Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 10
10 MORCTnVTIT. 4Ð1Ð Laugardagur 21. okt. 1961 i fautn ovSUmsagt „GOTT ER AÐ VERA PRESTUR" „Hér byrjar Vesturbærinn," sagði sr. Bjarni og greip í handlegginn á mér. Við vor- um staddir á gangstéttinni við verzlunina Geysi. „Og þarna,“ benti hann, „sem nú er Nathans & Olsens-húsið var áður Bryggjuhúsið, sem kall- að var. Þegar ég var að alast upp náði sjórinn alveg upp að Bryggjuhúsinu og þá var oft farið í kapphlaup hér í fjörunni og þótti sá mestur, sem fyrst komst undan öld- unni. Hér hitti ég Saefinn á hverjum degi, það var eins Og hann væri hluti af tilveru minni í þá daga. Þar sem Geysir er nú, var áður Fischersbúð. Þar stóðuim. við úti í horni og biðum eftir að vera reknir út. Öll bíðum við eftir einhverju. En svo neituðum við að fara, þegar til kom: „Eg vil tala við hann Benedikt búðarmann fyrst“, sögðum við. Og þegar Bene- dikt kom gaf hann okkur van- illuikrans. Þá hneigðum við okkur og kvöddum. En nú skulum við halda áfram og stíga létt til jarðar, svo við truflum ekki gamla bæinn, sem leynist hér enn og vakir, ef vel er að gætt. Og líttu upp í himininn, nei það er þoka í dag, svo við sjáum ekki heið- ríkjuna, en í góðu veðri er hún blárri hér en annars staðar.“ Svo héldum við áfram upp Vesturgötu. „Þar sem nú stendur Grófin, voru áður uppsátur. Þar stunduðum við drengirnir þönglastríð í dagsbirtunni, en um nætur var þar háð annað stríð, sem ég hafði engin af- skipti af. Svo rammt kvað að reimleikum í Grófinni, að fíl- efldir karlmenn þorðu varla að vera þar einir á ferli, þegar skyggja tók.“ „Og annað var ekki í Gróf- inni?“ „Nei, nema flóð og fjara. Hér var Aberdeen, þar sem nú stendur í glugganum „Bar- ber Shop“ og Liverpool, þar sem reiðhjólaverkstæðið er í kjallaranum, og svo stóð Glasgow, þar sem bifreiða- stæðið er nú. Það þótti mikið stórhýsi, en brann 1903. Það var ekki mér að kenna, því ég var þá kominn til náms í Kaupmannahöfn. Við íslenzku stúdentarnir lásum um brun- ann í blöðunum. Við vorum hrifnir af því, að það skyldi birtast frétt að heiman. Það var fullkomin ástæða til að vera stoltur af landinu sínu, fannst okkur. I Glásgow bjó Einar Bene- diktsson um tíma. Eg hitti hann oft, þegar ég var þing- sveinn. Þá kom hann niður í þing að leita frétta til að setja í Dagskrá. Þá var lítið um fréttir á Islandi, og minna um margs konar áhrif á fólk en nú er. Að vísu er fólkið það sama, en áhrifin sem nú iíreyma að úr öllum áttum Lreyta því á ýmsa lund, sér- staklega æskulýðnum. I mínu ungdæmi kom ágrip frétta frá útlöndum þriðja hvern mánuð í Þjóðólfi, en nú getum við les- ið ræður Krúsjeffs sama dag og þær eru haldnar. Heyrt hef ég, en veit ekki hvort satt er, að piltarnir í Bessastaðaskóla hafi hrópað húrra fyrir Friðriki 6. konungi á afmælis- degi hans, en þá hafi hann verið dáinn og grafinn. Mér er það einnig minnisstætt, bð við hlökkuðum til kennslu- stundanna hjá Steingrími Thorsteinsson, þegar Búastríð- ið geisaði um aldamótin og póstskipið var nýkomið. Þá talaði gamli maðurinn af eld- móði um kjark Búanna og engir hafa átt betri banda- mann en þeir áttu í honum. Og hérna er Sjóbúð! Um Samtal við sr. Bfarna Jónsson hana geymist stórmerk saga. Hinu megin við götuna er Geirsbúð og þar fýrir neðan var Geirsbryggjan, en Naust- ið er komið í pakkhúsið. Stein- húsið þarna á móti Nausti heitir Hóll. Þar bjó Guðmund- ur á Hóli, óðalsbóndi. Og á mörkum Garðastrætis Og Vesturgötu eru Dúksköt og Gróubær. Þar bjó gott fólk, ég gef því öllu pre.“ Sr. Bjami leiddi mig upp götuna og hélt áfram: yfir henni.“ Þannig var hún í reynd þessi fasta, trygga vinátfca, sem hefur einkennt Vestur- bæingana alla tíð. Og þarna er Vesturgata lSb, lítið timbur- hús á baklóð. Þar bjó Benedikt Gröndal í Skrínunni eins og húsið var kallað vegna þess hvernig það var í laginu. Og hér dó hann. Ég kom oft til hans. Það er ómögulegt annað en muna eftir honum. lærdóm mikið af bókum, já hann átti mikið af öllu. en hann var ekkjumaður og einmana held ég. Ég kom eitt sinn til hans með kuðung úr fjörunni og var þá smákrakki og fannst þetta einkennilegur hlutur og spurði, hvort hann vildi ekki eiga. Hann gaf mér brjóstsyk- ur og 25 aura. Þessa smámuni man ég vel, því 25 aurar voru stórviðburður í lífi manns í þá daga. Það var meira að Séra Bjarni prédikar í Dómkirkjunni. „Og þarna sérðu Nonna. Þar var áður Bakaríið, merkur staður: „napólínskökur á tíu aura!“ „Þú hefur þekkt Geir garnla?" „Já, hann þekkti ég vel. Við vorum alla tíð miklir vinir. Hann hafði í frammi sterkan áróður fyrir því, að ég yrði prestur hér í bæ og á kosn- ingadaginn sendi hann upp- skipunarbátana sína út á höfn- ina að sækja sjómenn, sem áttu auðvitað að kjósa mig. Hvert skipti sem jarðarför fór fram í Vesturbænum, beið Geir Zoega við dyrnar á búð- inni sinni til að geta slegizt í hópinn. Kona ein hét Anna. Hún bjó í Bolla|örðum á Seltjarnarnesi. Hún var jafn- gömul Geir. Þegar hún var jörðuð, hringdi hann til mín og bauð mér sæti í vagninum sínum. svo við gætum orðið samferða til húskveðjunnar. Á leiðinni sagði gamli maður- inn: „Þetta er hátíðleg stimd, því nú fylgi ég fermingar- systur minni til grafar. Ég vöna að þér haldið góða ræðu urinn, hreinskilnin, vinfestan. Maður, sem æskan hlaut að líta upp til. Man ég er hana fór í sjóklæði sín inni í hjalii föður míns. þá hlustaði ég á samtal þeirra. Búningi þess- um klæddist hann, þegar hann fór í rannsó&narferðir niður í fjöru og út á Grand- ann. Eitt sinn kom hann upp Bakkastíginn, sá móður mína þcir á stakkstæðinu, kallaði til hennar og bað hana að lí-ta á lítið dýr, sem hann hafði fundið. Þá sagði móðir mín: „Hræðilega er þetta ljótt dýr.“ En Gröndal svaraði: „Það má ekki kalla það ljótt, sem Guð hefur skapað.“ Ég hitti Gröndal oft í fjör- unni sem drengur. Þá tók hann mig tali og það voru skemmtilegar stundir. Síðast hittumst við haustið 1906. Það var að kvöldi dags og fylgd ist með honum heim að hús- inu hans. Þá lagði hann hönd- ina á öxl mér og mælti til mín blessunarorðum. Það var hátíðlegt að koma inn til Gröndals. Hann átti segja hátíð, þegar við fengum kjötsúpu. og mér fannst ég geta þekkt af reyknum, hvort fólkið í Vesturbænum ætti von á kjötsúpu eða einhverju öðru“. „En númer hvað er þetta hús. 19?“ „Já. Hér bjó Hallgrímur Sveinsson, biskup. Hann skírði mig. Það hlýtur að hafa verið hátíðlegt, þegar hann gekk heim í Mýrarholt að skíra mig.“ „Skírði hann þig ekki skemmri skírn, það er eins og ég hafi heyrt það?“ „Nei, sú skírn hefur dugað mér fram á þennan dag,“ sagði sr. Bjarni og kímdi. „Fyrir nokkru hringdi Páll Kolka til mín og sagði: ,,Ég hef komizt yfir dagbækur dr. Jónassens og séð í þeim, að þú hefur verið skorinn upp vegna barnaveiki 26. júní 1886." Þá sagði ég: „26. júní er vígslu- dagur minn.“ Þá sagði Páll Kolka: „Þetta hefði Jónassen átt að vita, að 24 árum eftir óperasjónina yrðir þú vígður til prests". Þegar ég prédikaði í fyrsta skipti í Dómkirkjunni, var Jónassen viðstaddur til að heyra framburðinn. Skömmu síðar sagði hann við mig: „Ég hefi þá bjargað lífi yðar.“ En sjáðu, hér er nr. 20 og þar bjó Jón Borgfirðingur, fað ir Finns og Klemensar, ég man vel eftir honum. Eg jarðaði hann. Og svo einhvers staðar í nágrenninu bjó Pétur blikk- smiður, faðir þeirra bræðra Kristins og Bjarna, sem síðar byggðu á Vesturgötu 46. Svo taka við Hlíðarhúsin. Man ég alla torfbæina með grasflöt- unum fyrir framan, einn bær- inn hét Skáli. Þar bjó Ein- ar í Skála. Þangað fór ég í jólaheimsókn, því ég vissi að ég mundi fá kerti í jólagjöf. Vel man ég Amunda í Hlíðar- húsum og enn er Níeljóhníus á þessum bletti“. „Lékuð þið ykkur saman?" „Nei, hann er miklu yngri en ég. Hann er nú rétt rúm- lega sjötugur og ég var ekki byrjaður að reikna með hon- um þá, það kom seinna! 1 hornhúsinu við Ægisgötu, þar sem verzla Silli og Valdi, bjó amma Hendriks Ottósson ar, sú elskulega kona. Okkur börnunum þótti vænt um hana“. „Hún hefur gefið ykkur eitt- hvað?“ „Ætli það ekki, ætli hún hafi ekki gefið okkur rófur? Og svo er hér lítið hús númer 30. Þar bjó Sigurður kapteinn, sem kallaður var, því hann var skipstjóri hjá Geir. En í 31 bjó Arngrímur kallaður ökumaður. Kristín dóttir hans býr hér enn, þú manst kannski eftir henni, hún var kennari við Mið- bæjarskólann. Og þarna í númer 33 bjó Þorsteinn Jóns- son, járnsmiður, faðir Asgeirs Þorsteinssonar, verkfræðings, vonandi man hann eftir því að ég fermdi hann. Hér í 34 bjó Gísli Tómasson, sem lengi starfaði hjá Geir Zoega, faðir Gísla, sem einnig hefur starfað þar alla ævi. Og hér stóð ein- hvers staðar lítið hús, þar sem bjó Jón skipstjóri, faðir Guð- mundar aflakóngs og Jóns Otta. Þar á móti bjó Ólafur Jónsson, fiskimatsmaður, sem allir þekkja". „Jarðaðir þú hann líka?“ „Já. Eg jarðaði hann og fleiri“. „Það er eins og ég hafi heyrt að Pétur Jónsson, óperu- söngvari, hafi búið hér ein- hvers staðar". Sr. Bjarni tók nú ofan fyrir gamalli konu, sem við mætt- um, hnippti í mig og sagði: „Nákvæmlega hér“. Benti svo á húsið númer 39 og hélt á- fram: „Pétur var ágætis drengur og þeir bræður báðir. Við lék- um okkur saman í æsku. Pétur söng vel strax í skóla, og þeg- ar við vorum komnir til Kaup- mannahafnar fór hann í stúd- entakórinn fyrir mín orð. Þar var fyrst tekið eftir rödd hans. Miðdepill leikja okkar var Kríusteinn. Þar voru veiddir fuglar í snöru, þaðan var geng ið út í örfisey og sóttur eldi- viöur og máttu menn gæta sín að komast í land, áður en flæddi yfir Grandann. Það bar við einn dag í mikl- um áflogum, að Jón Stefáns- son, vinur minn af Bakka- stígnum steyptist í sjóinn og varð holdvotur frá hvirfli til ilja. Við óttuðumst reiði föður hans, þegar heim kæmi, og mér var falið að ganga fyrst- ur inn til Stefáns og halda yfir honum dálitla ræðu um. það að Jón sonur hans hefði séð planka á floti, ætlað að grípa hann til eldiviðar fyrir Frh. á bls. 15. Ifleð sr. Bjarna á æskuslóðum hans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.