Morgunblaðið - 28.10.1961, Side 10
10
MORGVNlíLAÐIh
Laugardagur 28. okt. 1961
mmmmi
Askju gaus, Ringelberg gaus,
en ekkert
i Kópnvogi
!'
ÞAÐ þarf mikið til að koma
Reykvíkingum úr jafnvægi.
En það gerði Askja í gær,
eins og Hekla forðum, og
Reykvíkingar hafa sjálfsagt
ekki hugsað um annað meira
í gærdag en hvernig hægt
yrði að komast austur til
þess að sjá þessar stórbrotnu
náttúruhamfarir.
* * *
Þeir, sem fljótastir voru
sitS átta sig á hlutunum og
áttu heimangengt voru ýmist
'í smáflugvélum eða bílum á
austurleið snemma í gær-
morgun og þegar Flugfélagið
tilkynnti í hádeginu, að flog-
ið yrði yfir gosstöðvarnar
færðist líf í tuskurnar.
Síminn þagnaði ekki hjá
Flugfélaginu og eftir ör-
skamma stund voru komnir
biðlistar, sem fylltu Cloud-
master og Viscount þrisvar
Ragnar og Meray voru í sjöunda himni
Þegar Cloudmaster-vélin
Skýfaxi kom úr fyrstu ferð-
inni laust fyrir kl. 5 í gær-
dag, voru fréttamenn og ljós-
myndari Mbl. mættir úti á
Valtýr Ludvigsson,
kona hans og dóttir:
ógleymanleg ferð.
— Lærdómsrík
Sinnum.
Að fara
átti að
stundir.
Það var því áætlað
sex ferðir og hver
taka rúmar tvær
* * *
Sigurður
flugvelli til þess að taka á
móti farþegunum. Þetta var
fólk á öllum aldri og flestir
voru brosleitir, þegar þeir
stigu út úr flugvélinni. Ekki
var um að villast, að flug-
stjórinn hafði fundið eld-
fjallið.
„Það er varla hægt að lýsa
þessu“, sagði Sigurður Helga-
son, forstjóri, frá sér numinn,
þegar við stöðvuðum hann
við landganginn. „Þetta var
raunverulegt eldgos. Hugs-
aðu þér hver, sem þeytir
vatnssúlum hátt til himins.
Askja var alveg eins, en þar
var það ekki vatn, heldur
eldur, eldtungur. Ég sá
Heklu, en það var allt ann-
að. Þetta var einn' logi“,
sagði hann og horfði dreym-
andi út í loftið.
* * *
Og þarna komu Ragnar
Jónsson og ungverski rithöf-
undurinn Tibor Meray, sem
hér hefur dvalizt á vegum
Frjálsrar menningar.
„Þetta var stórfengleg
sjón, sem ég gleymi aldrei“,
sagði Ungverjinn. „Nú skil ég
vel hugmyndir forfeðra okk-
ar um helvíti. Ég get ekki
ímyndað mér neinar náttúru-
hamfarir ógnarlegri. Þetta
var stórbrotið og áhrifaríkt.
Ég hef aldrei upplifað annað
eins — og hef ég þó víða
farið og margt misjafnt séð.
Litirnir voru líka einstæðir.
Sjálfsagt er hvergi í heimin-
um að finna aðra eins lita-
samsetningu. Það var gott að
ég missti ekki af þessu",
sagði hann og augnaráðið var
dreymandi.
* * *
Og þarna var Ringelberg í
Vesturveri. Hann var heldur
rislágur og fölur: „Skrýtinn
heimur“, sagði hann og
hristi höfuðið. „Skrýtinn
heimur, sem við lifum í. Ég
er að vona, að ég eigi ekki
eftir að sjá atomsprengingu,
en þá er ég líka búinn að
sjá það, sem gengur næst
henni“.
„Ég er svo ruglaður, strák-
ar mínir, að ég veit ekkert
hvað ég á að segja. ísland er
dásamlegt og ég hef séð svo
margt, þegar ég hef ferðazt
um landið. En nú veit ég
ekki hvað ég á að hugsa. Ég
varð bara hræddur að sjá
þetta. Að hugsa til þess að
hafa þetta undir fótunum!"
„Það var líka eins og mað-
ur væri í Spitfire þarna yfir
eldfjallinu. Beygjurnar, sem
hann tók, maður. Já, hann er
alveg svakalega kaldur, hann
Þorsteinn. — En þegar ég
var búinn að sjá eldfjallið
gjósa, þá byrjaði ég líka að
gjósa — í poka. Og ég gaus
mikið, mikið. Ég ætla að fá
mér kaffi, vita hvort ég
hressist ekki“.
* * *
Við fylgdum RingelbeTg að
Flugbarnum og þar hittum
við Þorstein Jónsson, flug-
stjóra, sem er „alveg svaka-
lega kaldur". Hann var að fá
sér kaffisopa, átti að fara
aðra ferð.
„Þetta var hálfmisheppn-
að, því það er svo lágskýjað
þarna innfrá. Skýin hanga á
fjallatindunum og við urðum
að smeygja okkur undir þau
skammt austan við Hofsjökul
og „skríða" svo inn að eld-
stöðvunum. Þetta var stór-
fengleg sjón, en mjög frá-
brugðið Heklugosimf. Mökk-
urinn var eins og súla upp
af eldunum. Mér virtist þetta
lítið annað en gufa, því
mökkurinn eyddist í u.þ.b.
12 þús. feta hæð“.
„Við flugum lágt, komumst
nálægt eldunum, en þá
kreppti að og við urðum að
vippa okkur upp úr skýjun-
um. Við fundum loks glufu,
sem hægt var að komast
niður um, flugum þá mjög
lágt yfir nýja hraunið, en
þetta var óþægilegt fyrir far-
þegana, því hitauppstreymið
var þarna mikið og flugvélin
lét mjög illa. Ég vona samt,
að allir hafi séð eitthvað. Ég
gerði a.m.k. mitt til þess að
eitthvað sæist út um alla
glugga. En svo gekk él yfir
og við urðum frá að hverfa.
— Ofar skýjum var lítið að
sjá annað en mökkinn, en ef
skyggni hefði verið gott, þá
hefði útsýníð orðið guðdóm-
legt“.
* * *'
Valtýr Ludvigsson, raf-
virkjameistari, og kona hans,
Lára Kristinsdóttir, voru
hress og kát í bragði eftir
ferðina. Tólf ára gömul dótt-
ir þeirra hjóna, Ragnheiður,
skoppaði í kringum foreldra
sína og var auðséð að hún
hlakkaði til að koma heim
og segja vinkonum sínum tíð-
indin.
„Þetta var lærdómsríkt og
ógleymanlegt ferðalag“, sögðu
hjónin. „Það tók röskan 214
klukkutíma. Nei, útsýnið yfir
Öskju kom okkui; ekkert sér-
lega á óvart, við bjuggumst
við einhverju þessu líkt. Við
vorum svo heppin að sitja
þeim megin í vélinni sem bet
ur sást yfir svæðið, eldamir
suðu og bulluðu niðri á jörð-
inni; þetta var ógleymanleg
sjón“.
* * *
Nálægt dyrunum stóðu
nokkrir menn í hóp og röbb-
uðu saman. Þeir voru að bíða
eftir bílfari í bæinn.
„Skyggnið hefði mátt vera
betra,“ sagði einn úr hópnum,
Elvar Bjarnason, pípulagninga
maður. „Eg var með mynda-
vél meðferðis og hugðist taka
myndir af dýrðinni. Við sveim
uðum yfir gossvæðinu í um
það bil þrjú kortér og kom-
umst aðeins einu sinni í gott
myndafæri. Þeim er voru með
myndavélarnar tilbúnar, tókst
að smella af, en margir urðu
of seinir, þar á meðal ég. Eg
náði þó einhverju af mynd-
um . . .“
* * *
„Þetta er í fyrsta skipti, sem
ég fer upp í loftið,“ sagði Guð
mundur Njálsson, aldraður
bónai frá Böðmóðsstöðum í
Laugardai. Það er ævintýri
líkast að fijúga,“ bætti hann
við og strauk svart yfirvarar-
skeggið og augu hans glömp-
uðu af hrifningu. „Eg skrapp
sem snöggvast í kaupstaðar-
ferð og fékk allt í einu þá
hugmynd að bregða mér yfir
Öskju og sé aldeilis ekki eftir
því. Eg hef áður séð eldgos, en
aðeins tilsýndar, aldrei svona
nærri. Það verður svei mér
gaman að segja frá þessu í
sveitiani heima . . .“
Ringelberg gaus
Guðbjörn Guðmundsson, tré
smiður, og Sveinn Einarsson,
Egilsstöðum, kváðust hafa bú-
izt við meiru. Samt voru þeir
ánægðir með ferðina. — „Það
var stórfengleg sjón, þegar
flugvelin renndi sér niður úr
skýjunum og eldstólparnir og
hraunstraumurinn blöstu við
sjónum. Þetta eru hrikaleg um
brot í jörðinni — það er varla
hægt að gera sér grein fyrir
pví fyrr en maður sér það með
eigin augum.“
Frh. á bls. 15.
Sveinn Einarsson, Elvar Bjarnason og Guðmundur Njálsson:
Þetta var ævintýri líkast.