Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 24
L Olga Ivinskaya Sjá bls. 13. J#ltt|piríMaWí§í 231. tbl. — Fimmtudagur 12. október 1961 Happdrœtti Háskólans sjá bls. 15. Sprengja dregin til hafs í gærkvöldi Kom í vorpu báts við Elrfey 1 FYRRAKVÖLD kom mb. Ari aff landi í Vo«um og haföi innan- borðs sprengju, sem komið hafði í vörpu bátsins út af Eldey. Í gærkvöldi dró varðskipið María Júlia sprengjuna í gúnuníbát á haf út og var ætlunin að sökkva henni á miklu dýpi suður af Eldey. Þorkell Steinsson, varðstjóii í Reykjavíkurlögreglunni, skýrði Mbl. frá eftirfarandi í gærkvöldi. — Á þriðjudagskvöldið var hringt frá Hafnarfirði til lög- reglunnar í Reykjavík og ég beð inn um álit á sprengju, sem mb. Ari hafði fiskað upp. Var ég beð inn um að fara suður í Voga og athuga þetta í samráði við hrepp stjórann þar. — Ég fór suður um kvöldið en þegar ég kom þangað var orðið dimmt og enginn bátur var við hendina til þess að sækja á sprengjuna, sem var um borð í Ara fyrir utan. — Ákváðum við þá að gera ekk- ert í málinu þá um kvöldið, og að bezt væri að vamarliðið yrði látið athuga sprengjuna um morguninn. — í morgun komu svo menn frá varnarliðinu á staðinn, en yfirmaður þeirra taldi að sprengjan væri hættuleg og vildi ekki láta snerta á henni að svo komnu máli. — I kvöld var svo aftur hringt til mín, eftir að bæði ís- lendingar og varnarliðsmenn höfðu skoðað sprengjuna í krók og kring. Var ég beðinn að taka að mér að fjarlægja sprengjuna, enda stæði allt á öndinni þar suður frá vegna til- veru hennar þar. — Eg fór því í kvöld suður og voru þá fyrir bæði íslendingar Og varnarliðsmenn á bryggjunni. — Við fórum síðan um borð í Ara, Og settum sprengjuna um borð í gúmmíbát, sem varnarlið- ið hafði lánað til þessa.Var langur nælonkaðall settur í bátinn, sem síðan var hnýttur aftan í Maríu Júlíu, sem dró hann til hafs. Var ætlunin að sökkva sprengjunni á nægilegu dýpi suður af Eldey. — Eg tel vafalítið að sprengj- an bafi verið virk. Þetta var djúp sprengja, um 350 pund. Hún var tærð orðin á stélinu og beygluð, en belgurinn sjálfur eins og sprengjan hefði verið smíðuð í gær. Hún gæti hæglega verið frá stríðsárunum, en erfitt er um það að segja, sagði Þorkell Steins son að lokum. Senniíega byrjun á hraungosi í ðskju GUFUMEKKIRNIR sem fjár-' leitarmenn sáu í fyrradag í Öskju eru sennilega byrjun á hraungosi, að því er dr. Sigurð- ur Þórarinsson, jarðfræðingur telur. Að vísu byrjaði öskugos- ið mikla árið 1874 með gufu- mökkum er sáust frá Dyngju- j fjöllum meina en ári áður en Guðmundur H. S. Jónsson. Tveir fangar síeppa úr Hegningarhúsinu — Ófundnir í nött f FYRRINÓTT brutust tveir fang ar út úr Hegninigarhúsinu við Skólavörðustíg. Er hér um að ræða tvo unga pilta, Jóhann Víg- lundsson, 22 ára, og Guðmund Hafstein Sentsíus Jónsson, 19 ára. Voru strokufangarnir ófundnár er Mbl. vissi síðast til í nótt. í gærmorgun urðu fangaverðir þess varir að fangarnir tveir höfðu brotist út. Höfðu þeir báð- ir brotizt út á sama hátt, enda þótt þeir væru sinn í hvorum kiefa, og klefi á milli þeirra. • Brutu upp loftið Báðir höfðu fangarnir brotið upp loftið yfir herbergjum sín- um. Höfðu þeir brotið rúmstæði sín og notað hluta af þeim við verkið. I.oftið yfir fangaklefunum, sem eru í útbyggingu á fyrstu hæð, er múrhúðað, en yfir eru fjalir, sem munu vera á níræðisaldri, fúnar orðnar og stökkar. Brakið úr loftinu hrundi ofaii á teppi í rúmstæðum fanganna, svo ekki mun mikill hávaði hafa stafað af. Fangarnir hafa siðan sýnilega hittst á geymslulofti yfir klefun- um, og þaðan komust þeir inn í bæjarþingstofuna, sem er á efri hæð hússins. Þar munu þeir hafa fceðið þar til aðaldyr Hegningar- hússins voru opnaðar í gærmorg- un, en þá læðst niður stigann af efri hæðinni og út um aðaldyrnar, án þess að nokkur yrði þeirra var. Eins og fyrr greinir voru strokufangarnir tveir ófundnir er blaðið vissi síðast til í nótt, og er þeim tilmælum beint til al- mennings að gera rannsóknarlög- reglunni þegar aðvart ef sjást skyldi til þeirra. Jóhann Víglundsson. Sigurður telur tiltölulega ólík- legt að svo sé nú, þar sem ösku- gos séu ákaflega sjaldgæf og venjulega með löngum millibil- um. Gufumekkirnir munu nú vera skammt norður aí gígnum Víti, innan á austurvegg Öskjugígs. Sigurður Þórarinsson flaug með bandarískan náttúrufræðing yf» ir Öskju 24. ágúst og skoðaði staðinn mjög vandlega. Var vatn ið þá spegilslétt og ekkert óvenju legt að sjá. Ætlaði Sigurður að fljúga þar inn yfir í gær, ásamt fleiri mönnum, til að athuga hvað þar færi fram, en ekki var flugveður. Sjá nánar á bls. 3. Telpan komin fram í GÆRKVÖLDI auglýsti lögregl- an í Reykjavík eftir lítilli telpu, sem týnzt hafði að heiman frá sér. Nokkru eftir að tilkynningin var lesin var hringt til lögregl- unnar og sagt að telpan væri stödd á Hringbrautinni. Sótti lög- reglan hana þangað og flutti heím. Loftið lævi blandið í Alsír „Vona að Gromyko hafi skilið okkur“ London, Washington og Moskvu, 11. október. K E N N E D Y Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í dag, að fundurinn með Gromyko hefði að mörgu leyti verið gagnlegur. Ráðstjórnina og Vesturveldin greindi mikið á, en skilyrðið fyr- ir því aff hægt yrffi aff leysa á- greiningsmálin á friðsamlegan hátt, væri, að báðir aðilar gerðu ákveffið grein fyrir sjónarmiðum sínum. Brezki utanríkisráðherrann lét svo um mælt í dag, að hann héldi, að Gromyko hefði fyllilega verið komið í skilning um það, að Vest- urveldin mundu ekki hika í Berlín. Ef Rússar ætluðu sér að láta til skarar skríða, þá mundu Vesturveldin ekki hopa. Nauðsyn legt væri að Rússar gerðu sér grein fyrir þessu fyrr en síðar — og kvaðst utanríkisráðherrann vona, að Gromyko hefði skilið af- stöðu Vesturveldanna á þann eina og rétta hátt. Gromyko kom heim til Moskvu í dag, en á Lundúnarflugvelli sagði hann við fréttamenn, að viðræðurnar við brezka ráða- menn — svo og fundurinn við Kennedy — hefði verið gagnleg- ur. París, 11. október. MIKIL ólga er nú í Alsír og loftiff þar lævi blandiff. Óttazt er, aff OAS, neffanjarffarhreyf- ing þeirra, sem vilja Alsír áfram franskt, láti til skarar skriffa mjög bráfflega. Róstu- samt hefur veriff í Algeirsborg og Oran í dag. — Fjölmörg sprengjutilræffi hafa veriff gerff, margir veriff liandteknir — og þar er herinn grár fyrir járnum, tilbúinn aff veita viðnám. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að franski herstjór- inn í Alsír hafi fengið innsigl- uð fyrirmæli um það hvernig Lögregl- aníbandi BERLÍN, 11. okt. — A-þýzka alþýðulögreglan er nú bund- in saman. Þaff er síðasta upp- finning kommúnistastjórnar- innar til þess aff koma í veg fyrir flótta lögreglunnar. Mjög margir lögreglumenn, sem undanfarið hafa veriff settir til þess aff gæta marka- línunnar á mörkum borgar- hlutanna — og stöffva flótta samborgara sinna, sjálfir not aff tækifæriff og flúiff yfir til V-Berlínar. Kommúnistar hafa nú fundið upp það snjall ræffi aff tjóffra þá saman meff símavír, effa einhverjum álíka þræffi. Hafa þrír og þrír ver- ið bundnir þannig saman, en allur hópurinn síðan bund- inn við óeinkennisklæddan Ístarfsmann kommúnistaflokks ins. Hafa þessir samanbundnu hópar veriff á verffi á ýmsum stöðum á markalínunni í dag. hann á að haga aðgerðum sín- um, ef til uppreisnar kemur. — Eitt er víst, að hver sá, sem Fimm bátar róa frá Flateyri Flateyri, 7. okt. f NÓTT kom hingað mótorbátur- inn Hinrik Guðmundsson úr sigl- ingu frá Bretlandi. Seldi hann afla sinn í Grimsby, röskar 30 lestir, fyrir 2,800 sterlingspund. Fyrir nokkrum dögum kom hingað mótorbáturinn Einar Þveræingur frá Ólafsfirði, sem Fiskiðjan h.f. hefur keypt hing- að. Þetta er 64 lesta bátur og fríðasta skip. Þetta er þriðji bát- urinn, sem keyptur er hingað á skömmum tíma. Útlit er fyrir að tveir leigu- bátar verði gerðir út héðan í vet- ur og róa þá alls fimm bátar héðan. Tveggja ára barn fyrir bíl UM hálftólfleytið í gær varð það slys við Álfheima að tveggja ára drengur, Einar Erlingsson, Álf- heimum 72, varð fyrir jeppabíl. Mun drengurinn hafa lent undir bílnum, sennilega afturhjóli. — Hlaut hann rifbeinsbrot og skrám ur í andliti, en leið vel eftir atvikum í gær. Rannsókn NEW YORK, 11. okt. — Stjórnar- nefnd SÞ. samþykkti einróma í dag að taka á dagskrá Allsherjar- þingsins beiðni um alþjóðlega rannsókn á flugslysinu, sem Olli dauða Hammarskjölds. reisir hönd gegn frönsku stjórn- inni, verður skotinn fyrirvara- laust. i Fullyrt er, að 20% foringj- anna í franska hemum muni fylgja OAS að málum, en her- inn er nú það sterkur í Alsír, að de Gaulle telur sig fljótlega geta ráðið niðurlögum skipu- lagðrar, vopnaðrar uppreisnar, Foringja OAS er nú leitað mjög í Alsír og er þeim að- gerðum stjómað beint frá París. OAS heldur áfram útsendingum frá leynilegri útvarpsstöð, en Frakkar trufla mjög rækilega. Góðar aflasölur erlendis TOGARINN Haukur seldi í gær 190 lestir í Þýzkalandi fyrir 126 þúsund mörk. í gærmorgun seldi togarinn Fylkir í Grimsby 2258 kit fyrir 10,819 sterlingspund. Er hér um að ræða góðar aflasölur. Þrír Færeying- anraa farnir ÞRÍR úr hópi Færeyinganna, sem hingað komu vegna fær- eysku listsýningarinnar á veg- um menntamálaráðs héldu á- leiðis til Færeyja í gærkvöldi. Er hér um að ræða formann færeysku nefndarinnar, Hanus við Högadalsá og konu hans, í og myndhöggvarann Janus Kamban. Fóru Færeyingarnir utan með vélskipinu Auðunn, sem sigldi frá Hafnarfirði kl. 9 í gærkvöldi með kassafisk til Aberdeen í Skotlandi, en mun koma við í Færeyjum. Höfðu Færeyingarnir ráðgert að halda heim með Gullfossi, en skipið mun ekki koma við í Færeyjum í næstu ferð sinni út. — "J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.