Morgunblaðið - 11.10.1961, Page 20

Morgunblaðið - 11.10.1961, Page 20
20 MORGV TS BL AÐIÐ Miðvikudagur 11. okt. 196i Dorothy Quentin: Þöfll aey Skáldsaga Heldurðu, að þú réðir betur við það, ef Laurier bættist við sjúkrahúsið þitt? spurði hún reiði lega. Þá fengi ég mér almennilegan ráðsmann, flýtti hann sér að svara, og landstjórinn hefur lof- aö mér viðbótar-fjárveitingu til sjúkrahússins. Og sem betur fer, þá þarf ég ekki að sinna öllum þessum tuttugu þúsund sjúkling um í einu! í dgg hef ég haft mik ið að gera, því að ég fékk send- ingu af bóluefni með skipinu, sem þú komst með. Færðu aldrei frí? Hann yppti öxlum. Flestir læknar mundu telja læknisem- bætti á Þögluey, eintómt frí. Nú stöðvaði hann bílinn á miðri brautinni og benti út á sjóinn. Sjáðu.. þarna er lónið og fjaran og áin.. kannastu aftur við eyna okkar við Lúsíuflóann Francoies? Þarna var skarð í skóginn í brekkunni, sem lá niður að sjón um, og neðst sá á glitrandi foss, en fyrir neðan fossinn var gyllt- ur fjörusandurinn og stór sjálf- gerð höfn, þar sem áin féll til sjávar. Hvert ætti maður að fara héð an til þess að eiga frí? sagði hann lágt, er hann sá á svip hennar, að hún mundi þetta vel. Hún hefði getað svarað: París — London — New York.. en það hefðu verið tóm orð. Hvor- ugt þeirra hafði nokkurntíma kosið sér annan stað en eyjuna þeirra. Og á þessum stað, var eyjan þeirra eign — sitt hvorum megin árinnar. Allt, sem þau sáu héðan var landareign Tourville og Laurier. Ég hvíli mig þegar ég get. Ég fer hingað niður eftir og fer í sjóinn og gleymi þá öllu öðru en sjónum og sólskininu og friðn um, sagði hann og að henni fannst, einkennilega þreytulega af ungum manni, sem var þar að auki ástfanginn. Skyldi Simone fara með honum? Við skulum halda áfram; Claudette er farin að bíða eftir okkur sagði hún allt í einu og bíllinn iagði af stað upp eftir hlykkjóttu brautinni. Já, það væri illa gert að láta hana bíða, svaraði hann hæðnis- lega. Hún er þegar búin að bíða í tvö ár. Hún svaraði með ákafa: Ég skrifaði Claudette rétt fyrir tutt ugasta og fyrsta afmælisdaginn minn, um leið og ég skrifaði Ed vard frænda og skýrði þeim frá því, hversvegna ég gæti ekki komið strax heim.... Og eklcert ykkar sendi mér svo mikið sem afmæliskveðju, hugs- aði hún gremjulega. Afmælð hennar var í júní og hún hafði ekki einusinni getað farið ^til New York í sambandi við það, en hún mundi ef tir dýrlegu veizl- unni, sem Ted hafði haldið þegar hún kom heim 1 fríinu sínu, næsta á eftir. Þú hafðir víst annað þarfara að gera — miklu þarfara, taut- aði André, eins og honum stæði hjartanlega á sama. Og við höfð um víst öll nóg að gera það ár. Frændi þinn var orðinn gamall og hálfruglaður og Claudette hafði nóg að gera að hugsa um hann. Ég held hann hafi búizt við þér heim þá, en bara eins og stelpuhnokka, og hafi ekki haft hugmynd um, að þú varst orðin uppkomin stúlka. Aumingja Edvard frændi. Frank ie lokaði augunum, eins og til að loka úti þessa leiðindafregn. Þetta gat verið ástæðan til þess, að hann hafði aldrei skrifað henni.... og sennlega líka til þess, að Claudette hafði heldur ekki skrifað. En af því hún hafði lokað aug unum, sá hún ekki hið einkenni lega augnatill.it, sem André sendi henni. Það var rannsakandi og spyrjandi augnatillit, líkast því, sem hann hafði sent henni um morgunin í káettu’yrunum, þeg ar hún var að snyrta sig. Þegar hún opnaði augun aftur, blasti Laurier við, efst uppi á hæðinni. Frankie greip ósjálfrátt andann á lofti er hún sá húsið, og minntist orða Sols: „Þræla- vinna“. Já, það hlaut að hafa verið Heraklesarþraut að losa þessi stóru björg úr fjallinu og flytja þau á staðinn og loks byggja úr þeim, án þess að hafa nein nú- tímaáhöld. En þó að höllin væri rambyggileg hafði húsameistar- anum tekizt að gæða hana ein- hverjum léttleika og yndisþokka í byggingarstílnTim, sem tíðkaðist í frönsku nýlendunum. Húsið var langt og lágt — aðeins tvær hæðir og út úr því lágu boga- dregnar álmur út frá aðaldyrun- um, með hvítu súlunum. Frankie hugsaði, að kannske skuldaði hún allt þetta eyjarbú- unum, afkomendum þrælannna, sem nú voru löngu dauðir en höfðu hjálpað til að reisa þetta hús. Kannske ætti hún að gefa þeim það aftur fyrir fæðingar- deild. Það væri ekki nema sann- gjarnt. En bara ekki strax, held- ur ætlaði hún að gefa þeim það, þegar hún væri orðin löglegur eigandi þesá, en hún skyldi ekki fá André það í hendur með því að hlauþa frá öllu saman nú. En þegar hún hafð horft sig sadda á glæsileik hússins, hnykkti henni vð ástandinu, sem það var nú í. Fyrir öllum glugg- um voru hlerar, en málningin var flögnuð af þessum hlerum og eins af járngirðingunni. Vafningsvið- urinn, sem áður hafði verið svo vel snyrtur, óx nú villtur á fúnuð um trérimlunum, og villiskógur- inn náði næstum upp að fram- dyrunum. Yfir öllu húsinu hvíldi einhver þögn og eyðileiki, sem orkaði illa á hana. Þetta er eins Og dautt, sagði hún og hleypti brúnum. Það er eins og enginn hafi verið hér í heila öld! André. Ég varaði þig við því, sagði hann um leið og hann stöðvaði bílinn undir dyraþakinu. Hús ganga fljótt úr sér í hitabeltinu, Francoise, en eyðileggingin á Laurier er nú ekki eins mikil og hún sýnist. Hún er mest á yfir borðinu. Þú hefðir nú getað gert það í stand fyrir mig, sagði hún ásak- andi Ég vildi, að þú sæir það eins og það er í raun og veru, svaraði hann snöggt. Til þess að þú gerð ir þér ljóst, hvað þú ert að tak- ast á hendur. Ef ég hefði látið laga framhliðna fyrir þig.. Hann þagnaði af því að Frankie hlustaði ekki lengur á hann. Gild kona, sem hún þekkti svo vel aft ur, kom stikandi út af svölunum, og hún reif upp vagnhurðina og þaut upp þrepin á móti henni, alveg eins og hún hafði gert tíu árum áður. Og alveg eins og þá kastaði hún sér í faðminn, sem beið hennar opinn og æpti. hálf- hlæjandi og hálfgrátandi: Fóstra! Elsku fóstra mín! og hallaði höfð inu að br-jósti gömlu svertingja konunnar. Svona, svona! tautaði Claud- ette, róandi og klappaði á mjóu axlirnar, og brúnu augun litu. full gleði yfir ljósa höfuðið og á André. Þú ert komin heim. Við monsieur skulum gæta þín.. þú ert komin heim aftur, elskan litla! V. Claudette sagði með miklum virðuleik: Nú er ég ekki lengur fóstra þín, heldur ráðskona þín. Og svo kallaði hún saman fá- menna þjónustuliðið til að heilsa upp á húsmóðurina. í fyrsta sinn á ævinni fann Frankie sig vera raunverulega húsmóður. Hún stóð efst á þrep- unum og heilsaði Rose og Joseph og Noel, garðyrkjudrengnum og síðan akuryrkjumönnunum und- ir forustu Stóra Bensa, sem hafði verið þarna verkstjóri svo lengi, sem hún gat munað, enda þótt hann virtist ekkert hafa elzt. Ég er fegin, að þú skulir vera hér enn, Bensi sagði hún og tók í hönd hans, en Bensi brosti vin gjarnlega tl hennar, rétt eins og svarti Michael hafði gert. Þeir mundu báðir eftir henni í vöggu. Hvar ætti ég að vera ef ekki í Laurier, mademoiselle. Bensi glotti en setti svo upp áhyggju- svip. Þetta eru vinnumennirnir þínir, og eru ekki svo bölvaðir, þegar á allt er litið. Margir hafa farið til stærri eyjanna í von um að geta mokað þar upp pening- um og farið í skóla og á bíó og allt þess háttar, en okkur herra greifanum hefur tekizt að halda saman góðum hóp handa þér. Þakka þér fyrir, sagði hún lágt og gat ekki litið á André, sem stóð aðgerðarlaus upp við eina súluna og horfði á þetta með of- urlítið bros á vör. Hún horfði á hópinn, sem hafði raðað sér upp auðmjúklega bak viö Bensa. Ég held, að við ættum að eiga frídag á morgun í tilefni af heimkomu minni, sagði hún einbeitlega, til þess að sýna öll- um viðstöddum, að nú væri það hún, sem skipaði fyrir á búgarð inum. Það umlaði í verkamönnunum' af ánægju, en Bensi sagði við þá, góðlátlega ávítandi: Þið heýrið það,letingjarnir ykkar. Mademoi selle gefur ykkur heilan frídag. En hvað mig snertir, þá er ég reiðubúinn að fylgja mademo- selle um landareignina, ef hana langar til að skoða hana. En þá svaraði André, letilega: Það skal ég gera, Bensi. Ég þekki þetta allt út og inn. Bensi þakkaði fyrir sig og svo fór hann með vinnuflokk sinn út á sykurekrurnar. Frankie gramdist við André,, er hún horfði á eftir mönnum sem gengu hægt og vaggandi í síðdegissól- inni sem glampaði á gljáandi, berum herðum þeirra. Þeir voru kannske ekki mikið menntaðir, þessir ungu menn, en þeir voru vel á sig komnir líkamlega. Þeir eru eins og lifandi brons- myndir, tautaði hún í hugsunar- leysi. Bak við hana snörlaði í Claudette, sem varð hneyksluð, og André gretti sig. Þú ert heppin að hafa þá, sagði hann með beiskju. Það eru ekki margir, sem eru hrifnir af að vinna á eyðijörð. Sjálfsagt fer þetta Hollywoodfólk að taka myndir af þeim og borga þeim stórfé fyrir, og svo þegar það er farið, koma þeir og heimta stór- hækkað kaup, eða þá fara burt úr iandi. Þú heyrðir, hvað Bensi var að segja, rétt áðan. Hollywoodfólkið, eins og þú kallar það, ætlar að eyða hér mörgum góðum amsrískum döl- um, og ég skil ekki í öðru en eyjan hafi fulla þörf á þeim. Það fer nú eftir því, hvað hún þarf að borga fyrir þau viðskiptL Hann gekk letilega upp þrepin og lagði höndina á öxl henni, bros andi. Biddu Claudette að búa til almennilegt írskt te handa okk- ur, eiskan, sagði hann lokkandi og í næsta vetfangi voru þau öll farin að hlæja, og Claudette skundaði inn, til að gera eins og fyrir hana var lagt. Meðan hún er að hita á katl- inum, ætla ég að líta á húsið, það er að segja ónotaða hlutann af því, sagði Frankie, og fylltist allt í einu dugnaði. Þegar André ráðlagði henni að bíða heldur, þangað til loftið yrði ofurlítið svalara, hló hún til hans og var nú orðin kát aftur. Þú verður að muna, að hér er ég fædd og þoli sólskinið sæmi- Iega. Ef þú ert þreyttur sjálfur, skaltu bara hvíla þig hérna úti á svölunum. Já, ég held ég geri það. sHÍItvarpiö Miðvikudagur 11. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 ,,Við vinnuna“ Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:00 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Píanótónleikar: „Estampes", tón myndir eftir Debussy (Rudolf Firksny leikur). 20:15 Kveðjur til heimalandsins: Prófessor Richard Beck forsetl í>jóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi og Gunnar Matthíaa son taia. 20:40 Islenzk tónlist: a) Þrjú lög úr lagaflokki yfir miðaldakveðskap eftir Jón Nordal (Karlakórinn Fóstbræð ur syngur; Ragnar Björnsson stjórnar). b) „Jón Arason", forleikur efttr Karl O. Runólfsson (Hljóm- sveit Ríkisútvarpsins leikur; Bohdan Wodiczko stjórnar). 21:00 Erindi: Uppeldisáhrif íslenzkrar náttúru, eftir Guðgeir Jóhanns- son (Eiríkur Stefánsson kennari flytur). 21:25 Frá tónlistarhátíðinni í Salzburg 1 júlí s.l.: Hátíðarhljómsveitin í Luzern leikur Divertimento í F- dúr (K138) eftir Mozart og Div- ertimento í Es-dúr (Bergmálið) eftir Haydn; Rudolf Baumgartn er stjórnar. 21:50 Upplestur: „Fátækt fólk“, smá- saga eftir Liam O’Flaherty, í þýð ingu Málfríðar Einarsdóttur — (Gestur Pálsson leikari). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" eftiir Arthur Omre; XIX. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22:30 Djassþáttur (Jón Múli Arnason). 23:00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 12. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „A frívaktinni“, sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir. 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:00 Tónleikar — 16:30 Veðurf regnir). 18:30 í>ingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tlikynningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Concert Arts hljóm- sveitin leikur verk eftir tvö bandarísk nútímatónskáld; Vladt mir GoLschmann stjórnar: a) „Hljóðlát borg“ eftir Aaron Copland. b) Tveir ,,kórískir“ dansar eftir Paul Creston. 20:20 Erindi: t>vert yfir Irland; fyrrl hluti (Dr. Bjöm Sigfú©son há- skólabókavörður). 20:45 Einsöngur: Zinka Milanov syng ur lög úr óperunum „Otello“ eft ir Verdi og „Rusalka“ eftip Dvorák. 21:10 Upplestur: „Fjórða konan græt- ur“, smásaga eftir Einar Krist- jánsson frá Hermundarfelli. — (Höfundur les). 21:35 Kórsöngur: Norman Luboff-kór- inn syngur kvöldljóð. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn** efttr Arthur Omre; XX. — sögulok. (Ingólfur Kristjánssonrith.). 22:30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nir. 6 í es-moli op. III eftir Prokofjeff (Fíllharmoníu- sveitin í Leningrad leikur; Ev- genij Mravinskij stjórnar). I 23:10 Dagskrárlok. OX-9JLÍ . 1C0SPÉR — Þér gctið svo náð í þær á mánudaginn klukkan 5! a r k u ó — Andy og Afi steggur virð-, hefur hún einmitt gert það, sem 1 Berta að aðstoða mig á verðin-1 minnkandi Rut. En annar ast vera á leiðinni til bruna- ég bað hana að gera ekki. Hún um! | skammtur gæti orðið til þess að j turnsins! Sirrí hlýtur að vera hefur farið þangab til að biðja þar! .. Ef ég þekki hana réttl I Á meðan, ekki langt í burtu:1 drepa hreindýrið! — Áhrif deyfilyfsins fara — Gerðu það þá ekki! Dýrið I er of mikils virðjJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.