Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 18. okt. 1961 MORGVNB l. 4ÐIÐ 15 Tónleikar S'nfón'u- hljómsveitarinnar REYKVlKSKIR tónleikagestir hafa löngum verið hornrekur í menningar- og skemmtanalífi iborgarinnar. Tónleika hefir orð- ið að halda ýmist á óhentugum tímum eða við óheppileg skilyrði að öðru leyti, nema hvorttveggja væri. En nú hefir risið af grunni myndarleg bygging, sem er — að minnsta kpsti jöfnum höndum — ætluð til tónleikahalds, og virðist fátt hafa verið til sparað, að hún gæti orðið sem bezt fallin til þeirra nota. Þetta er hið nýja og glæsilega samkomuhús Há- skólans við Melatorg. Þar voru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands haldnir sl. fimmtudags- kvöld. Eftir því sem ráðið verð- ur af þessum fyrstu opinberu tón ieikum í húsinu, virðast ætla að rætast allar þær vonir, sem við það voru tengdar, að því er varð- ar hljómburð og önnur skilyrði til tónlistarflutnings. Það er sízt ástæða til að van- þakka það, að Þjóðleikhúsið hef- ir skötið skjólhúsi yfir tónleika- Ihald Sinfóníuhljómsveitarinnar allt frá stofnun hennar. Þrengsli eru þar ærin fyrir starfsemi leik- ihússins sjálfs, þótt ekki bætist við jafn fyrirferðarmikill leigj- andi og Sinf óníuhlj óms veitin hlýtur að vera. Tónleikar, sem þar hafa verið haldnir á undan- förnum 11 árum, munu vera orðnir allmikið á annað hundrað talsins og margir minnisverðir. En fagnaðarefni er það, að hljóm sveitin á nú kost á salarkynnum, sem henta henni stórum betur og eru á allan hátt betur fallin til tónleikahalds. Þeir, sem hafa átt ihlut að því að gera þetta nýja ihús svo veglegt og vistlegt, sem raun ber vitni, eiga miklar þakk- ir skildar, og ástæða er til að óska Háskólanum, bæjarbúum og raunar landsmönnum öllum til hamingju með þetta glæsilega samkomuhús, um leið og látin er í ljós sú von, að Sinfóníu- hljómsveitin megi til frambúðar njóta hér starfsskilyrða við sitt hæfi. En — í nafni allra góðra vætta — hjálpumst að við að finna þessari Hliðskjálf og Dísar- höll eitthvert veglegra og betur viðeigandi heiti en það, sem hinir lærðu prófessorar í háskóla ráði hafa talið hentá til bráða- birgða. Tónleikar Sinfóníuhljómsveit- arinnar sl. fimmtudagskvöld voru hinir fyrstu á því starfsári, sem nú er að hefjast. Stjórnandi var tékkneski hljómsveitarstjór- inn Jindrich Rohan, sem hefir verið ráðinn fastur aðalstjórn- andi hljómsveitarinnar þetta starfsár. Hann kemur vel fyrir, virðist vera ákveðinn og ötulí leiðtogi, en hæfileiki hans til list- rænnar endursköpunar — og sá hæfileiki skiptir höfuðmáli í allri listtúlkun — fékk hér naum ast að njóta sín, vegna þess hvernig verkefnavali var háttað. Aðalviðfangsefni hljómsveitar- innar, og það sem mest reyndi á stjórnandann, var Scheherazade, sinfónísk svíta eftir Rimsky- Korsakov, áheyrilegt verk að sumu leyti og all-íburðarmikið hið ytra en fremur innihaldslítið, endurtekningarsamt og langdreg ið. Að þessu sinni skemmtu hlust endur sér við að „virða fyrir sér“ hin margvíslegu blæbrigði hljóðfæranna við ný og óþekkt hljómskilyrði. Björn Ólafsson konsertmeistari skilaði hér all- miklu einleikshlutverki með mik illi prýði, og mörgum öðrum fyrirliðum í hljómsveitinni tókst Barnaboð í Monaco EINU sinni á ári fá börn furstahjónanna í Monaco að stjórna í höllinni; þetta árið þegar Garolina varð fjögurra ára. Hún bauð til sín tíu gest- um, frá 2—6 ára, og hélt sinn fyrsta dansleik í barnaherberg inu. Carolina var í rósrauðum silkikjól og, tók á móti gest- unum með tilhlýðilegum hné- beygjum. Síðan var gestunum boðið upp á kjúklinga og kök- ur, ávexti og rjóma. Því næst var stiginn dans og stjórnaði Carolina dansinum. Ballið stóð í sjö klukku- stundir, en þá sprengdi Raini- er fursti stóra blöðru til merk is um að gleðinni skyldi hætt. Carolina fylgdi gestunum til dyra, eins og góðum gestgjafa sæmir. Carolina prinsessa er farin að nema dans í ballettskóla frú Dubreuil, en móðir henn- ar, Grace Kelly, æfir hana heima. Meðfylgjandi mynd er tekin við það tækifæri, nokkr- um dögum fyrir dansleikinn og er Carolina að æfa vanda- samt polkaspor. Albert bróðir 'hennar, sem er þriggja ára gamall, er ekki enn farinn að læra dans, en fylgist með æf- ingum systur sinnar af mikl- um áhuga og reynir að apa sporin eftir af fremsta megni. vel, er á þá reyndi sérstaklega. Hörpuleikari hefir verið ráðinn frá útlöndum, og er harpan til prýði í hljómsveitinni, bæði fyrir eyra og auga. Bandaríski fiðluleikarinn Mic- hael Rabin lék einleik í fiðlu- konsertinum eftir Mendelssohn. Vegna bilunar á flugvél þeirri, sem hafði átt að flytja fiðluleik- arann hingað, varð að fresta tón- leikunum til kl. 11 að kvöldi og breyta röð viðfangsefna. Kom hann svo að segja beint af flug- vellinum á tónleikapallinn, og gætti þess mjög í samleik hans og hljómsveitarinnar. Konsert- inn, sem hefir verið talinn eitt andríkasta verk Mendelssohns, glataði mestu af andríki sínu en eftir stóðu aðeins nótur, — hver á sínum stað, en að mestu án þeirrar mjúku herzlu, sem skil- ur á milli ágætrar meðferðar og þess, sem hversdagslegt verður að teljast. Ánægjulegt var að sjá hinn stóra sal þéttsetinn þakklátum áheyrendum, og er vonandi, að aðsókn að tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar verði áfram góð og batnandi. J. Þ. TAIJNUS 17 M Station tir bílar fyrir yður Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins gefur yður kost á að eignast spánýjan TAUNUS Station eftir tæpan mánuð — fyrir aðeins 100 krónur. Vinnlngar í happdrættinu eru hvorki meira né minna 2 — tveir — TAUNUS Station fjölskyldu- bílar, skemmtilegasta bílategund, sem er á markaðnum. Verðmæti bílanna er 360 þús. krónur. Dregið verður 15. nóvember nk. — en það er óvenju- skammur tími fyrir svo glæsilegt happdrætti. Vinningarmr láta ekki standa á sér. Liátið ekkl happ úr hendi sleppa — heldur tryggið yður miða áður en það er um seinan. Skyndihappdrœtti Sjálfstœðisflokksins KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * Háskólabíó: FISKIMAÐURINN FRÁ GALILEU ÞAÐ VAR hvert sæti skipað í hinum miklu og glæsilegu salar- kynnum Háskólabíós. er ég sá þar á fimm-sýningu s.l. sunnu- dag hina stórbrotnu og áhrifa- ríku amerísku mynd, „Fiskimað urinn frá Galileu". er gerist á þeim tímum er Jóhannes skír- ari er að boða lýðnum komu frelsarans og Kristur tekur fyrst að flytja mönnum boðskap sinn. Segir í myndinni meðal annars frá því hversu fiskimaðurinn Símon, þ. e. Pétur postuli, í fyrstu tekur fálega hinum nýja boðskap Krists, en gengur hon- um síðar á hönd og gerist hinn mikli talsmaður hans. Að öðru leyti er meginefn- myndarinnar um ástir þeirra Fara prinsessu, sem er júdeisk í aðra ættina en arabisk í hina og Voldis, sem er arabiskur prins. Hafði Hero- dus fjórðungsstjóri, faðir Fara hrakið móður hennar og eigin- konu sína á brott frá sér en tekið saman við hina kaldrifjuðu Herodias, sem varð hans illi andi. Hvetur hún hann meðal annars til þess að láta háls- höggva Jóhannes skírara. Hefur það atriði orðið viðfangsefni ýmsra .kálda, svo sem Oscars Wildes í leikriti hans „Salome“, en leikrit þetta kom út á vegum Helgafells í bókaflokknum listamannaþing árið 1946 í þýð- ingu Sigurðar Einarssonar. Þegar Fara prinsessa fær vitneskju um það hversu hrak- lega hann hefur leikið móður hennar og drýgt önnur illræðis- verk, vaknar hatur hennar til hans. Hún strengir þess heit að hefna þessa og fer dulbúin í ríki Herodusar með þeim ásetningi að myrða hann. Þegar þangað kemur verður hún á vegi Símon- ar fiskimanns og fær húsaskjól hjá honum. Kemur Símon nú mjög við sögu, en áform hennar að myrða Herodus verða að engu, enda hefur hin unga stúlka orðið fyrir djúpum áhrifum af boðskap Krists. Sagan verður ekki rakin hér frekar, enda yrði það allt of langt mál. Mynd þessi er frábær að allri gerð, listrænt afrek, sem seint mun gleymast, og afburðavel leikin. Howard Keel leikur Símon, eða Pétur postula, hin unga og fríða leikkona, Susan Kohner leikur Fara, John Saxon Voldis prins. Herbert Lom fer með hlutverk Herodusar, en Herodias konu hans leikur Martha Hyer. Allir fara þessir leikarar ágætlega með hlútverk sín og hið sama má segja um' aðra leikendur, sem fara með athyglisverð hlutverk, þó að þeir verði ekki taldir hér. Mynd þessa ættu sem flestir að sjá, bæði vegna hins áhrifamikla efnis hennar og listrænnar gerð- ar. Gamla Bíó: KATI ANDREW HINN AGÆTI kvikmyndaleikari George Sanders, segir í skemmti legum endurminningum sínum að Danny Kaye, sé í einkalífi sínu þunglyndur og þungbúinn, jafnvel feiminn og tortrygginn. Hver skyldi trúa því um þennan gáskafulla og bráðskemmtilega gamanleikara, sem aldrei bregzt bogalistin. enda fjölhæfari en flestir aðrir gamanleikarar Og þó, — maður hefur heyrt það áður að flestir trúðar og gaman- leikarar séu með þessu marki brenndir. 1 mynd þessari er Danny vin- ur okkar kennari við heimavist- arskóla í Englandi og í þann veg Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.