Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVHBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. okt. 1961 Skiptar skoöanir — MÉR fundust viðtökur leikhúsgesta miklu betri en ég bjóst við, sagði Hall dór Kiljan Laxness við blaðamann Morgunblaðs- ins, í hléinu milli fyrri og síðari hluta 2. þáttar Strompleiksins í gser- kvöldi. — Persónulega er I ég ánægður með sýning- una; ég vann töluvert að undirbúningi hennar og samstarfið við leikara, || leikstjóra og aðra, sem hlut áttu að máli, var með §1 afbrigðum gott. ★ Aðalumræðuefni frumsýn- ingargesta var að sjálfsögðu sá hluti leikritsins, sem þeir voru að enda við að horfa á, og sýndist sitt hverjum. Við leituðum álits leiklistargagn- rýnenda dagblaðanna í bæn- um og fara álit þeirra hér á eftir. Sigurður Grímsson (Morg- unblaðið) dró seiminn og Halldór Kiljan Laxness og frú hans í hléinu. um Strompleikinn sagði: ja-jæja, það er margt í leikritinu athyglisvert, en seinni þáttur — við skulum annars láta álit mitt bíða um stund. Gunnar Dal (Tíminn); — Mér þótti meira gaman að að lesa leikritið en horfa á það hér í leikhúsinu. Indriði G. Þorstei'nsson (Al- þýðublaðið): — Það er al- ger misskilningur að Stromp- leikurinn sé gamanleikur. Má frekar segja hann sé háð og sorgarsaga fólksins. Asgeir Hjartarsson (Þjóð- viljinn): — Leikritið er mjög „interessant", og um álit mitt getið þér lesið í Þjóðviljanum á morgun. Eg vildi aðeins segja, að ég vona að Laxness haldi áfram að skrifa leikrit. Agnar Bogason (Mánudags- blaðið): — Hundlélegt. Það olli mér áköfum vonbrigðum í fyrsta þætti. — Er annar þáttur skárri? — Honum er enn ekki lok- ið. — Enginn ljós punktur í leikritinu? — Jú, þegar kveikt var eft- ir fyrsta þátt. Gunnar Bergmann (Vísir): — Mér finnst gaman að leikn- um, en vil ekkert segja um hann að svo stöddu. Við veittum því athygli, að Jóhannes Kjarval, listmálari, tók á rás til dyra. •— Eruð þér að yfirgefa leik- húsið, Kjarval? — Nei, ég þarf að skreppa og tala við bílstjórann minn hérna fyrir utan. — Megum við smella af yð- ur emm mynd? — Já, því ekki það, ef hann vinur minn þarna fær að vera með á myndinni. Hófust nú stympingar með þeim vinum, því vinurinn. var ófáanlegur til að láta mynda sig með Kjarval. En um leið og blossi úr myndavél Ijósmyndarans sást bregða fyrir, hvarf Kjarval út um dyrnar, ög fengum við því ekki að heyra álit hans á leik- ritinu. Leikhúsgestir tóku nú að tínast til sæta sinna á ný. í anddyrinu rákumst við á Guð- mund Steinsson, rithöfund. „Þetta er lélegur strompur", var hans álit. „Leikritið er gott“, sagði Þorvarður í bóka- búð KRON. Friðrik Sigur- björnsson, lögreglustjóri í Bolungarvík og fréttaritari Morgunblaðsins á staðnum, og frú hans, Halldóra Helgadótt- ir, voru afar hrifin og hlökk- uðu þau til að sjá síðari hlut- ann. Á sömu skoðun var Ragn ar Jónsson í Smára: — Er það rétt, sem hvíslað hefur verið í bænum í dag, að botninn detti úr leikritinu? — Síður en svo, svaraði Ragnar. Eg er búinn að lesa Strompleikinn tvisvar og sé ekkert athugavert við botn- inn. Leikritið er sérlega skemmtilegt að mínum dómi. Hg Samtðk gegn leyni vínsölu stofnuð Halda uppi njósnastarfsemi um leynivínsala Jóhannes Kjarval á útleið. Kaffisala til dgóða fyiii bjöigunoiskútu Austfjaiða SUNNUDAGINN 15. október n. k. gangast nokkur austfirzku átthagafélaganna í Reykjavík fyrir kaffisölu í Sjálfstæðishús- inu til ágóða fyrir björgunar- skútusjóð Austurlands. Austfirðingafjórðungur er nú eini fjórðungur landsins, sem á| enga björgunarskútu. Félög aust aniands og austfirzku átthagafé- lögin hér í bæ hafa sýnt þessu' þarfamáli mikinn skilning og stuðning. Nú er það áskorun félaganna, sem að kaffisölunm standa til allra Austfirðinga, sem hér eru búsettir, að þeir bregðist vel við og styrki hana á einn eða annan nátt. Kökum og öðrum gjöfum má koma í Sjálfstæðishúsið eftir Ki.1 MBL. barst í gær fréttatilkynn- ing frá svonefndum „Samtök- um gegn leynivínsölu". Er hér um að ræða samtök manna, sem hyggjast vinna að því að útrýma leynivínsölu í bænum og aðstoða lögregluna við töku leynivínsala. Þess skal þó getið að lögreglan sjálf stendur á engan hátt á bak við samtök þessi, en samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar hafa samtökin þegar gefið henni upplýsingar, sem að undanfömu hafa leitt til handtöku nokkurra leynivín- sala. 1 fréttatilkynninguunni frá samtökum þessum segir m.a. svo: „Sökum þess hvað margir eiga um sárt að binda vegna þess mikla áfengisböls, sem herjar þjóð vora, hefur nýlega verið stofnað til samtaka, er setja sér það markmið að út- rýma leynivínsölum og þeim stöðum, sem veita ólöglega áfengi. Samtök þessi vara þá, sem iðka leynivínsölu við að halda því áfram, því að allir verða þeir uppvisir fyrr eða síðar, þar sem félagsmenn eru valdir þannig, að einn eða fleiri eru félagar á hverri bílastöð og enn fremur fastir viðskiptamenn vín salanna, svo engum er að treysta. Þá verða nokkrir bílar í förum um bæinn og á þeim stöðum, er vænta má leynivín- sölu og hverskonar njósnastarf- semi höfð í frammi, þar til hver sá maður, sem heldur áfram að selja óleyfilega vín, verður sviptur ökuleyfi, sé hann bíl- stjóri og hver og einn er við þá iðn fæst, fær sektir eða dóm, eftir atvikum. Æskilegt væri að þeir, sem eiga um sárt að binda í þessum efnum legðu þessu málefni lið á einhvern hátt, með starfi, bíla- láni, eða fjárframlagi, því nauð synlegt er að greiða ýmsan kostnað í sambandi við starf- semina. Til þess að komast í samband við samtökin þarf ekki annað en senda bréf í pósti, áritað: Samtök gegn leynivínsölu, poste restante, Reykjavík, og verður þá kannað hver tilgangur bréf- ritara er. Samtökin hafa þegar hafið starfsemi sína, með góðum ár- angri“. Taylor sérlegur sendimaður Washington, 11. okt. KENNEDY forseti til- kynnti í dag, að Maxvell Taylor hershöfðingi, færi til Suður-Vietnam sem sér legur fulltrúi forsetans til þess að ræða við Dine Diem forseta og athuga frekari leiðir til þess að styrkja mótstöðuna gegn kommúnistum. —Kennedy ræddi í dag við utanríkis- og landvarnamálaráðherra Bandaríkjanna um för Tay lors, sem er sérlegur að- stoðarmaður forsetans í hernaðar- og upplýsinga- málum. Ekkert nýtt WASHINGTON, 11. okt. — Ut- anríkisráðherra kínverskra kommúnista segir í viðtali við Reuters-fréttastofuna, að Kín- verjar séu fúsir til viðræðna og samninga við Bandaríkjamenn. Bandaríkjamenn verði hins veg- ar að hafa frumkvæðið. — Fregn in hefur fengið kuldalegar mót- tökur í Washington og fer víðs fjarri, að Bandaríkjamenn hafi á'huga á að ræða við Kínverja. Sagði talsmaður Bandaríkja- stjórnar í dag, að í ummælum kínverska ráðherrans hefði ekk- ert nýtt komið fram. 1 Z' NA /5 hnúlar\ ¥ Snjókcma ] / svsohnúhA * úsí «**» V Shúrir K Þrumur 'W%, KuMaakil Hilaskil H Has» | L*Lag»\ j 9 f. h. sunnudaginn 15. þ. m. • Austfirðingar, sem hér eru bú- settir, sýnið það í verki að þið eruð góðir Austfirðingar, þótt ( íluttir séuð af Austurlandi. Setj- ið stolt ykkar í að ekki líði mörg ár þar til Austurland fær sína björgunarskútu. Að þessu getið þið stuðlað með því að koma og kaupa kaffi. Orðum mínum vil ég einnig beina til allra þeirra hér í bæ, sem hafa áhuga á eða vinna að slysavarnarmálum og hvetja þá til að koma í Sjálfstæðishús- ið á sunnudaginn og drekka þar eftirmiðdagskaffi. Með því styrkja þeir gott og þarft málefni og njóta um leið ágætra veit inga. Austfirðingur. ENN var bezta veður um allt S og V-land í gær, sólskin og logn að kalla. Lægðin fyrir SA landið er að eyðast, en önnur er komin inn á kortið suðvestur í hafi. Hún er afkomandi fellibyls- ins Frances, sem kom norður undir Boston fyrir nokkrum dögum, vélt síðan að sveima yfir hafinu þar austur undan og virtist nær horfin, en færist nú í aukana og á eftir að valda stormi í grennd við ísland í nótt og á morgun. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-mið: Breytileg átt Og bjart veður í nótt en gengur þá til austanáttar, hvass aust- 1 an og rigning annað kvöld. SV-land til Breiðafjarðar, Faxaflóamið og Breiðafjarða- mið: Breytileg átt og úrkomu- laust í nótt, þykknar upp með vaxandi áustan eða SA átt á morgun. Vestfirðir og miðin: Hæg- viðri, skýjað. Norðurland til Austfjarða og miðin: Norðan kaldi og víða rigning í nótt, suðlæg átt og léttir til á morgun. SA-land og miðin: NV kaldi og léttskýjað í nótt, SA stinn- ingskaldi og rigning annað kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.