Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 17
Fóstudagur 20. okt. 1961 MORCUNBLAÐIÐ 17 l -------------------------------- unni 1959, sem ég vitnaði áðan í, sanna, að þá var það aðalatriði máls míns. að við yrðum að treysta réttinum þ.e. vera reiðu- foúnir að bera ágreining undir alþjóðadómistólinn. Opnar leið tii nýrra sigurvinninga Áður en ég hverf frá landhelg- ismálinu get ég ekki stillt mig um að lesa þessi orð upp úr Landsfundiarræðu minni 1951. „Kommúnistar sýna hér, eins og í öðru atferli sínu að þeim stendur á sama um hagsmuni ís iands. I>eir láta sér í léttu rúmi liggja, þótt þeir stefni landhelgis málinu í haettu og þar með hags munum íslendinga. j Fyrir þeim vakir nú að nota landhelgismálið til þess að reyna i að koma illu af stað milli íslend ! inga og annarra þjóða, sem foyggja nálæg lönd og þá einkum j Breta. Þeir víla þe®s vegna ekki í iyrir sér þótt þeir ráðleggi ís- ilenzku þjóðinni að gerast lög- brjótur og hafa að engu úr- skurði alþjóðadómstóls." | Ég spyr, hvort unnt sé að lýsa atferli kommúnista í landhelgis- málinu síðustu árin nákvæmar en gert var með þessum orðum jþegar fyrir 10 árum? Ég gaf jþessa lýsingu á framkomu komm j únista strax 1951, ekki af því ég j væri spámaður eða sæi fram í tímann, heldur af því, að ég var að lýsa þeirri stuttu viðureign, , sem átti sér stað til undirbúnings fyrstu aðgerðum okkar. Þá var deilt um það, hvort beðið skyldi dóms í máli Norðmanna og Breta eða ekki. Með þeim dómi var veg urinn ruddur tiil þess sigurs, sem nú er fenginn. Á sama hátt opnar Iheitorð Breta um að lúta úr- skurði alþjóðadómstólsins í fram tíðinni okkur leiðinia til nýrra sigurvinninga í samræmi við þró un laga og réttar. I , Afstaðan til Efnahagsbandalagsins mikið vandamál. Landhelgismálið tókst að leysa imeð farsælum hætti ekki sízt vegna aðildar okkar að Atlants- hafsbandalaginu. En enn bíða okkar mikil vandamál í sam- skiptum við aðrar þjóðir. Hið helzta þeirra er, hvernig við eig- um að bregðast við sívaxandi efnahagssamvinnu þeirra þjóða, sem okkur eru skyldastar að menningu og stjómarfari og við auk þess höfum mest viðskipti við. Á þetta reynir, ef með ein- um eða öðrUm hætti verður úr þeim samruna sex- og sjöveld- anna í vestanverðri Evrópu, sem nú er unnið að, og raunar hvort eð er, þótt með öðrum hætti verði. Efnahagsbandalag Evrópu, sex veldin, hafa nú þegar styrkt svo aðstöðu sína með ótrúlega skjót um framförum og almennri vel megun, er skapast fyrir sameigin leg átök og stóran markað, að aðra fýsir til samvinnu við það. Sennilega geta íslendingar með engu móti tryggt sér örari um- bætur á lífskjörum né tryggari grundvöll fyrir efnahag sinn en með því að gerast aðili banda- lagsins. En málið er ekki svo ein falt. I Rómar-samningnum, stofn skrá bandalagsins, eru ýms á- kvæði, sem eru skynsamleg frá sjónarmiði þeirra þjóða, sem búa í þéttbýlum, fullnýttum löndum, en skapa mikinn vanda fyrir fá menna þjóð, sem lifir í stóru, lítt nýttu landi. Af þeim sökum get- ur skilyrðislaus aðild íslands að þessu bandalagi ekki komið til mála. Og hætt er við, að skil- yrðin verði svo mörg og skapi slik fordæmi, að aðrir aðilar eigi erfitt með að una þeim. En með því að hafna samstarfi við bandalagið missum við ekki einungis af möguleikunum til bættra lífskjara og aukins örygg is, er því kynni að vera samfara, heldur mu-idum við og eiga á hættu, að við misstum markaði okkar í þessum löndum. Af því yrði óbætanlegt tjón. Kommún- istar horfa ekki í það, því að með þessu eygja þeir enn einn mögu leika til að einangra okkur fyrst og hrekja okkur síðan í faðminn á sínum austrænu húsbændum. Þar af kemur hiklaus andstaða þeirra ekki einungis gegn aðild okkar að Efnahagsbandalaginu, heldur og samstarfi við það. öllum öðrum er ljóst, að hér er um mikið vapdamál að fjalla, e.t.v. hið mesta af mörgum stór um, sem okkar kynslóð hefur þurft og þarf að leysa úr. Hér ríður mjög á að rétt sé á haldið og aflað sé skilnings á sérstöðu okkar þannig að við komumst í eitthvert það samstarf eða sam- band við þetta bandalag, að hags munir okkar verði ekki fyrir borð bomir. Enn er of snemmt að segja með hverjum hætti þetta verður bezt gert, m.a.s. hvort það er yfirleitt framkvæm anlegt. Til þess að það verði kannað, verður vafalaust fyrr eða síðar, þegar tímabært þykir að taka upp samninga við banda lagið. Vil ég um það segja það eitt, að jafn-fráleitt væri að hafna umleitunum fyrirfram eins og að fullyrða, að þeir muni leiða til aðgengilegrar lausnar. Hyggi legaist verður að fylgjast náið með athugunum og samn- ingum annarra og meta eftir framvindu þeirra, hvenær tímabært sé, að kanna til úrslita hvort við getum fengið aðgengi- leg kjör. ★ Þannig vakna vandamálin eitt af öðru. Við, sem settir höfum verið til að leysa þau, getum ekki lofað öðru en því að leggja okkur alla fram, að gera það eitt, sem við teljum rétt og gugna ekki né hlaupa af hólmi á hættunnar stund. En einir ráðum við ekki við vandann. Þar verður stuðning ur ykkar og meirihluta þjóð- arinnar, sem úrslitaráðin hef- Samkomui Zion Austurgötu 22 Hafnarfirði. Vakningarsamkoma í kvöid kl. 20.30. — Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. ur og unnið er fyrir, einnig að koma til. En saman skulum við vinna hverja þraut. Með trausti á Guði og góðum málstað skul- um við ótrauð sækja fram á veg, þann veg sem horfir til heilla íslenzkri þjóð um alla framtíð og taka undir me3 þjóðskáldinu Davíð Stefáns- syni, þegar hann segir: l Við tölum íslenzkt tungumál. Við tignum guð og landsins sál og fornan ættaróð. Þeir gjalda bezt sinn gamla arf sem glaðir vinna þrotlaust starf til vaxtar vorri þjóð. *<=> 30 30 <30 eo 30 _ «3O 30 . eoo .. sus- .. aae <sSo .. sas" .. Sgo .. íbúðir í Vesturbœnum Til sölu 2ja og 3ja herb. íbúðir í fjölbýlishúsi við Kaplaskjólsveg. Húsið er í smíðum og verða íbúðirnar seldar fok- heldar með miðstöð, (sér hiti) vatns- og skólplögn. Múrliúðun á stigum og kjallara og öðru sameiginlegu innanliúss fylgir. Áætlaður afhendingartími er í lok janúarmánaðar. MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Re.vnir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti Austurstræt.’ 14 — Símar 17994—22870 FLOS LYKKJA LYKKJUFLOS Umboðsmenn um land allt ÍSLENZK ULL - XSLENZK VINNA vefur wilton wilton er vandaðasti vefnaðurinn Pantanlr á gólfteppum sem afgreiða á í jólamánuðinum þurfa að berast sem allra fyrst. Umboðsmenn okkar um land allt eru reiðubúnir til að aðstoða yður við pantanir og sýna yður sýnishorn af litum og gerðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.