Morgunblaðið - 14.10.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 14. okt. 1961
MOZIGVNBLAÐIÐ
15
Nýfar Penguin-bækur
MORGUNBLAÐINU hafa borizt
nokkrar nýiar bækur frá Pengu-
in útgáfunni. Er þar um að ræða
bamabækur, sakamálasögur, —
feröabók, skrá um helztu heims-
viðburði ársins 1960 og nokkrar
skáldsögur.
Barnabækurnar eru tvær og
heita Little Old Mrs. Pepperpot,
sem ætluð er börnum á aldrin-
um 3—5 ára og A Little J'rinc-
ess, bók fyrir stúlkur á aldrinum
10—12 ára.
Þá er bók um Hindusma eftir
Kshiti Mohan Sen, en hann starf
aði mikið með Nobelsverðlauna-
skáldinu indverska, Tagore. —
Ferðabókin heitir Wai- Wai og
er eftir Nicholas Guppy. Hún
fjallar um ferðir höfundarins
um skógana norðan Amazon
fljóts. Segir hann meðal annars
frá lífi Indjána þar og mörgum
merkilegum athugunum er haítft
gerði á ferðalaginu, — bókin er
myndskreytt.
Þá skal getið sakamálasagna
eftir höfundana Max Murray,
Mary- Cartér Roberts og Holly
Roth.
FIMJM íslenzkar litkvikmiyndir
Ósvalds Knudsens, sem sýndar
Voru við geysimikla aðsókn f
Gamla bíói í vor, hafa verið
sýndar víðs vegar um land nú í
íumar við ágætar undirtektir.
Vegna fjöldamargra tilmæla
verða myndirnar endursýndar í
Gamla bíói á sunnudaginn kl. 3.
Ættu þeir, sem misstu af myndun
um í vor, að nota þetta tækifæri.
Myndirnar eru þessar: Vorið er
komið, Séra triðrik Friðriksson,
Þórbergur Þórðarson, Refurinn
gerir gren í urð og Frá Eystri-
byggð á Grænlandi.
Inn á myndirnar tala þeir dr.
Kristján Eldjárn þjóðminjavörð
ur og Þórhallur Vilmundarson,
prófessor.
Var Napoleon
myrtur?
Stokkhólmi, 11. október.
NAPOLEON var myrtur. Honum
var byrlað eitur, drepinn með
arsenik. Þetta sagir sænskur vís-
indamaður, dr. Sten Forshufvud,
í nýútkominni bók um dauða
Napoleons, sem almennt hefur
verið talið að látizt hafi af blæð-
andi magasári, eða e. t. v. krabba
meini. Færir Svíinn rök að því,
að franskur hershöfðingi hafi
myrt Napoleon að undirlagi yf-
irboðara sinna. — Kannsókn á
hári Napoleons, sem varðveitt
hefur verið, sýnir, ab' arsenik hef
ur valdið dauða mannsins.
Fianna Fail
DUBLIN, 11. október. — Sean
Lemass, leiðtogi Fianna Fail,
stærsta stjórnmálaflokks írlands
Ihlaut í dag traust þingsins til
þess að sitja áfram í forsætis-
ráðherraembætti. Fianna Fail
missti hreinan meirihluta á
þingi í nýafstöðnum kosningum,
en er samt enn stærsti flokkur-
inn, Hlaut hann 70 þingsæti af
144. Fine Gael er nærst stærsti
flokkurinn með 47 sæti, jafnað-
armenn hafa 16, en óháðir og
aðrir samtals 11. — Það voru
tveir óháðir, sem veittu Sean
Lemass stuðning í dag — og
það nægði. Fjórir sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Nicosia, 11. október.
13 brezkir hermenn létu lífið í
dag, er flutningaflugvél af Hast-
ings gerð fórst í flugtaki í Libyu.
Rússar bera fram
sakir
Haag, 11. október.
FULLTRÚI rússneska sendiráðs-
ins sakaði hollenzku lögregluna
um að hafa beitt rússneska flótta
manninn Golub þvingunum.Sagði
sendiráðsmaðurinn, að hann hafi
verið knúinn til að flýja land.
Hollenzka lögreglan bar þessar
fullyrðingar til baka sem hrein-
an uppspuna. Jafnframt það, að
Golub hefði reynt að fremja
sjálfsmorð.
Ilæðar-
met
EDWARDS flugstöðinni. Kali-
forníu, 11. október. — Bob
White, major í flughemum,
setti í dag nýtt ‘hæðarmet í X-15
rakettuflugvélinni. Komst hann
í 220 þús. feta hæð, (41 mílu),
eða 9 mílum hærra en síðasta
metið, sem var 169,900 fet. X-15
náði hraða sem nemur 3,477
mílum á klst, eða mun hraðar
en riffilkúla.
Hvað gerir
Formósa?
New York, 11. október.
HAFT er eftir góðum heimild-
um, að ekki sé óhugsandi, að
þjóðernissinnastjórnin á Form-
ósu muni endurskoða afstöðu
sína gagnvart inntöku Ytri-
Mongólíu í Sameinuðu þjóðirnar.
Ástæðan er sú, að fulltrúar
Afríkuríkjanna hafa lagt mjög
að kínverska fulltrúanum að
beita ekki neitunarvaldi gegn
Ytri-Mongólíu, því Rússar munu
þá hindra upptöku Afríkuríkja.
Frá Formósu berast fregnir um,
að stjórnin þar hafi lagt sendi-
manni sínum í New York það í
sjálfsvald hvort hann greiðir at-
kvæði með eða á móti.
Broshýr Indíánastúlka
Hinar léttu skáldsögur eru
eftir höfundana Christopher Is-
herwood (Prater Violet), Maruel
Aymé (The Green Mare — þýdd
úr frönsku) og P. G. Wodehouse
(A Damsel in Distress) — Enn-
fremur er ein stutt skáldsaga
eftir ítalska höfundinn Elio Vitt-
orini með formála eftir Ernest
Hemingway.
Loks skal telja bókina World
Events 1961 issue, sem fjallar
um helztu heimsviðburði síðasta
árs. Útgáfu bókarinnar hefur
annazt Sir Ivison Macadam.
Lœknisráð vikunnar
Practicus ritar um:
inn lykur loftþétt um brjóst-
vörtuna. Gangarnir tæmast
þá, bæði vegna undirþrýstings
ins og sjálfkrafa samdráttar
sléttu vöðvanna í veggjum
þeirra. Til að kinnar barnsins
falli ekki inn um leið hefur
náttúran komið fyrir í þeim
fitupúðum í kinnum reifa-
barnsins, sem gera þær stinn-
ar.
Fyrstu dagana eftir barns-
burðinn er mjólkin gulleit
vegna tiltölulega mikils eggja
hvítuinnihalds. Þetta er ástæð
an til að mjólkin hleypur,
Mataræði ungbarna I.
BRJÓSTGJÚF
að það hafi krafta til að tæma
brjóstin, og hraust og eðlilegt
getur það alltaf. Móðurmjólk-
in inniheldur, ef allt er eðli-
legt, enga sýkla. Bamið fær
því enga sjúkdóma með fæð-
unni.
Miklu minna er um sjúk-
dóma og dauðsföll meðal ung-
barna á brjósti, en hinna, sem
lifa á annarri fæðu. Sálrænt
séð, verður samband móður og
barns betra, þegar það er haft
á brjósti. Bæði öðlast samein-
ingar- og öryggistilfinningu,
sem hefur mikil og góð áhrif
á sálþroska og jafnvægi barns
ins.
Nauðsynlegt er, ef móðirin
á að geta mjólkað nægilega,
WASHINGTON, 11. okt. — Um
200 blindir, þ. ,á. m. 9 böm,
björguðu sér af sjálfsdáðum úr
eldsvoða í blindraheimili einu
hér í borg. Engann sakaði.
BODÖ, NOREGI, 10 okt. (NTB):
— Verðmæti síldar og loðnuafl-
ens í Norður-Noregi í ár er met-
ið á 70 milljónir n. kr., en var
é sama tíma í fyrra 26 milljónir
n. kr., að því er blaðið Nord-
lands Framtid skýrir frá í dag.
Miðað er við verðmæti aflans
á bryggju.
VÖXTUR brjóstkirtlanna örv-
ast af hormónum frá eggja-
stokkunum, og ennfremur af
hormónum frá legkökunni,
meðan meðgöngutíminn stend
ur yfir. Mjólkurframleiðslan
örvast af hormóni frá fram-
hluta heiladingulsins. Meðan
meðgöngutíminn varir er heila
dingulshormónið óvirkt, en
um leið og legkakan er komin
út falla hömlurnar burtu og
mjólkurframleiðslan byrjar.
Sog barnsins á án efa mikinn
þátt í að fá brjóstið til að
gefa frá sér mjólkina. Meira
að segja eru til dæmi um, að
aldnar óbyrjur hafi farið að
mjólka, er þær lögðu fóstur-
börn að brjósti sér í nokkra
daga.
Sogið er meðfædd og frum-
stæð hreyfing. Því er ekki
stjómað af meðvitundinni,
heldur miðstöð í mænukylf-
unni. Hreyfingin er fólgin í
að, fyrst sýgur barnið, síðan
þrýstir það kjálkanum saman.
Þegar það glennir þá sundur
aftur myndast undirþrýsting-
ur í munninum og hinum út-
víkkaða enda útfærslugang-
anna (sjá mynd), ef munnur-
þegar hún er hituð upp. Brodd
mjólkin er talsvert svipuð
blóðvatni að samsetningu, en
það er afar heppilegt, því
fram að fæðingu hefur barnið
fengið alla sína næringu úr
blóði móðurinnar.
Konumjólk er dálitið frá-
brugðin kúamjólk að inni-
haldi. Höfuð munurinn er á
eggjahvitu- og sykurinni'haldi
(sjá næstu grein) og ónæmis-
efnum. Konumjólkin er, meðal
annars, sérlega útbúin til að Brjóstkirtill mjólkandi koiru.
vemda barnið gegn þeim sjúk tJndir brjóstvörtunni má sjá
dómum, sem móðir þess hefur útvíkkaða mjólkurgangana,
fengið. Ungbamið hefur nærridýPra siást kirtilblöðin. Undir
engin ónæmisefni, og hefur húðinni má
auk þess minni hæfleika til að sJá Htulag.
mynda þau en fullorðnir. T. d.
er afar sjaldgæft, að brjósta-
börn fái þá sjúkdóma, sem
móðirin hefur orðið ónæm
fyrir, svo sem mislinga og
kíghósta, meðan þau eru á
brjósti.
Konumjólkin er einhver auð
meltanlegasta fæða, sem til er,
og er því að öllu leyti bezta
næringin fyrir ungbörn.
Mjólkurframleiðsla móður-
innar stjórnast að talsverðu
leyti af sogi barnsins svo fremi
að hún verði ekki fyrir áköf-
um sálrænum áhrifum, sömu-
leiðis á hún ekki að þreyta
sig á meiri vinnu, en henni
sjálfri finnst hún vena vel fær
um. Að minnsta kosti ætti hún
ekki að vinna úti fyrstu vik-
urnar.
Sé barnið mjög lítið, ef til
vill fætt of snemma, getur
verið, að það hafi ekki krafta
til að sjúga. Börn, sem hafa
lamazt geta oft ekki sogið, og
verða að fá aðra næringu. Ef
móðirin fær bólgu í brjóst, á
að tæma mjólkina úr hinu
sjúka brjósti og ekki gefa
barninu hana. Hafi móðirin
smitandi berkla eða kíghósta
á að taka barnið frá henni,
strax eftir fæðinguna. Þegar
áðurnefnd tilfelli eru undan-
skilin, er bezt að gefa barn-
inu brjóst, svo fremi að það sé
mögulegt. Þegar móðirin er
sálsjúk, er oft ómögulegt að
láta hana hafa barnið á brjósti,
læknirinn verður að taka
ákvörðun um þetta í hverju
einstöku tilfelli.
Ýmis efni geta komist úr
mat móðurinnar í mjólkina og
orsakað kveisu í barninu, t. d.
laukur og spergill. Yfirleitt
getur móðirin varast þetta.
Flest lyf komast í mjög litlum
mæli í mjólkina, en í þessum
tilfellum verður að spyrja
lækninn ráða. Minni háttar
notkun áfengis og tóbaks hef-
ur 'enga þýðingu.
Næturmáltíðirnar eiga að
vera eins strjálar og hægt er,
bæði vegna móður og barns,
þannig að baminu sé síð-
ast gefið um ellefu leytið
á kvöldin og aftur 6—7
á morgnana. Að öðru leyti er
ágætt að láta barnið sjálft
ákveða matartímann. Flest
böm venja sig fljótlega á
mikla reglusemi, og af því
hafa allir aðilor gagn. Á þann
hátt koma hægðimar einnig
reglulega, og verður þá bamið
fljótara að hætta að gera í
buxurnar. Yfirleitt eiga að
vera 3—4 stundir milli mála
á daginn. Um það bil sex mál-
tíðir á sólarhring nægja.
Mikilsvert er, að bamið sé
lagt á brjóst, jafnskjótt og
móðirin telur sig hafa þrek til
þess. Hin algenga ástæða til
að hætt er við að hafa börn
á brjósti: að mjólkin er ónóg,
má oftastnær rekja til rangr-
ar brjóstgjafar á burðarsæng.
Eins og áður var sagt:
Brjóstamjólk er hin eina eðli-
lega fæða nýfæddra bama, og
þau eiga að fá hana, sé þess
nokkur kostur.