Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 23
MiSvikudagur 18. okt. 1961 MORCVNB7AÐ1Ð 23 — Útvarpsumræður Framh. aí 24 Stefnt væri að því að herða sam- dráttartökin. Loforð um sparnað ikvað Ey.J. hvimleitt skrum, þar sem útgjöldin yxu stöðugt. Aug- Ijóst væri að öll efnahagsmálin væru komin í hið mesta öng- þveiti, vegna viðreisnjrinnar. Þá drap hann á þróun mála í verk- föllunum á siðasta sumri og sagði að ríkisstjórninni væri nú legið á hálsi fyrir að hafa ekki beitt sér fyrir þeirri lausn, sem SÍS samdi um. Gengislækkunin eftir verkföllin hefði verið óþörf. En af henni — en ekki kauphækkun unum — hefði leitt þær verð- hækkanir, sem nú vaeru orðnar. Loks kvað hann það alrangt, að Islendingar hefðu ekki verið fulll færir um að standa á eigin fótum í fjárhagsefnum á undanförnum érum. Það eina sem nú þyrfti að igera, til að koma efnahagsmálun um á réttan kjöl eftir aðgerðir nú verandi ríkisstjórnar, væri að breyta um stefnu og fela öðrum völdin. Þá flutti fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, svarræðu sína. Benti hann á, að það væri hinn mesti misskilningur, að rík issjóður hagnaðist á gengislækk uninni. Þótt auknar tolltekjur yrðu vegna hennar, nægðu þær engan veginn til þess að vega á móti aukum útgjöldum vegna kauphækkananna. H Ráðherra vék að gagnrýni etjómandstæðinga á þeirri á- kvörðun ríkisstjórnarinnar að greiða framlög sín til atvinnu- leysistryggingasjóðs á næsta ári með skuldabréfum. Greindi hann frá því, að tekjur sjóðsins væru nú um 70 millj. kr., og framlag ríkissjóðs væri 28 millj. Hagur sjóðsins væri þegar orðinn betri en nokkurs í landinu, sem m. a. Jtæmi fram í því, að hann ætti í handbæru fé 170 millj. kr., sem væri nægilegur forði til út- lána næstu 5—6 árin, ef útlán hans yrðu svipuð og að undan- fömu. Þessi ráðstöfun hefði því síður en svo óþægindi í för með sér fyrir sjóðinn. Ráðherra taldi Eystein Jóns- son hafa verið seinheppinn að býsnast yfir því, hve fjárlögin hefðu hækkað frá árinu 1958, því að það ár hefðu verið af- greidd mestu hörmungafjárlög, sem um gæti í sögu seinni ára- tuga. Rifjaði ráðherra í stuttu xnáli upp sögu þessa fjárlaga- frumvarps Eysteins Jónssonar. Það hefði verið lag fyrir Alþingi með 71 millj. kr. greiðsluhalla, en síðan hefði hluta fjárlag- anna verið fleygt fyrir borð og ríkissjóði skipt í tvennt. Þá væri nú hafður annar háttur á en í tíð Eysteins, þegar sam- jþykkt ríkisreikningsinss dróst ár um saman Nú væri hann lagður fyrir þing strax á næsta ári eftir hvert fjárlagaár. Kost-tiaður við hagsýslu sagði fjármálaráðherra, að hefði marg- borgað sig nú þegEU-. Minna mætti á, að milljónasparnaður væri á hverju ári af sameiningu Á.V.R. og Tóbakseinkasölunnar. Fyrir el’.efu árum hefði Eysteinn Jóns- son lagt fram frumvarp um sam- eitiingu, en það dagað uppi og tvívegis í valdatíð hans hefðu for stjórastöður losnað hjá fyrirtækj- unum, svo að honum hefði þá átt að vera auðvelt að koma samein- ingunni í framkvæmd. Það varð samt ekki, en hefði Eysteinn Jóns son haft manndóm í sér til þess þegar hann átti kóst á því árið 3950, væri hann búinn að spara rikinu 10—20 milljónir. Ráðherra minnti á ýmsar hrak spár stjórnarandstæðinga. Þeir hefðu hiklaust spáð atvinnuleysi. Full atvinna væri í landinu. Þeir spáðu 200 millj. greiðsluhalla á árinu. Nokkur greiðsluafgangur yrði. Nú væri spáð 130 millj. kr. balla á þessum f járlögum, en sú spá myndi reynast álíka haldgóð og hinar fyrri. I.jóst væri af fjárlagafrumvarp Inu, aff ef ekki hefði komiö til kauphækkana á síffasta sumri, hcfðu fjárlög lækkað og undir- búningur hafinn að lækkun toila og skatta. Þau hækka um 126 millj. í stað þess að lækka um nokkrar millj. Ekki væri nóg með það, að Eysteinn Jónsson bæri álbyrgð á þessum afieiðing um verfallanna, heldur stærði | hann sig af því að hafa beitt sér j fyrir þeim kauphækkunum, sem | verkföllunum lyktaði með. - Sildarsamningar Framh. af hls. 2 gengið til skipsmanna án tillits til hve margra manna áhöfn er á viðkomandi skipi. Tilko.na kraftblakkarinnar hef ut fækkað skipsmönnum úr 18 og allt niður í 11 menn á skipi, en heildarhlutur hinna 11 er hinn , sami og hinir 18 höfðu áður. Hef I ur þannig fjárfesting sú, sem lagt hefur verið í vegna kraft- j blakkarinnar og hinna nýju ast- ictækja alls ekki fengizt viður- | kennd í samningum. Af þessum sökum var sagt upp samningum á Faxaflóasvæðinu í vor og hafa engir samningar ver ið gerðir á því svæði síðan. Á fundinum í fyrrakvöld voru þessi mál tekin til umræðu og voru meni. á einu máli um að nauðsyn bæri til að samningum yrði breytt með tilliti til hinnar nýju veiðitækni.. Fól fundurinn stjórn LÍÚ að vinna áfram að samningum á þeim grundvelli að tekið yrði tillit til áðumefndrar fjárfestingar. — Þá skoraði fund urinn á stjórn og verðlagsráð LÍÚ að flýta samningum um fersksíldarverð á Suðvesturlandi. Hammarskjöld og U Thant. Myndin var tekin skömmu fyrir dauða Hammarskjölds. -<!> Áframhaldandi kísil- rannsóknir við Mývatn 70—50 lestir teknar 7 sýnishorn i haust í GÆRMORGUN fór Tómas Tryggvason, jarðfræðingur, norð- ur i Mývatnssveit, til að taka sýnishorn til rannsókna á kísil- gúr með tilliti til hugsanlegrar kísilvinnslu í vatninu. Ætlar hann að taka smá sýnishorn á víð og dreif og á mismunandi dýpi. Auk þess er raforkumála- skrifstofan að gera ráðstafanir til að taka í haust 10—50 lestir af kísil í námunda við Reykjahlíð og Voga, þar sem hugsanleg verk- smiðja hefur verið áætluð. Sýnishorn þessi verða síðan rannsökuð bæði hér og erlendis, Heath og Kragh ræðast við LONDON, 17. okt. — Heath, að- stoðarutanríkisráðherra Breta, fór í dag flugleiðis til Kaup- mannahafnar til viðræðna við Jens Otto Kragh um Efnahags- bandalag Evrópu. — Kvikmyndir Framhald af bls. 15. inn að verða rektor skólans. Og hann er auk þess heitbundinn I ungri og laglegri stúlku. Allt ; virðist þannig í bezta lagi. En ' Andrew, — en svo heitir hann j í myndinni — hefur líka mikinn áhuga á fornleifafræði og það verður . honum örlagaríkt. Hann hefur einsett sér að finna fornt rómverskt líkneski, sem sagnir herma að falið sé í kastalarúst- um þarna í sveitinni. Þegar þang að kemur hittir Andrew þar fyr- ir „Gallinisirkusinn", sem árlega tjaldar þarna og heldur sýning- ^ ar. Og þá dynja ósköpin á. Hann ' hitti Selenu frænku sirkusstjór- ans og þau verða bráðskotin hvort í öðru og hann flækisl í það að taka þátt í sýningum sirkus- • ins sem trúður og ótalmargt fleira drífur þarna á daga hans, sem ekki er vert að segja hér frá. En allt endar þetta þó bless- unariega og á gáfaður apakött- ur sinn þátt í því. Mynd þessi er bráðskemmti- leg og Danny auðvitað sérstak- lega eins og endranær, enda hef ég sjaldan heyrt fiins mikið hlegið í bíó og í þetta sinhi. En ! þetta er reyndar alltaf sagt þeg- ar snillingurinn DEinny Kaye er á ferðinni. en rannsóknir á kísil við Mývatn með stóriðnað fyrir augum fara fram á vegum íslenzkra aðila og í sambandi við hollenzka og þýzka sérfræðinga, að því er Jakob Gíslason, raforkumála- stjóri, tjáði blaðinu í gær. Sagði Jakob að rannsóknir þessar beindust að því að komast að ákveðinni niðurstöðu um gæði hráefnisins. Skýrsla sú sem raf- orkumálaskrifstofan og rannsókn arráð sendu frá sér á sl. vori um þetta efni, benti í þá átt að hag- kvæmt gæti orðið að vinna kísil í stórum stíl við Mývatn, og var þar lagt til að frekari rannsóknir yrðu látnar fara fram. U Thant orðinn órólegur NEW YORK, 17. okt. — Nú hefur syrt í álinn um skipan U Thant sem eftirmann Hamm- arskjölds, því samkomulag næst ekki um fjölda ráðgjafa hans. Rússar munu fallast á að þeir verði þrír: Bandaríkjamaður, Rússi og Suður-Ameríkumaður. — Bandaríkin vilja einnig fá Vestur-Evrópumann í þessa ráð- gjafanefnd, en fallast hins veg- ar ekki á gagnkröfu Rússa um að A.-Evrópumaður verði þá líka í ráðinu — fimmti maður- inn. V.-Evrópuríkim héldu fund um málið í dag til þess að af- greiðslu þessa máls yrði hrað- að. Þau telja sjálfsagt og eðli- legt, að V.-Evrópa eignist full- trúa í ráðinu. — Mun U Thant vera orðinn órólegur vegna dráttarins sem orðið hefur og ríkir enn hin mesta óvissa um málalok. Skarðið teppist er þ'ng kemur saman SIGLUFIRÐI 17. okt. — Jörð er hér hvít af snjó frá fjallsdoppi að fjöruborði. Eftir tvo sólar- daga, er minnst var 100 ára af- mælis sr. Bjarna Þorsteinssonar, kom norðaustan kuldi með snjó komu. Síðan hefur Siglufjarðar skarð verið illfært, en þó alltaf jeppafært. í gær brauzt bílalest yfir skarðið með aðstoð ýtu og áætlunarbifreið komst hingað í gærkvöldi. Um svipað leyti og alþingi kem ur saman haust hvert teppist skarðsvegurinn og opnast ekki á ný fyrr en um það bil að þingi lýkur. Það eru tilmæli fréttarit- arans til hinnar virðulegu stofn- unar að hún samþykki frumvarp frá síðasta þingi um jarðganga- sjóð, svo ljúka megi hinni löngu einangrun kaupstaðarins. Væri það verðugt verk alþingis á ald arafmæli sr- Bjarna Þorsteins- sonar, siglfirska héraðshöfðingj- áns, sem öll þjóðin minnist um þessar mundir. — Stefán Þrír drepnir ORAN, 17. október — Um þús- und menn af evrópskum upp- runa réðust í dag á verzlunar- hverfi, sem Arabar eiga. Þrír Arabar voru drepnir og margir særðust. Ulbiicht notu ungveisku . nðíeiðina BRAUNSCHWEIG, Þýzka- landi, 17. okt. — Kommún- istar hafa nú byrjað að grafa jarðsprengjur á landamærum Austur- og Vestur-Þýzkalands til þess að reyna að stöðva flótta- mannastrauminn. Hingað til hafa landamæri Austur- ríkis og Ungverjalands þó verið eini hluti járntjalds- ins, sem kommúnistar hafa grafið í jarðsprengjur. — í dag var sprengjunum kom- ið fyrir á fjögurra kíló- metra kafla innan við gaddavírsgirðingar, sem kommúnistar hafa áður sett þarna upp. Þetta er skammt norðan við Helm stedt, en þaðan liggur leið- in til Berlínar. - Krúsjeff Framh. af bls. 1 2) Samvinna kommúnistaflokk anna á að styrkjast. 3) Utanríkisstefnan á að verða virk og sveigjanleg. 4) Vinna á með öllum, sem vilja frið. 5) Styrkja á samvin.ru verka- lýðsins. 6) Auka á verzlunarviðskipti við þau lönd, sem þess óska. Árásaröfl. Krúsjeff sagðí, að Bandaríkin væru ekki jafnmikið fofysturíki á vesturlöndum og áður. Bret- land og V-Þýzkaland berðust nú innbyrðis um forystu í Evrópu og Frakkar hölluðust á sveif með Þjóðverjum. En í Bandaríkj unum eru sterkustu árásaröflin og heimsvaldasinnar hafa gert á- standið hættulegt í Mið-Evrópu síðustu mfnuðina sagði hann. Krúsjeff endurtók, að komm- únistaríkin mundu vinna sigur á andstæðigum sínum og hver sá, sem réðist á Ráðstjórnarríkin fremdi jafnframt sjálfsmorð. Þá ræddi Krúsjeff um nauð syn þess að hlutlaust belti yrði skapað í Evrópu, NATO og Var sjárbandalagið gerðu griðarsamn inga og minnka yrði herafla er lendis. Krúsjeff vék að Albaníu og gagnrýndi leiðtoga þar harðlega (sjá aðra frétt) og einnig vék hann að „svörtu sauðunum“ svo nefndu, sem voru „hreinsaðir“ fyrir nokkrum árum úr forystu- liði Ráðstjórnarinnar (sjá aðna frétt: Molotov játaði síðastur). Stalínsdýrkun. Krúsjeff leit aðeins tvisvai upp af hinu skrifaða handriti all an tímann sem hann flutti ræð- una. Hann fékk sér oft vatns- sopa — til þess að draga úr hæsi að því er virtist. Oft varð hann að gera hlé á ræðu sinni vegna lófataks áheyrenda, en Sjú En Lai, forsætisráðherra Kína, sem sat nærri ræðustólnum, tók ekki þátt í lófaklappinu þegar Krús- jeff talaði um albönsku komm- únistana og Stalínsdýrkunina. — Kínverski leiðtoginn sat kraf- kyrr allan tímann og svo var að sjá sem hann léti sér fátt um finnast. Enn matvælaskortur Krúsjeff sagði m.a. að nú yrðl að breyta stjórnarskrá Ráðstjórn arríkjanna, en áfram yrði haldið við kennisetningar Lenins. Gild- andi stjómarskrá væri frá 1936 og væri venjulega kölluð Stalins stj órnarskráin. Hann ræddi um iðnaðinn og sagði, að framleiðslán hefði stór aukizt síðustu fimm árin. Ekki yrði lagt í neinar stórfram- kvæmdir fyrr en lokið yrði við þær, sem þegar væri byrjað á. En þrátt fyrir aukna landbún- aðarframleiðslu sagði Krúsjeff, að matvara væri víða af skorn- um skammti, sérlega kjötmetL Lofaði hann bótum á þvi og hvatti til meiri framleiðslu til þess að takmarkinu yrði náð. — Drukkinn maður Framh. af bls. 24. stað yfir götuna ók annar bíllinn af stað austur Grettisgötuna. Ödrukkni maðurinn, og sá, sem rninna var undir áhrifum, námu þá staðar, en sá þriðji hélt áfram út á miðja götu, nam þar staðar og bíllinn rétt fyrir framan hann. Sté maðurinn þá upp á fremri „stuðara“ bílsins, og lagðist á hendurnar upp á vélarhlífina. Ók þá bílstjórinn snögglega af stað, og nam siðan snögglega staðar eftir nokkurn spöll. Stóð maður- inn enn á „stuðaranum" er bíllinn hafði numið staðar, en steig þá niður af honum. Ók þá bílstjór- inn sína leið. Á daginn kom að maðurinn hafði meitt sig illa á skrautspjóti framan á vélarhlíf bílsins. Óku félagar hans honum á slysavarð- stofuna, og þaðan var hann flutt- ur á Hvita Bandið. Bílstjórinn gaf sig fram er hann heyrði að lögreglan væri að leita að honum. Segist hann ekki hafa orðið var við að slys ætti sér stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.