Morgunblaðið - 14.10.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.1961, Blaðsíða 14
14 IUORGVNBLAÐID Laugardagur 14. okt. 1961 Innilegt hjartans þakklæti til barna minna, tengda- barna, barnabarna, barnabarnabarna, systur xninnar, skyldmenna og kunningja fyrir gjafir, blóm og vinar- kveðjur í tilefni af áttræðisafmæli mínu þann 20. sept. sL Guð blessi alla framtíð ykkar. Sigurgeir Jóhannsson, Hjallavegi 29. Öllum þeim mörgu, bæði fjær og nær, sem auðsýndu mér vinsemd, samúð og hjálp við fráfall og jarðarför konu minnar ÞURÍÐAK HELGADÓTTUR votta ég mínar beztu þakkir. Jón Ólafsson, Blönduósi. í Reykjavík Freyjugötu 41. Framhaldsteiknideild. Kennari Ragnar Kjartans- son, leirkerasm. Kennsla hefst í dag kl. 5 eftir hádegi. Málaradeild. Kennari Hafsteinn Aust- mann, listm. Getum bætt við nokkrum nemendum. Teikni- og föndurdeild barna. Kennsla getur af óvið- ráðanlegum ástæðum ekki hafist fyrr en um næstu mánaðamót. Innritun fer fram virka daga kl. 8—10 e.h. Sími 1 19 90. Hellur til veggskreytinga Höfum fyrirliggjandi hellur og hleðslugrjót frá Stóra-Ási og Augastöðum Hólasveit. Einkum eftir- sóttar til veggskreytingar úti og inni, við hleðslu á arinum og fleiru Grjótið er dðeins til sölu í Reykja vík hjá Jóni Jónssyni Goðheimum 12, sími 33494. Faðir minn og fósturfaðir ELÍAS GUÐMUNDSSON trésmiður, andaðist að Hrafnistu laugardaginn 7. þessa mánaðar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni næstkomandi mánudag kl. 13,30. Ólafur Elíasson, Sigríður Ólafsdóttlr. Útför- föður okkar og tengdaföður KRISTJÁNS EINARSSONAR Miklubraut 1, sem lézt í sjúkrahúsinu Sólheimum 8. okt., fer fram frá Fossvogskirkju þriðjud 17. okt. kl. 1,30. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameins- félagið eða styrktarfélag vangefinna. Börn og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför konunnar minnar, móður og tengdamóður INGIBJARGAR SIGMUNDSDÓTTUR Helgi Kr. Jónsson, Sigmundur R. Helgason, Pálína Þ. Sigurjónsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar ÞURÍÐAR ELLEN GUÐLAUGSDÓTTUR Eiginmaður og börn. — Utan úr heími Framhald af bls. 12. — Gert er ráð fyrir, að um hálf milljón manna muni búa í hinum 100 nýju borgum — og nálægt 300.000 í aðliggjandi herstjóm- arþorpum. Hér er um að ræða raunverulega þjóðflutninga — hina mestu, sem um getur í Suð austur-Asíu. Og þjóðfélagsleg og efnahagsleg áhrif þeirra á Suður- Vietnam munu verða gífurleg, raunar óútreiknanleg — ef af framkvæmdum verður. ★ HORFIR TIL FRAMFARA Á MARGAN HÁTT Það er Ijóst, að til að byrja með mun draga nokkuð úr rísupp sekru landsmanna, en rísræktun er aðalatvinnuvegur þeirra og rís inn helzta útflutningsvaran. Hins vegar munu framleiðslumöguleik arnir vaxa, þegar búið er að rækta til fulls landið umhverfis hinar nýju byggðir. Og menn telja, að samdrátturinn í upphafi muni tæpast nema meiru en þeim „tolli“, sem hermdarverka- menn kommúnista taka nú af rís flutningalestunum á leiðinni til höfuðborgarinnar. En það verður að líta á fleira en rísinn, þótt hann sé nú „lifi- brauð“ landsmanna í ríkara mæli en nokkuð annað. Von skipuleggj aranna er sú, að við þau bættu skilyrði og aukna öryggi, sem hinar nýju byggðir eiga að veita, muni bændur Suður-Vietnam mjög auka alla landbúnaðarfram- leiðsluna Og gera hana miklu fjöl- breyttari en áður. Og — sem kannski er flestu öðru mikilvæg- ara — hinar nýju borgir og þorp munu veita hundruðum þúsunda fólks stórbætt menntunar- og menningarskilyrði og þannig lyfta allri þjóðinni á hærra stig. ★ „B.vlting VONANNA" Ef áætlanir dr. Staleys og manna hans ná fram að ganga, munu þær eflaust valda stór- felldri byltingu í þjóðlífinu, sem hafa mun áhrif til framfara og blessunar löngu eftir að núver- andi skæruhernaður og vandræði eru gleymrd og grafin. Það verð ur ekki blóðug bylting, heldur friðsöm „bylting vonanna", eins Er.skukennsla á suðausturströnd Englands, íyrir nemendur (karlmenn) á öllum aldri. Enska til undirbún- ings fyrir pró£, emibætti, verzl- unarstörf o. fl. £12.12.0 á viku, innifalið fæði — húsnæði, kennsla, bækur o. fl. The Richard Hilliar School, Beresford Gardens,. Cliftonville, Kent, England. Scsmkomur Kristniboðshúslð Betanía Laufásvegi 13 Á morgun: Sunnudagaskólinn kl. 2 e.h. Öll böm velkomin. K. F. U. M. Á morgun: kl. 10,30 sunnudaga skóli. kl. 1,30 Drengjadeildir á Amtmannsstíg og í Langagerði. kl. 8,30 Kristniboðssambandið hefir kveðjusamkomu fyrir Ing- unni Gísladóttur, hjúkrunarkonu sem er á förum til starfs síns í Konsó. — Tekið við gjöfum til kristniboðsins. á morgun. Almenn samkoma Zíon Óðinsgötu 6A kl. 20,30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna Kristilegar samkomur á sunnud. kl. 5 Reykjavík (Bet- aníu) mánud. kl. 8,30 Ytri Njarð v. (Skólanum) þriðjud. kl. 8,15 Vogunum fimmtud. kl. 8,15 Innri Njarðv. (kirkjunni) Allir eru hjartanlega velkomnir. Helmut Leichsenring, Þýzka- landi, Rasmus Biering Prip, Dan mörku, tala á ísenzku Fíladelfía Almennur biblíulestur kl. 5. Vakningasamkoma kl. 8,30 Ingv ar Kvarnström talar. Hann og kona hans syngja tvisöng. — •jiuuioj{(aA Jijxy og komist er að orði í grein um þessi mál eftir John Stirling, einn af fréttamönnum brezka blaðsins „Observers" — en á þeirri grein, sem nefnist „Hinar nýju víg- stöðvar í Suður-Vietnam“, er framanskráð að miklu leyti byggt Kekkonen í Kanada MONTREAL, Kanada, 10. okt. — (AP-NTB). — Urho Kekkonen Finnlandsforseti kom i dag í op- inbera heimsókn til Kanada. Er þetta í fyrsta sinn sem finnskur þjóðarleiðtogi kemur þangað í op- inbera heimsókn. 1 fylgd með for setanum eru A. Karjalainen ut- anríkisráðherra og Max Jacobson blaðafulltrúi utanríkisráðuneytis- ins. — Forsetinn mun fyrst dvelja þrjá daga í Ottawa, en síðan ferðast um landið. Á laugardag verður Kekkonen gerður heiðursdoktor við háskólann í borginni Water- loo í Ontarioríki. Kekkonen fer frá Kanada á mánudag, og heldur þá til Banda- ríkjanna í opinbera heimsókn ríkjanna í opinbera heimsókn. Félagslíf Frjálsíþróttadeild KR Innanhússæfingar deildarinn- ar veturinn 1961—’62 verða í í- þróttahúsi Háskólans við Mela- veg og hefjast föstud. 13. okt. Þjálfarar verða þeir Ben. Ja- kobsson f. fullorðna og Svavar Markússon f. drengi. Æfingatafl an hefur verið ákveðin sem hér segir: Fullorðnir. mánud. kl 20,30 —21,30, föstud. kl. 20,30—21,30 Útiæfingar verða á miðvikud. kl. 18—19. Drengir. þriðjud. kl. 19,30 —20,30. Útiæfingar eftir nánara samkomulagi við þjálfara.. Sam- eiginlegur æfingartími fyrir allar deildir félagsins (þrekþjálfun) verður á miðvikud. kl. 18—19 Félagar verið með strax frá byrjun, mætið vel og stundvís- lega og takið með ykkur nýja félaga. Stjóm Frjálsíþróttadeildar KR íþróttafélag kvenna Leikfimin er að byrja hjá okk ur, þátttaka tiikynnist í síma 14087. Fylgist með frá byrjun. Stjórnin ÍR handknattleiksdeild Æfingar í dag III. fl. mæti að Hálogalandi kl. 6 IV. fl. kl. 6,50 Mfl. 1 og 2. fl. í Valsheimilinu kl. 6,50. Stjórnin Knattspyrnufklagið Valur, Knattspymudeild. 5. fl. Munið innanhússæfing- una á sunnudaginn. Skemmti- fundur eftir æfinguna kl. 3 Stjórnin Valur, handknattleiksdeild Aðalfundur handknattleiks- deildar verður miðvikudaginn 18 okt. nk. kl. 8,30 í félagsheimil- inu. — Stjórnin Þjóðfélagsins allra meina bót, er að skera og skera, segir doktor Svendsen. Mynd- in er af þeim Gísla Halldórs- syni (doktor Svendsen) og Brynjólfi Jóhannessyni (Andrési) í gleðileiknum „Allra meina bót“, sem Leik- félag Reykjavíkur tekur nú / til sýninga. Þegar leikurinn J var sýndur í Austurbæjarbíói I í vor fékk hann mjög góðaft dóma og ættu sem fæstir að láta þessa skemmtilegu kvöld stund fram hjá sér fara. Fyrsta sýniirgin verður ann- að kvöld kl. 8,30. — Sýning- ar verða aðeins örfáar. -Sr. Bjarni Framhald af bls. 13. gesti. Kandídatarnir 9 sátu í sín< um hvíta skrúða frammi í skrúð- húsinu í byrjun athafnarinnar, en gengu síðar inn að altarinu, þar sem Pétur Pétursson biskup vígði þá, en að vígslunni lok- inni voru allir ungu prestarnir teknir til altaris. Bjarni Þorsteinsson hefur lýst áhrifum vígsluathafnarinnar með þeim orðum, „að hún geti va.rla farið fram án talsverðrar innri hrifningar hjá manni sjálfum“, En einkanlega virðist honum hafa orðið hugstæður einn sálmurinn, eða öllu heldur lagið, sem sung- ið var við þetta tækifæri: „Það veri allt, sem vill minn guð“; hafði honum aldrei þótt þetta lag neitt sérlega fallegt fyrr en á þessari stundu, erf „nú þótti mér það því fallegra, sern ég heyrði það lengur .. . “ Bjarni Þorsteinsson hefur nú kvatt stúdentsárin og við tekur embættisferill hans með þeirri ábyrgð og skyldum, sem prest- starfinu fylgja; fyrir honum ligg ur að fara út í fásinnið í éinangr aðri byggð norður vrð Durnbs- haf, þar sem hann engan þekk- ir og hefur aldrei komið. Og þarna átti framtíð hans að ráðast. Engan gat grunað það á vígsludegi hans — og allra sízt hann sjálfan — að í Siglufirði ætti hann eftir að dveljast f hálfa öld og vinna margþætt ævi starf, sem prestur og menningar- leiðtogi, tónskáld og tónlistar- frömuður, Og sem framsýnn og ötull athafnamaður í verklegum framkvæmdum. Hvern þessara þátta í ævistarfi sínu rækti hann af slíkri reisn og með þeim skör ungsskap, að flestum mönnum mundi finnast sem þeir hefðu tii nokkurs lifað, ef þeir hefðu skilað samtíð sinni — aðeins á einu sviði — jafnfarsælu og verð mætu starfi og Bjarni Þorsteins- son í hverri af þeim höfuðgreiri um, sem hér um ræðir, og eru þó ekki nefnd öll þau hugðarefni hans önnur, er leiddu af sér and- leg og veraldleg verðmætL VINNA Barngóð stúlka oskast (eldri en 18 ára). Nýtízku heimili. — Önnur húshjálp fyrir hendi. — Harrogate, blómamiðstöð Eng- lands. Einhver enskukunnátta æskileg. Vinsamlegast sendið ljósmynd með umsókn til: Mrs. Edwina Kent Fulwich Road, Harrogate England.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.