Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 21. okt. 1961 MORGVHBLAÐIÐ 15 * -1 fáum orðum sagt Framh. af bls. 10. heimilið, en skrikað fótur ög dottið í sjóinn. Eg útskýrði at- burðinn mælskum orðum en þá stóð Stefán upp og sagði of urhægt: „Ekki vantar kjark- inn“. Þóttu þetta góð áhrif ræðu minnar. Hér í númer 38 bjó Páll Einarsson, hæstaréttardómari. í>ar var kallað Sveinshús í mínu ungdæmi, ekki veit ég af hverju. Næst er „norska húsið“, sem var líklega kallað svo vegna þess að það var byggt úr norsku timbri. 1 41 bjó Finnur Finnsson, skip- stjóri, faðir Björgvins læknis og Kolbeins hafnsögumanns. Hjá honum leigði Arni Thor- steinsson, tónskáld, um tíma“. „Og þá hefur heyrzt músik á Vesturgötu?“ „Nei, ekki heyrði óg neina músík. Þá fóru menn sparlega með flesta hluti og höfðu gluggana lokaða. Svo koma Þorlákshús og Gunnarshús. Þar bjó Gunnar Gunnarsson, kaupmaður í Hafnarstræti, mjög þekktur borgari. Hús Gunnars stendur þarna andspænis Bræðraborgarstíg, lítið, rautt; ekki laust við stolt þess sem þykist hafa margt reynt og lifað“, Þegar við komum að þessu húsi studdi sr. Bjarni hönd á vestasta gluggann á götuhlið. „Hér bjó Jón Ófeigsson, yfir- kennari", sagði hann, „og í þessu herbergi sátum við mörg um stundum og lásum undir skóla. Við vorum alltaf sam- ferða úr og í skólann. Fengum hálftíma hlé til mOrgunverðar og vorum sjö mínútur á leiðinni frá skólanum að heim ilum okkar, fimmtán mínútur að borða, en átta mínútur í skólann aftur, eða einni mín- útu lengur en úr honum vegna þess að þú vorum við þyngri á ökkur. Þetta gerir hálftíma, er það ekki? Þá voru engir bíl- ar og þó þeir hefðu verið, ekki hægt að borga farið. Þú sérð þarna tvö, stór hús við Bakkastíginn. Milli þeirra var ‘Wýrarholt. Þar er ég fædd ur. Þegar ég stóð á stéttinni heima, sá ég Jón koma út úr skúrnum á Gunnarshúsi, því auðvitað fór hann ekki út um forstofuna. Hún var lítið not- uð. Eg hljóp upp eftir og svo var haldið í skólann. Eg öfundaði Jón af því að búa í timburhúsi með þak- jámi, en Mýrarholt var torf- bær og lak í stórrigningum. En ég öfundaði ekki Jón að- eins í rigningum. Eg öfundaði hann alltaf, því hann stóð sig miklu betur í skólanum en ég og svo viðaði hann að sér meiri lærdómi en mér var nokkurn tíma unnt“. „Þú leggur mikið upp úr lærdómi, sr. Bjarni". „Já, lærdómur er forðabúr. Bændurnir vita, að það er gott að eiga alltaf fyrningar, hvað sem fyrir kemur. Það er verst að ekki skuli vera hægt að arfleiða fólk að lærdómi. Það fer of margt í gröfina. Móðir Jóns var bláfátæk ekkja. Þau bjuggu í einu her- bergi og höfðu aðgang að eld- húsi. Hún var indæl kona Og stálheiðarleg, eins og allt það fólk sem við erum að tala um. Þú hefur aldrei séð auglýst hús við Vesturgötu til uppboðs í Lögbirtingarblaðinu. Eg hrökk við um daginn, þegar ég var að lesa þetta ágæta blað: Vestur-, stóð þar, en svo létti mér, þegar ég las áfram: Vesturbrún!“ „En voruð þið ekki stundium á Bræðraborgarstígnum líka?“ „Jú, þar eru mér mörg hús minnisstæð, Sveinsbakarí. Og hvernig ætti ég að gleyma Há- bæ og Hala eða húsi Hjalta Jónssonar? Og svo liggur leið- in suður að Sauðagerði, þang- að fór ég margar ferðir með félögum mínum. Og enn lifir Kristmann Þorkelsson. Þarna sérðu Bræðraborg, sem stíg- ég sótti um prestsembættið hér í Reykjavík. Eg hef hvergi verið prestur nema hér. Vest- ur á ísafirði var ég kennari og skólastjóri Jón Helgason hafði heyrt mig prédika, eftir að ég vaxð kandidat 1907. Hann þekkti mig líka frá æskuárunum, því við höfðum hitzt úti í Viðey þar sem faðir minn heyj- aði fyrir Helga, föður hans. Þegar ég var um fermingu, var ég smaladrengur í ölfusi. Var þar í jarðskjálftunum Olöf frá Seli. Fyrir hana seldi ég mjólk, sem ég bar um bæinn í tveimur föt- um; fjórir aurar pelinn, takk! Byrjaði snemma á morgnana og kom með tómar fötur heim. „Stóðst þig vel góði, hér eru 10 aurar, mjólkurglas og vínarbrauð“. Það voru hlýj- ar kveðjur í þá daga. Þegar ég var þreyttur, fór ég bein- ustu leið niður á bryggju. Sjó- mennirnir voru oft þyrstir og þeir áttu sumir fjóra aura. A ég að segja þér frá einu \ „Eg öfundaffi Jón af því aff búa í timburhúsi . . . “ urinn dregur nafn af, og skammt þar frá er Reynimel- ur“. „En hvar er Framfarafé- lagshúsið fræga, þar sem sr. Friðrik hafði samkomumar áður en hann stofnaði K.F.U.M.?“ „Það er rétt hjá húsi Helga Teitssonar. Við skulum sjá er það ekki númer 51 — jú alveg rétt, 51C. Hingað sótti ég sem skólapiltur fyrstu fundi séra Friðriks. Það var stutt að fara. Það er alltaf stutt, þangað sem hugurinn leitar. Mér fannst samkomur séra Friðriks lyft- andi hátíðlegar. Hann flutti vekjandi boðskap og auðfund- ið, að í þessu húsi var starfað í anda orðanna: „Eg veit á hvern ég trúi“.“ „Varst þú trúhneigður í æsku?“ „Já, það hef ég verið alla tíð. A heimili mínu var guðs- orð mikið um hönd haft. Eg fór oft í kirkju, bæði með for- eldrum mínum og einsamall. Var í kirkju er Pétur biskup vígði átta presta, þar á meðal sr. Bjarna Þorsteinsson. Man það allt glögglega, en þegar heim kom var spurt: „Hvernig stendur á því að þú kemur svona seint heim?“ Eg svar- aði: „Eg var í kirkju“. Og faðir minn sagði: „Það er ó- þarfi að áminna drenginn, því hann gat ekki verið á betri stað“. 'Þegar ég var í efri bekkjum Latínuskólans, fór ég að h-ugsa um að skemmtilegt væri að komast út fyrir pöllinn. Og þá beindist hugurinn að guð- fræðinni. En ég var engan veginn staðráðinn í að verða prestur, heldur hafði ég mest- an áhuga á kennslustörfum. En það var fyrir áeggjan Jóns Helgasonar, þess lærða og sam vizkusama embættismanns, að 1896, þegar allt hrundi nema trúin á guð. Sá engin æðru- merki á fólki og man þó glöggt þessar náttúruhamfarir. í Ölf- usinu var ég fjögur sumur og langaði til að sjá ölfusárbrú,- en það tókst mér ekki fyrr en síðustu viku fjórða sumars- ins. En í kirkju fékk ég að fara og þá var það sem þessi hugsun hvarflaði einu sinni ” mér: Gott er að vera prestur. Undir það tek ég í dag. En sjáðu Bakkastíginn! Og þarna er Götuhús, þar sem bjó Erlendur Ö. Pétursson og for- eldrar hans, afi og amma. Hér eru ýmsir bæir, Miðbýli til hægri handar, Litli-Völlur, þar sem bjó Björn, faðir Tryggva, föður Kristbjörns læknis; þar fyrir austan Ný- lenda, þar sem bjó Gísli, þekktur rnaður". „Fyrir hvað?“ „Dugnað og prúðmennsku“. „Og þarna stóð Mýrarholt?“ „Já, þar sem þessir hnull- ungar eru og líttu á steininn þarna í túninu, ég man vel eftir honum. Það getur verið að þar hafi búið huldufólk, en það borgaði enga húsaleigu, svo ég varð lítið var við það. Nú hafa verið reist hér tvö, stór steinhús. 1 öðru býr Guð- ný systir mín en Guðfir.na systir mín í hinu. Það hús byggði Kristinn bróðir minn. Og ég held áfram að benda á æsku mína. Þar sem Seg- ull er nú, stóð Mýri. Núm- er fimm á Bakkastíg var Steinbærinn, númer sjö Hans bær, númer átta Hausthús, þar bjó faðir Þórðar, yfirtoll- þjóns í Kaupmannahöfn. En við Brunnstíg stóð Vorhús. Svo voru hér Garðhús við Mýrargötu, Austurbakki, Vest urbakki, Olafsbakki og Ana- naust. Eða hvernig gæti ég gleymt Ivarsseli? Þar bjó óhappi? Mér vildi það til, þeg- ar ég var einhverju sinni að selja mjólk fyrir Ólöfu, að ég datt, þar sem nú er Her- kastalinn, og mjólkin rann úr annarri fötunni á götuna. Eg stóð hálfgrátandi yfir hvítum pollinum. Þrír menn kömu þar að og sögðu: „Þú varst óhepp- inn. Hvað heldurðu að það kosti, sem var í fötunni?“ Það lifnaði yfir mér, ég hélt að þeir mundu bæta mér tjónið Og sagði snöktandi: „Eina krónu þrjátíu og fimm“. Þá sagði einn þeirra: „Aumingja strákurinn!“ Og hurfu burt. 1 sömu svipan bar þar að mann, hann var úr Vestur- bænum, Og hann sagði: „Gott er að ég hitti þig hér. Þú ert með mjólik í fötu. Komdu um borð í enska herskipið, ég er að útvega þeim alla þá mjólk, sem hægt er að ná í. Komdu undireins og hættu að gráta“. Eg ríghélt í fötuna og fór með honum um borð í herskipið. Þeir urðu glaðir við og bættu mér skaðann svo vel, að ég tapaði engu í þessari söluferð. Ef þetta gerðist núna, segjum að sendill týndi hundrað krón- um, mundu allir skjóta sam- an handa honum og hann væri búinn að hafa upp úr krafsinu fimm hundruð krónur, áður en hann vissi af. Heimurinn fer ekki versnandi, fólkið er greið viknara og hjálpsamara en áð- ur. Fátæktin bætir engan. En nú skulum við ganga upp á Vesturgötuna aftur og ég get sýnt þér hvar Péturshús stóð. Þar er nú Vesturgata 52. Svo er Brekka á næsta leiti, Oddgeirsbær, þar sem nú er Framnesvegur 6, Brimnholt og Veðramót, Steinholt. Þar bjó Jónas lögregluþjónn. 1 minni æsku vorum við hræddir við lögregluþjónana og bárum virðingu fyrir þeim. Okkur var löghlýðni í blóð borin. Svo benti sr. Bjarni vestur Framnesveg og brosti: „Þarna tekur Bráðræði við“, sagði hann, „en við þurfum ekki að fara út úr allri sívilisasjón. Göngum heldur að 52. Þar bjó Gísli Pétursson, læknir. Hjá honum lærðum við Ólafur Þor steinsson að lesa og draga til stafs. Ekki minnist ég þess að það hafi kostað neitt. í gamla daga gat kunningsskapurinn líka komið sér vel, ekki síð- ur en nú. Svo var það einn dag, að Morten Hansen kall- aði á mig, þar sem ég var að leik í frímínútunum 1 Mið- bæjarskólaportinu: „Eg hef verið að tala um það við Pét- ur Hjaltested", ^sagði hanin, „hvort hann viídi ekki kenna þér undirstöðuatriði í latínu. Hann hefur átt tal um það við pabba þinn oig nú skaltu fara til Péturs í kvöld". Ég gekk svo um kvöldið til Péturs í Suðurgötu 7 og fór að læra latínu. Annars hafði mér stundum fundizt ég vera þó nokkuð menntaður. Þegar ég var 7 eða 8 ára, sá ég tvo franska sjómenn, sem sátu á grjót- garði rétt hjá MýrarholtL Eg gekk til þeirra og spurðL hvort þeir vildu ekki koma heim og fá sér kaffi. Þeir gerðu það. Meðan þeir drukku kaffið, benti annar þeirra á mig og gerði mér skiljanlegt, að hann ætti dreng jafnstóran mér. Mér fannst endilaga að ég kynni frönsku, því allt var skiljanlegt sem þeir sögðu, og ég dáðist að því hvað franska væri auðvelt mál. En nú skulum við ganga aft- ur niður í bæinn, yfirgefa þessar slóðir æsku minnar. Kannski eru þær_ ekki lengur þar sem ég hef bent, kannski eru þær ekki áhnars staðar en hérna inni í brjóstinu á mér. En einu sinni voru þessi hús og þetta fólk eins mikill veru leiki og við erum nú. Seinna finnst einhverjum undarlegt að við skyldum hafa verið hér á rölti. Þá getur enginn séð okfcur, enginn talað við okkur, en samt vorum við hér, og nú er ræða mín þessi að lokum: Eg hef oft verið spurð- ur að því, hvort unnt sé að vera trúaður og ekki kirkju- rækinn. Eg svara: Eg á mitt heimili og vil heldur skreppa heim en láta senda mér plötu með þeirri orðsendingu, að allt sé í stakasta lagi.fEf trúin er í hjartanu, langar mann að koma þangað sem guðsorð er um hönd haft. Mundi það ekki vera sannkristnum mianni jafn eðlilegt að koma í kirkju og ganga inn á sitt heimili? Sum- ir koma oft í kirkju, aðrir sjaldan. Það eru svo margir jarðaðir hér í bæ á seinni ár- um, að fólk á erfitt með að komast hjá því að skreppa í kirkju. Flestir fara einhvern tíma í kirkju á hverju ári. Að messu lökinni fara sumir út um aðaldyriiar, aðrir ganga gegnum skrúðhúsið og taka í höndina á prestinum. En ég hef aldrei sagt, að þeir sem heilsa með handabandi séu trúaðri en hinir. Að vísu sér presturinn þá, en guð sér hina líka“. Sr. Bjarni þrýsti hönd mína og bætb við: „Eitt er nauðsyn- legt, að hver prestur geti fagn andi sagt: „Eg trúi, þess vegna tala ég“. Þá verður hver guðs þjónusta hátíð til hvatningar og huggunar“. M. s s s s s s s s „Menn og mlnni66, Ijóð eftir Kristin Reyr KRISTINN Reyr skáld í Kefla- vík hefur sent á markaðinn nýja Ijóðabók. sem hann nefnir „Minni og menn“. Áður hafa komið út eftir hann ljóðabækurnar „Suð- ur með sjó“ (1942) „Sólguli í Bkýjum" (1950), „Tumar við torg“ (1954) og „Teningum kast- •ð“ (1958). Ljóðabókin „Minni og menn“ er prentuð sem handrit í 300 tölu settum og árituðum eintökum. Hún er prentuð í prentsmiðjunni ÍHól'um í Reykjavík. Bókin er 95 bls. í stóru broti og geymir 28 Sjóð. flest þeirra tækifærisljóð j um ýmsa mæta menn eða í til-l •f’-'Uinn Revr. efni ýmissa hátíðisstunda. Meðal góðborgara sem Kristinn yrkir til má nefna Ólaf Guðfinnsson hús- gagnasmíðameistara í Reykjavík, séra Valdimar J. Eylands^ Winnipeg, Sigurbjörn Þorkelsson í Vísi. Helga S. Jónsson í Kefla vík. Friðrik F. Þorsteinsson. Jón Margeir Jónsson, Ingimund Jóns- son kaupmann í Keflavík, Sigurð I. Guðmundsson bónda í Njarð- vik, Kristján heitinn Helgason píanóleikara í Keflavík. Kristó- línu Jónsdóttur í Grindavík og Sverri heitinn Halldórsson gull- smið í Reykjavík. Fremst í bókinni er teikning af höfundi gerð af Hákoni Sumar- iiðasyni. IMámsstyrkir UMSÓKNIR um styrki eða lán af fé því, sem Menntamálaráð kemur til með að úthluta næsta vetur til íslenzkra námsmanna er lendis, eiga að vera komnar til skrifstofu Menntamálaráðs að Hverfisgötu 21 eða pósthólf 1398, Rvík, fyrir 1. desember næstkom andi. Til leiðbeiningar umsækjend- um vill Menntamálaráð taka þetta fram: 1. Námsstyrkir og námslán verða eingöngu veitt íslenzkum ríkisborgurum til náms erlendis. 2. Styrkir eða lán verða ekki veitt til þess náms, sem auðveld- lega má stunda hér á landi. .3. Umsóknir frá þeim, sem lok ið hafa kandidatsprófi, verða ekki teknar til greina. og námslán 4. Framhaldsstyrkir eða lán verða eklki veitt, nema umsókn fylgi vottórð frá menntastofnun þeirri, sem umsækjendur stunda nám við. Vottorðin eiga að vera frá því i október eða nóvember þ. á. 5. Umsóknir skulu vera á sér- stökum eyðublöðum, sem fást í skrifstofu Menntamálaráðs og hjá sendiráðum Islands erlendis. Prófskírteini og önnur fylgiskjöl með umsóknum þurfa að vera staðfest eftirrit, þar eð þau verða geymd í skjalasafni Menntamála- ráðs, eri ekki endursend. Sérstök athygli skal vakin á því, að imisóknir skulu nú hafa borizt mánuffi fyrr en verið hef- ur. Er það gert til þess að hægt sé að hraða úthlutun svo sem kostur er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.