Morgunblaðið - 08.10.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.10.1961, Blaðsíða 13
í Sunnudagur 8. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Frá afmælishátíð Háskóla íslands kun, var um það skrifað, að hún væri svo við vöxt, að hún yrði sennilega ekki fullnýtt fyrr en eftir 5—600 ár. Nú er hún þegar fyrir nokkrum árum orð- in of lítiL 1 þessu sem öðru verðum við að sníða okkur stakk eftir vexti og gæta þess þó ætíð að mennta æskulýðinn svo, að íslendingar standi engum að baki. Það á ekki við um háskólamenn eina, heldur alla þjóðina. Dr. Magnús heitinn Jónsson, prófesor, komst einu sinni að orði eitthvað á þá leið, að sökum fámennis væri fátt, sem við gætum keppt við aðrar þjóðir í, en þó væri það eitt: Það að láta hvern einstak- an íslending verða betur mennt aðan en hver einstakur annarr- ar þjóðar maður er. Þetta er mark, sem aldrei ætti að hvika frá. í þeirri sókn eru íslenzkir stúdentar forverðir. Háskólinn hefur með starfi sínu lyft allri íslenzku þjóðinni, og þá ekki sízt gert Reykjavík að betri og menningarríkari bæ en hún áð- ur var. REYKJAVÍKURBRÉF —————————-Laugardagiir 7. okt.—————————— Alþingi kemur saman Alþingi kemur saman til reglulegra funda þriðjudaginn hinn 10. október. Afgreiðsla fjárlaga, efnahagsmálin og að- ild islendinga að Efnahags- bandalagi Evrópu verða meðal aðalviðfangsefna þess. Ennfrem- ur er vitað, að ríkisstjórnin hefur í undirbúningi lagafrum- vörp um margháttuð efni, sem lögð verða fyrir þingið ýmist þegar í stað eða svo fljótt sem unnt er. Ef að líkum lætur, verður hart deilt um efnahagsmálin, svo ófriðlega sem stjórnarand- stæðingar hafa látið út af þeim. Undir niðri vita þó allir, að þar eiga stjórnarandstæðingar sjálf- ir, en ekki ríkisstjórnin sök á því, sem aflaga hefur farið. — Þegar kommúnistar og forystu- menn SÍS gerðu svikasamninga sína í sumar, vissu þeir ofur- vel, að þeir voru í raun og veru að fella gengi íslenzku krónunnar. Tilgangur þeirra var sá að efna til glundroða og sýna fram á, að ekki væri hægt að stjóma landinu án þeirra atbeina. Þeim væri sæmst að hætta nú þessum Ijóta leik og reyna í þess stað að fara þær leiðir, sem raunverulega geta bætt kjör almennings. Ekki myndi standa á ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar um samkomulag þess efnis. Ef allir bæru gæfu til að leita slíkrar lausnar, mundi þessa Alþingis lengi minnzt að góðu. Landsfundur S j álf stæðismanna f' Nokkrum dögum eftir að Al- þingi kemur saman, þ.e. föstu- daginn hinn 19. október, verður Landsfundur Sjálfstæðismanna settur. Ráðgert er að hann standi fram á sunnudag hinn 22. Fregnir berast af því víðs- vegar að Sjálfstæðismenn hyggi að fjölmenna á þennan fund sinn. Ætlunin er að samþykkja þar endanlega breytingar á flokksreglunum, sem nauðsyn- legar eru vegna hinnar nýju kjördæmaskipunar. Fyrir síð- ustu þingkosningar var unað viá bráðabirgðareglur, sem þá fékkst reynsla af. í fyrra var frumvarp að hinum nýju regl- um rætt á formannaráðstefnu. Síðan hefur það verið til at- hugunar hjá flokksfélögum víðs vegar um landið. Breytingarnar hafa því hlotið mjög góðan und irbúning og fá sennilega greiða afgreiðslu á Landsfundinum. Þá verður þar eins og venjulega rætt um stjórnmálaástandið í heild, og munu ráðherrar flokksins gera grein fyrir störf-. um ríkisstjórnarinnar og við- horfum nú. Svo mikið sem í húfi er, að vel takist á næstu misserum, má ætla, að trúnað- armenn flokksins hvaðanæva múni láta uppi skoðanir sínar á fundinum og taka þátt í að marka stefnuna. Afmæli Háskóla Islands Háskóli íslands heldur þessa dagana upp á 50 ára afmæli sitt með miklum glæsibrag. — Stofnun innlends háskóla var á sínum tíma eitt mesta sjálf- staeðismál þjóðarinnar. Benedikt Sveinsson, sýslumaður, Þorbjörg Sveinsdóttir, ljósmóðir, systir hans, og frænka þeirra, Ólafía Jóhannsdóttir, áttu manna mest an þátt í að vekja áhuga al- mennings á málinu. En lengi ! var við ramman reip að draga. Jafnvel frumvarp um inn- lendan lagaskóla fékkst ekki staðfest fyrr en íslen?kur ráð- herra hafði tekið við völdum. Áherzlan, sem íslendingar lögðu á setningu lagaskóla-laganna, sést af því, að þau voru fyrstu lögin, sem íslenzkur ráðherra ritaði undir ásamt konungi næst á eftir lögunum um ábyrgð ráðherra íslands. Eftir að laga- skóli var kominn á stofn, gátu flestir embættismenn lokið námi sínu innanlands. Presta- skóli hafði verið settur 1847 — áður hafði stúdentspróf ver- ið látið nægja til prests- vígslu. Og læknaskóli var stofn- aður 1876, þ.e. strax eftir að Alþingi fékk löggjafarvald; áð- ur hafði landlæknir um skeið haldið uppi læknakennslu og útskrifað kandidata. Háskólinn var stofnaður með lögum 1909 og tók til starfa 17. júní 1911. I fyrstu mátti segja, að hann væri einkum samein- ing embættaskólanna þriggja, og var þó kennslu í heimspeki og norrænum fræðum þegar bætt við. Ótrúlegt en samt satt Þegar menn nú hugleiða þá þýðingu, sem Háskólinn hefur haft, virðist það ótrúlegt en er samt satt, að sumum greindum °g gegnum mönnum óaði við stofnun hans. Þeir óttuðust, að með því móti mundi íslenzk menning einangrast um of, enda Reykjavík ekki hafa þroska til að vera háskólabær. Því verður ekki neitað, að ís- lendingar sóttu margt gott til Hafnarháskóla og ,margir öðluð- ust meiri víðsýni við veru sína þar. En margur fór þar einnig í hundana vegna þess að hann rótslitnaði í annarlegu um- hverfi. Og jafnvel þótt svo illa færi ekki, urðu of margir hvorki sjálfum sér né þjóð sinni að því gagni sem efni höfðu staðið til. í Kaupmannahöfn eru marg ir „íslenzkir" sögustaðir, ekki sízt vegna dvalar íslenzkra stúdenta þar öldum saman. — Engu að síður samlöguðust fæst ir íslendingar dönsku þjóðlífi né lærðu af Dönum það, sem bezt hefði mátt af þeim læra. íslenzkir stúdentar héldu hóp- inn og einangruðust, að nokkru vegna þess að þeir áttu við mjög kröpp kjör að búa, en einnig vegna þess að þeir töldu sig vera útlaga í framandi landi. Hafnar úr gufu hér heim allir girnumst vér, * þig þekka að sjá, glepur oss glaumurinn ginnir oss sollurinn, hlær að oss heimskinginn Hafnarslóð á. Svo kvað Bjarni Thorarensen fyrir meira en 150 árum. Átti hann þó, sökum ættar sinnar, meira athvarf hjá mætum mönn um í Kaupmannahöfn en flestir aðrir. Það var ekki fyrr en öll- um nauðungartengslum, m.a. um háskólanám, var slitið, að íslendingar lærðu til fulls að meta danska menningu. Hér sem ella vekur frelsið skilning og vinarhug en þvingun magnaði andúð og kala. Vöxtur og áhrif Háskólans Þegar Háskólinn tók til starfa voru íbúar Reykjavíkur ein- ungis um 12 þúsundir og hér vantaði að sjálfsögðu margar þær menntastofnamr, sem tíð- ast eru í háskólabæjum. íbúun- um hefur fjölgað og á þessum 50 árum hefur verið aflað margs, sem áður var ekki fyrir hendi. Enn er þó flestu ábóta- vant og lengst af hljótum við að sækja ýmiss konar sérfræði- nám til annarra landa. Engu að síður miðar í rétta átt. Háskólabyggingin er aðeins liðlega 20 ára gömul. Um það bil, sem hún var tekin í not- Heimsókn Jörgen Jörgensen Þessa dagana heimsækja márg ir úrvalsmenn ísland vegna Háskólahátíðarinnar. Allir eru þeir velkomnir, enda hingað komnir langa leið til að heiðra æðstu menntastofnun okkar. — Einn er þó sá, sem öðrum frem- ur er aufúsugestur og er þó ekki kominn sérstaklega vegna afmælis Háskólans þótt hann kysi að vera staddur við af- mælishátíð hans. Það er Jörgen Jörgensen, fyrrverandi mennta- málaráðherra í Danmörku. — Hann er boðinn hingað af ríkis- stjórn Islands, en er eins og raun ber vitni betur séður einnig af háskólamönnum en nokkur ann- ar gestur. í grein, sem dr. phil. Roar Skovmand skrifar í Poli- tiken 8. septemlier sl. um Jörg- en Jörgensen, harmar hann að Jörgensen hafi beðið ómaklegan ósigur í hj.artans máli sínu, að senda handritin heim til ís- lands. Islendingar telja ekki, að Jörgen Jörgensen hafi beðið ó- sigur í þessu, máli. I fyrsta lagi erum við sannfærðir rnn, að hann hafi tryggt að handritin komi heim. Þó að á því verði nokkurra ára bið, teljum við það ekki skipta ýkja miklu máli. Við erum biðinni vanir og metum aðgerðir Jörgen Jörg- ensens og annarra víðsýnna for- ystumanna Dana því meira sem þeir eiga við meiri þvermóðsku og þröngsýni að etja í heima- landi sínu. En umfram allt' ber að hafa í huga, að þótt hand- ritin sjálf séu ómetanleg, þá eru þau, eins og nú háttar til um vísindalega tækni, einkum minjagripir og ímynd eða tákn. Þau eru ímynd um forna frægð íslenzku þjóðarinnar, en þau verða héðan í frá tákn um sannan vinarhug Dana til ís- lendinga. Jörgen Jörgensen hef- ur öðrum fremur tengt nafn sitt við þetta tákn, tákn ævar- andi vináttu hinna tveggja bræðraþjóða. Með því hefur hann í hjörtum íslendinga unnið sigur, sem ekki mun skjótlega gleymást á sögueýnni. „Fastur áfangastaður44 Þjóðviljinn segir frá því sl. fimmtudag, að forseti Kúbu hafi komið við á Keflavíkurflugvelli á leið heim frá Moskvu. Síðan segir, að blaðamaður og ljós- myndari Þjóðviljans hafi feng- ið tækifæri til að ræða stutta stund við forsetann og taka myndir af honum, meðan hann beið eftir því á Vallarhótelinu að flugvél hans væri ferðbúin aftur. „Greinileg þreytumerki voru á forsetanum ^ftir hið mikla og stranga ferðalag og varð viðtalið því styttra en efni hefðu staðið til“, segir Þjóðvilj- inn og þykir augsýnilega leitt að svo skyldi fara, en kemur þó þessu að: „Á það var minnzt að ísland væri orðið nær fastur áfanga- staður á leiðinni frá Sovétríkj- unum til Kúbu, og hefðu tignir gestir áður komið hingað á þeirri leið, þeir Mikojan og Gagarín og var spurt, hvort þetta gæti ekki leitt til auk- inna samskipta eyþjóðanna tveggja. Því svaraði forsetinn á þá leið, að Kúbumenn vildu hafa sem nánasta og bezta sam- vinnu við allar þjóðir og ætti það einnig við um Islendinga". Ekki er um að villast, að Þjóðviljanum hefur fundizt þreytan valda því, að forsetinn skyldi svara þessu svo stuttara- lega. Kommúnistum hér er ber- sýnilega mikið í mun að auka „samskipti eyþjóðanna tveggja“. Ástæðan er augljós. Þeir vona, að vaxandi áhrif sovétstjórnar- innar á Kúbu megi verða Is- lendingum til fyrirmyndar. Er þá hollt að minnast þess, að þegar Castro náði völdum heit- strengdi hann að efna skjótlega til almennra kosninga í land- inu. Það loforð hefur hann ekki efnt fremur en mörg önnur. Á sl. vetri gaf hann þá skýringu, að hann hefði öðru að sinna en því að láta almennar kosningar fara fram. Hann hefur sem sé ekki enn treyst sér til að leita á lýðræðislegan hátt stuðnings þjóðar sinnar, sem hann hefur hrifsað alræðisvald yfir. Það eru „aukin samskipti“ við slíka menn, sem Þjóðviljinn sækist eftir. Athyglisverður fundur Fundur Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, sem haldinn var nú í vikunni, er harla athyglisverð ur. Fjöldi æskumanna sótti fundinn og ræður héldu þrír forystumenn lýðræðisflokkanna, Emil Jónsson, Jóhann Hafstein og Ólafur Jóhannesson. — Allir töluðu þeir um nauðsyn þess að efla aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu. Eftir Ólafi Jó- hannessyni hefur Tíminn m.a.: „Því bæri að fanga stofnun Varðbergs, þar sem ungir menn úr ölilum lýðræðisflokkunum taka höndum saman-------, Ól- afur taldi, að allir lýðræðis- flokkarnir ættu að hafa sem nánasta samvinnu sín á milli um utanríkismálin, þótt greindi á um stefnuna innanlands. — Kvaðst Ólafur vona, að lýð- ræðissinnar -findu það ætíð, að það væri fleira og mikilsverð- ara, sem tengdi þá saman en skildi þá að“. Mjög kveður hér við annan tón en oft áður hjá Framsókn- armönnum, ekki sízt í Tíman- um. Þar hefur löngum verið reynt að nota utanríkismálin til að kljúfa á milli lýðræðissinna. Þj óðviljinn bregst og hið versta við þátttöku Framsóknarmanna í starfi Varðbergs, þykist aug- sjáanlega illa svikinn af sínum nánustu bandamönnum, og seg- ir: „Tíminn er að einu leyti ákaf lega spennandi blað. Sá eigin- leiki kemur að vísu ekki fram í skrifum þess sem eru ýmist þyrkingsleg eða andlega snauð, en hann er í staðinn við það bundinn, hver sé afstaða blaðs- ins til hernámsins frá degi til dags. Ýmist lýsir það fyllstu andstöðu við hernámsstefnuna eða syngpr henni hástöfum lof. Framhald á bls. 14. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.