Morgunblaðið - 20.10.1961, Síða 16

Morgunblaðið - 20.10.1961, Síða 16
MORCVNBLAÐIÐ Fðstudagur 20. okt. 1961 — Ræða Bjarna Benediktssonar Framh. af bls. 15. bandalaginu, mundi það skoðað sem heimboð til árásarríkis til að hrifsa landið, þegar þvi litist. Varnarlaust hlutleysi, valdatóm á stað, sem hefur jafnmikla hern aðarþýðingu og ísland, mundi, ef marka má alla fyrri reynslu, leiða til þess, að landið yrði hrifsað af þeim, er byggi sig til árásar. Þar með sköpuðust miklu meiri líkur en ella til þess, að um það yrði barizt. En mundi ekki árásaraðili — eins og einn af helztu foringjum hinna svokölluðu „hernámsand- stæðinga" sagði á síðast liðnu vori — telja það svo mikla ögrun við Bandarikin, ef hann hrifsaði fsland, að hann léti það vera? Óneitanlega er sá hugsunarhátt ur út af fyrir sig harla einkenni legur, að treysta með slíkum hætti á vernd Bandaríkjanna um leið og við í verki afþökkum hana með því að vísa varnarlið- Inu úr landi og ganga úr banda- lagi við þau. En látum það vera, hugleiðum hitt, að einmitt sömu dagana og þessi foringi „hernáms endstæðinga“ gaf yfirlýsingu eína, voru menn vitni þess, hvem Ið Bandarikjamenn létu ögra sér rétt undan sínum eigin ströndum án þess að grípa til gagnráðstaf- anna, er dygðu. Ógnanir Castros einræðisherra á Kúbu eru gerðar í trausti þess, að Bandaríkjun- um þyki ekki fært að hætta á heimsstyrjöld, jafnvel þótt þeim sé ögrað í þeirra eigin hlaðvarpa. Menn geta haft gagnólíkar skoð- anir á Kúbumálinu og framkomu Bandarikjamanna í því. Óhagg- anleg staðreynd er, að í Kúbu eru við völd menn, sem á sínum tíma sögðust ætla að frelsa þjóð sína Og lofuðu almennum kosn- ingum innan fárra mánaða. Nú segja hinir sömu, að þeir hafi ekki tíma til að sinna þeirri heimsku að láta almennar kosn- ingar fara fram. Hver efast þó um, að þeir myndu sigra í kosn- ingum, sem skipulagðar væru með sama hætti og tíðkast aust- an járntjalds? En ekki var um að villast, að forseta Alþýðusam- bands íslands þótti á s.l. hausti sá kosningaháttur ólíkt fuílkomnari en hinn, er við eigum við að búa. Á íslandi gilda öll hin sömu lögmál ög annarsstaðar um mögu leika til að hrifsa til sín völd með ólögmætum hætti og kalla til sín verndara, sem yrðu ólíkt athafna samari í innanlandsmálum en varnarliðið, sem hér dvelst nú. Enda er ’ekki ýkja-langt síðan Þjóðviljinn óskaði eftir nánari samskiptum hinna tveggja ey- þjóða á Kúbu og á íslandi, eftir að hann hafði fagnandi sagt frá þvi, að ísland væri orðið nær „fastur áfangastaður“ milli Kúbu og Sovétríkjanna. Höfum varnarliðið vegna eigin öryggis. Við skulum játa það hiklaust, að baráttan gegn hlutleysi og fyr- ir vörnum íslands er ekki gerð vegna annarra. Auðvitað metum við frelsi vestrænna þjóða mik- ils og viljum mikið á okkur leggja til að friður haldist í heiminum. En þótt við viljum mikið gera til að halda hvoru tveggja uppi, annarra vegna, þá viljum við fyrst og fremst gera það sjálfra okkar vegna. Ef heims friður rofnar, er okkur ekki síður hætt en öðrum. Ef samtök vest- rænna þjóða sundrast og sumar þeirra eða þær allar verða ofbeld inu að bráð, verður þess einnig skammt að bíða, að á sama veg fari fyrir okkur. En jafnvel þó að heimsfriður héldist og aðrar þjóðir, þær, er eitthvað vilja fyrir frelsi sitt gera, héldu frelsi, þá kynni svo að fara, að við misst um það, ef við einir þjóða skær- umst úr þeirra félagsskap og van ræktum þá höfuðskyldu að gera okkar til þess að tryggja öryggi þjóðarinnar. Ekkert er hættulegra fyrir heil- brigðan skilning á þessum mál- um en sá hugsunarháttur, að við séum fyrst og fremst að gera eitt- t»vað fvrir aðra með því að leyfa að land okkar sé varið. Af því leiðir óhjákvæmilega, að heimt- uð er borgun fyrir. Sumir for- ingjar Framsóknarflokksins eru hinir einu af lýðræðissinnum, sem um varnarmálin hafa talað í þeim dúr og látið þann hugsun- arhátt móta aðgerðir sínar í mál- inu. Með því hafa þeir ekki ein- ungis óvirt sjálfa sig og raun- ar alla islenzku þjóðina, heldur og beint leikið í hendur and- stæðinga sinna. Þeir hafa lagt rök í munn mönnunum, sem tala um landssölu, flestir gegn betri vitiind, en sumir af því að þeir hafa tekið mark á orðum og gerð- um Framsóknarföringjanna. í þessu er ekki sízt að leita ástæðu til þess, að nokkrir góðir og gegn- ir lýðræðissinnar einkum í hópi Framsóknar, hafa látið leiðast af réttri braut í þessu aðalsjálfstæð- ísmáli okkar kynslóðar á íslandi. Röng rök fyrir réttum málstað ero oft hættulegri en allar blekk- ingar opinberra andstæðinga. Við megum öll taka undir með Agli Skallagrímssyni, er hann þakk- aði, að sér hefði verið gefið: „Það geð es ek gerða mér vísa fjandr af vélöndum." Engin þjóð heldur sjáifstæði sínu nema hún geri sér grein fyr- | ir, hvað til þess þurfi og hún sé reiðubúin til að leggja það á sig Með því skapar hún sér virð- ingu jafnt hjá meðhaldsmönn- um sem öðrum. Handritasigurinn byggðisi á norrænum samskiptum Menn tala oft um það, að utan- ríkisþjónusta okkar sé dýr, miklu sé eytt í utanferðir og veizlu- kostnað. Vafalaust má eitthvað af þessu spara. Sannarlega verð- ur að gæta þess að gefa sig aldrei spjátrungsskap á vald. En ég minnist þess stundum, að er ég eitt sinn í embættisferð erlendis var staddur á dýru hóteli ásamt ágætum, íslenzkum hjónum, komu tveir landar okkar þar inn. Eg hafði orð á því, að allsstaðar væru íslendingar Og mikið kost- uðu slíkar ferðir. Frúin svaraði mér þá jafnskjótt og sagði: „Það er einmitt vegna þess að íslend- ingar fara víða og halda sig til jafns við aðra, sem við getum gert það, er við gerum.“ í þessu er mikill sannleikur. Sumanð 1960 voru haldin hér mörg mót. Flestum okkar blöskr- aði kostnaðurinn og tíminn, sem i þeUa umstang fór. Ein af þeim stofnunum, sem þá var mest fjarg virðazt yfir, var Norðurlandaráð- ið. En dettur nokkrum í liug, að við værum nú komnir að því að fá íslenzku handritin heim, ef við hefðum neitað að gerast aðilar að Norðurlandaráðinu? Eða ef við hefðum sett það sem skilyrði fyrir þátttöku okkar þar, að okk ur væri áður skilað liandritun- um? Nei, sannleikurinn er sá, að einmitt koma ótal margra áhrifa- manna frá Danmörku í ýmiss konar erindum á undanförnum árum til íslands og skilyrðislaus aðild okkar að norrænu sam- starfi, hefur, auðvitað ásamt ýmsu öðru, skapað skilyrði fyrir því, sem nú hefur gerzt í Dan- mörku. Handritin verða ekki metin til fjár og kostnaður okkar af norrænu samstarfi er og verð- ur býsna mikill. Við skulum ekki gera tilraun til að jafna þessu tvennu saman. Hitt verðum við að skilja, að án samskipta á jafn- réttisgrundvelli hefði ekki náðst það, sem nú má telja tryggt. Á sama veg skulum við skilja, að þótt við aldrei megum né eigum að gera varnir íslands okk- ur að féþúfu, hefur Atlantshafs- bandalagið og aðild okkar að því þegar orðið okkur til ómetanlegs gagns. Með veru okkar þar fær okkar litla þjóð aðgang á jafn- réttisgrundvelli að mestu valda- mönnum helztu lýðræðisrikja heims. Hefðum strax átt að sækja landhelgismálið innan NATO Þegar deilan um þriðja stór- málið, sem V-stjórnin hljópst frá, landhelgismálið, var í uppsigl- ingu á árinu 1958, gerðum við Sjálfslæðismenn þegar grein fyrir því, að vænlegasta ráðið til að ná máli okkar fram, væri að beita af hófi og skynsemd áhrif um okkar innan Atlantshafs- bandalagsins og nota til hins ítrasta þær leiðir, sem vist okkar þar hafði opnað okkur. Þess vegna vildum við í maí 1958 halda áfram þeim viðræðum, sem utan- ríkisráðherra Bretlands, Selwyn Lloyd, og utanríkisráðherra ís- lands, Guðmundur í. Guðmunds- son, höfðu tekið upp á fundi í Kaupmannahöfn skömmu áður en í odda skarst. Við óttuðumst aldrei, að þvílíkar umræður yrðu til þess að knýja okkur til undan halds, heldur töldum, að þær rnundu gefa okkur einstakt tæki- færi til að sannfæra þá, sem aðr- ar skoðanir og hagsmuni höfðu en við, um rétt okkar, þörf og nauðsyn. Ég skal ekki rekja landhelgis- málið í einstökum atriðum, hvorki gang þess né lausn, ein- ungis segja, að það var frá upp- hafi mjög samtvinnað veru okk- ar í Atlantshafsbandalaginu. Kommúnistar lögðu megin áherzlu á að halda þannig á mál- um, að það yrði til þess að kljúfa okkur frá bandalaginu, gera okkur áframhaldandi veru þar ómögulega. Framsókn vissi ekki í hvorn fótinn hún átti að stíga, Og Alþýðuflokkurinn var meðan vinstra samstarfið stóð, mjög heft ur í að fylgja því fram, sem hann vissi og skildi, að var rétt. Hann fékk því þó framgengt, að sumarið 1958 fóru fram viðræð- ur um málið meðal embættis- manna innan Atlantshafsbanda- lagsins og áttu þær ríkan, senni- lega úrslitaþátt í því, að Bretar urðu að lokum einir tíl þess að hefja virkar mótaðgerðir gegn stækkuninni 1958. En á skorti pað, sem við Sjálfstæðismenn lögðum megin-áherzlu á, að knýja æðstu menn bandalagsins, þá, sem endarflega réðu hvað gera skyldi, til fundar um málið. Þess vegna fór sem fór. í ræðu, sem ég hélt á Landsfundi í marz 1959, sagði ég um þetta meðal annars svo: „Ég er sannfærður um það, að ef við hefðum hafizt handa og kært aðfarir Breta, þegar þær voru fyrirsjáanlegar í ágúst, þá mundu Bretar hafa hugsað sig tvisvar um áður en þeir lögðu út í herhlaup sitt,------allar deilur eru leysanlegar, ef nægur vilji er fyrir hendi og ef aðilarnir eru fúsir til þess að'lúta réttinum og það verðum við vitanlega að gera, ef við viljum vera lýðræðis- Og réttarþjóð. Og hvað getum við Islendingar, minnstir allra þjóða, verið annað en lýðræðis- og rétt- arþjóð? Við verðum að treysta réttinum, ekki síður en aðrir og hegða okkur samkvæmt því. Svo mjög sem búið er að koma landhelgismálinu í sjálfheldu, þá tel ég enn sem fyrr, að ráðlegast sé, að við sækjum málið á þeim vettvangi, þar sem vitað er að við eigum bezta vini, sem hafa skuldbundið sig til að verja okk- ur fyrir óréttmætri árás. Hinu verðum við svo að vera viðbúnir, að við mælumst að sjálfsögðu ekki einir við um það, hvað sé lög og réttur. En ef okk- ur er misboðið af vinum ökkar, ef við njótum ekki jafnréttis á við aðra og á okkur er níðzt, þá er enginn sá íslendingur, sem ekki sé fús til þess að taka af- leiðingunum af slíkri framkomu. Ég óttast ekki, ef við undirbúum mál okkar nógu vel og erum sjálfir reiðubúnir til þess, sem við krefjumst af öðrum, að lúta réttinum“. Kommúnistar höfðu meiri áhuga á öðru en íslenzkum sigri í landhelgismálinu Þegar við Sjálfstæðismenn komum í ríkisstjórn seint í nóv- ember 1959 var ný Genfarráð- stefna fyrir dyrum. Úr því sem komið var, varð að stuðla að því, að vandræði færu ekki vaxandi og gera sitt ítrasta til að málið leystist a hinni væntanlegu ráð- 3tefnu, sem átti að hefjast um miðjan marz 1960. Af sinni hálfu sýndu Bretar sáttfýsi með því að kveðja herskip sín og raunar tog ara burt af íslandsmiðum rétt áður en ráðstefnan skyldi hefjast. Sjálf varð hún því miður árang- urslaus Og munaði þar því, að Bretar og fleiri vildu ekki viður- kenna sérstöðu íslands á þann veg, sem við töldum aðgengi- legan. í hópi okkar fslendinga reis Lúðvík Jósefsson öndverður gegn tilraunum okkar til að fá viður- kennda sérstöðu íslands með þeim hætti, að umþóttunartím- inn næði alls ekki til okkar, þannig að þótt 10 ár væru talin alrnenn regla í þeim efnum, þá tækju 12 mílurnar ,þegar í stað gildi fyrir okkur. Lúðvík óttaðist um skeið, að tilraunir okkar í þessa átt mundu heppnast. Þá umhverfðist hann og hótaði því, að ef við fengjum Breta með þess um hætti til að hverfa þegar úr íslenzkri . fiskveiðilögsögu, þá myndu austan-járntjaldsþjóðir, sem allar voru áður búnar að viðurkenna 12 mílna lögsögu, koma í Breta stað. Með þessu sannaði Lúðvík það, sem öll fram koma kommúnista fyrr og síðar hafði sýnt, að áhugi hans var ekki fyrst og fremst fyrir sigri hins íslenzka málstaðar, heldur beind- ist annarsvegar að því að hjálpa Rússum til að koma í veg fyrir, að ráðstefnan bæri árangur og hins vegar að því að magna klofn iiig fslands og annarra Atlants- hafsbandalagsríkja um málið. Framkoma Lúðviks þá, mun eng um falla úr minni, þeim, er við- staddir voru, öðrum en Her- manni Jónassyni, sem af ein- hverjum ástæðum hefur kosið að muna ekki eða segjast ekki muna það, sem gerðist á þessum eftir- minnilega fundi íslenzku nefnd- arinnar. fskyggilegav horfur Til að draga úr þeirri hættu, að ný vandræði sköpuðust, eftir að ráðstefnan hafði farið út um þúfur, ákvað forseti íslands og ríkisstjórn samkvæmt tillögu minri í apríllok 1960, að gefa brezkum togaraskipstjórum upp sakir fyrir brot gegn fiskveiði- iöggjöf ökkar frá því að deilan hófst í september 1958. Þessi ákvörðun átti sinn þátt í því, að brezkir tógaraeigendur ákváðu, að skip þeirra skyldu, fyrst um sinn urn nokkurra mánaða bil, virða fiskveiðilögsöguna, meðan kannað væri, hvort unnt væri að koma samkomulagi á. Þegar til átti að taka virtu þó ekki öll brezku skipin þessi fyrirmæli og mátti litlu muna, að til stórslysa drægi á miðunum þá um sumar- ið. Lét Hermann Jónasson þá svo um mælt á fundi utanríkismála- nefndar, að horfur í málinu virt- ust aldrei hafa verið jafnískyggi legar sem þá og hreyfði því, að fslendingar ættu að krefjast þess af Bandaríkjamönnum, að þeir létu flota sinn koma okkur til varnar gegn Bretum. Nú geta menn haft ólíkar hug- myndir um, hversu sennilegt það hafi verið, að Bandaríkjamenn yrðu við slíkri kröfu af hálfu íslendinga, kröfu, sem leitt hefði getað til styrjaldar milli þeirra og Breta. En tillagan sýnir, hversu alvariegum augum þá var litið á málið. Það var því sízt að óíyrirsynju, að íslenzka ríkis- stjórnin varð í ágúst við þeirri ósk brezku stjórnarinnar, að teknar skyltíu upp viðræður milli þeirra í því skyni að firra vand- ræðum, ef unnt væri. Fundur Macmillans og Ólafs Thors hafði úrslitaþýðingu Þá var það, að Ólafur Thors, forsætisráðherra, ákvað að taka upp hina gömlu hugmynd okkar Sjálfstæðismanna um að nota til hins ítrasta það samband sem er á milli íslands og Englands, vegna þess að bæði löndln eru innan Atlantshafsbandalagsins. Vitað var að Macmillan, forsætis ráðherra Breta, flygi vestur um haf á fund Sameinijðu þjóðanna og gæti komið við á íslandi. Ól- afur Thors óskaði eftir því að þeir gætu ræðst við um málið á meðan Macmillan dveldi hér. Þar með var kominn á sá fundur æðstu manna, sem við Sjálfstæð- ismenn höfðum stefnt að, frá því, að við í ágúst 1958 gerðum það að tillögu okkar að Hermann Jónasson færi á fund í Atlants- hafsráðinu til að tala þar máli okkar og buðumst til að láta einhvern fulltrúa okkar fara þangað, honum til trausts og halds, ef hann kysi, og þar með taka ábyrgð á því sem þar gerðist. Þeirri tillögu okkar var þá hafnað. Nú voru aðrir að verki, Ólafur og Macmillan ræddu málið rækilega á fundi sínum á Keflavíkurflugvelli. Þeir töluðu saman sem bandamenn, fulltrúar tveggja vinaþjóða, og komu sér saman um að finna yrði lausn á sameiginlegu vanda- máli. • Einn stærsti stjórnmálasigur fslendinga Þessi fundur réði úrslitum i málinu og reyndust samningar þó erfiðir. Um skeið virtist hvorki reka né ganga. Þá notaði Guðmundur í. Guðmundsson, ut- anríkisráðherra, tækifærið til að fara á fund í Atlantshafsráði, sem hann hafði ekki ætlað að sækja, í því skyni að hafa þar tal af brezka utanríkisráðherran- um, Home lávarði. Þeir ræddu málið fyrst í París og síðan i London, þar sem Home hafði samráð við Macmillan. Eftir Londonar-viðræðurnar fékkst sú lausn, sem ég ofmælti sízt um, þegar ég kallaði hana einn stærsta stjórnmálasigur íslend- inga. Umþóttunartíminn varð skemmri en nokkur hafði búizt við. Veiðisvæði þau, sem Bretum eru heimiluð, eru þrengri og þeim opin styttri tíma árlega en hinir bjartsýnustu gátu búizt við. í stað þessa fáum við viðurkenn- ingu á nýjum grunnlínum, sem færðu íslenzka fiskveiðilögsögu þegar í stað yfir mið, sem ómet- anlega þýðingu hafa í bráð og lengd. Stjórnarandstæðingar, er síðast í vetur lögðu hvað eftir annað til, að 12 mílna fiskveiði- lögsaga miðuð við gömlu grunn- línurnar, skyldi löglfest, gátu gátu ekki fært nein rök á móti því, að efnisatriði samningsins væru okkur í heild hagkvæm. Gagnrýni þeirra snerist ann- ars vegar að einksisverð- um vefengingum á því, að Bretar hefðu veitt viðurkenn- ingu á 12 mílna fiskveiðilögsög- unni, sem raunverulega er aðal- atriði samningsins, og vífillengj- um til varnar því, að þeir höfðu sjálfir látið undir höfuð leggjast að færa út grunnlínurnar, sem okkur tókst að fá viðurkenningu fyrir. Stungum sjálfir upp á að alþjóðadómstóllinn dæmdi Gagnrýnin beindizt þó einkum að síðasta ákvæðinu, þar sem ís- lendingar lýstu yfir, að þeir mundu halda áfram að vinna að viðurkenningu réttar okkar yfir öllu landgrunninu og tilkynna Bretum nýjar stækkanir með 6 mánaða fyrirvara, en ef ágrein- ingur yrði skyldi hvor aðili um sig geta skotið honum til alþjóða dómsstólsins. Andstæðingamir létu svo sem við íslendingar hefðum með þessu látið kúga okkur til að fallast á nauðungar- skilmála, sem Bretar hefðu knú- ið fram, og við þar með afsalað rétti okkar um aldur og ævi. Mál staður ríkisstjórnarinnar hefur svo gersigrað í þessari deilu, að óþarft er héðan af að fjölyrða um þessa gagnrýni stjórnarand- stæðinga. En til þess að sýna, hversu fjarri fer, að við höfum hér fallizt á nauðungarskilyrði Breta, minni ég á, að í Lands- fundarræðu, sem ég hélt í nóv- ember 1951, þegar fyrstu aðgerð- ir í landhelgismálinu voru í und irbúningi, benti ég á, að, ef I odda skærist milli okkar og Breta, hlytum við að vera reiðu búnir til þess að leggja þann á- greining undir alþjóðadómstól- inn, samkvæmt þeim skuldbind- ingum, er við hefðum undirgeng izt, með þátttöku okkar í Sam- einuðu þjóðunum. í samræmi við þetta bauð ríkisstjórnin 1953, er skipuð var Framsóknar- og Sjálfstæðismönnum, að leggja deiluna, sem þá var risin við Breta, undir alþjóðadómstólirm gegn vissum skilmálum, sem Bretar vildu ekki fallast á. Gg ummæli min í Landsfundarræð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.