þjóð sína á klafa ofbeldis og kúgunar. Hitt er furðulegt, að finnast skuli lýðræðis- sinnaðir menn, sem brosandi skrifa upp á kvittunina til Krúsjeffs, að til skuli vera þeir íslenzkir rithöfundar, sem í öðru orðinu afneita kommúnisma, en í hinu ját- ast undir forsjá Moskvu- valdsins, er þeir starfa fyrir útgáfufélag þess, sem nefnir sig Mál og menningu. Sumir þeirra manna, sem upp á rita siðferðisvottorð fyrir Kreml, telja sig vera hlutlausa og gæta hlutleysis- ins með þátttöku í „Samtök- um hernámsandstæðinga“ og störfum fyrir útgáfufélag kommúnista. Vart verður þeim þó ætluð sú fávizka að þeir geri sér ekki grein fyrir því að takmark þeirra manna, sem skipulagt hafa þessi samtök og ráða þeim, er eitt og aðeins eitt: að beita þeim í þágu heims- kommúnismans, eins og þeir líka rækilega hafa gert. VILJA ÞEIR ÞETTA? Þjóðviljanum fyrir nokkr- um dögum skrifaði mað- ur með íslenzku nafni, Guð- mundur Ágústsson, grein frá Austur-Berlín. Hann lofsyng- ur þjóðarfangelsun Austur- Þjóðverja og lýsir henni m. a. með þessum orðum: „Þó er metið meira af ráð- andi mönnum hér, að vinnu- krafturinn hverfur ekki í vinnu til kapitalistanna vestan megin og að áætlun- in verður ekki fyrir rösk- un . Þessi orð birtir Magnús Kjartansson, ritstjóri, að von um með mestu velþóknun. Fyrir austan hefur draum- urinn rætzt. Þjóðin er lokuð inni í gaddavírsgirðingu til þess að „vinnukrafturinn hverfi ekki úr landi“, til þess að „áætlunin verði ekki fyr- ir röskun“. Maðurinn skiptir engu máli í ríki kommúnismans. Það er „áætlunin“, sem ekki «má raska og mannfólkið er FYRIR skömmu kom yfirmaður loftvarna Japans, Minoru Genda hershöfðingi, í heim- sókn til Bretlands. — Á fundi með blaða- mönnum í Lundúnum rifjaði hann það upp, að hann hefði átt sinn þátt í að undirbúa hina fyrirvaralausu árás á flotastöð Banda- ríkjanna í Pearl Harbor — sem var gerð án undangenginnar stríðsyfirlýsingar og oft er vitnað til s^m eins hins svívirðilegasta glæps sögunnar. — * — Fréttamönnum hnykkti því við, þegar Genda bætti því við, að hann hefði „ekk- ert samvizkubit“ vegna þessarar hrottalegu árásar. Þegar hershöfðinginn sá furðusvip- inn á fréttamönnunum, glotti hann og bætti við: — Ja, reyndar er það ekki alveg-rétt — ég sá eftir því, að við' skyldum aðeins gera eina árás. Við hefðum átt að ráðast á Pearl Harbor aftur og aftur! Eftir að Genda var kominn heim til Japans, var gefin út opinber tilkynning á vegum ríkisstjórnarinnar vegna fyrrgreindra ummæla hans. Sagði þar, að hann hefði „aðeins látið í ljós sína persónulegu skoðun, sem atvinnuhermaður“. GENDA: — „Ekkert samvizkubit" vegna Pearl Harbor. Svo bregðast krosstré.... S V O bregðast krosstré sem önnur tré. Hjónbönd Holly- wood-leikara þykja æði ó- traust, eins og kunnugt er og oft er til vitnað — en þar eru þó nokkur „pör“, sem talin hafa verið ónæm fyrir „skilnaðar-sýklinum“. í þeim hópi hafa t.d. talizt þau José Ferrer og Rosemary Clooney, sem hætti kvik- myndaleik til þess að helga sig manni sínum og heimilL Nú er hjónaband þeirra kom ið í flokk hinna misheppn- uðu. — ★ — í>au höfðu verið gift í 8 ár Ferrer-fjölkyldan — heimilis hamingjan reyndist byggð á sandi . . . heimilislífið virtist vera hið ánægjulegasta í alla staði. Jafnvel nánustu kunningjar þeirra urðu sem þrumu lostn ir, er þeir heyrðu, að Rose- mary hefði sótt um skilnað frá José. En dag nokkurn í september gekk Roosemary á fund hins fræga „skilnað- arsérfræðings" Hollywood, Jerry Gieslers, og tjáði hon- um döpur, að hún sæi sig tilneydda að sækja um skiin- að frá manni sínum — vegna „grimmdarlegrar framkomu“ hans við sig. — Ég veit, að allir vinir okkar verða furðu lostnir yf- ir þessum tíðindum, kjökraði Rosemary, — en þetta er engin skyndiákvörðun af minni hálfu. Við Joe höfum alltaf haft gjörólíkar skoðan- ir á næstum öllum efnum — og ég tel, að þetta sé skársta lausnin, a.m.k. fyrir börn- in.... u aðeins „vinnukraftur“. Það á að vera dráttardýr hins kommúníska þjóðskipulags. Er það þetta fyrirkomulag, sem þeir verkalýðsleiðtogar vilja innleiða á íslandi, sem nú berjast við hlið kommún- ista. Er það þetta ástand, sem þeir sakleysingjar vilja leiða yfir íslenzka alþýðu, sem skrifa upp á siðferðis- vottorðið fyrir Kremlverja og styrkja þá á þann hátt í þeirri trú, að þeim sé óhætt að beita hvers kyns ofbeldi, því að lýðræðissinnar hafi ekki manndóm til að standa gegn ofríkinu. Nú vilja Rússar 5 NEW YORK, 30. sept. — Ráð- stjómin mun hafa gert nýja til- lögu um endurskipulagningu yfir stjórnar Sameinuðu þjóðanna. Haft er eftir góðum heimildum, að nú vilji Rússar, að fram- kvæmdastjórn verði fimm manna ráð. Vesturveldin hafa ekki fall izt á neina breytingu og m.a. mót mælt harðlega, að neitunarvald yrði fengið meðlimum slíks fram kvæmdaráðs. Rússar segjast nú hafa horfið frá neitunarvaldinu, en í nýju tillögunni segja þeir, að allir fimrn meðlimir ráðsins verði að vera sammála um allar framkvæmdir. Bandaríkjamenn hafa svarað því tfl, að ekki sé hægt að sjá annað en þar sé um dulbúið neitunarvald að ræða — og vísa þeir þessari tillögu á bug sem hinum fyrri. Viðbúnaður í Katanga Brussel, 4. okt. — Innanrikisráðherrann í Katanga sagði í viðtali við belgísku frétta stofuna í dag, að Katanga mundi grípa til vopna, ef S.Þ. ryfu vopna hléð. Sagði hann, að 150 þús. manns væru undir vopnuim f Katanga, þriðjungurinn hefði vopn og hergögn af fullkomnustu gerð. Ríkisstjórnin hefur gert ýmsar ráðstafanir og er við öllu búin. — f annarri frétt segir, að talsmaður S.Þ. í Leopoldville hafi tilkynnt í dag, að 15 hermenn S.Þ. hafi verið drepnir, 69 særzt og 160 teknir til fanga í átökun um 1 Kongó'í síðasta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.