Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 8
8 y o tt c rnv n r. 4 ð i ð Föstudagur 20. okt. 1961 Brt.NDARÍSKI ljósmyndarinn Weegee stimplar á bakhlið mynda sinna svohljóðandi á- letrun: „Weegee, the famous“ — Weegee frægi. Mönnum kann að þykja áletrunin skrumkennd en hún er sann- leikanum samkvæm. Og frægð sina hefur Weegee ekki hlotið án erfiðis. Það var einskær tilviljun að Weegee gerðist ljósmyndari. Hann var vinnulaus, peninga- snauður og átti hvergi húsa- skjól. Nótt eina svaf hann í Central Park í New York á- samt öðrum húsnæðisleysingj- um. Þá fékk hann þá hugmynd að ljósmynda fólkið í garðin- um og selja blöðunum mynd- irnar. Hann komst yfir ódýra ljósmyndavél — og fyrr en varði voru blöðin farin að birta myndir hans. Þannig hóf hann ljósmyndara Weegee tók andtitsmynd af Krúsjeff, sem hann síðan endur- ljósmyndaði gegnum skínandi nikkelrör. Þessi varð útkoman. Ljdsmyndarinn brellótti Elizabeth Taylor feril sinn. A næstu árum sást hann iðulega í námunda við slökkvistöðvar New York borgar, og í hvert skipti sem sjúkra- eða brunabíll var kall- aður út, fór hann í humátt á eftir. 1 þeim ferðum náði hann mörgum frábærum raunsæis- myndum úr daglega lífinu. Þær myndir tryggðu honum dágóðar tekjur Og hann hafði ráð á að fá sér senditæki í bif- reið sína. Eftir það gat hann fylgzt með lögreglubílunum og var oft fyrr kominn á vett- vang með ljósmyndavél sína, en lögreglan sjálf. Myndasafn, sem Weegee tók á þessum árum, kom út í bók, Sem bar nafnið: „The Naked City“. Eftir útkomu þeirrar bókar fór hann að setja fyrr- nefndan stimpil aftan á Ijós- myndir sínar. önnur Ijósmyndabók hans hlaut titilinn „The Naked Hollywood“. Þar dró Weegee fram í dagsljósið innihalds- leysi og hnignun kvikmynda- borgarinnar. Nýjasta bók Weegees er af ýmsum frægum mönnum og konum, sem hann hefur hitt á lifsleiðinni, og myndirnar, sem hér birtast, eru úr þeirri bók. Weegee er mesti bragðaref- ur og.finnur upp á mörgu, sem setur svip á myndir hans. Hann beitir allskyns brellum f myrkraherberginu, bæði þekktum og óþekktum. Og hann er ánægður með lífið og tilveruna — enda þarf hann ekki lengur að sofa í Central Park. Weegee ljosmyndari Félagslíf Félagslíf Aðalfundur körfuknattleiks- deildiair KR verður haldinn fimmtudaginn 26. okt. kl. 8.30 í Félagsheimili KR. — Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ármann, körfuknattleiksdeild 4. flokkur — Æfing verður í kvöld (föstudag) í fimleikasal Langholtsskóla kl. 7.40—8.30. — Mætið allir. Nýir félagar vel- komnir. Þjálfari. KFR — KFR Æfingar verða í vetur sem hér segir: 4. fl. — sunnud. kl. 11—11.50 í Háskóla. fimmtud. kl. 8.30—9.20 í laugardal. 3. fl. — Mánud. kl. 9.20—10.10 í Laugardal. fimmtud. kl. 8.30—9.20 Há- logaland. Mfl., 1. og 2. fl. — Þriðjud kl. 10.10—11 að Hálogalandi. fimmtud. kl. 7.40—8.30 í Laug- ardal. laugardag kl. 3.30—5.10 að Hálagalandi. Þingeyingar — Reykjavík Spilakvöld verður í Skátaheim ilinu í kvöld kl. 8.30. Stjómim. ÍR drengir Drengjaleikfimin hjá ÍR er byrjuð. Æfingar mánud. og föstu dag kl. 6.10. Þjálfari. Knattspyrnufélagið Fram Knattspyrnudeild Æfingar innanhúss í vetur verða sem hér segir: r Mfl. og 1. fl. laugardögum kl. 4.30 í KR heimilinu. 2. fl. sunnudögum kl. 2.40 í Valsheimilinu. 3. fl. sunnudögum kl. 3.30 í Valsheimilinu. 4. fl. sunnudögum kl. 10.50 í Valsheimilimu. 5. fl. laug-rdögum kl. 8.35 í KR heimilinu. Ath. að þeir sem ganga upp, um áramót, hefji nú þegar æfingar með viðkomandi flokk. Knattspyrnunefndin. Stjórnin. EASY-ON LÍNSTERKJAN sparar yður tíma og fyrirhófn, er einföld í notkun. Nauðsynlegt sérhverju heimili. Reynið „Easy On“ og kostirnir koma í ljós. Umboðsmenn: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Jón Bjarnason Akranesi, 70 ára SJÖTUGUR er í dag Jón Bjarna son, verkamaður á Akranesi. — Jón er Norðlendingur að upp- runa, fæddur að Björgum á Skagaströnd 20. okt. 1891. Jón naut skammrar dvalar í for- eldrahúsum, systkinahópurinn var stór og fór Jón að heiman í fóstur til vandalausra, er hann var á 9. aldursári. Var Jón fyrsta árið á Hofi, en fór síðan að Brékkukoti í Húnaþingi og dvaldi þar til hann var 16 ára. Það ár fluttist Jón að Hnaus- um og var þar til ársins 1914, er hann flutti úr heimabyggð sinni suður í Borgarfjörð. Var hann fyrst í Amþórsholti í Lundarreykjadal en síðar sem ráðsmaður að Lundi í sömu sveit. Árið 1921 flutti Jón til Akraness. Kvæntist hann árið eftir Jónínu Guðjóninu Jóns- dóttur frá Garðbæ á Akranesi. Hófu þau búskap að Garðbæ og hefur Jón jafnan átt þar heima síðan, enda við staðinn kennd- ur. Þau hjónin eignuðust tvær dætur, eru þær báðar uppkomn- ar og giftar, önnur búsett á Akra- nesi, en hin í Ameríku. Jón missti fyrri konu sína Jónínu árið 1946. Hann kvæntist aftur árið 1948 Þórunni Bjarna- dóttir, ættaðri af Snæfellsnesi. A uppvaxtarárum Jóns Bjarna er að skipta. Við lítilmagna og þá sem minna mega sín í lífinu hefur hann jafnan reynzt hjálp- samur og hafa margir slíkir átt athvarf á heimili hans, eða hann greitt úr málum þeirra á einn og annan hátt. Jón er mikill höfðingi heim að sækja. Eru þau hjónin Jón og Þórunn gestrisin svo af ber, glað vær og ræðin og mjög gott á heimili þeirra að koma, Ég vil að lokum færa þessum góða vini mínum beztu afmælis og árnaðaróskir á þessum merku tímamótum í lífi hans, og þakka honum tryggð og vináttu á liðn- um árum. Árni Grétar Finnsson. ★ sonar, voru kjör þjóðarinnar í flestu ólík þvi sem gerist nú á dögum, og aðstæður og skilyrði þau, sem ungum mönnum voru búinn nokkuð önnur, en við eig- um við að búa í dag. Uppvaxandi unglingar voru í þá daga settir til erfiðrar vinnu, löngu áður en þeir höfðu tekið út nægilegan þroska. Bognuðu ýmsir undan striti bernskuáranna, en þeir sem unglingar voru í þá daga settir 'hrausbastir voru og stæltastir, stóðu þá þrekraun af sér. Jón er einn af þeim mönnum, sem búin voru þessi kjör í æsku. Hann hafði sjálfur rí'ka þrá til mennta, en eins og flestir jafn aldrar hanis á þeim tímum, átti hann þess ekki kost. Jón var þegar á unga aldri hið mesta karlmenni. Honum hafði verið gefið mikið þrek og þrótt- ur, og var snemrna orðlagður fyr ir dugnað og hreysti, þá tvo eig- inleika, sem fylgt hafa honum fram á þennan dag. Enda gengur hann enn að allri vinnu, sem ungur væri, og gefur þeim sízt eftir sem yngri eru. Jón er maður félagslyndur. Hefur hann jafnan fylgzt vel með og haft mikinn áhuga fyrir mál- efnum sinnar þjóðar. Hann er einstaklingshyggju maður, vill að þjóðfélagið skapi einstakling- unum, óskorað frelsi til eðlilegra og nauðsynlegra framkvæmda og athafna. Hann er einlægur verka lýðssinni og ber hag sinnar stéttar mjög fyrir brjósti. í landsmálum hefur Jón ávallt fylgt Sjálfstæð- isflokknum að málum, og verið ótrauður baráttumaður fyrir stefnumálum hans. Hafa störf hans í þágu Sjálfstæðisflokksins á Akranesi verið ómetanleg, slík- an áhuga og vilja hefur Jón jafn an sýnt í verki. Jón Bjarnason er maður með ríka skapgerð. Hann er hreinn og hirspurslaus í allri framkomu og segir skoðanir sínar hreint út við hvern sem hann á, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Því miður kunna ekki allir að meta slíka hreinskilni, en þeir sem þekkja hann virða einurð hans og hreinskilni og vita að þar er mælt af einlægni. Jón er á ytra borði hrjúfur fyrir þá sem ekki þekkja hann. En vinir Jóns vita, að inni fyrir slær hlýtt hjarta, og að í raun er hann bæði tilfinn- inganæmur og hlýr. Jón er að vísu nokkuð seintekinn og ekki allra vinur. En vinum sínum er hann með afbrigðum tryggur og vart þeir hlutir til, sem hann vill ekki fyrir þá gera. Jón er þéttur á velli og þéttur í lund og lætur ekki hlut sinn, ef því I DAG ER sjötugur einn af mæt- ustu borgurum Akranesbæjar, Jón Bjarnason, Vesturgötu 105, Akranesi. Hann er Húnvetning- ur að uppruna og ber að ýmsu leyti einkenni þeSs héraðs. Glað- ur og hress í anda, hrókur alla fagnaðar í góðvina hóp, rökfast- ur og einarður í orðræðum og getur orðið harður og óvæginn finnist honum réttu máli hahað eða gengið á hlut einhvers. Hann er hverjum manni greiðviknari er ég hefi kynnst og vill hvers manns vanda leysa. Jón ólst upp í Húnavatnssýslu til fullorðinsára. Hann þurt'íi mi'kið að vinna á uppvaxtarár- um eins og títt var um þá kvn- slóð, sem þá var að vaxa úr grasi. Ungur að árum lagði hann leið sína til hinna blómlegu og víðfeðmu Borgarfjarðarhéraða, á Akranesi tók hann sér varan- lega bólfestu og þeim stað hefur hann helgað öll sín störf. Jón hefur jöfnum höndum stundað daglaunastörf og landbúnað. Hann er einn af þeim Akurnes- ingum sem tekið hefur virkan þátt í að rækta blómleg tún í út- jaðri kaupstaðarins, atorka hans og dugnaður er af öllum viður- kennd, og aldrei fellur honura verk úr hendi. Ríkan þátt hefur Jón tekið i landsmálum. Ungur að árum skipaði hann sér í raðir þeirra manna, eir studdu Sjlálfstæðis- flokkinn, því í hans höndum. taldi hann málefnum einstakl- inga og þjóðarheildarinnar bezt borgið. Jón var einn af aðai- hvatamönnum stofnunar „Njarð ar“, félags sjálfstæðisverka- manna og sjómanna og einn af aðalforustumönnum þess frá byrjun. Þá hefur hann setið í stjórn Sjálfstæðisfélags Akra- ness, formaður fulltrúaráða sjálfstæðisfélaganna á Akranest hefur hann verið um nokkuira ára skeið og er það enn. Oll þau störtf, sem honum hafa verið fal- in hefur hann gengt með stakri samvizkusemi og dugnaði, þvi Jón tekur ekki loppnum höndum á neinu máli, heldur er fylgt eft. ir þar til verkið er leyst af hendi á þann bezta hátt sem hægt er. Við Jón höfum átt mikið og gott samstarf í ýrnsurn mólefnum inn an Sjálfstæðisflokksins og þá sérstaklega í verkalýðsmálum og þess samstarfs mun ég alltaf minnast með gleði og þakklæti, því einurð hans og festa samhliða einlægni í stöffum einkenna ÖU hans verk. Þá einu ósk á ég bezta til vin- ar míns Jóns, að honum megi enn um langan aldur auðnast að vinna sem mest að hugðarefnum sínum, bæjarfélagi sínu og þjóð- félaginu í heild til heilla. Að endingu vil ég færa þér og þínum frá mér og mínum. beztu þakkir fyrir langa og trygga vináttu og samstarf. Lifðu heill 'um mörg ókomin ár. A. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.