Morgunblaðið - 14.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLAÐIÐ Laugardagur 14. okt. 1961 Heyfengur sæmi- legur að lokum VALDASTÖÐUM, 10. okt. — Frekar má telja, að verið hafi nokkuð votviðrasamt það sem af er þessu hausti, þó að nú síðiXtts daga, hafi brugðið til hins betra. Flestir munu nú hafa lokið við að taka upp úr görðum sínum, þó að marga daga hafi það ekki verið hægt, vegna úrkomu. Upp- skera má víst teljast vel í meðal- lagi og sumstaðar þar yfir. fjArheimtur Nú eru smalanir að mestu bún- ar, að þessu sinni Og förgun slát- urfjár einnig að mestu lokið. Bkki er mér kunnugt um meðalþyngd á dilkum í hreppnum í haust, en talið er, að vænleiki sé í betra lagi. HEYFENGUR Heyfengur mun að lokum hafa orðið saemilegur, þó að lítið væri um þurrka um heyskapartímann og munu bændur ekki þurfa að farga tilfinnanlega vegna fóður- skorts. SKÖLAMÁL, Barna- og unglingaskólinn að Asgarði, var settur sunnudaginn 8. þ.m. Um 60 nemendur verða í skólanum í vetur. Heimavist er eins og áður, og má hún heita fullsetin. Kennaralið er hið sama og sl. vetur og einnig ráðskona. Stúlkur fá tilsögn í handavinnu og drengir í smíði. Aður en skól- inn var formlega settur, voru yngstu nemendur búnir að fá til- sögn í tvær vikur. — St.G. Jón Hjálmarsson við bíl sinn. Dreifing á nýjum fiski UM tveggja mánaða skeið hefur nýr fiskur verið fluttur í frysti- bíl til sölu út um sveitir og er sérstaklega búið um fiskinn í þessum tilgangi. Eigandi bílsins er Jón Hjálmarsson, Njálsgötu 40 b. Þetta er fyrsta tilraun, sem gerð hefur verið hér til að dreifa nýjum matvælum með bíl, sem búinn er frystitækjum. Bíllinn er Chevrolet vörubíll með drifi á öllum hjólum og er smíðaður á hann frystiklefi, sem tekur þrjár og hálfa smálest. Klefinn er hólfaður niður og fisk- urinn geymdur í alúmínumköss- um, sem taka um 30 kg hver. ís er hafður í kössunum til þess að hraða kælingunni. Klefinn er klæddur innan með alúmíníum Og galvaniseruðu járni og í hví- vetna gætt hins fullkomnasta hreinlætis í geymslu og meðferð fisksins. Jón Hjálmarsson hefur um tveggja mánaða skeið í sumar haldið uppi skipulegum ferðum um Borgarfjörð með fisk til sölu. Auk þess hefur hann farið ein- stakar ferðir um Suðurlandsundir lendið. vestur um Mýrar og Snæ- fellsnes og norður í Húnavatns- sýslur. Þessi nýbreytni í flutningi mat- HOLLYWOOD, 11. október. — Chicho Marx, elztur hinna þriggja Marzbræðra, sem þekkt- ir eru úr kvikmyndum, lézt að heimili sínu í dag, 70 ára að aldri. væla um sveitir landsins hefur hvarvetna vakið mikla athygli og mælzt vel fyrir. Hún er þó enn aðeins á byrjunarstigi og enn til athugunar, hversu bæta megi dreifingarfyrirkomulagið í heild. Jón hefur kappkóstað að hafa á boðstólum í þessum söluferðum sem fjölbreyttastar vörur, allar fáanlegar tegundir af nýjum fiski Og ennfremur nýtt hvalkjöt Og rengi. Fiskbúðin Sæbjörg í Reykjavik hefur annast útvegun á fiskinum. Fyrir utan fisksöluna í sveitun- um er frystibíll þessi einnig smíð- aður með það fyrir augum að annast aðra flutninga á nýjum fiski og öðrum matvælum, ef þess er óskað. Benedikt Einarsson er nú að byggja yfir annan bíl af þessu tagi og er ætlun hans að reka hann í samvinnu við Jón. Fréttabréf ur Holtum: EZnmuna tíð — Rýrt fé Vegir lagfærðir — Inn- flutningur dráttarvéía MYKJUNESI, 10. okt. — Hér er einmuna veðurblíða dag hvern, logn og hlýtt í veðri miðað við árstíma. Er vissulega vel þeginn hver góður dagurinn eftir að þessi árstími er köminn. Kemur góða tíðin sér vel, því mörgum er að sinna og mörg verk þarf að inna af höndum áður en vetur gengur í garð. Kartöflurækt er heldur að auk ast hér um sveitir nú síðustu árin og tekur það drjúgan tíma að haustinu að sinna því. Svo er það sauðféð en slátrun er nú að ljúka í sláturhúsunum hér. Féð hefur reynzt heldur rýrt í haust og víða lakara en í fyrra- baust. Er það orðið vandamál t. d. hér í Holtum að hagarnir bítast ekki þar sem mýrar eru, en það er mjög víða, en heiðalöndin eru uppnöguð. Mýrarnar verða því þaktar sinuflóka, sem engin skepna vill líta við, en víðast hvar ógerningur að brenna að vorinu vegna bleytu. Er nú sá vandi á höndum að sumarfóðrið er miklu meiri vandkvæðum bundið en vetrarfóðrið. Ef til vill breytist þetta til bóta þegar al- mennt verður farið að létta á hög unum með því að fara með féð í afrétt. í sumar hafa verið allmiklar framkvæmdir við Holtaveginn (þ. e. veginn á milli Þjórsár og Rangár). T. d. hefur verið lagður nýr vegur vegur frá Þjórsárbrú að Fífilbrekku. Bætir það úr brýnni þörf, því sá kafli var oft erfiður yfirferðar. Er áformað að vinna við Holtaveginn á næstu •árum Og hefur vegurinn verið undirbyggður að mestu austur að Rauðalæk. Alltaf er um allmikinn dráttar- vélaflutning að ræða.,Upp á síð- kastið hefur verið mikið flutt hér austur af notuðum diesel Ferguson dráttarvélum. Hafa kaupfélögin yfirleitt staðið fyrir þessum vélakaupum fyrir bænda hönd. Hefur þetta verið með þeim hætti að Kaupfélag Rang- æinga á Hvolsvelli, hefur gert upp vélarnar og ekki látið þær öðru vísi af hendi og þá fyrir svipað verð og kostar að gera þær upn úti í Bretlandi. Kaupfélagið Þór á Hellu hefur hins vegar selt bændum vélarnar á kostnaðarverði og kaupendur svo ráðið sjálfir hvar eða hversu mikið þeir hafa látið taka vél- arnar upp. Hafa þessar vélar orð ið talsvert ódýrari og hefur fé- lagið hug á að halda þessum inn- flutningi áfram. Kaupfélag Rang- æinga á Rauðalæk hefur ekki flult dráttarvélarnar síðan þessi skipan komst á. Er vissulega þörf á að þessi verzlun sé gerð bændum eins hagkvæm og mögu legt er eins og kaupfélagið Þór hefur gert. Barnaskólinn að Laugalandi hefur nú tekið til starfa og er kennaralið. óbreytt frá í fyrra Miklar framkvæmdir hafa verið við skólann í sumar, bæði bygg- inguna sjálfa og eins hefur um- hverfið verið skipulagt og lag- fært og var það mikið verk. — M.G. Stokkhólmi, 11. október SAS hefur harðlega mótmælt fyr irhugaðri hækkun lendingar- gjalda á Norðurlöndum. Krefst félagið jafnframt, að „transit“- gjöld verði lækkuð. Öryggisleysi ACCRA, Ghana, 10. okt. (NTB). Ríkisstjórnin í Ghana hefur skýrt frá því að 100 liðsforingja- efni verði send til Sovétríkjanna til þjálfunar. „Tillagan um gangbraut undir Reykjanesbraut eða Suð urnesjaveg í Kópavoginum er ekki ný. Sjálfstæðismenn báru hana fram í bæjarstjórn Kópa vogs fyrir tveimur árum, en Finnbogi Rútur varð æfur eins og nærri má geta — og tillagan var felld“, segir í bréfi frá Kópavogsbúa til Vel vakanda vegna skrifa hér í dálkunum um öryggisleysið á þessari, aðalsamgönguleið í gegn um Kópavog. Bréfritari segir: „Við Sjálfstæðismenn í Kópavogi höfum lengi rætt nauðsyn þess að koma í veg fyrir slysahættuna á Reykja- nesbraut, því bifreiðaumferð er þar geysimikil og oft gapa- lega ekið. Lengi vel var lýs- ingin á brautinni mjög ófull- nægjandi og loks varð meiri- hluti bæjarstjórnar að láta undan kröfum okkar um að vinna að endurbótum. Vega- málastjórnin tók síðan málið að sér og lýsti brautina vel upp“. ' ♦ Finnbogi sagði „Njet“ „Fyrir liðlega tveimur árum skrifaði bæjarfógeti til bæjar- stjóra og benti á, að nauðsyn- legt væri að gera einhverjar ráðstafanir til þess að bægja hættunni frá gangandi fólki við veginn. Þetta reyndist árangurslaust. — Næst var það, að bæjarfulltrúi Sjálf- stæðismanna, Guðrún Krist- jánsdóttir, bar fram tillögu í bæjarstjóm um að gangbraut yrði undir Reykjanesbraut. Finnbogi Rútur brást þá við eins og vænta mátti, sagði að ekki yrði farið út í neitt slíkt „ævintýri“, meðan hann fengi einhverju ráðið — og hanm réð því, að enn er þarna yfir- vofandi hætta fyrir fótgang- andi fólk. — Þar sem hér er um þjóðveg að ræða, töldum við sjálfsagt og eðlilegt, að bæjarfélagið leitaði samvinnu við vegamálastjóm sem fyrr að bættu öryggi á brautinni. Þessi krafa stendur enn, því umferðin þarna er bömum og fullorðnum enn lífshætta." •^Stórhætta Velvakandi vill bæta því við, að það þyrfti senmilega ekki að kosta stórfé að gera nokkur útskot (,,keilur“) frá veginum á viðkomustöðum strætisvagnanna á Reykjanes- braut. Vagnarnir em þar oft hinn mesti farartálmi og geta verið hættulegir bílaumferð- inni, þegar þeir stanza í brekk unum á Digraness-hálsinum, sérstaklega þegar hálka er að vetrinum. Auk þess er þetta hættulegt fyrir farþega vagn- anna. Biðskýlin em aðeins tvö, en viðkomustaðirnir í Kópavogi sex, þ.e.a.s. beggja vegna brautarinnar á þremur stöðum. Þar er því sífelld um- ferð gangandi fólks yfir braut ina. Mikil bót yrði að því bæði fyrir akandi fólk og gangandi, að strætisvagnarnir stönzuðu utan við sjálfa akbrautina. • Hafa Ameríkumenn orðið sér til skammar í tilefni af skrifum Þor- valds Þórarinssonar um gjöf Bandaríkjanna til Háskólans hefur Þorvaldur Ólafsson frá Arnarbæli sent Velvakanda eftirfarandi línur: „Ekki verður því neitað, að Ameríkumönnum sem öðr um eru stundum mislag^ar hendur. Ég man ekki betur en Þorvaldur Þórarinsson hafi verið lærisveinn í Cor- nell-háskólanum í íþöku og gott ef hann var ekki á amerískum styrk (stipend- ium). Það er ekki óþekkt fyrir- brigði, þótt sjaldgæft sé, að ónáttúrlegir spendýrsungar launi móðurinni mjólkina með því að bíta af henni spen- ann. Áþekkt fyrirbrigði er hér á ferðinni. Það sem Ameríkumönnum er að gera ekki hver íslenzk rolla í sömu sporum, delikventinn skila honum sást yfir, það, sem hefði gert að stanga í stað þess að til þeirrar ætt- jarðar, ham“. „som ikke venteda Þorvaldur Ólafsson",

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.