Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBLAÐÍÐ Miðvikudagur 18. okt. 1961 - Fjárlagaræðan Framhald af bls. 1. Stóðu í sambandi við efnahags- aðgerðirnar, var af hálfu Alþing- is og ríkisstjórnar reynt að áætla tekjur og gjöld svo nærri sanni, sem frekast voru föng á. færslum á starfsliði sendiráð- anna. 11. gr. ÍTtgjöM við dómsmál og innheimtu tolla og skatta, urðu 105.6 millj., eða um 200 þús. undir áætlun. 12. gr. Heilbrigðismál, 41.7 utillj., og 3.1. millj. undir áætlun. 33 millj. varð 34 millj. 57.5 — — 57.1 — 35 — — 34 — 0.5 — — 0.4 __ 17 — — 16.7 — 15 — — 14 3.4 — — 2.7 hærri en fjárlög áætluðu, Heildartekjur ríkissjóðs á árinu 1960 voru áætlaðar í fjárlögum ........... kr. 1501.2 millj. en urðu samkv. ríkisreikningi ....... .— 1487.7 , eða — 13.5 — lægri en áætlað var. Tekjuliðir, sem reyndust mjög Hærri áætlun fjárlaga voru þessir: Vörumagnstollur .. var áætlaður Benzíngjald ...... — áætlað Gjald af innl. tollv. — — Lestagjald (af skip- um)............... — — Bifreiðaskattur .. — — Hluti af umboðs- - launum og gengis- hagnað bankanna . — — Vitagjald ........ — — Tekjuliðir, sem urðu nokkr voru þessir: Tekju- og eignarskattur var áætlaður 72 millj., varð 96.8 millj. eða tæplega 25 millj. hærri. Stafar þetta bæði af því að álagður skattur reyndist nokkru hærri en áætlað var, og af því að óvenjumikið innheimtist af ógreiddum sköttúm frá fyrri árum. Awkatekjur ........... voru áætl. 22.3 millj. urðu 23.8 millj. Stimpilgjald ......... var — 34 — varð 38 — Iðgjaldaskattur .... — — 9 _ _______ 10.7 _ Stríðsgróðaskattur. 1 fjárlögum var ekki gert ráð fyrir tekjum af stríðs- gróðaskatti, enda var hann afnuminn. En af eftirstöðvum frá fyrri árum greiddust nú .... 2.3 — Vaxtatekjur ríkis- sjóðs ................ voru — 2.3 — urðu 5.6 — Ovissar tekjur .... — — 13.7 — — 22.2 — Tekjuliðir, sem urðu að veru- Jegu leyti lægri en fjárlög gerðu ráð fyrir, voru þessir: tltflutningsleyfagjald var áætl að 2,6 millj., en var afnumið snemma á árinu og varð því að- eins 183 þús. Leyfisgjald af bifreiðum var áætlað 53 millj., varð 15 millj., eða 38 millj. undir áætlun.. Stafar þetta af því, að innflutn ingur bifreiða var á árinu mjög bundinn við lönd Austur-Evrópu af viðskiptaástæðum, en miklu mninni innflutningur leyfður en áður á bílum frá öðrum löndum. Veldur þar mestu, að reksturs- halli ríkisspítalanna varð minni en ráð var fyrir gert. 13. gr. Samgöngumál, þ. e. vegamál, samgöngur á sjó, vitar hafnir, flugmál, veðurþjónusta. Ferðaskrifstofa, 160,6 millj. en þar eru 6.1 millj. umfram áætl- un. Stærsta umframgreiðslan var vegna Skipaútgerðar ríkisirns, en rekstraíhalli hennar varð 18.5 millj. eða 3 Yz millj. meiri en áætlað var. 14. gr. Kennslumál, söfn o. Forsetinn kvænist t ÞAÐ MÁ með sanni segja að sambandið milli Frakklands og Túnis í Norður-Afríku sé skrykkjótt. Bourgiba forseti hefur hótað Frökkum skæru- hernaði, ef þeir yfirgefi ekki flotastöðina í Bizerta. — Frönskukennsla í túnískum skólum hefur verið takmörk- uð og margir franskir kenn- arar orðið að yfirgefa landið. Þannig mætti lengi telja. Erj urnar hafa og náð inn á frönsk-túnisk heimili og splundrað heimilisfriðnum. — Þannig fór fyrir sjálfum for setanum. Hann hefur nú skil- ið við hina frönskættuðu eig- inkonu sína, sem hann hefur verið kvæntur í 30 ár, og kvænast aftur túniskri fram- farasinnaðri konu, Cuasilla Ben Amar, sem fyrir mörgum árum hætti að ganga með blæju fyrir andlitinu. Meðfylgjandi mynd er af nýgiftu hjónunum. Frúin er systir heilbrigðismálaráðherra Túnis, og er þettá einnig ann að hjónaband hennar. Verðtollur .......... var áætl. 365 millj. varð 339 millj. 7% innflutningssölu- skattur ............... — — 157 — — 146.6 — Innflutningsgjald .. — — 122 — — 119.9 — Tekjur af þessum þrem tegundum að- flutningsgjalda urðu því 38.5 millj. lægri en áætlað var í fjárlögum. Þetta stafar ekki af því, að inn- flutningur í heild yrði minni en ráðgert var í fjárlögum. Orsökin er sú, að samsetningur innflutn- ingsins hefur breytzt, meira hef- ur dregið úr innflutningi vara, sem hæstu toilar eru af, en öðr- um tolllægri vörum. Hver króna innfluttra vara gefur því minni tolltekjur í ríkissjóð en áður. Hluti ríkissjóðs af 8% sölu- skatti af innflutningi og af smá- söluskatti var áætlaður 224 millj. Þessir skattar ásamt hinum eldri 9% söluskatti af framleiðslu og þjónustu urðu 236.3 millj. Tekjur af ríkisstofnunum voru áætlaðar 262,9 millj., en urðu 271,2 millj. eða 8,3 mil’lj. hærri. Þessar stofnanir eru: Síminn, póstur, Afengisverzlun, Tóbaks- einkasala, Ríkisprentsmiðja, Aburðarsala og Innkaupastofnun ríkisins. Svo sem fyrr er getið varð niðurstaðan sú, að 1314 xnilljón skorti á, að heildartekjur ríkis- sjóðs næðu áætlun fjárlaga. Útgjöldin urðu einnig nokkru lægri en áætlað var. Gjöld á rekstursreikningi, 7,— 19. gr. fjárlaga, urðu sem hér segir: 7. gr. Vextir af lánum ríkis- sjóðs urðu 2.1 millj. eða 7.8 millj. undir áætlun. Stafar þetta af því, að viðskiptaskuld við Seðla- bankann var miklu lægri á árinu en reiknað var með í fjárlögum, og vaxtajöfnuður á reikningum ríkissjóðs við bankann því miklu hagstæðari en ráð var fyrir gert. 8. gr. XJtgjöld við forsetaem- bættið urðu 1.5 millj., eins og áætlað var. 9. gr. Alþingiskostnaður varð 11.4 millj., eða 800 þús. kr. hærri en áætlað var. 10. gr. Kostnaður við stjórn- arráðið varð 19.5 millj., eða 100 þús. kr. undir áætlun, og við utanríkismál 23.7 millj., eða 1.2 millj. umfram áætlun. Stafaði það einkum af kostnaði við Genf- arráðstefnu og landhelgismálið og einnig af óvenjumiklum til- fl., varð 177.7 millj. eða 1.6 millj. undir áætlun. 15. gr. Kirkjumál, 13.2 millj., eða 200 þús. undir ásetlun. 16. gr. Atvinnumál, 150.5 millj., 1.5 millj. yfir áætlun. Framlag til hlutatryggingasjóðs reyndist hærra en áætlað var. 17. gr. Félagsmál, urðu 319,8 millj. eða 800 þús. undir áætlun. 18. gr. Eftirlaun, 28.9 millj., 500 þús. yfir áætlun. 19. gr. Niðurgreiðslur á vöru- verði, uppbætur á útfluttar land- búnaðarafurðir, útgjöld skv. sér- stökum lögum og óviss útgjöld urðu samtals 276,2 millj. eða 47.7 millj. undir áætlun. Veldur þar mestu, að niðurgreiðslur urðu 43 millj. undir áætlun, en Út- flutningssjóður stóð undir þeim tvo fyrstu mánuði ársins. Niðurstaða hinna 13 greina ’ rekstrarreiknings varð því þessi:' A 7 greinum urðu útgjöldin undir áætlun, um samtals 69.9 millj. A 6 greinum fóru gjöldin fram úr áætlun um samtals 18.6 millj. Heildarútkoman á reksturs- reikningi var því þessi: Útgjöld áætluð 1383,7 millj., urðu 1332,4 millj., eða 51,3 millj. undir áætlun. A 20. gr., eignahreyfingum, voru innborganir áætlaðar 600 þús., en urðu 3,9 millj. Útborgan- ir voru áætlaðar 117,5 millj., en þeir liðir reyndust 132 millj., eða 14.5 millj. umfram. Flestir út- gjaldaliðir 20. gr. fylgdu ná- kvæmlega áætlun, nokkrir urðu lægri, en umframgreiðslunni veld | ur einn liður, greiðslur vegna ríkisábyrgða, er féllu á ríkissjóð. Þær voru áætlaðar 35 millj., en urðu 49,9 millj. eða 14.9 millj. umfram áætlun. Auk þeirra liða á 20. gr., sem þegar er getið, eru ýmsar út- og innborganir á eignahreyfingum, sem ekki skulu raktar hér. Að lokum er greiðslujöfnuður ríkissjóðs. Mismunandi skoðanir eru uppi um það, hvernig reikna skuli greiðslujöfnuðinn. Stafar það m. a. af ólíkum sjónarmiðum • um það, hvemig líta skuli á breyting ar á geymslufé hjá ríkissjóði, kaup og sölu á fasteignum o. fl. Sé greiðslujöfnuður ríkissjóðs reiknaður á sama hátt og ríkis- bókhaldið hefur gert undanfarin ár, varð hann hagstæður um 10.7 millj. kr. Sé greiðslujöfnuðurinn hins vegar reiknaður samkvæmt regl um Seðlabankans eins og fram kemur í tímariti bankans, ,,Fjár- málatíðindum“, er greiðslujöfnuð urinn hagstæður um 35.4 millj. Fjármálaráðuneytið er nú að láta endurskoða gildandi lög um ríkisbókhald og endurskoðun. Er gert ráð fyrir því, að lögfestar verði reglur um það, hvemig reikna skuli greiðslujöfnuð ríkis- sjóðs, svo að samræmi og festa komist þar á. Meðan slíkar regl- ur hafa ekki verið lögfestar, þyk- ír ráðuneytinu rétt, að miða við fyrri venjur ríkisbókhaldsins. Samkvæmt því telst greiðslu- afgangur ríkissjóðs árið 1960 vera 10 millj. og 700 þús. kr. Umframgreiðslur. Það hefur löngum þótt rétt að gera þá kröfu til fjármálastjóm- ar ríkisins, að hún fylgdi fjárlög um sem nákvæmast í fram- kvæmd og forðaðist umfram- greiðslur. Hafa menn þótzt mega byggja á því dóm um fjárstjóm- ina, hversu til tækist að þessu leyti, og oft verið harðlega deilt á ríkisstjórn fyrir umframeyðslu, ef útgjöld samkvæmt reikningi hafa orðið verulega hærri en fjárlög. Stundum eru greiðslur umfram áætlun fjárlaga óhjá- kvæmilegar, svo sem er óvæntir atburðir og óhöpp ber að hönd- um. Hinu er ekki að neita, að umframgreiðslur hafa að ein- hverju leyti stafað af of litlu að- haldi og aðgæzlu. Ef athuguð er fjárlög og ríkis- zeikningar síðustu 30 ára kemur í ljós, að á hverju ári hafa ein- hverjar umframgreiðslur orðið. Styrjaldarárin er ekki rétt að taka til samanburðar vegna hinna sérstöku aðstæðna þá. Á árunum 1946—1958 vom umfram greiðslur að meðaltali um 9 af hundraði, lægstarárið 1950: 1,2%. Arið 1959 urðu þær aðeins 0,8 af hundraði og höfðu ekki orðið jafnlágar fyrr. Arið 1960 urðu rekstursgjöld- in hins vegar lægri en fjárlög gerðu ráð fyrir, eins og fyrr er getið, um 3,7% undir áætlun. Við stjórn fjármálanna þarf jafnan að hafa vökult auga á tvennu: Undirbúa fjárlögin sem vandlegast, áætla tekjur og gjöld sem næst sanni, og fylgja fjárlögunum í framkvæmd með sem mestri nákvæmni, aðgætni og festu. Horfur um afkomu ríkissjóðs 1961 Um afkomu ríkissjóðs í ár verð ur ekki sagt með fullri vissu að svo komnu máli. Framan af ár- inu virtist það vafasamt, að tekj- úr næðu áætlun fjárlaga. Eink- um voru það aðflutningsgjöld, sem virtust ætla að reynast minni en búizt var við. Það stefndi enn í sömu átt og á fyrra ári, að samsetning innflutnings- ins breyttist, innflutningur há- tollavara dróst saman og tolltekj ur minnkuðu af hverri krónu innflutningsverðmætis. Það gerir alla spádóma um af- komu ársins óvissari, að ekki er hægt að byggja nú á reynslu mánaðanna júní, júlí og ágúst vegna þeirra truflana um inn- flutning og aðflutningsgjöld sem verkföllin og afleiðingar þeirra orsökuðu. Það er sýnt að útgjöld ríkis- sjóðs í ár hækka vegna kaup- hæk'kana og gengisbreytingar um a.m.k. 62 millj. króna. Skiptist sú fjárhæð þannig að um 35 millj. eru vegna 13,8% launahækkunar til opinberra starfsmanna, um 17 millj. vegna 13,8% hækkunar til almannatrygginga, og um 10 millj. vegna hækkunar erlends gjaldeyris. A móti þessum auknu útgjöld- um kemur sá tekjuauki ríkis- sjóðs, sem stafar af hækkun að- f lutningsgj alda vegna gengis- breytingar. Sú tekjuaukning mun þó ekki gera betur en að vega j upp hin auknu útgjöld, sem ilú voru talin. I gildandi fjárlögum eru áætl- aðar 38 millj. króna vegna lána, er lenda á ríkissjóði vegna ríkis- ábyrgða. Það er ljóst að þessi út- gjöld verða í ár miklu hærri og stafar það fyrst og fremst af hin um miklu fjárhagsörðugleikum togaranna. Með 6. gr. bráðabirgðalaganna frá 3. ágúst s.l., um ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi ísl. krónunnar var ákveðið, að hluti af gengishagnaði skyldi not aður til þess að létta byrðar rík- issjóðs vegna áfallinna ríkis- ábyrgða í þágu atvinnuveganna. A þessu stigi er erfitt að segja fyrir um hversu háar ábyrgðar- greiðslurnar verða í árslok og um hitt hve stór verði hlutur ríkissjóðs af gengishagnaðinum eða hvenær hann greiðist inn. En þegar meta skal horfur um af- komu ríkissjóðs á árinu er rétt að líta á viðskiptalán hans í Seðlabankanum. Yfirdrátturinn í Seðlabankamim. Ríkissjóður hefur um langan tíma haft viðskiþtalán hjá Seðla- bankanum. Þetta viðskiptalán, sem kallað er „yfirdráttur". er fyrst og fremst til þess ætlað, að mæta árstíðasveiflum. Yfirdrátt urinn er mjög mismunandi hár á ýmsum tímum árs, — skuldin er lægst um áramót. Útgjöld ríkis- ins eru mest að sumarlagi, þegar verulegar framkvæmdir eru i fullum gangi. Tekjurnar koma misjafnt inn, yfirleitt betur síð- ari hluta árs. Þótt staða ríkissjóðs gagnvart Seðlabankanum á hverj um tíma sýni ekki örugga mynd af afkomu ríkissjóðs, þá gefur hún vísbendingu. Þó verður að taka öllum slíkum samanburði á milli ára með fyrirvara, því að sérsta'kar ástæður geta komið til. Þannig varð yfirdráttur ríkis- sjóðs óvenju hár nú á miðju sumri vegna þess, að aðaltekju- lind ríkissjóðs, aðflutningsgjöld, þornaði upp að mestu meðan verkföllin stöðvuðu afgreiðslu á vörum til landsins. Komst yfir- drátturinn þá hæst í 200 milljón- ir. Varð málgögnum stjórnarand stæðinga svo mikið um þessi tíð- indi, að þau töldu ríkissjóðinn á heljarþremi og spáðu því, að 200 millj. króna halli yrði á ríkisbú. skapnum árið 1961. Ef borin er saman skuld ríkis- sjóðs við Seðlabankann 17. okt., þ. e. í dag, og sama dag undan- farin 4 ár ’kemur í ljós, að skuld in var þenna dag árið 1957 112 millj. árið 1958 106 millj. árið 1959 112 millj. árið 1960 103 millj. árið 1961 70 millj. Með hliðsjón af þeim atriðum, sem ég nú hefi greint og þrátt fyrir þá örðugleika sem á vegi hafa orðið, þá tel ég víst, að jafn vægi náist milli tekna og gjalda og ríkissjóður verði hallalaus á árinu 1961, og jafnvel verði ein- hver greiðsluafgangur. Þrjú fjárlagafrumvörp. Þetta er þriðja fjárlagafrum- varpið, sem núverandi ríkisstjórn leggur fram. Þau hafa verið sam- in við afar ólíkar aðstæður. Hið fyrsta, fyrir árið 1960, var mótað af hinum víðtæku við- reisnarráðstöfunum. Það var til orðið í ölduróti hinna gagngeru breytinga, sem gera þurfti í þjóð- félaginu, til þess að koma á jafn- vægi í stað margra ára misvægis, frelsi í stað fjötra. Frumvarpið fól í sér margháttaðar breytingar í sambandi við þá viðleitni að stuðla að jafnvægi efnahags, efla almannatryggingar, lagfæra skatta- og útsvarskerfið. Þegar næsta fjárlagafrumvarp var lagt fyrir Alþingi, í október 1960, bar það mjög svip þess, að óðum stefndi til aukins jafnvæg- is í efnabagsmálum. Jöfnuður hafði náðst í gjaldeyrismálum, verðlag að verða stöðugt, kaup- gjald haldizt óbreytrt í marga mánuði, skatta og útsvarsbreyt- ingar, almenningi til hagsbóta, höfðu þegar komið fram í stór- Framhald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.