Morgunblaðið - 11.10.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.10.1961, Qupperneq 10
10 MORGVTShL AÐIÐ Miðvikudagur 11. okt. 1961 Kennedy forseti og „eldhúsráðuneytr hans ENGUM kemur víst ann- að til hugar en forseti Bandaríkjanna (sem gegn- ir einhverju valdamesta embætti í heimi) hafi nokkurn veginn nóg að gera. Hins vegar er 'eng- in von til, að þeir, sem fjarri standa, geri sér þess nokkra grein, hvílíkt ógn- arstarf það í raun og veru er að gegna forsetaem- bættinu svo vel sé — enda tala sumir nákomnir Kennedy forseta oft um það, að hann virðist starfa bókstaflega allan sólar- hringinn. — Þeir, sem hafa tilhneigingu til að setja allt upp í skýrslu- form, segja sumir, að Bandaríkjaforseti þurfi á degi hverjum að meðal- tali að taka ákvarðanir í 30 mikilvægum málum — og er þá miðað við „venju lega“ tíma. Má því ætla, að síðustu mánuðina hafi þessi áætlun reynzt of lág, hvað Kennedy viðkemur. — ★ - Það, að hann virðist þrátt fyrir allt koma öllum þess- um ósköpum í verk, má víst fyrst og fremst þakka því, sem í Bandaríkjunum er í daglegu tali nefnt „eldhúsráðuneyti“ hans — hóp persónulegra ráð- gjafa, sérfræðin<ga á ýmsum sviðum, sem tiltölulega lítið ber á i opinberu lífi, en hafa hins vegar bak við tjöldin ó- hemjumikil áhrif á stjórnar- stefnu Bandaríkjanna, og þar með á allan gang heimsmál- anna. • „Halló, það er forsetinni!‘' Eisenhower, fyrirrennari Kennedys í forsetastóli, hafði einnig sitt „eldhúsráðuneyti", en það var þó talið hafa tiltölu lega litla þýðingu. Eisen- hower kaus fremur að vísa vandamálum þeim, sem hann fékk til úrlausnar, til hinna ýmsu stjórnarnefnda, — og síð an tók hann sínar ákvarðanir að meira eða minna leyti á grundvelli álitsgerða nefnd- anna. Þetta þótti Kennedy og fleirum valda seinagangi í stjórnarstörfunum — en hann hefir fyrst Og. fremst keppt að því, að allir starfskraftar nýt- ist sem bezt og stjórnarstörf- in megi þannig ganga sem lið- legast Og fljótast. Kennedy hefir leyst upp nær 60 ráðgjafarnefndir, sem störf uðu á stjórnarárum Eisenhow- ers — og hann kvað ekki hafa leitað mikið ráða hjá þeim, sem eftir eru. Kennedy kýs heldur að snúa sér beint til einhvers einstaklings, sem hef- ir þekkingu á því máli, sem um er að ræða hverju sinni, en að leggja það fyrir nefnd, sem síðan ræðir það fram og aftur — og sendir kannski ekki frá sér álit fyrr en eftir dúk og disk. Hann fær orð fyr- ir að vera maður hinna skjótu ákvarðana (gagnrýnendur hans segja gjarna að hann sé skjótráður um Of). — Síðan Kennedy tók við völdum, get ur hvaða embættismaður í Washington sem er átt von á því, að síminn hringi hvenær sem er — og rödd með sker- andi Boston-hreim segi: — Halló, — það er forsetinn. • Hver er áhrifamestur? En fyrst og fremst leitar Kennedy þó ráða hjá hinum persónulegu ráðgjöfum sínum — „eldhúsráðuneytinu“. Þetta hugtak er engan veg- inn nýtt í bandarískum stjórn- málum. Það var fyrst notað á timum Andrew Jacksons, sem varð forseti fyrir rúm- lega 130 árum. — Hann hafði sér til ráðuneytis hóp útval- inna blaðamanna, sem áttu að- gang að forsetabústaðnum um eldhúsdyra-innganginn. Þar af kemur nafnið, „eldhúsráðu- neytið“. Annar forseti, sem mjög notfærði sér slíkt „ráðu- neyti“, var Franklin D. Roosevelt. — Það er svo skemmtileg tilviljun, að einn af meðlimum „eldhúsráðu- neytis" Kennedys, sagnfræð- ingurinn Arthur Schlesinger, hefir ritað sögu Jacksons for- seta — og er nú að vinna að miklu verki um Roosevelt. — En Kennedy hefir fleiri „bein og óbein“ sambönd við Roose- velt — og margir telja m. a.s., að Roosevelt sé aðalfyrir- mynd hans í embætti. Þannig var t. d. farandsendiherra Kennedys, Averell Harriman, einn af nánustu trúnaðarmönn um Roosevelts heitins á sínum tíma. Annars má segja, að það, sem mest einkenni ráðgjafa- sveit Kennedy , sé hve ungir þeir eru, sem hana fylla. Flest- ir þeirra eru enn yngri en for- setinn sjálfur (sem nú er 44 ára). Hver þeirra er áhrifa- mestur? Það er umdeilt. Senni lega er ekki heldur unnt að gefa nei-tt almennt endanlegt svar við þeirria spurningu. Mennirnir eru sérfræðingar, hver á sínu sviði — og því getur einn haft mest áhrif í úag, og annar á morgun, allt eftir því, um hvaða mál er fjallað hverju sinni. • Hugmynd á hálfrar mínútu fresti Þegar Kennedy var í Vín- arborg í vor, sem leið, til þess að ræða við Krúsjeff, hafði hann einn fulltrúa úr „eldhús- ráðuneytinu" sér við hlið — hinn 42 ára gamla McGeorge Bundy. Hvort hann telst öðr- um æðri í þessu „skuggaráðu- neyti“ Bandaríkjaforseta, skal hins vegar ósagt látið — en opinber' titill hans er: Sér- legur ráðgjafi forsetans um öryggismál þjóðarinnar. Margir telja Bundy líka fremsta ráðgjafa Kennedys um mál, er sérstaklega varða ut- anríkis- og varnarmál (síðustu mánuðina verður þó einnig að reikna með Maxwell Taylor hershöfðingja á þessu sviði — sbr. síðar). Bundy er stærð- fræðingur að menntun, var m. a. á sínum tíma deildar- forseti við hinn fræga Harvard háskóla í Boston — en margir segja nú í gamni (og nokk- urri alvöru), að þessi elzti háskóli Bandaríkjanna stjórni nú landinu. Kennedy er sjálfur Harvard-maður og hefir valið sér marga „skólabræður" að ráðgjöfum.). — En hvað Bundy viðvíkur, þá er hann alls ekki „nýr af nálinni" á stjórnarsviðinu í Bandaríkjunum, ef svo mætti segja. Hann var t. d. einn af sérfræðingum Trumans-stjórn arinnar. í þann tíð voru hon- um falin mörg mikilvæg verk- efni af þáverandi utanríkis- ráðherra, Dean Acheson — en hann er nú tengdafaðir Bund- ys. Acheson sjálfur er líka einn af nánustu ráðgjöfum Kennedys nú. Ekki svo mjög að því er hin daglegu stjórn- arstörf varðar, heldur er hans meginhlutverk að gera áætl- anir um frambúðarlausn hinna mikilvægustu mála á sviði ut- anríkisþjónustunnar. En svo við víkjum aftur að Bundy, sem margir hafa löng- um talið eitt stærsta nafnið í „eldhúsráðuneyti" forsetans, þá má geta þess, að hann er oftast nær viðstaddur, ásamt Dean Rusk, utanríkisráðherra, þegar Kennedy ræðir mikil- væg mál við erlenda leiðtoga — og virðist fréttamönnum, að rödd hans sé þá engu síður heyrð og talin þung á metun- um en álit Rusks. — Það er líka svo, að Bundy hefir al- mennt verið nefndur „forsæt- isráðherra eldhúsráðuneytis- ins“. — Staðgengil hefir hann — hinn 44 ára gamla Walt Whitman Rostow, sem einnig er frá Boston. Hann er ann- ars prófessor í þróun efna- hagsmála við hinn fræga há- skóla „Massachusetts Institute Of Technology". — Hafa hinar fjölmörgu ritgerðir Rostows um efnahagsleg vandamál hinna vanþróuðu landa vakið mikla athygli — og eru t. d. taldar undirstöðuatriði á því sviði í Indlandi og víðar. — Kunningjar Rostows hafa sagt um hann: — Hann fær nýja hugmynd á hálfrar mínútu fresti! • Mikil sveit og merk Hvort unnt er að segja nokk uð um það, hver eða hverjir eru hinir æðstu í „eldhúsráðu- neyti“ Kennedys, skal ekkert fullyrt hér. Hins vegar er vit- að, að hvers konar mál, er varða utanríkis- og efnahags- mál og leggja skal fyrir for- setann, koma fyrst í hendur þeirra Bundys og Rostows. Þeir athuga erindin, taka af- stöðu til þess, hvort leggja beri þau fyrir forsetann — og gera sínar athugasemdir og breytingartillögur, ef þeim sýnist svo. Að því er innanlandsmál varðar, er hinn 32 ára gamli, danskættaði Theodore—Sören- sen talinn einn áhrifamesti ráð gjafi forsetans. — Sörensen og hinn 44 ára gamli staðgeng- ill hans, Mike Feldman, eru báðir málfærslumenn að menntun — með löggjafarmál að sérgrein. Starf þeirra er einkum á því sviði, er snýr að samstarfi forsetans og þjóð- þingsins — og samstarfi hinna einstöku stjórnardeilda ráðu- neytisins. Meðal hinna áhrifamestu i ráðgjafasveit Kennedys er og hinn 36 ára gamli Kenneth O'Donnel, sem ber titilinn dag- skrárritari forsetans. — Enda þótt nafn hans megi heita ó- þekkt á Opinberum vettvangi, er hann sá af meðlimum „eld- húsráðuneytisins", sem hefir nánust persónuleg tengsl við forsetann. Hann fjallar á ein- hvern hátt um allar heimsókn- ir og öll erindi til forsetans — og það er hann, sem fremur öllum öðrum skipuleggur dag- inn fyrir Kennedy. „Fjármálaráðherra“ þessa sérstæða „ráðuneytis" er David E. Bell, prófessor í stjórnarfarsrétti. Hann kvað hafa einstæðan minnisheila, svo að samstarfsmenn hans standa oft algerlega á gati, þegar Bell lætur ljós sitt skína, að því er varðar ýmis einstök atriði mála — sem enginn ann ar hefir getað lagt á minnið. Þegar um er að ræða efna- hagsleg vandamál, þá finnur rödd Walters Wolfgangs Hellers, oddvita efnahagssér- fræðinga forsetaembættisins, fyrst og fremst hljómgrunn hjá Kennedy — og að því er hermál varðar, er Paul Nitze, vara-varnarmálaráðherra, sá sérfræðingur, sem Kennedy ljær eyra fremur flestum öðr- um. — Nitze, sem nú er 53 ára, er einn hinna elztu, sem Kennedy hefir valið sér til ráðuneytis. Hann er reyndar enginn nýgræðingur í banda- rískum stjórnmálum. Á stjórn arárum Trumans var Nitze t.d. Framhald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.