Morgunblaðið - 20.10.1961, Page 3

Morgunblaðið - 20.10.1961, Page 3
Föstudagur 20. okt. 1961 MORCVNBLAÐIh o ' GiíIR HALLGRIMSSON, borgarstjóri, svaraði á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær fyrirspurnum frá Guð- mundi J. Guðmundssyni um rekstur gufuborsins, sem Reykjavíkurbær og ríkissjóð- ur keyptu á sínum tíma í sam einingu til borunar eftir heitu vatni. 1 framsöguræðu G.J.G. fyrir fyrirspurnunuim ræddi hann nokkuð tilgang ríkis og bæjar með kaupum gufuborsins. sem ibefði verið sá að reyna að nýta betur það gufuafl, sem býr hér í iðrum jarðar. Fljótlega hefði komið í ljós, að í landi Reykja- víkur er geysilegt magn af heitu vatni. Þá sagði Guðmundur, að þar sem hér væri um mjög dýrt tæki að ræða. væri fróðlegt að fá um það upplýsingar. hvernig starfræksla þess hefði gengið á (þessu ári. ■jár Hefur borað 11.300 m. Geir Hallgrímsson borgarstj., minnti á það, að í febrúar þ. á. íhefði hann gefið skýrslu um inotkun borsins fram að þeim Gufuborinn rækslu í STAKSTEINAR Gufuborinn er sameign ríkis og bæjar. VA árs starf hitaveitufram- kvæmdar eftir áramót Nægilegt vatn þegar til áframhaldandi stækkunar dreifikerfisins tíma. Hafði hann þá verið notað- ur í fjórtán mán uði í þ á g u Reykjavíkurbæj ar og væri sam- ár Bærinn átti að starfrækja borinn á eigin spýtur. Guðmundur J. Guðmundsson (K) kvað það óverjandi að láta þetta mikla og dýra tæki liggja anlögð d ý p t ónotað og draslast niður í reiðu- þeirra hola, sem leysi mánuðum saman. Samkv. hann þá hefði upplýsingum. sem hann hefði afl borað. 11,300 m, að sér, rnimdi allur kostnaður í Geir HallQrímss. dýpsta h o 1 a n sambandi við borinn nú nema væri um 2,200 m, j um 50 millj. króna. svo að svo en það væri dýpsta hola, semj virtist sem Reykjavíkurbær hefði gerð hefur verið eftir heitu vatni. staðið við sinn hluta. Hitt væri Borinin hefði veriVS tekinn úi' j hins vegar auðséð, að ríkissjóður starfrækslu í janúarmánuðjj hefði ekki staðið við sínar skuld- vegna yfirferðar. og hefði þá bindingar varðandi starfrækslu verið gert ráð fyrir. að hann borsins og taldi G.J.G., að at- igæti að nýju hafið boranir i júlí, en af því hefði ekki orðið. Ástæðurnar til þess kvað borg- arstjóri tvær: 1) Hér er um dýrt tæki að ræða, sagði borgarstjóri, og þótt verkstjórar gætu e. t. v. stjómað því hefur þó ekki þótt rétt að hefja starfrækslu þess að nýju meðan verkfall verkfræðinga hugandi hefði verið fyrir Reykja víkurbæ að taka allá starfrækslu han-s í sínar hendur á þessu ári Það væri dýrt fyrir bæinn að láta milljónatæki standa svo lengi ónotað. ★ Tilbúinn með 6—8 vikna fyrirvara Geir Hallgrímsson borgarstj. stendur. Auk þess kæmi í hlut | sjá sig neyddan til að taka verkfræðmga að meta það. hvað upp hanzkann fyrir raforku málastjóra vegna hinna ósæmi- legu ummæla G.J.G. um hann og stofnun hans, en það væri raf- orkumálastjórnin, sem hefði umönnun borsins með höndum. Kvaðst hann mótmæla því. að borinn væri að draslast niður í reiðuleysi í höndum raforkumála stjómarinnar. Gaimkivæmt upp- lýsingum, sem hann hefði aflað sér hjá raforkumálastjóra, hefði hinni nauðsynlegu yfirferð á bornum lokið á sl. sumri og gæti nú tekið til starfa hvenær sem væri með 6—8 vikna fyrirvara. Þá benti hann á, að heildar- áætluninni um hitaveituframkv. væri ekki stefnt í voða, þótt borinn hefði ekki verið starfrækt ur þennan tíma. Nú þegar væri nóg vatn fyrir hendi til fram- kvæmdanna næsta lVz ár eða til þess að veita hitaveitu 20 þús. manna auk þeirra, sem nú njóta hennar. Nú lægi fyrir eins árs áætlun um. hvar bora skyldi í þágu hitaveitu Reykjavíkur, en alls gerði hitaveituáætlunin ráð fyrir eins og hiálfs árs starfrækslu borsins í þágu hitaveitufram- kvæmdanna. og myndi kostnaður inn af þeim borunum einum nema 34 millj. kr. Upplýsti borg- arstjóri, að boranir hæfust að nýju eftir áramót. London og Washington, 19. okt. — (AP-NTB) — I G Æ R afhenti stjórn Sovét ríkjanna fulltrúum Bandaríkj- anna, Bretlands og Frakklands nýja orðsendingu varðandi flug- leiðir til Berlinar. Efni orðsend- inganna hefur ekki verið birt, en talsmenn ríkisstjórna Bret- lands og Bandaríkjanna hafa skýrt frá því að ekkert nýtt komi fram í orðsendingunum Orðsendingar Sovétstjórnar- innar eru svör við orðsending- um Vesturveldanna frá 8. sept. sl. En í þeim orðsendingum vör- uðu Vesturveldin Sovétríkin við því að skerða rétt þeirra á flug- leiðunum til Berlínar, þar sem á það yrði litið sem „árásar- aðgerðir.“ Haft er eftir áreiðanlegum, brezkum heimildum að orðalag orðsendinga Sovétríkjanna sé hógvært, en þar lögð áherzla fyrri staðhæfingar Rússa um að Vesturveldin megi aðeins nota flugleiðirnar til flutninga á vist- um til setuliðanna í Vestur- Berlín, en ekki til mannflutn- inga. Lúðrasveitin leikur í gagnfræðaskólum LUÐRASVEIT Reykjavíkur hóf vetrarstarfsemi sína í gær með því að leika fyrir nemendur í gagnfræðaskólanum við Réttar- holtsveg. Er ætlunin að Lúðrasveitin leiki framvegis í gagnfræðaskól- um bæjarins, ef undirtektir nem enda við þessa nýbreytni verður góð. Er þetta liður í aukinni starf semi Lúðrasveitarinnar, sem verð ur 40 ára næsta sumar. Keypt hefur verið mikið af nýjum nót- um til að leika eftir, m.a. nótur yfir lög úr amerískum söngleikj um o.fl., sem ætla má að falli unglingum í geð. lausn FRAMKVÆMDANEFND Vinnu veitendasambands íslands og stjórn verkamannafélagsins Dagsbrúnar héldu í gær kl. 4 við ræðufund um laugardagsvinnu verkamanna við höfnina. Verkamennirnir neituðu, sem kunnugt er af fréttum, að vinna við skip í Reykjavíkurhöfn eftir hádegi s.l. laugardag, nema þeir fengju helgidagavinnugreiðslu. Viðræðufundurinn í gær var hald inh að ósk Vinnuveitendasam- bands Islands, en vinnuveitendur telja þarna um samninsrof að ræða. Málin voru rædd á þessum fundi, en engin lausn náðist á honum, og hefur ekki verið boð að til annars fundar með þessum aðilum. Birtir enn greinina sína Einar Olgeirsson birtir grein- ina sína enn einu sinni í Þjóð- viljanum í gær. Að þessu sinni fer hann nákvæmlega 23 ár aftur timann og vissulega finnst mönnum einkennikenmlegt að tianm skuli minn ast á „kalkaða karla“. Grein þessi er ein- kennd nr. 3 í greinarflokki, sem Einar Ol- geirsson boðaði snemma í sum- ar að hann mundi rita, en hafa orðið beldur swíunar. Til- efnið var það, eins og menn kunna að minnast, að Einar Ol- geirssonar líkti Eyjólfi Konráði Jónssyni, ritstjóra Morgunblaðs- ins, við fjöldamorðingjana Eich- mann og Göbbels. Eyjólfur stefndi Einari Olgeirssyni fyrir þessi ummæli og skoraði jafn- framt á hann að nefna, þótt ekki væri nema eitt dæmi um það, að hann hefði sýnt nazisma samúð eða einhvern. tíma hefði á rit- stjórnarferli hans verið tekin af- staða með ofbeldi í Morgunblað- inu. Einar Olgeirsson hefur nú haft nokkra mánuði til leitar, en enn í dag getur hann auðvitað ekkert dæmi nefnt máli sínu til stuðnings. , Munchen og Chamberlaín Þessi þriðja grein Einars Ol- geirssonar er aftur á móti byggð upp á því, að Morgunblaðið hafi verið nazistiskt 1938. Það hafi þá lýst yfir þeirri von sinná að Chamberlain hefði tekizt að bjarga heimsfriðnum með Miin- chensamningunum. Nær nútíman um kemst greinarhöfundur ekki, en látum það liggja á milli hluta. Það er rétt, að árið 1938 höfðu lýðræðisþjóðirnar ekki gert sér rétta grein fyrir klækjum og vél- brögðum einræðisstjórnar á borð við Hitlersstjórnina, og margir trúðu því þá, að Miinchen-samn- ingar gætu bjargað þjóðunum frá ófriði. Hitt er rétt, að Einar Olgeirsson hafi hugfast, að í dag gera lýðræðisþjóðirnar sér grein fyrir, hve haldlaus slík sjónar- mið eru. Baráttuaðferðir Hitlers sáluga og Krúsjeffs eru i svo ná- kvæmu samræmi, að menn þurfa ekkert annað að gera en horfa til baka til Hitlerstímabilsins til þess að átta sig á því, hvernig bregðast eigi við ofbeldishótun- um Krúsjeffs. Það er þess vegna, sem í dag verða engir Múnchen- samningar gerðir og allir heiðar- legir og heilbrigðir lýðræðissinn- ar gera sér þess fulla grein, að gegn ofbeldishótunum verður að standa með festu. gera skal, þegar borinn hef-ur fundið vatn. 2) Ekki hefur enn verið end- anlega gengið frá fjáröflun til hinna áætluðu hitaveituframkv. Vonir standa þó til. að hægt verði nú uim áramótin að ganga frá lántöku hjá Alþjóðabankan- um og öðru láni til viðbótar, svo að áætlunin um hitaveitu í allri Rvík á rúmum 4 árum geti stað- izt. Hins vegar hefði þótt réttara að beina því fjármagni, sem fyr- ir hendi er. til þess að nýta það vatn, sem þegar hefur fundizt, beldur en til nýrra borana. . Þá svaraði borgarstjóri fyrir- spurn G.J.G. um það, hve mikið Reykj avíkurbær hefði greitt til borsins, á þá lund. að bærinn Ihefði frá upphafi greitt vegna kaupa á hocnum og reksturskostn aðar tæpar 28 milljónir króna, þar af tæoa 1 millj. kr. á þessu éri. Ungverskur verkfræðingur hlaut Nóbelsverölaun i læknisfræði Stokkhólmi, 19. okt. — (NTB) í DAG var í Stokkhólmi út- hlutað Nóbelsverðlaunum í læknisfræði. Hlýtur þau að þessu sinni ungverski verk- fræðingurinn og vísindamað- urinn Georg von Bekesy fyr- ir brautryðjendastarf í eyrna rannsóknum. Verðlaunin eru rúmlega 250 þús. sænskar krónur. Georg von Bekesy er 62 ára, fæddur í Ungverjalandi, en nú búsettur í Bandaríkjunum. — Hann nam verkfræði við há- skólana í Budapest og Bem, gerðist síðar kennari við Búda- pestháskólann. Þar var hann skipaður prófessor 1939. Á stríðs árunum kom hann sem flótta- maður til Stokkhólms, en flutt- ist til Bandaríkjanna 1946 þar sem hann hefur unnið að rann- sóknum hjá Harvard háskóla. Yfirlæknir Karolinska sjúkra- hússins í Stokkhólmi, Carl Axel Hamberger prófessor, sagði dag er hann tilkynnti verðlauna veitinguna, að tilraunir von Bekesy hefði haft gífurlega þýð ingu fyrir milljónir heyrnar- daufra um allan heim. Sagði hann að rannsóknarstofa von Bekesy í Bandaríkjunum hafi síðari árum orðið Mekka eyrna- rannsóknanna, og eyrnaskurð- lækningar nútímans væru al- gjörlega byggðar á árangri til- rauna *von Bekesy. Fæst svar? Morgunblaðið krafðist þess í gær, að Þjoðviljinn svaraði því umbúðalaust, hvort fulltrúar kommúnista á íslandi, sem nú eru á kommúnistaþingimu í Moskvu, hefðu fagnað yfirlýsingn Krúsjeffs um það, að hann hyggð ist sprengja 50 megatonna kjarn- orkusprengju. Kommúnistablað- ið •'af að visu vísbendingu um, a" mundi hafa verið, því að þa,. ...tiiitaði mörg þúsund króna símamynd frá ráðstefu kommún- istaflokksins, þar sem fulltrú- arnir klöppuðu ákaft fyrir Krú- sjeff. Þjóðviljamönnum er rétt að segja það umbúðalaust, að þeir munu að þessu sinni ekki komast undan því að skýra frá því, hvort kommúnistadeiidin á íslandi styðji slíkar ofbeldishót- anir. Spurmingin er: Styður kommúnistadeildin íslenzka og fulltrúar hennar í Moskvu þá fyrirætlun Krúsjeffs að sprengja 50 megatonna kjarnorkusprengju i lok þessa mánaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.