Morgunblaðið - 14.10.1961, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 14. okt. 1961
Dorothy Quentin:
Þötilaev
Skáldsaga
Ég er hrædd um, að herra
André líki það ekki, að þetta fólk
éti þig út á guð og gaddinn, sagði
hún.
í þriðja sinn varð Frankie að
taka það fram, með allri sinni
þolinmæði, að gestirnir mundu
ekki kosta hana neitt, út yfir
afnotin af húsinu í nokkrar vik-
ur.
Ég ætla að fara inn í borgina
með strætisvagninum og panta
þetta allt, sagði hún og veifaði
kauplistanum, og Joseph getur
farið niður í þorpið og fengið ein
hverja vinnuhjálp. Ég vil láta
hreinsa og viðra öll svefnherberg
in fyrir hádegi á morgun.
Það getum við vel gert, svaraði
Claudette með nokkurri tregðu,
en það á ekki vel við, að ungfrú
Laurier fari í strætisvagni. Lofðu
mér að hringja í, sjúkrahúsið
fyrst — herrann sagði, að þú ætt
ir að hafa afnot af sjúkrahúss-
bílnum þegar þú þyrftir. En um
fram allt máttu ekki fara í stræt
isvagni.
Herra André þóknast það lík-
lega ekki? svaraði hún snöggt
og reiðilega. Þetta veifið eru eng
ir peningar til og hitt veifið verð
ég að halda mig eins og ríkis-
bubba. Þetta er ekki nema bull
og vitleysa, fóstra. Hvenær fer
vagninn?
Klukkan tíu. Gamla konan
hristi höfuðið. Alltaf hafði Fran
coise verið þver og ekki farið
að reglum, en hún hafði aldrei
óhlýðnast herra André.
Já, gott og vel en honum líkar
þetta ekki, svaraði hún þver-
móðskulega.
Frankie stökk á fætur og gekk
til gömlu konunnar og horfði á
hana ögrandi. En áður en hún
gæti nokkuð sagt, sagði Claud-
ette blátt áfram: Þú verður að
athuga, að hann er nú greifinn
de Tourville!
Stúlkan hló stuttaralega. Og
ég er mademoiselle Laurier frá
Laurier! Það kann vel að vera,
að faðir hans hafi verið bezti
vinur Edvards frænda og það
getur líka verið, að hann sé enn
fjárhaldsmaður minn, en þar fyr
ir þarf hann ekki að segja mér
fyrir öllum verkum, fóstra góð!
Claudette horfði beint á hana
og óró skein út úr augum henn
ar. Hún lagði höndina á öxl stúlk
unnar og sagði í ströngum róm:
Þú ert of ung til að skilja þetta
og þú lÆfur verið of lengi að
heiman, Herra André hefur ver-
ið góði engillinn okkar hérna,
siðan herra Edvard sálugi varð
of heilsulaus til að stjórna sjálf
ur. Ef ekki hefði verið þessi ó-
þreytandi umhyggja hans, hefði
engin eign orðið handa þér að
erfa, barnið gott.
Bláu augun urðu að lúta í
lægra haldi fyrir þeim brúnu.
En Frankie svaraði aðeins kulda
lega: Já, sjálfsagt hefur hann séð
t vel um ykkur, af því að hann hef
ur talið það skyldu sína. En hann
fær ekki að stjórna mínu lífi í
öllum smáatriðum. Ég fer með
strætisvagninum, hvað sem hver
segir, fóstra.
Claudette andvarpaði og gerði
sér hroll og stúlkan þrýsti henni
að sér. Þú varst nú alltaf svo
hrifin af André, var það ekki?
Mér finnst þú hafa verið það
líka.
Nú varð ofurlítil þögn í sól-
bjarta svefnherberginu. Frankie
tróð vörulistanum sínum í hand
töskuna og setti á sig litla,
glannalega hattinn, sem hún
hafði keypt í Trinidad. Fóstrunni
fannst hún líta út eins og saut-
ján ára. Henni þótti vænt um,
að í dag var Francoise sama sem
ekkert máluð, aðeins með ofur-
lítið púður og varalit — alls
ekki eins og þessi uppábúna
kona, sem í gær. •
Hann ætlar að giftast ungfrú
Fauvaux, sagði hún léttilega þeg
ar þöignin ætlaði að fara að
verða óþolandi, þ>á þarf hann
ekki að hugsa um að dást að
mér, né ég að honum. /
Claudette hristi höfuðið með
hörkusvip og lokaði snyrtiborð-
inu með ofurlitlum skelli. Mér
þykir verst. að þú skyldir ekki
fljúga heim fyrir sjö mánuðum,
hvað sem öllum samningum leið.
Frankie gat ekki annað en sam
sinnt henni í huga sínum.
\
VII.
Heimreiðin til Laurier var
míla á lengd og lá niður hratta
brekku, alveg niður í fjöru. Auk
þess var þetta vondur vegur,
enda voru ilskór Frankie orðnir
fullir af ryki áður en hún vissi
af. Hún áttaði sig á því, að Claud
ette hefði haft lög aðmæla með
ráðleggingu sinni en hún hafði
nú í þvermóðsku sinni tekið það í
sig að fara til Bellefleur í stræt
isvagni. Þessi ameríski dugnaður
hennar og sjálfræði hafði enn
komið henni í koll. En hún gat
alls ekki komið sér að því að
hringja í sjúkrahúsið, hvenær
sem hún þurfti á fari að halda —
þeir mundu hafa annað þarfara
að gera við ökutækin þar — en
sjálf varð hún að fá sér bíl tafar
laust.
En engu að síður var hún í
ævintýraskapi þegar hún stóð
undir pipartré og beið eftir vagn
inum. Evrópskum börnum hafði
aldrei verið leyft að nota áætl
unarbílinn, sem gekk meðfram
ströndinni og kom við í þorpum
innlendra manna, allt frá landar
eign de Tourville, þar sem vegur
inn var einkaeign, gegn um Belle
fleur og til Irishtown, sem var al
veg hinumeginn á eynni. Stund-
um höfðu þau André’ stolið sér
fari með honum, í þeirri von að
bílstjórinn eða aðrir færi ekki
að kjafta því í Claudette eða —
sem var helmingi verra — í
Anne Marie. En enginn hafði
sagt eftir þeim, og nú fylltist
Frankie þakklæti til eyjarbúa
fyrir þagmælskuna.
En nú, þegar hún var orðin
tuttugu og þriggja ára, var það
barnaskapur að láta sér finnast
þetta eitthvert ævintýri. Kann-
ske var það meira spennandi
vegna andúðarinnar, sem fóstra
hafði sýnt þessu fyrirtæki henn
ar, en hinsvegar gat henni ekki
dottið í hug, að André væri það
á móti skapi, því að hann hafði
MARKÚS kveður
MARKÚS hefur birzt hér í blaðinu frá því í ágúst 1948 eða rúm 13 ár. Hefur verið ákveðið að hætta sögunni. Þar sem
Sirrí var í mikium vanda stödd í gær, fengum við ungan íslenzkan listamann, Birgi Bragason, til að bjarga henni úr
ógöngunum. En ekki munu allir á einu máli um það hvernig sögunni eigi að ljúka, svo Birgir teiknaði og samdi tvenn
sögulok, og birtast hvortveggja hér í dag.
jafnan verið andvígur kynþátta
mismunun.
Hún greip plámablað og dust
aði mesta rykið af ilskónum sín
um og raulaði dægurlag fyrir
munni sér: „Væri það ekki gam
an?“. Já, væri það ekki gaman,
ef þau André gætu flutt klukk
una aftur á bak og orðið áhyggju
laus börn aftur?
Loksins kom lítill, einfaldur
strætisvagn, stynjandi og más-
andi eftir veginum og bílstjórinn
brosti vingjarnlega þegar hann
sá hana bíða þarna. Hann glotti
þegar hún rétti honum handfylli
af casettas, sem, var myntin þarna
og hún hafði fengið að láni hjá
Claudette. Hann var of ungur til
þess að muna eftir henni, en
hann vissi hver hún var. Og það
vissu farþegarnir sýnilega líka.
Þrjár casettas er nóg ef ung
frúin ætlar bara til Bellefleur,
sagði hann, — og meira en nóg.
Ég hef heyrt, að farið hafi verið
ein casetta fyrir ófriðinn....
Það er meira en nóg fyrir
þessa gömlu beinakvörn sagði
gömul kona í vagninum og allir
hlógu. Vagninn var næstum al-
skipaður og Frankie furðaði sig á
því, þangað til hún mundi, að
þetta fólk var allt úti-sjúklingar
úr sjúkrahúsinu. Sumir voru með
umbúðir um limi, einn hafði höf
uðbindi eins og vefjarhött og
einn var með handlegginn í fatla.
Frankie settist hjá honum og
þau brostu hvort til annars eins
og gamlir kunningjar.
Þú hefur að minnsta kosti ekk
ert um að kvarta, frú Hunnekin,
sagði bílstjórinn góðlátlega. Allir
sjúklingar sjúkrahússins eru
fluttir ókeypis.
Já herra læknirinn sér um,
að strætisvagnarnir féflétti okk-
ur ekki,-sagði gamla konan glað
lega og sneri sér að Frankie.
Þykir yður ekki gaman að vera
komin heim, ungfrú Laurier?
Jú, það veit hamingjan svaraði
stúlkan og brosti framan í öll
brosandi andlitin og reyndi að
sitja á óþolinmæði sinni, því að
bílstjórinn og farþegarnir virtust
ætla að gera sér að góðu að
staza þarna og skrafa saman við
hliðið að Laurier allan daginn.
Það var heitt í vagninum og loft
ið þungt af allskonar meðalalykt,
dökku hörundi og kókosolíu. Ég
hef mikið að gera og þarf að fara
til borgarinnar í kaupstaðarferð,
svaraði hún, svo sem til að gera
grein fyrir ferðum sínum.
Allir kinkuðu kolli og bílstjór
inn flýtti sér að setja í gang en
ferðin gekk seint því ð vegurinn
var vondur, og auk þess var
stanzað við hvern kofa til þess
að taka farþega, og loks þurfti
enginn þarna að flýta sér, nema
fellibylur væri í aðsigi. Til
vinstri handar glitraði á sjó-
inn, meinlausan og lygnan eins
og stöðuvatn, og pálmarnir hvísl
uðust á í hægum blænum. En
inni í vagninum gat enginn sam
kjaftað, heldur töluðu allir stanz
laust, við Frankie og um hana,
algjörlega feimnislaust. Hún
fann, að enn gat hún talað máll
ýzku eyjarinnar fyrirhafnarlítið,
Þegar svo loksins ferðinni var
lokið og bíllinn skrölti inn á
markaðstorgið í Bellefleur, vissii
fólkið eins mikið um fyrstu fyr
'SEWM, l'll <íivc^
vou rwo t|o»e« -ro
LHqiSKÓuíBÍójL
?CHtRRV *
I M COMIMG.' STfjy WHfRE1
you flBF.... l'O
Qive fiNyTHiw6 foH e pwty
CgUITLL,OERn[ SIMCF W£ 'vf—.
JfBtEW UVINC SiU FDR So \^(
long, I rHOuGHT >r would OE^S
•fí/A/ ro G-ETMFIftdÍEO So / TOOH
REI/eueA/D ffioVp /
PHOTOf HHpntlí PBO
kaÍMoRFuHetnOlB,
SOGULOK I:
— Markús! Viltu bara hundzk
ast hingað í einum grænum og
redda mér eða ég skal svo sann-
arlega ...............
— O, haltu þér saman! Sérðu
ekki að ég er önnum kafinn við 1
að losa krullupinnann úr lokkn-
um mínum?
Sirrí sæta: Hversvegna færðu
þér ekki vinnu í SÍS eins og
annað fólk í stað þess að skvett-
ast um alla skóga eins og ein-
hver Tarzan?
Afi steggur: Bra-bra (þýð:
Mikill fjári, Andy er þiá tík eftir
aHt).
Andy: O, Ett ’ann sjálfur!
Sigríður: Ég er orðin dauðupp
gefin á þér Markús, og þar sem
ég hef verið leynilega gift hon-
um Ferdinand í öll þessi ár, þá
Markús: Minnið naig á að lýsi ég hérmeð frati á þig og
skrifa og kvarta yfir lyftunni í fer mína leið. Framvegis mun ég
þessum hjalli.
búa á blaðsíðu 6, niðri. Bæ, bæ!
SÖGCLOK II.
_ Hjálp!
— Sirrí! Eg er að koma! Vertu
kyrr . . . Ó, nú ætti ljósmyndari
Morgunblaðsins að vera hér!
— Hetjan mín!
— Jæja elskan! Þar sem við
höfum lifað í synd svona lengi,
hélt ég það gæti verið tilbreyting
að því að ganga í það heilaga, svo
ég tók prestinn með mér!
— Og eftir vígsluna gef ég ykk
ur tvo miða í Háskólabíó!
aitltvarpiö
I Laugardagur 14. október
8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 T6n
leikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón
leikar. — 10:10 Veðurfregnir).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar.
12:25 Fréttir og tilkynningar).
12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig*
urjónsdóttir).
14:30 Laugardagslögin. — (Fréttir ki,
15:00 og 16:00).
16:30 Veðurfregnir.
18:30 Tómstundaþáttur bama og ungl
inga (Jón Pálsson).
18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr.
19:30 Fréttir.
20:00 Einleikur á hörpu: Nicanor Zabn
leta leikur lög eftir de Huete.
Coelho, Nadérmann og Labarre,
20:15 Leikrit: „Víst ertu skáld, Kristó*
fer!“ eftir Bjöm-Erik Höjer, I
þýðingu Þorsteins Ö. Stephen^
sens. — Leikstjóri: Helgi Skúla*
son.
20:55 Ur einu í annað: Guðmunduf
Jónsson bregður hljómplötum á
fóninn.
21:40 Upplestur: „Fjúk“, smásaga efti*
Þóri Bergsson (Andrés Björns-*
son).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok.