Morgunblaðið - 27.10.1961, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.10.1961, Qupperneq 1
24 siður Þetta er engin venjuleg á, heldur rauðglóandi elfur á hraðri ferð. Myndina tók ljósmyndari blaðsins, Ólafur K. Magnússon, yfir Öskju seint i gærkveldi. w H Hraunstraumurinn í gærkveldi lengri en í öllu Heklugosinu Frásögn og myndir fréttamanna MbL, sem flugu yfir eldsvæðiö í nótt 12 kílómetra langur hraunstraumur STÓRKOSTLEGT gos hófst í Öskju í gærdag. Þegar dr. Sigurður Þórarinsson, og fleiri flugu yfir Öskju kl. hálf ellefu í gærkvöldi spýttist glóandi hraunið upp um fjóra gígi á sprungu í hlíð austurf jallanna, gufustrókurinn stóð 5000—6000 m. upp í Íoftið, og hraunelfan rann eldrauð og glóandi með ótrúlegum hraða meðíram fjallshlíðinni í norður út um Öskju- opið og bcygði þar suður með fjallgarðinum. Var hraunstraumurinn þegar orðinn a. m. k. 12 km. á lengd, eða lengri en lengstu hraunstraumarnir í Heklugosinu á 13 mánuðum. — Svona hef ég ekki séð síðan í Heklugosinu, varð dr. Sigurði að orði og Birgir Kjaran sagði. sem ég hef séð. Þetta er það stórkostlegasta „Eldstólparnir eru stórkostlegir66 Fyrstu lýsingar á gosinu bárust Mbl. skömmu eftir kl. 7 í gærkvöldi frá flugmönnum úr Varnarliðinu. Þeir höfðu verið á venjulegu eftirlitsfiugi, þegar þeir allt í einu sáu eldbjarma og glæringar í átt til Öskju. Það var kl. um 6,30. Við nánari athugun töldu flug- mennirnir hraunstrauminn 15 mílur á lengd og tæpar tvær á breidd, en sú ágizkun getur ekki staðizt eins og að framan greinir. Gufustrókurinn náði upp í 20. þús feta hæð. Annars staðar hér á síð- unni er frásögn flugmanna, en fyrstu frásögn ísl. sjónarvotta af þessum stórkostlegu náttúruhamför- um, fékk Mbl. um hálfellefu leytið í gærkvöldi. Þá voru fréttamenn Mbl. á leið til Öskju í flugvél Björns Pálssonar ásamt dr. Sigurði Þórarinssyni, Agnari Frh. á bls. 2 Hrikalegt! — sögðu fyrstu sjónarvottar Stutt samtal við einn bandarísku flugmann- anna FYRSTU MENNIRNIR, sem sáu hið feiknlega hraungos í Öskju í gær, voru fjórir flugmenn úr varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli: Lt. Bern- ard L. Henderson, lt. William Lemley, capt. Robert Wargo og lt William Smith. Þeir fé- lagar voru á venjulegu eftir- litsflugi í tveim orrustuþot- um. Framhald á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.