Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 8
8 MORCZJISBLAÐIÐ Laugar-dagur 28. okt. 1961 — Alþingi Framh. af bls. 24. ram allan hinn frjálsa heim og 'BÚ ákvörðun Sovétríkjanna, að Ihefja tilraunasprengingar kjarn- ©rkuvopna að nýju. Síðan hefðu ~j þeir svo sprengt 24 sprengjur, eða til jafnaðar eina sprengju rúm- lega annan hvern dag, flest- ar mun öflugri en áður væru dæmi til. >ó hefði keyrt um þverbak síðast- liðinn mánudag, þegar þeir sprengdu 30—50 milljón lesta kjarnorkusprengju og tveim Stundum síðar aðra minni neðan- sjávar aðeins 2500 km frá íslandi. Ekki hefði þetta þó komið á óvart, því Krúsjeff hefði áður m. a. gortað af því að eiga 100 tnegalesta sprengju. Áður en Sovétríkin hófu sprengingar að nýju höfðu tilraunir kjarnorkuveldanna þriggja legið niðri í nær 3 ár og þau haldið í Genf hvorki meira né minna en 338 fundi, til þess að reyna að ná samkomulagi um allsherjarbann. Allt mannkynið hefði vonað að það tækist, en svo hefðu Sovétríkin farið af stað á nýjan leik og í Ijós komið að þau höfðu samtímis viðræð- unum, sem allir vonuðu að væru heilshugar, unnið að undirbún- ingi tilrauna með enn ægilegri vopn en áður. Munu vandfundin dæmi um þvílíkar aðfarir í samskiptum þjóða, þar sem um er að tefla líf og öryggi alls mannkyns, sagði ræðumaður, og bætti við: — enda mun þessum helsprengju smiðum og áhangendum þeirra veitast erfitt að finna nægilega auðtrúa sálir til þess að taka mark á friðarhjali þeirra hér eftir. >á kvað frummælandi lang- sótta þá skýringu Sovétstjórnar- innar, að 4 litlar sprengjur, sem Frakkar gerðu tilaunir með á Sahara-eyðimörkinni, hefðu knú ið þá til þess að býrja á ný. í síðari hluta ræðu sinnar vék Sveinn Einarsson að áhrifum og afleiðingum kjarnorkuspreng- inga og sýndi fram á, hver vá væri fyrir dyrum íslendinga af þeirra völdum. Næstu vikur og mánuði sáldraðist helrykið yfir ísland með hinum alvarlegustu afleiðingum fyrir þjóðina um langa framtíð, Bæði þjóðin sjálf og atvinnuvegir hennar væru í hættu. Þar sem svo alvarlega væri ástatt, gæti Alþingi ekki haldið að sér höndum, en yrði að mótmæla þeim aðgerðum, sem þetta ástand hefði skapað. Næstur tók til máls Eysteinn Jónsson (F). Sagði hann, að það hefði á sínum tíma vakið mikinn fögnuð, er ljóst var, að stórveld- in hefðu hætt tilraunum með kjarnorkuvopn. Menn hefðu von- ! að, að þegar því einu sinni var hætt, kæmi ekki til mála að byrja á ný. Og engum I datt í hug, að til [ raunir Frakka I yrðu notaðar sem skálkaskjól I í þeim tilraun- i um hefði ekkert • nýtt komið fram, sem ekki var búið að koma fram áður. En nú hafi allar þeSsar von- ir orðið að engu. Sovétríkin hafi notað það hlé, sem varð á tilraun- unum, til þess að undirbúa með iævísi stórkostlegustu sprenging- ar, sem gerðar hafa verið. >á sagði ha.m, að svo mikill háski stafaði af sprengingunum, að þekkingu skorti til þess að segja til um hann og sjálfir geri Rúss- ar sér ekki fyllilega grein fyrir honum. >á sagði hann, að ef til vill væiu þeir að ógna smá- þjóðunum, sem ekki láta að vilja þeirra í emu og öllu. En þetta verður þeim ekki til ávinnings, — heldur herðir menn gegn þeirri yfirgangshugsun, sem hlýtur að liggjn þarna að baki. Að svo mæ'tu iýsti ræðumaður yfir stuðn ingi sínum við tillöguna. Þá talaði Lúðvík Jósefsson (K). Rifjaði hann upp, að 1953 hefði Sósíalistar flutt þingsályktunar- tiUögu varðandi bann víð til- raunum um kjarnorkuvopn og skorað á stórveldin að komast að samkomulagi um það. Þá hefðu ráðamer.n Sjálfstæðisflokksins ekki lalið rétt, að geta sérstaklega Bandaríkjanna í því sambandi, og hefði utanríkismálanefnd fjall að um tillöguna og breytt henni svo, að hún varð áskorun til SÞ um að bcita sér fyrir afvopnun og þá um leið banni við kjarn- orkuvcpnum. Þá sagði hann, að Sovétrikin hefðu einhliða ákveðið að hætta tilraunum með kjarn- orkuvopn árið 1958, en Banda- ríkin hefðu haldið áfram með röð af sprengingum um sumarið 1958. Þó hefði komið að því, að þau hættu iíka. Þá sagðist hann ekki réttlæta sprengingar Rússa, en rétt væri þó að minnast þess, að Sovétríkin lýstu því yfir, að hættu Frakkar ekki sprenging- um, myndu þau byrja að nýju. En við skyldum vona, að spreng- ingarnar séu ekki eins hættulegar og áróðursmenn á Vesturlöndum haida fram, það væri ótrúlegt, að Sovétríkin hefðu þá sprengt sprengjuna, ef þeir væru í mestri hættunni sjálfir. >á lagði hann til, að tillögunni yrði vísað tH nefndar. Næstur talaði annar flutnings- maður tillögunnar, Benedikt Gröndal (A). Sagði hann, að ræða Lúðvíks sýndi ljóslega, að kömmúnistar væru í vandræðum með þetta mál. Hann segðist tillögunni að vísu samþykkur, en svo kæmu þessi ef, — ef Sovét- ríkin væru ekki nefnd á nafn o. 3. frv. Ræðumaður benti á, að í fyrri grein tillögunnar væri Sov- étríkjanna sérstaklega getið vegna þess, að með sprengingum sínum í Novaja Semlja hefðu þeir rofið hlé, em var á spreng- ingunum, í öðru lagi væri stað- urinn svo nærri íslandi, að þess vegna væri ríkari ástæða ein nokkru sinni til að láta í okkur heyra, og í þriðja lagi hefðu þeir sprengt stærri og geigvæn- legri sprengju en nokkru sinni hafði verið sprengd áður. Það væri því engin leið að tala um kjarnorkusprengingar í dag, án þess hennar sé getið. Um síðari lið tillögunnar væri það að segja, að hann væri almennt gegn kjarn orkutilraunum. Fyrri liðurinn vœri því ástæðan fyrir því að tillagan kæmi fram. Þá gat hann þess, að kjarnorkuvopn hefðu aldrei verið og mundu aldrei verða geymd hér. Ekki þyrfti heldur að árétta, að dvöl varnar- liðsins væri eingöngu og að- eins í varnarskyni. Þá sagði hann það ranghermi hjá Lúðvík, er hann sagði, að Rússar hefðu orðið fyrstir til að hætta kjarn- orkusprengingum. Sannleikurinn væri sá, að síðustu sprengjur Bandaríkj amanna voru sprengd- ar í október 1958; en Rússar hefðu ■sprengt tvær sprengjur fyrstu daga nóvember sama ár. >á lagði hann áherzlu á, að kjarnorkutiil- raunir Frakka hefðu verið í trássi við bandamenn þeirra í Atlants- hafsbandalaginu. Það hefði verið gripið til þess vegna þess, að Bandaríkjamenn hafa aldrei vilj að gefa þeim upplýsingar um íkjarnorkuvopn, þeir væru að reyna að upphefja sjálfa sig með því, en minnkuðu að sama skapi. Einar Olgeirsson (K) gagn- rýndi það, að meirihluti þings skyldi vilja flýta málinu, sleppa að vísa því til nefndar. >á ræddi hann mjög alþjóðamál og kom víða við. Um afleiðingar kjarn- orkusprenginga Sovétríkjanna sagði hann m. a. að þær bitnuðu jafnt á Sovét- þjóðunum sjálf- um sem öðrum. Sagðist hann því halda, að þeir m u n d u e k k i gera tilraunirn- ar, nema af því að þær væru hræddar við eitthvað, sem væri ennþá verra. í því sambandi varð E. Olg. tíðrætt um hervæð- ingu Vestur-Þjóðverja, sem hann sagði að Sovétríkjunum stæði mikill stuggur af, eftir að 20 milljónir af þjóðinni hefðu látið lífið fyrir þeim í síðari heimssstyrjöldinni. Tortryggnin í heiminum væri ógurleg; það yrðu menn að viðurkenna og horfa á málin í því ljósi. Ef öfugþróunin yrði ekki stöðvuð, gætum við örðið aðilar að kjarn- orkustyrjöld. Ekki vissum við, hvenær búið yrði að koma fyrir kjarnorkuvopnum í Keflavík og beita þeim. Þjóðinni yrði ekki bjargað með því að hafa hér herstöð. Lýsti E. Olg. þeirri skoð un sinni, að lög og rétt yrði ætíð að virða. Hann sagði að lokum, Vísitalan hækkar um 10,4% verkfallanna vegna IIppEýsingar dr. GySfa Þ. Gísla- sonar á fundi Sameinaðs þings í gær Á FUNDI Sameinaðs Al- þingis í gær skýrði dr. Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra, frá því, að vísitala framfærslu- kostnaðar mundi, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar, hækka um 10,4 stig vegna kauphækkananna í sumar og gengislækkunarinnar, sem af þeim leiddi. Önnur atriði, ó- háð þessum atvikum yllu því svo, að alls mundi vísitalan hækka um 14 stig frá 1. júlí sl. og verða 119 stig. Ráðherrann gaf þegar upp- lýsingar í tilefni fyrirspurna frá Lúðvík Jósefssyni. — Komst dr. Gylfi Þ. Gíslason svo að orði í svari sínu: Spurt er um það, hvað gert sé ráð fyrir, að framfæsluvísitalan hækki mikið frá því, sem hún var í júnímánuði sl., þegar full áhrif allra þeirra verðhækkana, sem nú er vitað um, séu komin fram. F y r s t a júlí sl. var vísi- talan 105 stig. Hagstofan gerði fyrir nokkru á- æ 11 u n u m, hversu m i k i 3 vísitalan mundi h æ k k a vegna þ e i r r a kaup- hækkana, s e m samið væri um á sl. sumri og vegna gengisbreytingarinnar, er í kjölfar þeirra sigldi og af öðr- um ástæðum. Hagstofan telur, að vísitalan muni hækka um 14 stig eða í 119 stig. Afleiðingar verkfallanna Þá er um það spurt, hversu mikið af þessari hækkun eigi Frh. á bls. 23 að með tillögu þeirri, sem fyrir lægi, væri gáleysislega fjallað um þessi alvarlegu mál. Bjami Benediktsson, forsætis- ráðherra, mælti því næst nokkur orð. Hann drap á þau ummæli síðasta ræðumanns, að lög og réttur fengju jafnan að ráða. Því meiri ástæðu væri til að leggja áherzlu á þessi orð hans, sem nýlega hefðu úr hópi sam- herja þingmannsins verið hafðar í frammi hótanir um að valdi / / / skyldi beitt. Eng ý'.V inn gæti fremur I afstýrt því en E. % Olg. Kvaöst for- ' ' ' sæitisráðh. vona, að hér hefði ekki verið um að ræða innan- tóm orð — og að það mætti sann- ast á ræðumanni og þeim, sem hann hefði úrslita- áhrif á. Þá vék forsætisráðherra að gagnrýni kommanista á því, hver áherzla væri lögð á að hraða málinu í gegnum þingi. Rifjaði hann upp og vitnaði í þingtíð- indi, máli sínu til staðfestingar, að hið sama hefði einmitt átt sér stað árið 1954, þegar Einar Olgeirsson o. fl. fluttu tillögu um mótmæli við kjarnorkuspreng ingum Bandaríkjanna. Þá hefði það þó reyndar orðið að róði, að nefnd. fjallaði um málið og gerð- ar breytingar á tillögunni, sem E. Olg. hefði ekki síður en aðrir talið til bóta. Það mál, sem nú lægi fyrir þinginu, væri einfalt. Spurning- in snerist aðeins um það, hvort menn kysu að kjarnorkuspreng- ingunum yrði haldið áfram eða ekki. Hvort menn vildu mót- mæla, meðan enn væri tími til. Lúðv. Jós. hefði látið á sér skilja, að enn væri eftir að sprengja hina eiginlegu helsprengju. Það gæfi því fremur tilefni til að hraða málinu, ef Alþingi ætlaði á annað borð að láta rödd sína heyrast í tíma. Tillagan er svo einföld og aug- Ijós, sagði Bjarni Benediktsson, að ástæðulaust er að vefja málið fyrir sér eða draga inn í það önnur atriði. Annaðhvort eru menn með kjarnorkusprenging- unum eða þeir eru það ekki. Kvaðst forsætisráðherra mjög vilja • mótmæla því, að það væru Sovétþjóðirnar. sem bæru ábyrgð á þessu. Það væri Sovétstjórnin — og meira að segja enn óvíst, hvort fólkið í landinu sjálfu vissi um spreng- ingarnar. Að síðustu sagði ráðherrann, að ein samkoma væri til, sem gæti stöðvað kjarnorkuspreng- ingarnar, og það væri 22. flokks- þing kommúnista í Moskvu. Þar sætu nú tveir fulltrúar íslenzkra kommúnista. Varpaði ráðherra fram þeirri spurningu, hvort þeim yrði, ef Alþingi samþykkti einróma að leggjast gegn kjarn- orkusprengjutilraunum, falið að leggja slíkt til á þinginu. Það yrði lengi munað ef þeir flyttu svo mál sinnar eigin þjóðar. Hannibal Valdimarsson, sem næstur talaði, lagði mikið upp úr því, að málinu yrði vísað til nefndar, en sagði um leið, að enginn vildi tefja málið. Þá kom fram hjá honum vantrú á því, að íslenzku fulltrúarnir á flokks- þinginu í Moskva fengju miklu áorkað. H a n n ■sagði, að hvers konar tilraunir með kjarnorku- vopn væru leik- ur með eldinn, er stofnað gæti öllum heiminum í voða. E k k i væri ástæða til að undanskilja neinn í þessu efni — og fyndist sér tillagan ekki taka ehlutdrægt á málinu. Vildi hann láta for- dæma öll kjarnorkuveldi og jafn framt bæta inn í tillöguna yfir- lýsingu um, að hér á landi yrðu aldréi þoluð kjarnorkuvopn né þeim beitt héðan. Þegar hér var komið, um kl. 19 í gærkvöldi, var gert matar- hlé. — Fundur hófst síðan að nýju kl. 21. Benedikt Gröndal svaraði ýmsum atriðum í ræðu Einars Olg. og kvað vel mega vera, að hann talaði af innstu sannfær- ingu,. þegar hann lýsti leiðtogum Sovétríkjanna og afstöðu þeirra, en engu að síður væri margt af ■m þ v í málum blandið. Ef þeir 1 raun og veru óttuðust það, að Vestur-Þjóðverj ar fengju kjarn- orkuvopn, væri þá ekki einmitt tryggasta leiðin til að hindra það sú, að ganga til samninga um allsherjarbann við slíkum vopnum. Ef tillögunni yrði vísað til nefndar væri við- búið að afgreiðsla hennar dræg- ist svo, að SovétríkjUnum hefði gefizt teekifæri til að sprengja aðrar 24 sprengjur. Orðalag til- lögunnar eins og það nú væri, þyrfti engra óhjákvæmilegra breytinga við. Þar væri í senn mótmælt sprengingu Sovétríkj- anna á risakjarnorkusprengju og skorað á öll kjarnorkuveldin að ganga til samninga um bann .og öruggt eftirlit, en þetta væri það sem mestu máli skipti nú. Lúðvík Jósefsson (K), vék fyrst að tillögu kommúnista á sínum tíma um mótmæli við kjarnorkusprengingum og kvað þar ólíku saman að jafna, því að þeir hefðu ðskað eftir að tillagan Eæri ekki til nefndar af því að skamrnt hefði verið til þing- | lagsbreytingar, svo að þingið gæti allt staðið að ályktuninni. Varjaði hann fram þeirri spurn- ingu, hvort það „væri nauðsyn- legt“ að fordæma sérstaklega Sovétríkin. Alltaf væri verið að reyna að sakfella Sovétríkin — og berja á íslenzkum „sósíalist- um“ Bæri að harma það, að al- varleg mál væru misnotuð í því skyni. Engin ástæða væri til að fordæma bara Sovétríkin — heldur yrðu mótmælin að bein- ast gegn öllum kjarnorkuspreng- ingum. Boðaði ræðumaður síðan breytingartillögur. Benedikt Gröndal innti Lúðv. Jós. þingflokksformann eftir því, hvort hann væri reiðubúinn til að senda fulltrúum flokksins á Moskvuþinginu skeyti um and- stöðu sína við allar kjarnorku- sprengingar. (Lúðv. kallaði þá fram í, að hún væri ekki ný og þeir hefðu um hana vitað). Kvað Benedikt þarna mundu reyna á, hvort hann vildi standa við þesSa afstöðu eða ekki. Lýsti ræðumaður síðan þeirri skoðun sinni að ekki væri hægt að mót- mæla kjarnorkusprengingum al- mennt á öflugri hátt en í tillög- unni væri gert, þ.e.a.s. með því að krefjast samninga um bann við þeim. Ef Lúðv. Jós. hefði þá stefnu í þessu máli, sem hann segðist hafa, væri enginn vandi fyrir hann að samþykkja tillög- una — og hætta öllum vafning- um. Síðasti ræðumaður var Hanni- bal Valdimarsson. Gerði hann enn að umtalsefni æskilegar breytingar á tillögunni — svo að við værum ekki að skipa okkur í hóp annarra kjarnorku- veldanna. Flutti hann síðan, á- sam,t Lúðv. Jós., tillögu um tvær orðalagsbreytingar á tillögunni. Var sú fyrri á þá leið, að í upp- hafi ályktunarinnar yrði mót- mælt „eindregið öllum kjarn- orkusprengingum, þar með talið sprengingu Sovktríkjanna á risa kjarnorkusprengju....“ og hin síðari um viðauka, þar sem gefin væri yfirlýsing um að hérlendia yrðu aldrei leyfð staðsetning neinskonar kjarnorkuvopna né slíkum vopnum nokkurntíma beitt héðan. Lauk svo umræðunni. Var það kl. 22.15, og var fundi þá frestað í hálfa klukkustund. Eftir hléið hófust atkvæða- greiðslur þær, sem getið var I upphafi, og tóku þær alllangan tíma, þar sem nafnakall var við haft og þingmenn gerðu grein fyrir atkvæðum sLnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.