Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 5
Finnmtuclagur 12. okt. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 5 MENN 06 = Mi£FN/= ER friðarsinnar, sem efndu til göngu frá San Francisco til Moskvu komu þangað 6. okt. sl. fengu þeir áheyrn hjá frú Ninu Krúsjeff, sem bauð þeim til tedrykkju. Á myndinni sézt ung bandarísk húsmóðir af- henda frú Ninu merki friðar- sinnanna. — 0 — Gönguimenn spurðu frú Krúsjeff hvort hún væri sam- þykk því að Rússar hefðu haf- ið að nýju tilraunir með kjarn- orkusprengjur í gufuhvolfinu og hefðu þá þegar sprengt 17. Hún svaraði: — Þið hafið nánari fregnir af þessu en ég. Eg veit ekki hve margar þær eru orðnar. En 'þegar þeir spurðu hana, hvort hún sem móðir væri sam þykk tilraunum, sem yllu hættulegri geislavirkun and- rúmsloftsins, brosti hún og sagði: — Eg er ekki aðeins móðir, heldúr amrna og lang- amma. Tedrykkjan endaði með ósk u»m að allar konurnar, sem þarna voru saman komnar mættu lifa það að verða ömm- ur. Frú Nina var greinilega í vafa um hvernig hún ætti að snúast við heimsókn göngu- manna. — Auðvitað eru allir, sem koma í góðum tilgangi velkomnir, sagði hún, en við erurn bara ekki vön því hér, að fólk gangi um með kröfu- spjöld. Friðarsinnarnir stungu upp á því við frú Ninu að rúss- neskar konur gengu til Banda ríkjanna með hana í farar- broddi. Hún ták því vel, en sagði: — Ætli við fengþiaa vegabréfsáritun? — o — Fundur var haldinn j*rið arsinnunum við Moskvu-há- skóla og fékk forvígismaður þeirra Brad Luttle frá N.Y. 15 mínútur til að gera grein fyrir skoðunum sínum á af- vopnunarmálum. Síðan stóð þýzkur þátttakandi i göng- unni upp og sagði: — Þegar ég kom hingað og sá að þið styðjið stjórn landsins í af- stöðu hennar til tilrauna með kjarnorkuvopn, varð mér ljóst, að afstaða ykkar er sízt jákvæðari en þau sjónarmið, sem eru ofan á hjá opinber- um aðilum vestra. Við þessi ummæli urðu pró- fessorar og meðlimir sovézku friðarnefndarinnar hvumsa og reyndu að slíta fundinum. En stúdentarnir mótmæltu þvi ákaft, börðu í borð sín og kröfðust þess að gestirnir fengju að flytja mál sitt, þó prófessorarnir væru þeian ekki sammála. Fundurinn hélt síðan áfram eina og hálfa klukkustund og er gestirnir fóru, stóðu stúd- entarnir upp og klöppuðu. 90 ára er í dag Jónas Guð- mundssson, fyrrum bóndi í Bakka koti, Skorradal, nú til heimilis hjá fósturdóttir sinni Ástu Ás- mundsdóttur og manni hennar Júlíusi Þórðarsyni, útgerðar- manni á Akranesi. Níræð er í dag Júlíana Hreið arsdóttir, ekkja Þorleifs Ingi- bergssonar, fyrrum útvegsbónda að Hofi í Garði. Hún er nú til heimilis hjá dóttur sinni og tengdasyni að Móhúsum í Garði. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af borgardómara Sig- ríður Friðriksdóttir frá Hofsósi og Sverrir Símonarson frá Vest- mannaeyjum. Heimili þeirra er að Eskihlíð A. Rvík. Nýlega hafa verið gefin saman 1 hjónaband af sr. Bjarna Sigurðs syni Mosfelli Margrét Helga Jó- hannsdóttir og Flosi Gunnarsson. Heimili þeirra er að Garðsenda 11 Rvik. Ennfremur Edda önfjörð Magnúsdóttir og Hjalti Oddsson Heimili þeirra er að Heiði, Rang- érvöllum. Ennfremur Guðný Þor geirsdóttir og Bjarni H. Jóhanns son. Heim.ili þeirra er að Nökkva vogi 48, Rvík. Ennfremur Sóley Jónsdóttir og Geir Egilsson. Heim ili þeirra er að Grenimel 40, Rvík. Ennfremur Hanný Inga Karlsdótt ir og Jón Eiríkur Sveinsson. ■— Heimili þeirra er að Bjargi, Mos- fellssveit. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Laugarneskirkju af séra Garðari Svavarssyni ungfrú Ragnhildur Einarsdóttir og Al- bert Ólafsson, bakarameistari. — Heimil þeirra er að Langholtsv. 138. Ennfremur ungfrú Kristín Erla Bjarnadóttir og Hannes Guðn^son. Heimili þeirra verður að Skeiðavogi 13. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Alda Guðjónsdóttir, Bergstaðastræti 71 og Ásgeir Gunnarsson Hafnargötu 39, Kefla vík. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Ursula Eichenherr starfsstúlka Loftleiða í Frank- furt am Main og Davíð Vilhelms son, starfsmaður Loftleiða í Rvík. S.l. laugardag voru gefin sam an í hjónaband á Dalvík ungfrú Emma Stefánsdóttir Munkaþver árstræti 20, Akureyri og Gunnar Jónsson bifreiðastjóri frá Hær- ingsstöðum, Svarfaðardal. Heim ili þerra er að Hafnarbraut 16 Dalvík. Pan american flugvél kom til Kefla víkur í morgun frá NY og hélt áleiðis tli Glasgow og London. Vélin er vænt anleg aftur í kvöld og fer þá til NY. Hafskip h.f.: Laxá lestar á Austfj. höfnum. Jöklar h.f.: Langjökull er í A-T>ý/,ka landi. Vatnajökull er á leið til Haifa. Loftleiðir h.f.: I dag er Snorri Sturlu son væntanlegur frá NY kl. 06:30, fer til Luxemborgar kl. 08:00. Kemur tii baka kl. 24:00 og fer til NY kl. 01:30. Þorfinnur Karlsefni er væntanlegur frá NY kl. 09:00 fer til Osló, Khafnar og Hamborgar kl. 10:30. Eiríkur rauði er væntanlegur frá NY kl. 12:00 fer til Luxemborgar kl. 13:30. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá Stafanger og Osló kl. 23:00 og heldur síðan áleiðis tii NY kl. 00:30. Eimskipafélag Keykjavíkur h.f.: — Katla er i Reykjavík. Askja er á leið tii Grikklands. Pétur litli hafði orðið ósáttur við vin sinn og eftir nokkur slags mál, skildu þeir. En Pétur grét hástöfum. Vingjarnleg kona, sem hafði séð hverju fram fór sagði: — Hversvegna grætur þú svona? — Þetta var bezti vinur minn, svaraði Pétur litli. — Þú eignast áreiðanlega ann an vin. — Ekki eins og hann. Pabbi hans er strætisvagnastjóri og mamma hans á sælgætisbúð. -<----------------m. — Oh, þessir fuglar! Maður heyrir varla í útvarpinu fyrir þeim. Stíí skjört Nýkomið úrval af stífum skjörtum í tízkulitum, — Lítið í gluggana. Olympia Laugavegi 26 — Sími 15186. Snurpunót fyrir Faxaflóasíld til sölu. Upplýsingar gefur Eggert Kristjónsson hdl. Hafnarhusinu — Sími 23350. Eikarspónn nýkominn eikar og mahognispónn. Pantanir óskast sóttar. Kristjón Siggeirsson hf. Laugavegi 13 — Sími 13879. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Þarf að hafa reiðhjól. Uppiýsingar í dag í síma 17100. Flúrskinspípur Flúrskinspípur og startarar fyrirliggjandi. Trans-Ocean Brokerage Co. h.f., Hólavallagötu 7 — Sími 13626. Hus við Stoðvarfjorð Ódýrt steinsteypt einbýlishús rétt við þorpið Stöðvarfjörð. — Aiiar upplýsingar hjá FASTEIGNASÖLU GUÐLAUGS EINARSSONAR, hr!., Freyjugötu 37 — Sími 19740. Vil kaupa verðbréf fyrir 2—300 þúsund krónur. Upplýsingar sendist Mbl. fyrir 15. okt. merkt: „Viðskipti — 5526“. Sendisveinar óskast í afgreiðslu. Vinnutími frá kl. 6 f.h, til kl. 12 á hádegi. Sími 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.