Morgunblaðið - 14.10.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.10.1961, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. okt. 1961 MORCUN BLAÐ1Ð 5 ■»M>W^W um bœinn Haustið er gróðursetningar- tími blómlaukanna. Hvar- vetna er rúm fyrir lauk- og hnúðjurtir. 1 hlýjunni við hús veggina móti sól blómgast þær snemma. Vel fer á því að rækta þær undir trjám og runnum. Blómgast laukjurt- irnar flestar áður en lauf trjánna skyggir á og prýða mjög, meðan annars er autt og snautt í görðum. Margar teg- undir skrautjurta þrífast vel í góðri garðmold á íslandi. Þær eru fyrstu vorboðarnir í görðunum; lífga sumar um- hverfið nærri jafnskjótt og snjóa leysir, t.d. dvergliljurn ar — (crocus) bláu, gulu eða hvítu, vetrargosinn hvíti, stjörnuliljurnar hinar bláu og vorboðinn guli (Eranthis). Svo koma bláar „jólakertalegar“ perluliljur, gular páskaliljur og allavega litir, tignarlegir túlipanar, komnir uppruna- lega frá Persum og Xyrkjum. Litlu Iaukblómin, þ.e. dverga- stjörnu- og perluliljur fara bezt í þyrpingum. Hægt er að lengja blómgunartímann með því að setja suma laukana niður upp við hús, en aðra milli trjáa og annarsstaðar úti í garðinum þar sem þeir blómgast miklu sejnna en und ir húshliðunum. Smá'laukarnir blómgast ár eftir ár og það gera páskaliljurnar (Narcis) Iíka á góðum, sólríkum stöð- um. „Kaupmanna túlípanar“ blómgast snemma og árum saman, en flesta aðra túlípana þarf að setja niður hér árlega. Myndin sýnir sáðdýpt lauka til jafnaðar. Er jafnan sett heldur dýpra í sandjörð, en leirmold. Gott er að leggja þunnt lag af gömlum áburði, eða greinar yfir til skjóls. I»að jafnar hita og raka í mold inni. Garðyrkjubændurnir hafa þegar fengið sína blóm- lauka. Árangurinn sjáið þið m.a. í miklu inni-blómskrúði fyrir jólin. Nú æfa blómasölu stúlkurnar sig í blómaþekk- ingu til að geta miðlað hátt- virtum viðskiptavinum hald- kvæmum upplýsingum í með- ferð garðlauka. — Bjarki. — Ertu nú búin að kaupa þér eina f jöðrina enn? Nú er farið að skammta kjöt í A-Þýzkalandi og húsmæður verða að standa í endalausum bið röðum til að fá kjötbita handa fjölskyldunni. Tvær slíkar hús- imæður hittust í Leipzig — og önnur sagði: — Þetta er nú að verða mjög slæmt. Maður verður að fara til Dresden til að fá kjötskammtinn sinn. — Dresden? Er meira kjöt til þar? ■— Nei, en þangað ná biðraðirn ar, frá kjötverzlununum hér i Leipzig. Píanóleikarinn, sem var á híjómleikaferð, hafði fengið pianó upp á hótelherbergi sitt. Nokrir vinir hans voru í kvöld boði hjá honum og hann gortaði af því, að píanóið gæti meira að Nýlega hafa Opinberað trúlof un sína ungfrú Elsa Ólafsdóttir frá Patreksfirði og Stefán Kr. Sverrisson Eskihlíð 6. Laugardaginn 7. október voru gefin saman í hjónaband í Arbæj arkirkju ungfrú Agústa sigurðard og Úlfar Sigurðsson flugmaður, heimili þeirra er á Þórsgötu 1. I dag verða gefin saman í hjóna band af séra Arelíusi Níelssyni, ungfrú Sigríður Kristinsdóttir frá Ytri-Njarðvík og Birgir Björns- son, Reykjahlíð 10. — Heimili þeirra verður að Miklubraut 50. 1 dag verða gefin saman í hjóna band af séra Pétri Sigurgeirssyni ungfrú Sólveig Sigurðardóttir frá Ólafsfirði Og Matthías As- geirsson íþróttakennari, Karfa- vogi 44. Heimili þeirra er nú 6em stendur að Karfavogi 44. Nýlega voru gefin saman 1 hjónaband af séra Þorsteini Björnssjmi ungfrú Gerður Ragna Sveinsdóttir, Köldukinn 14, — Hafnarfirði og Gunnar Richter, skipasmíðanemi, Lynghaga 5, þar sem heimili þeirra verður. segja sagt honum hvað klukkan væri. Vinirnir báðu hann um að sanna það. Hann settist við píanó ið og byrjaði að spila fjörugan mars. Nærri því samstundis var barið harkalega í vegginn og öskr að: — Getur maður fengið svefn frið. Klukkan er orðin hálf tólf. FÆREYSKIR MÁLSHÆTTIR: Geispi fer millum manna. % Sjaldan kemur geispi af góðum huga ella histi av glaðum hjarta. Ikki er gott at giftast, tá ið eingin biður. Hann ið ilt gitur, hann ilt ger. Gott er góðum at tæna (= þjóna). Gott er at vera á góðum stundum gitin (= getinn). ÁHEIT OC CJAFIR Sjóslysið: Onefnd kona 1000; G 100; Brynjólfur Már 500; ÞB 100; Einar Agústsson og Co 1000; ónefnd hjón 100; Margrét 100; Kristmann Þorkelsson 100 Gudda 100; I>S 500. Fjölskyldan á Sauðárkróki: GH 50. Hallgrímskirkja í Saurbæ: SS 110; SS 100. Lífið gerðist þungt og þreytt, þegar fer að elli; fleira er en funi heitt, fleira sker en járnið beitt. Eftir Flóvent Jónsson á Tréstöðum Kári stóð í falda-flík fast um slóðir keilu, svo að óðum öldubrík öslaði móð að Keflavik. Sunnlenzk sjómannavísa. Hjalla fyllir, fenna dý, falla vill ei Kári, varla grillir Ennið í, alla hryllir menn við því. Eftir Glímu-Gest. Misjöfn lýða rnjög" er tíð, misjöfn blysin gæfu, misjöfn blíða og mótgangshríð, misjafnt síðast endar stríð. Ur Andrarímum hinum yngri. Pennavinir 14 ára sænskur drengur, sem skrif ar á sænsku en getur einnig skrifað ensku og þýzku óskar eftir pennavini á Islandi. Hann hefur áhuga á frí- merkjasöfnun og söfnun gamalla pen inga og póstkorta. Nafn hans og heim ilisfang er: Hans Plisch, Kokbindsarv 18, Hágersten, Stockholm, Sverige. Þýzkan mann, sem hefur mikinn á- huga á tungumálum langar til að skrif ast á við Islending. Hann vill fá svar bréf annað hvort á þýzku, ensku eða dönsku og jafnvel íslenzku, sem hann vonast til að komast fraim úr með aðstoð orðabókar þó hann 9kilji lítið í málinu enn sem komið er. Nafn hans og heimilsfang er: Arno Ludewig, Sprendlingen Kr. Offenbach (Main), Herrnrötherstrasse 38. W. Germany. Læknar fjarveiandi Alma Þórarinsson til 15. október. — (Tómas A. Jónasson). Árni Björnsson um óákv. tíma. — (Stefán Bogason). Bjarni Bjarnason fjarv. til 5. nóv. (Alfreð Gíslason) Esra Pétursson um óákv. tíma — (Tryggvi Þorsteinsson). Gísli Ólafsson frá 15. apríl í óákv. tíma. (Stefán Bogason). Halldór Arinbjarnar til 21. okt. — (Tryggvi Þorsteinsson). Hjalti Þórarinsson til 15. október. — (Olafur Jónsson). Jón Hannesson til 18. okt. (Ofeigur J. Ofeigsson). Jón Hjaltalín Gunnlaugsson fjarv. til októberloka-. — (Stefán Bogason, Laugavegsapóteki frá kl. 4—5, sími 19690). Kjartan R. Guðmundsson frá 21. sept. 1961 til 31. marz 1962. (Samlagssj. Ol- afur Jóhannsson. Taugasj. Gunnar Guðmundsson). Ólafur Geirsson fjarv. fram í miðj- an nóvember. Sigurður S. Magnússon um óákv. tíma (Tryggvi Þorsteinsson). Sveinn Pétursson frá 5. sept. í 4—5 vikur. (Kristján Sveinsson). Víkingur Arnórsson til marzloka 1962. (Olafur Jónsson). Karlmannafataframleiðend- ur í Kalíforníu hafa kjörið „verst klæddu menn heims“ og sent út lista yfir þá. Þessir voru efstir: Krúsjeff: Feitur maður í flaxandi buxum og pokandi jakka. Hertoginn af Windsor: Föt hans samanstanda af löngu úr eltum nýjungum. Castro: Órakaður maður í sérlega óhuggulegum og óvið- eigandi kaki-fötum. Nasser: Hin dökku alltof þröngu föt hans gera það að verkum að hann líkist bófun um í sögum Damons Runyons. Mótatimbur óskast. Uppl. í síma 24914 eftir kl. 13,00. F orstofuherbergi til leigu að Grandavegi 4, gengið inn um endann, sem snýr að Hringbraut. Til sýnis e.h. laugardag. Á T H U G 1 Ð að borið saman 'ð útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — Silver Cross barnavagn vel með farinn, til sölu á Kársnesbraut (Búðin) Tapast hefur læðuköttur gulur, dökk- grár, hvítur. Finnandi vin- samlega skilið, á Vitastíg 16 — Sími 10376. Ungo h jón utan af landi óska eftir 2ja —3ja herb. ibúð. Fyrirfram greiðsla. Uppl. gefnar yfir helgina í sima 23171 Skaftfellingafélagið í Reykjavík heldur skemmtifund í Skátaheimilinu (nýja saln- um), laugardagskvöld kl. 9 stundvíslega. Félagsvist — Dans. Skaftfellingar mætið og takið með ykkur gesti. SKEMMTINEFNDIN. Austfirðingafélag suðurnesja heldur almennan dansleik í Glaðheimum Vogum í kvöld. Hljómsveit Guðjóns Matthíassonar. AUSTFIRÐIN G AFÉLAGIÐ. Hlaðfreyjur Loftleiðir þurfa að ráða nokkrar hlaðfreyjur til starfa frá næstu mánaðamótum. Þær verða að kunna ensku og eitthvert Norður- landsmálanna — Aldur: 20—25 ára. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félagsins, Lækjargötu 2 og aðalskrifstofunni við Reykjanes- braut 6. Umsóknir þurfa að hafa borizt ráðninga- deild Loftleiða eigi síðar en 20. þ.m. LOFTLEIÐIR Sendisveinar óskast í afgreiðslu. Vinnutími frá kl. 6 f.h. til kl. 12 á hádegi. Sími 22480 Sendisveinn Röskur og traustur sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. OTTO A. MICHELSEN Klapparstíg 25—27. Verzlun — húsnœði Húsnæði fyrir matvöruverzlun vantar nú eða fyrir mitt næsta ár. Til greina koma kaup á starfandi verzlun. Tilboð merkt: „Verzlun 5745“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.