Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. okt. 1961 WSf.,p9u f^áF'Ps w™®}?* '' ' Stæling og slökun /yr/r húsmæður BENEDIKT Jakobsson, íþrótta- kennari, er um það bil að hleypa af stokkunum nýju nám- skeiði, sem aðallega er ætlað húsmæðrum, sem finna til þreytu og verkja. Bað Benedikt blaðið fyrir eftirfarandi: M. Preussger 4,70 m. á stöng Austur-þýzki stangarstökkv arinn Manfred Preussger var meðal keppenda á miklu móti Leo Frederiksen fer frá danska í- þróttasambandinu A STJÖRNARFUNDI danska íþróttasambandsins á laugardag tilkynnti formaðurinn Leo Fred eriksen, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs er ársþing verður haldið í janúar n.k. Leo Frederiksen er 67 ára og hefur verið formaður sambands ins síðan 1947 við miklar og al- mennar vinsældir. 1 stjórn sam bandsins hefur hann setið síðan 1925. Leo ætlar þó ekki alveg að taka gér frí. Hann verður áfram í Ol- ympíunefndinni dönsku — til 1965 — í stjórn dönsku getraun anna og stjórn Idrætsparken. Með öllu mun óráðið hver verð ur eftirmaður hans sem form. íþróttasambandsins og bíða dönsku blöðin spennt eftir tilnefn ingum. Námskeið fyrir húsmæður í „stæling og slökun“. Á námskeiðinu verður fjallað um: a. Líkamann og starfshætti hans. b. Hagkvæmar og óhagkvæmar stöður og stellingar. c. Skófatnað. d. Um næringarþörf og efna- skipti líkamans í hvíld og við störf. e. Að hreyfa sig rétt. f. Um hvíld. Fluttir verða stuttir fræðslu- þættir um framantalið efni. Kenndar verða ýmsar æfing- ar, sem miða að því að auka á starfshæfni hinna ýmsu líffæra og líkamans í heild. Hver þátt- takandi fær sérstakar leiðbein- ingar við hæfi. Námskeiðið er ætlað fyrir konur á ‘ ýmsum aldri og einkum þær, sem finna til þreytu og óþæginda í fót- um, baki og öxlum, eru þreytt- ar og í þyngsta lagi. Námskeiðið hefst 17. okt. — Kennsla fer fram tvisvar í viku. Kenndar verða 20 stundir. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið eru gefnar 1 síma 10390 kl. 10—12 f. h. daglega. Skipað í nefndir iá H.S.Í. Bezta mark Dana. Egon Rasmunsen (2. frá hægri) skallar í netið. Stærsti knattspyrnusigur Dono síðon 7917 Unnu Finna með 9-1 Hin nýkjörna stjórn Hanclknatt leikssambandsins hefur á fundi sínum skipað eftirfcaldar nefndir. Dómaranefnd, en í henni eru Hannes Þ. Sigurðsson, Frímann Gunnlaugsson og Valur Bene- diktsson. Laga og leikreglna- nefnd, en í henni eru, Sveinn Ragnarsson, Frímann Gunnlaugs son og Birgir Bjömsson. Lands- liðsnefnd karla, en í heinni eru Frímann Gunnlaugsson, Bjarni Björnsson og Sigurður Jónsson. Landsliðsnefnd kvenna, Valgeir Arsælsson, Jón Asgeirsson og Axel Sigurðsson. í Magdeburg á laugardag. Þá bætti hann Evrópumetið í stangarstökki. Stökk Preuss- ger 4.70 metra. Sjálfur átti hann eldra metið sem var 4.67 m. Preussger hefur um árábil verið í röðum beztu stangar- stökkvara heims og oft í úr slitum á stórmótum, eða sigur vegari. Preussger er ísl. frjáls- íþróttaunnendum að góðu kunnur, og hefur m.a. keppt hér á landi. DANIR UNNU sinn stærsta sigur um 44 ára tímabil s.l. sunnudag er þeir í knattspyrnulandsleik unnu Finna með 9 mörkum gegn 1. Sama markamismun hafa þeir einu sinni náð síðan 1917 það var 1948 gegn Póllandi er þeir unnu 8:0. En 1917 unnu Danir Norð- menn með 12:0 í Idrætsparken og það er eini landsleikssigur þeirra sem er stærri en þessi nú yfir Finnum. Það má því nærri geta að þeir eru montnir yfir afrek- inu. • Gat orðið stærri sigur Leikurinn var fyrifram tal inn jafn. En Danir náðu snemma algerum yfirburðum. Þeir höfðu yfirburði í hraða, yfirburði í nákvæmni og voru betri í öllu en Finnarnir. Það tókst bókstaf- lega allt fyrir Dönum er þeir reyndu og sigurinn 9:1 hefði jafn vel getað orðið stærri. • Klaufamark. Um tíma stóð 8:0 fyrir Dani, en þá skoruðu Finnar. Einn af varnarleikmönnum Dana ætlaði að senda til markmanns en send- ingin var of laus. Miðherji Finna var á undan markverðinum og fékk leikið framhjá honum og sent í netið. Þetta var nánast eina marktækifæri Finna. • B-leikur. Danir og Finnar léku einnig B-landsleik og fór hann fram i Ábo. Allir höfðu spáð þar sigri Dana og svo fór að innan stund ar stóð 2:0 fyrir Dani. En þú snerust leikar. Finnar náðu alger um unditökum og sigruðu með 3 mörkum gegn 2. Varð út af þessum leik allmik ill hasar. Danir neituðu að taka Konunguiinn Ireystir Dönum Grikklandskonungur hefur pantað í Danmörku siglingasnekkju fyrir son sinn Konstantin prins. Konst antin er mikill siglinga- maður og vann eina grein siglinga á Ólympíuleikjun- um í Róm. DanÁr þykja hins vegar góðir bátasmiðir og nú er þeim sem sé falið að smíða konunglegan bát fyrir hinn mikla siglingaprins. Báturinn verður byggður hjá Pedersen og Thuesen ná lægt Kolding og í báts- skrokkinn verður notað maghogni frá Honduras. Á- ætlað verð er 35 þús. d. kr. og báturinn á að afhendast 1. des. í hendur á finnsku leikmönnun um eftir leikinn. Og þeir voru stórorðir við blöðin á eftir — ■kvörtuðu um ýmsa hluti sem áttu að hafa verið orsök ósigurs ins. • Unglingaleikur Löndin tvö kepptu einnig í unglingaflokki og þar unnu Dan ir með 2 mörkum egn 1. Siglinga- frumvörp til nefndar FRUMVARP um breytingu á sigl ingalögunum nr. 56/1914 kom til 1. umræðu á fundi Neðri deildar Alþingis í fyrradag. Fylgdi sjáv- arútvegsmálaráðherra, Emil Jóns son, því úr hlaði með stuttri ræðu. Gat hann þess að frum- varpið, hefði legið fyrir þinginu tvívegis áður, en það fæli í sér breytingar til samræmis við nú- gildandi ákvæði á Norðurlönd- um. Talið væri eðlilegt, að svip- aðar reglur giltu um þessi efni í löndum, sem hefðu svo náin samskipti sín í milli. Ráðherrann kvaðst vona, að meðferð málsins á þingi gengi nú fljótar en áður, svo að unnt mætti reynast að af- greiða frumvarpið sem lög frá bessu Alþingi. Það hefði á sínum tíma venð vel undirbúið og nú verið vandlega athugað af öllum, sem hiut ættu að móli. — Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var málinu vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar með sam- hljóða atkvæðum. Sömu afgreiðslu fékk einnig frumvarp um breytingu á sjó- mannalögunum nr. 41/1930, sem líka voru til 1. umræðu á fund- inum. Enginn kvaddi sér hljóðs um það mól. 3. fl. Vals B, sem sigraði í R- víkurmótinu. — Frá hægri: Murdo MacDougalI, Gísli Ólafsson, Hjalti Guðmundsson, Gunnsteinn Skúlason, Sigurð- ur Gunnarsson, Hákon Skaft- fels, Þorlákur Hermannsson, Ágúst Ögmundsson, Helgi Loftsson, Hrafn Baldursson, Jón Reykdal, Jón Ágústsson. Á myndina vantar Hauk Gisla son þjálfara. Sauðfjárslátrun á Sauðárkróki SAUÐÁRKRÓKI, 17. okt. — Sauo fjárslátrun lauk á Sauðárkróki í gær. Alls var slátrað um 47 þús. kindum, 37 þús. hjá K.S. og 10 þús. hjá Verzlunarmannafélagi Skagfirðinga og hefur fjártaka hjá verzlunarmannafélaginu tvö- faldast frá fyrsta starfsári þess frá 1959. Lömb reyndust með lak- ara móti, en ekki liggja ennþá fyrir upplýsingar um meðalkropp þunga dilka. Hrossaslátrun mun hefjast í byrjun næstu viku. — jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.