Morgunblaðið - 14.10.1961, Blaðsíða 1
24 síður
ffl&gPlfltMfaftÍfr
48. árgangut
233. tbl. — Laugardagur 14. október 1961
Prentsmiðja Morgmiblaðsins
Ge'siavirkni gætir í
nfmeti í sex ríkjum
Bandaríkjanna
Washington, Tokíó og
Kaupmannahöfn, 13. okt.
GEISLAVIRKRA AHRIFA af
kjarnasprengingum Rússa er nú
farið að gæta í nýmeti — einkum
mjólk — í Bandaríkjunum. Heil-
brigðismálastjórnin tilkynnir, að
mælzt hafi aukin geislavirkni í
mjólk í sex ríkjum, — Lousana,
Georgia, Suður-Karolina, Miss-
issippi, Florida og Missouri. Ekki
hefur geislavirknin þó náð því
magni, sem hættulegt getur talizt
mönnum og telur heilbrigtfis-
Þrettán dæmdir
til dauða
Moskva, 13. okt.
(NTB-Reuter)
DÓMSTÓLL í Minsk í Hvíta
Rússlandi kvað í dag upp dauða-
dóm yfir þrettán mönnum og
konum, sem — að því er Tass
fréttastofan segir — höfðu sam-
vinnu við' nazista um hryðjuverk
í síðustu heimsstyrjöld.
Réttarhöldin í máli þessa fólks
hafa staðið yfir í níu daga. Segir
Tass, að þar hafi sannazt á hina
ákærðu fjölmörg hryðjuverk. —
hefðu þeir haft yfir 60 hegningar
vinnubúðir, eyðilegt meira en
hundrað þorp og skotið eða
brennt lifandi yfir tíu þúsundir
manna.
1
Atök í Oran (
Oran, Alsír, 13. október.
(NTB—Reuter)
FIMM manns biðu bana í
átökum, sem urðu í Oran í
dag milli Araba og Evrópu-
manna. Lögreglan varð að
beita táfagasi gegn óróaseggj
unum, - sem vopnaðir voru
járnrörum, steinum og hníf-
um. Mjög er nú óttazt að
Oran kunni að verða miðstöð
nýrrar uppreisnar hægri sinn
aðra öfgamanna gegn stefnu
Frakka í Alsírmálinu.
Sprengja sprakk í stjórnar—
byggingu í Oran síðla í dag,
olli töluverðum skemmdum,
en engum maimi varð meint
af. Jean Morin, fulltrúi
frönsku stjórnarinnar var
meðal þeirra, sem voru í
byggingunni þegar sprenrg-
ingin varð.
NTB-Reuter, 13. okt.
RÍKISSTJÓRNIR fimm landa
viðurkenndu hina nýju stjórn
Sýrlands í dag. Það voru stjórn-
ir Norðurlandanna fjögurra —
Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar
Og Finnlands — Og Bretlands.
stjórnin enga ásæðu fyrír fólk að
hætta neyzlu nýmetis.
Geislavirkni hefur mjög aukizt
víða um heim, og jafnóðum hef-
ur verið skýrt frá í fréttum, frá
því Rússar hófu kjarnasprenging
ar 1. sept. sl. — ítarlegar, rann-
sóknir á fæðutegundum fara stöð
ugt fram en hvergi hefur geisla-
virknin komizt yfir hættu mark
nema í Japan. — I Norður-Jap-
an er ástandið orðið alvarlegt í
þeim efnum.
Grikkir eru einnig orðnir ugg-
andi um hag sinn vegna stórauk-
innar geislunar.
— • —
Þa segir í NTB-frétt frá Kaup-
mannahöfn í dag, að yfirstjórn
heilbrigðismála þar í landi hafi
í dag birt opinberlega skýrslu
þar sem segir, að geislavirkni
andrúmsloftsins og í regni hafi
aukizt verulega, en sé þó enn
langt undir hættumarki.
Loftmynd af Edinburgh, einu byggðinni & Tristan da Cunha, sem hraunflóðið hefir nú lagt
í eyði. Bærinn var heitinn eftir skozkum hertoga, sem heimsótti cyjuna fyrir nær einni öld.
Sjá grein á bls. 3.
Rússar geta fallizt á að —
framkvæmdastjdri verði
einn - til bráðabirgða
en haf i sér til aðstoðar nef nd 6-7 manna
New York, 13. okt. (AP)
Valerian Zorin, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna
og fulltrúi þeirra hjá Sam-
einuðu þjóðunura sagði í
dag, að Iiússar gætu fallizt
á, að einn maður yrði kjör-
Valerian Zorin
,Personae non gratae'
HAAG og Moskvu, 13. okt. —
Ríkisstjórn Hollands hefur lýst
sendiherra Sovétríkjanna í Jlaag,
Panteleimon Ponomarenko „per-
sona non grata" frá ©g með deg-
inum í dag.
Ponomarcnko er nú í Moskvu.
Þegar er hollenzka stjórnin hafði
tiikynnt ákvörðun sína, tUkynnti
Tass-fréttastofan, að Ponomaren-
fco hefði verið kallaður heim frá
Hollandi. Ennfremur aS Sovét-
stjórnin hefði vísað sendiherra
Hollands í Moskvu Henry Hell-
er úr landi. Jafnframt var hol-
lenzka sendiráðinu í Moskvu af-
hent mótmælaorðsending Sovét-
stjórnarinnar, þar sem hollenzka
lögreglan er sökuð um hneykslan
lega f ramkomu við sovézka sendi
ráðsmenn með samþykki ríkis-
stjórnar sinnar.
Þetta sendiherrastríð Rússa og
Hollendinga á rætur að rekja til
atburðanna fyrr í vikunni á Schi-
pol-flugvellinum í Ilaag, er líf-
eðlisfræðingurinn rússneski, Al-
exei Golub, baðst landvistar í
HoIIandi
maður.
sem pólitískur flótta-
inn framkvæmdastjóri sam-
takanna í stað Dags Hamm
arskjölds til ársins 1963 —
en hann skyldi þá hafa sér
til aðstoðar nefnd 6—7 em-
bættismanna, og hafa við þá
samráð um aðgerðir í þágu
samtakanna. Engu að síður
skyldi úrslitavald í þeim
efnum vera í höndum hans
eins.
Zorin skýrði frá þessu á fundi
með fréttamönnum í New York
í dag. Hann sagði, að Rússar gætu
ekki fallizt á, að aðstoðarfram-
kvæmdastjórar yrðu fimm — eins
og lagt hefði verið til — fremur
að þeir yrðu sex eða sjö. Enn-
fremur sagði hann, að yrði einn
þessara manna frá Bandaríkjun-
um, skyldi annar verða frá Rúss-
iandi — ætti Vestur-Evrópa að
eiga þar fulltrúa, skyldi hið sama
gilda um Austur-Evrópu. Ekki
krafðist hann neitunarvalds til
handa nokkurs nefndarmanna.
• Láta ekki af kröfunni um
þrístjórn
Fréttamenn segja að enn sé
nokkurt bil milli þessarar síðustu
tillögu sovézka f ulltrúans og þess
sem flestar aðildarþjóðir samtak-
anna telja réttast í þessu erfiða
deilumáli. Zorin gerði það ljóst
á fundi sínum í dag, að Rússar
væru ekki með þessu að falla frá
kröfu sinni um Þrístjórnarkerfi á
stjórn samtakanna. Þeir gerðu
hana hinsvegar ekki að skilyrði
fyrir bráðabirgðalausn málsins
nú. Loks kvað hann Rússa aldrei
mundu fallast á skipan fram-
kvæmdastjóra nema öryggisráð-
ið fjallaði um og samþykkti
þann mann, er valinn yrði í stað
Hammarskj ölds.
• Til einskis að hóta
Adlai Stevenson, aðalfulltrúi
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum sagði í dag í tilefni
blaðamannafundar Zorins, að
Rússum væri til einskis að hóta
og ógna Sameinuðu þjóðunum í
þessu máli. Bandarikjamenn
hygðust ekki fallast á kröfu
þeirra um þrístjórn Samtakanna
Vín, mjólk
eða vatn
með matnum
ÞEGAR Monaco, Frakklands-
meistararnir í knattspyrnu
fóru til Skotlands og léku við
Glasgow Rangers í Evrópu-
keppninni, höfðu þeir með-
ferðis létta vínið sitt, sem
þeir alla jafna drekka með
matnum. Og þegar Rangcrs
fór svo til Riviera og léku
leikinn að heiman, höfðu þeir
með sér — ekki skozkt wisky
— heldur skozkt vatn. >e
skal getið að Rangers sló
Frakkana út og komst áfram
í keppninni.
Svona var þetta einnig
á Heimsmeistarakeppninni í
handknattleik á sl. vetri.
Franska liðið neytti ávallt i
vins með matnum, en hin líð-
in og þar á meðal íslending-
drukku mjólk. ísland
arnir,
vann
mjólk.
Frakkland í
vann *'rakkland í þeirri (
keppni með 20 mörkum gegn
13.
Geta
eytt
gervihnettir
f ellibyl jum ?
Washington, 13. okt.
YFIRMAÐUR veður-
stofu Bandaríkjanna dr. F.
W. Reichelderfer segir, að
með gervihnöttum skapist ó-
trúlegir möguleikar á að sjá
fyrir • mikla storma — og
ennfremur að eyða þeim, áð-
ur en þeir verða að því ægi-
lega eyðingarafli, sem storm
sveipir og fellibyljir oft eru.
Gætu veðurhnettir orðið þús
undum manna og miklum
verðmætum til bjargar.
Veðurfræðmgurinn fjallaði um
þetta efni á fundi félags blaða-
manna í Washington og tilnefndi
sérstaklega bandaríska gervi-
hnöttinn Tiros III, sem hefur
í sumar tekið myndir af öllum
helztu stonmum yfir Atlantshafi
og nokkrum yfir Kyrrahafi. Tir-
os getur sent myndir af fellibylj-
um þegar frá upphafi myndunar
þeirra — þegar enn á að vera
unnt að eyða þeim.
Reichelderfer sagði frá því,
hvernig minnkað hefði verið afl
fellibylsins Ester, sem í sl. mán-
uði kom upp á Karíbahafi og
stefndi að austurströnd Banda-
ríkjanna — þótt ekki væri unnt
að breyta um stefnu hans.
Regnið féll sem skaðlaus ís
Úr sex flugvélum var dreift
hundruðum punda af silfurjoðíði
yfir storminn. Nærri sjö hundruð
Framh. á bls 2