Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 2
2 MORGXJTSBLÁÐ1Ð Laugardagur 21. okt. 1961 Reykjavík sást ekki af Ártúnsbrekkunni Einhver svartasta þoka, sem menn muna NIÐAÞOKA grrúfði yfir Reykja- vík og nágTenni í allan fyrra- dag, fyrrinótt og fram að há- degri í gær. Var veðrið „eins og í franskri verðlaunamynd“, eins og einhver orðaði það. Flugsam göngur lágu að heita algjörlega niðri vegna þokunmar í allan fyrradag og fram til hádegis í gær. Þokan var svo dimm að elztu menn muna vart annað eins 1 fyrrinótt sást ekki yfir tjörn- ina utan að grilla mátti í götu- ljósin handan hennar. Þótt merkilegt megi virðast urðu engir árekstrar í Reykja- vík í þokunni eftir því sem MbL veit bezt. „Þeir sáu ekki til hvers annars“ eins og umferðadeild ranmsóknarlögreglunnar orðaði það. Þótt svartaþoka væri I bænum sj áifum brá svo undarlega við að er 'ekið var upp Ártúnsbrekk una, tók þokuna af á brekkubrún inni og sást sæmilega til austurs þaðan í fyrrinótt. Það eina, sem sást af Reykjavík þaðan, voru nokkrar týrur í Blesugróf óg ljós in við Nesti. AUt annað hvarf með öllu í þokuna. Flugsamgöngur í eðlilegt horf. Það var ekki fyrr en klukkan hálf eitt i gærd' ; að fyrsta vélin hóf sig á Jof\ af Reykjavíkur- flugvelli. Vr það Skýfaxi á leið til Glasgov og Kaupmiannahafn- ar. Síðastr vélin, sem fór af vell inum var Hrímfaxi, en hann för í fyrradag til Glasgow og Kaup- mannahafnar. Innanlandsflug lá alveg niðri í fyrradag og fram yf ir hádegi í gær. Síðdegis í gær fór svo Viscount flugvélin Gullfaxi til Akureyrar og Egilsstaða, en Dakotavélar fóru til Akureyrar, ísafjarðar, Vestmannaeyja, Þórshafnar og Kópaskers. — Hrímfaxi beið í Glasgow í fyrrinótt vegna þok- unnar en kom hingað síðdegis í gær. Flugvélin fer til Osló, Kaup mannahafnar og Hamborgar í dag. Frú Jekaterina Furtseva, mennta- málaráðherra Sovétríkjanna Stjórnarmyndun lok iö í V-Þýzkaiandi? Meðfylgjandi mynd af frú Furtsevu var tekin er hún sótti Islendinga heim í júni mánuði í sumar. Bonn, 20. október. VESTUR-ÞÝZKA fréttastof- an DPA segir, að Kristileg- — Tass fréttastofan segir, að þingfulltrúar hafi orðið sem lamaðir í sætum sínum, er þeir minntust þessara at- burða. Ennfremur lýsti Furtseva áhrifamiklum fundi hjá mið- stjórn flokksins, þegar verið var að hreinsa minningu Tukhatsjevskijs marskálks — sem var yfirmaður herja So- vétveldisins, en rekinn úr flokknum og tekinn af lífi árið 1936. A þeim fundi, sagði Furtseva, að hefði slegið i harða brýnu með þeim Malen- kov og Krúsjeff. Hefði hinn Sumt löglegt af vörunum EINS og skýrt var frá hér í blað inu í gær var lagt hald á nokkurt magn af nælonsokkum hjá ýms- um verzlunum bæjarins í fyrra- dag, þar sem grunur lék á að sumt af þeim væri smyglvara. I Jjós hefur komið að sumt af sokk unum var löglega tilkomið. Rann sókn heldur áfram í málinu. Hvílík hamingja fyrir flokkinn og þjóðina .. M E Ð A L þeirra, sem kvöddu sér hljóðs á 22. flokksþingi kommúnista í dag var menntamálaráð- herra Sovétríkjanna, frú Jekatarína Furtseva. Tók hún ósvikinn þátt í því að fordæma fyrrv. forystu- menn Sovétríkjanna, eink- um þá Malenkov og Kag- anovitsj. Frú Furtseva sagði meðal annars, að því yrði aldrei gleymt, þegar Kaganovitsj. á þriðja tug þessarar aldar, ákvað dauða 350 járnbrautar- verkamanna með einu penna- striki. Enn eitt slysið: Tveggja ára dreng- ur undir vörubíl ENN eitt umferðarslys varS I Reykjavík laust eftir klukkan eitt í gærdag, er tveggja ára drengur, Sigurður Ingason, ShelX vegi 10C varð fyrir stórum vöru- bíl, 914 tonn að þyngd. Drengur- inn meiddist lítið. Nánari atvik voru þau að bíl- stjóri vörubílsins var að leggja af stað heiman frá sér við Shell- veginn. Til þess að komast út á veginn varð hann að aka eftir afleggjara frá húsinu. Þegar hann var að aka' inn á Sþellveginn veitti hann því eftirtekt að telpa veifaði til hans. Stöðvaði hann ySl HA /5 hnútor IXr** SV 50hnútor X Snjókoma 't Oð/ mm V Stvrir (t Þrumur KvUasbl Hitvskii H, Hm$ 1 L ^ Lmgð | Hæðin, sem hefur verið sunnan við landið undanfama daga, er nú eydd að mestu, svo að þokan á Faxaflóanum og Grænlandshafinu ætti að vera horfin í dag og heldur svalara loft komið í staðinn. Mikið regnsvæði er yfir S.- Grænlandi. Það þokast austur á bóginn, en lenddr vonandd að mestu leyti fyrir sunnan land. gær- Veðurspáin kl kvöldi: SV-land og miðin: Austan gola, síðar kaldi eða stinnings kaldi, dálítil rigning eða súld. Faxaflói til Norðurlands og Faxaflóamið til Vestfj.miða: Austan gola, skýjað. NA-land til SA-lands og norðurmið til SA-miða: Aust- an gola Og síðar kaldi, víða þokusúld eða rigning. bílinn og sá að lrtill drengur, bróðursonur hans, lá á götunni skammt frá þar sem hafði lagt af stað. Það varð drengnum til lífs að hann varð undir bílnum á milli hjóla. Innra afturhjólið vinstra megin fór þó yfir hendi hans og utanverðan fót. — Drengurinn var fluttur á slysavarðstofuna. Við rannsókn reyndist hann óbrotinn, en nögl hafði dottið af fingri og auk þess var hann mar- inn á fæti. fyrrnefndi sagt, að Krúsjeff skyldi spara sér allar hótanir. Var raust frúarinnar harmi þrungin, er hún sagði að lok- um: Hvílík hamingja var það fyrir flokkinn og þjóðina, að miðstjórninni undir forsæti Nikita Sergeivitsj Krúsjeffs skyldi takast að svipta falshul unni af þessum mönnum áður en það var um seinan. Bændur liirða hey á Ströndum GJÖGRI, 20. okt. — Vestanátt og hlýindi hafa verið hér þrjá síð- ustu sólarhringana, þurrkur nótt og dag, og eru bændur að hirða hey, sem þeir slógu í byrjun september. Móturbáturinn Flugaldan frá Djúpavík byrjaði að róa héðan fyrif nokkrum dögum og hefur fiskað 3—4 tonn í róðri. Reytingsfiskirí hefur verið hjá trillum á handfæri, en í morgun fóru tvær trillur með lóðir og voru að kocma að í þessu. Fiskuðu þær ágætlega, ca. 150 pund á lóð miðað við hausað og slægt. — Regína. Merkjasala Sjálfs- bjargar á morgun ir demókratar og Frjálsir demókratar muni nú hafa komið sér saman um mynd- un samsteypustjórnar í Vest- ur-Þýzkalandi undir forsæti Adenauers — sem þó skuli ekki sitja í embætti kanzlara allt stjórnartímabilið. Ekki fæst fregn þessi staðfest a£ opinberri hálfu — en talið að tilkynning um stjórnar- myndunina verði gefin út næstk. miðvikudag. Fréttastofa Reuters hefur eftir fréttamanni í Bonn, að allt bendi til þíss, að af átján ráðherrum verði aðeins fimm úr hópi frjálsra demokrata, — og enn- fremur að engar breytingar verði á mikilvægustu embættunum. Eftir því að dæma ætti t.d. ut- anríkisráðherrann að verða hinn sami Heinrich von Brentano ósamhljóða fregnir. Hinsvegaæ segir DPA af viðtali við ýmsa stjórnmálamenn að Ijóst virðist, að samsteypustjórn in byggist á fjórum meginkröf- um Frjálsra. 1. Adenauer verði ekki í em- bætti kanzlara út kjörtímabilið. Ekki virðist þó enn ákveðið, hvenær hann láti af embætti. 2. Frjálsir demokratar fái sjö ráðherraembætti. Fréttaritari Reuters segir hinsvegar að lík- lega verði þeir aðeins fimm. 3. Erich Mende verði innanrík isráðherra í stað hins kristilega Bernards Schroeder, sem aftur taki við embætti fjármálaráð- herra. Mende sagði hinsvegar í dag við fréttamenn í Bonn, að hann yrði ekki 1 ríkisstjórninni. 4. Frjálsir demokratar vilja að Heinrieh von Brentano láti af embætti utanríkisráðherra én við því taki Georg Kiesinger, sem einnig er úr flokki Kristilegra. Ekki ber þessum fregnum bein línis saman, enda allar óstaðfest ar af viðkomandi aðilum — en hið sanna og rétta liggur vænt- anlega fyrir, áður en langt um liður. Á MORGUN, sunnudag er hinn árlegi merkjasöludagur Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra. Auk merkjanna verður selt tima ritið „Sjálfsbjörg“. sem kemur nú út í þriðja sinn. Ritstjórar tímaritsins eru tveir, Trausti Sigurlaugsson og Theodór A. Jónsson, en hann er formaður landssambandsins. 1 blaðinu er t. d. viðtal við Ólöfu Ríkarðsdóttur. ritara lands sambands fatlaðra. en hún sat í sumar stjórnarfund Öryrkja- bandalags Norðurlanda. sem Sjálfsbjörg er nú aðili að og þing landssambands fatlaðra í Noregi. Aðaltilgangur Sjálfsbjargar er að færa lífsskilyrði fatlaðra í eðlilegt horf m. a. nýta starfs- krafta öryrkja sem bezt og koma upp og reka vinnuheimili, sem verða þá um leið endurhæfinga- stöðvar. Helzta áhugamál félags- ing nú er að eignast eigið hús hér í Reykjavík, þar sem væru vinnustofur oe skrifstofur lands- sambandsins og herbergi fyrir fatlaða. sem kæmu utan af landi og þyrftu að dvelja hér í bæ. En Sjálfsbjörg hefur enn sem komið er engan fastan tekju- stofn. en milliþinganefnd um atvinnu og félagsmál öryrkja, sem skipuð var á vorþingi 1959 lagði til að Sjálfsbjörg fengi kr. 3,00 af hverju kílói af sælgæti, sem framleitt er í landinu. Skyldi fé þetta renna til bygg- ingar og rekstrar vinnuheimila Sjálfsbjargar. Þetta er þó ekki komið til framkvæmda enn þá og á meðan svo er byggist starf- semin á frjálsum framlögum al- mennings. í landssambandi fatlaðra. sem stofnað var 1959 eru nú 8 félög víðsvegar um landið með tæp- lega 500 virka meðlimi. Og á þessum stutta tíma hafa sum félögin náð undraverðum árangri t. d. Sjálfsbjörg á Akureyri. sem hefur byggt myndarlegt félags- og vinnuheimili, og Sjálfsbjörg á ísafirði, sem komið hefur á fót prjónastofu. Náms- og ferða- styrktir til USA MENNTASTOFNUN Bandaríkj- anna hér á landi, Fulbright-stofn unin, auglýsir hér með eftir um sóknum um nokkra náms- og ferðastyrki handa íslenzkum há skólaborgurum, sem þegar hafa lakið háskólaprófi og hyggja á frekara nám við bandaríska há- skóla á skólaárinu 1962—1963. Hér er um að ræða möguleika til að öðlast styrki til náms i ýmsum greinum, en einkum á sviði raunvísinda og samanburðar lögfræði. Umsækjendur um styrki þessa verða að vera íslenzkir ríkisborg arar og hafa lokið háskólaprófi, annaðhvort hér á landi eða ann ars staðax utan Bandaríkjanna. Þeir, sem ekki eru eldri en 35 ára að aldri verða að öðru jöfnu látn ir ganga fyrir um styrkveitingar. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi mjög gott vald á enskri tungu. Það skal sérstaklega tekið fram að í þetta skipti verður ekki mögulegt að taka á móti umsóknum um styrki til fram- haldsnáms í læknisfræði. þeir, sem hins vegar kunna sjálfir að hafa komizt að við nám vestan hafs í þessum eða öðrum, fræðum, geta síðan sótt um sérstaka ferða styrki, sem stofnunin mun aug- lýsa í aprílmánuði næsta ár. Umsóknir um námstyrkj þessa skulu hafa borizt Menntastofnun Bandaríkj anna, pósthólf 1059, Reykjavík, fyrir 13. nóvember n. k. Sérstök umsóknareyðublöð fást á skrifstöfu stofnunarinnar, Laugavegi 13, 2. hæð. hjá Upp- lýsingaþjónustu Bandaríkjanna, Laugavegi 13, 5. hæð og hjá Menntamálaráðuneytinu, Stjórn arráðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.