Morgunblaðið - 28.10.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.10.1961, Qupperneq 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. okt. 1961 Dorothy Quentin: Þöglaey 26 Skáldsaga Guð minn almáttugur! septi hann í gleði sinni. Svo hann var þá bara að leika stóra bróður. Við skulum gera úr þessu tvöfalt brúðkaup, Frankie — komdu með mér heim til Englands, eða þá ég get hætt að leika og sezt hér að! Hann horfði á höllina með ævintýraturnunum og Laurier, sem var hvít í sólskininu, umgirt trj ánu Þú mundir ekki þola lengi við hérna! svaraði Frankie brosandi. Þú hefur bara orðið skotin í mér og Laurier, af því að hér er lands lagið og staðurinn svo róman- tískt. En eftir eitt ár yrðirðu orð inn vitlaus úr leiðindum — og þá líklega hata mig líka. Engin maður getur elskað konu, sem hefur fengið hann til að bregðast köllun sinni. Komdu þá heim með mér, þeg ar þú ert búin að ganga frá öllu hér. Um sama leyti verð ég bú- inn með myndina í Hollywood.. Hann var svo þrákelnislega ýt- inn, að það var erfitt að bíta hann af sér án þess að særa til- finningar hans. Hún sagði veiklu lega. Ertu ekki vanur að komast eftir því, hvort stúlkan er ást- fangin af þér, áður en þú biður hennar? Ó, Frankie. Ég veit ekkert um þetta annað en það, að ég elska þig og að við yrðum bæði svo óstjórnlega hamingjusöm — þyk ir þér ekkert vænt um núg? Hann var svc barnalegur og hreinskilinn, að hann hefði þess vegna getað verið tíu ára gam- all. Hann sem var svo laginn við öll ástaratlot, þegar hann var að leika, var svo furðu klaufalegur utan sviðs, svo að hún gat næst um vorkennt honum. En henni datt hinsvegar ekki í hug, að hann r.iyndi muna, hvernig hún liti út, eftir að hafa verið í mán uð burt frá eynni. Mér finnst þú indæll, sagði hún, rétt eins og hún hefði getað sagt við litla Ted, hálfbróður sinn. En ég er ekki minnstu ögn skotin í þér Rex. Hann hefði átt að geta farið nærri um. það í gær kvöldi, þegar hann var að kyssa hana, hugsaði hún. í»á er einhver annar í spilinu, einhver ungur maður, sem bíður þín í Bandíríkjunum? Já, svaraði hún og hann sá alls ekki glettnisglampann í augum hennar. Hann heitir Chistopher Mayne. Rex, þú átt að koma í naesta atriði! Bylmingsröddin í Bert Ad ams kom alveg mátulega til að slíta þessu samtali. Ég kem! kall aði Rex á móti og leit á Frankie um leið og hann fór, þar sem hún stóð svona há og grönn í reiðföt unum. Ég hef orðið mér til skammar bæði á einn og annan hátt, er það ekki? sagði hann iðrunarfull ur, og lyfti hendinni til kveðju sem var eitthvað svo viðkvæmnis leg. Fyrirgefðu mér Frankie; Þetta skal ekki koma fyrir óftar. Síðan stikaði hann niður í fjör una og sólin gyllti Ijósa hárið. Hana tók að iðra þessarar sögu um Christopher Mayne. Hún hafði lagt það á hæ,ttu, að hann kannaðist ekki við nafnið, frem ur en André hafði gert. En það var að skömminni til skárra en að hann stæði í þeirri trú, að þau André væru ástfangin hvort af öðru.... XIII. Nú hófst regntíminn og Sol hrósaði happi í huga sínum, að útiatriðunum í myndinni hans væri bráðum lokið. Nú sjáið þið hversvegna ég vildi halda áætlun, sagði hann og aldrei þessu vant, var hann ekki gamall og alvarlegur, held- ur strákslegur og glettinn. Eftir tíu daga erum við búin. Þá er ekki annað eftir en það, sem tek ið er inni. Rex var önnum kafinn að skera sundur melónu og forðaðist að líta á Frankie. Hann stóð við loforð sitt að umgangast hana eins og ekkert hafði í skorist eða neitt slezt upp á vinskapinn hjá þeim. Hana grunaði, að stolt hans hefði orðið fyrir meira áfalli en hjarta hans og að honum yrði það léttir að losna sem fyrst frá þögluey, en hitt vissi hún líka, að Laurier yrði einmanalegur staður þegar þetta fólk væri far ið. Ég veit ég sé eftir ykkur öll- um, sagði hún hreinskilnislega og allir brostu á móti, einkum þó Sally. Ég líka, sagði hún glaðlega. Ég býst nú við, að þessi mynd verði minn svanasöngur.. en betri Sitað fyrir hana hefði ég ekki getað hugsað mér. Þú hefur verið okk ur mikil hjálp, Frankie! Það getur verið gaman að mynda þessa rigningu, sagði Bob Hynes einn ljósmyndarinn og starði dreymandi út um glugg- ann. Það er eins og rigni stál- vír.. mér datt aldrei í hug, að sú samlíking væri svona bókstaf leg, en það er hún. Og svo gljá- inn, sem er á öllu, breiðu blöð- unum á skóginum, þegar sólin brýzt fram aftur! Þetta er alveg dásamlegt! Við notum okkur það, vertu óhræddur, sagði Sol. Ég geymdi einmitt fáein atriði til að taka þau í svona veðri. Það sem mér finnst merkileg- ast af þessu öllu, sagði Jefferson með vandaða háskólaframburð- inum sínum, er að hér getur rignt nokkra þumlunga á ör- skammri stundu, en svo þegar sólin kemur aftur, er það orðið skrælþurrt á lítið lengri stundu. Mér finnst það ilma svo vel.. það er eins og sætur ilmur, sagði Jack Reed, sem hingað til hafði um ekkert talað nema vélar. Og svo kafroðnaði hann gegn um allan sólbrunann. Frankie vissi vel, að flest þeirra kviðu fyrir að yfirgefa Laurier, enda þótt þau væru feg in, að verkinu skyldi vera að verða lokið. Mike lýsti þessu í stuttu máli, er hann sagði: Það eru einhverjir töfrar yfir þess- ari eyju þinni, Frankie.. og lík- lega sleppir hún manni aldrei, ef hún nær á manni taki á annað borð. Kannske er það vel farið, að við erum búnir að fá okkur far með Eydrottningunni, Sol? Kann að vera, svaraði Sol hóg lega, og brosti til Frankie. Og vonandi kemur Frankie einhvern tíma til Ameríku, svo að okkur gefist færi á að endurgjalda gest risni hennar að einhverju leyti. Öll, sem viðstödd voru létu í ljós samþykki sitt nema Marion Tromsk, sem sagði súr á svip: O, látið þeið eins og þið séuð með einhverju viti! Hvað ætli stjúp- dóttir Ted Sanders kæri sig um okkar gestrisni? Eins herbergis íbúðir í ódýrasta hverfinu í Los Angeles! Frankie stóð snöggt upp frá borðinu og um leið heill hópur karlmanna. Hún leit fast á Mar ion og bláu augun skutu reiði- neistum. Ég á vini, sem búa í eins herbergis íbúðum, víðsvegar um Bandaríkin, svaraði hún stuttara lega, og ykkur þætti kannske gaman að heyra, að ég hef unn- ið fyrir mér sjálf síðan ég var átján ára. En svo brosti hún til allra kring um borðið, eins og hún væri að biðjast afsökunar á þessu uppþotj sínu. Maður verð- ur hálfþreyttur á því til lengdar, sagði hún með breiðum, amerísk um hreim, að vera sí og æ minnt ur á, að maður sé stjúpdóttir Ted Sanders. Okkur kemur svo sem prýðilega saman, en ég vil bara helzt standa á eigin fótum. En nú verðið þið að hafa mig af sakaða, því að ég þarf að tala við Cludette: Síðan stóð hún upp og gekk út með öllum þeim virðu leik, sem æska hennar leyfði. Því í fjandanum þurftirðu að vera að skella þessu á hana, Mar ion? urraði Jack. Hún er prýði- leg og hefði ekki getað reynzrt okkur betur en hún hefur gert. Vitanlega! svaraðj Marion og gretti sig. Hún hefur allt, sem hún getur óskað sér: æsku, feg urð, þessa sykurakra, fallegt gam alt ættarsetur og svo franskan greifa skotinn í sér.. allt! Hún hefur eitt, sem þú hefur ekki, Marion, sagði Sol hóglega ávítandi, og það er meðfædd hæ verska, sem kemur frá hjartanu. Það er leiðinlegt, að þú skulir ekki hafa getað munað, að þú varst gestur hennar. Það varð vandræðaleg þögn við borðið, þangað til Marion hratt frá sér stólnum sínum og sagði: Verið ekki að standa upp mín vegna. Ég er ekki annað en hlaupastelpa hér og hjálpa meS útganginn á ykkur. Ég er ekki annað en aðskotadýr. Og ég ætlai að fara út að ganga og gefa frat í veðrið.. ég þarf frískt loft. Og verið þið alveg óhrædd: ég skal afsaka þetta við stúlkuna.. þaS er ekki henni að kenna, að ég verð gul og græn af öfund. Það virtist varla trúlegt, að eyjan gæti orðið litskrúðugri en hún var þegar þau komu þangað, en rigningin hafði þvegið allt gula rýkið af öllu og nú naut sín fyrst fyrir alvöru litaskrautið á öllum gróðri og svo ilmur hans. Það var eins og allur gróðurinn lifnaði við og spáði góðri upp- skeru. Frankie reið um alla akr ana með stóra Bensa og varð hrifin af þessu viðbragði, sem öll náttúran hafði tekið við regnið. Heldurðu, að við fáum gott sumar? sagði hún við verkstjór- ann, um leið og hún tók í taum- ana á Celestine, til þess að geta horft yfir akrtna í næði, nokkrar mínútur. Þegar hún kom hingað með Bensa, sem var jafn blátt á- fram og óspilltur og landið, sem hann var að erja, gat hún ekki annað en látið tilfinningarnar fá vald yfir sér sem snöggvast og munað, að þetta var jörðin þar sem hún fæddist, og staður- inn þar sem hún vildi líka deyja, hvað sem svo lífið hefði henni til handa í millitíðinni. Bensi brosti og ranghvolfdi i sér augunum. Guð einn getur sagt fyrir um uppskeruna, mad- emoiselle. Maður getur alltaf átt von á jurtasjúkdómum eða þá þessum gamla fjanda,'fellibyln- um, og svo getur líka orðið oí mikið af sykri annars staðar, fyrir prísana okkar.... Æ, láttu mig nú ekki hlæja mér til óbóta, Bensi, sagði Fran kie ásakandi. Einmitt þegar mér finnst allt líta svo vel út. Hún leit ástaraugum yfir stallabrekk urnar, þar sem akurinn teygðii sig niður að ánni og síðan á grænkandi akrana hinumegin við ána — land Andrés. Á hvorum- tveggja ökrunum voru menn við SHÍItvarpiö Laugardagur 28. október. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:03 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig« urjónsdóttir). ‘ 14:30 Laugardagslögin. 15:00 Fréttir og tilkynningar. 15:20 Skákþáttur (Ingi R. Jóhanns* son). 16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur (Hallur Símonarson). 16:30 Danskennsla (Heiðar Astvalds* son). 17:00 Fréttir. — I>etta vil ég heyraj Haukur Kristjánsson læknir vel ur sér hljómplötur. 18:00 Utvarpssaga barnanna: „A leið til Agra“ eftir Aimeé Sommer-* felt; III. (Sigurlaug Björnsdóttir) 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómsutndaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón. 19:10 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Píanómúsík: Louis Kentner leiíc ur etýður eftir Chopin. 20:10 Leikrit: „Skugginn og efnið'* eftir Paul Vincent Carroll, í þýð ingu Halldórs Stefánssonar. -*• Leikstjóri Gísli Halldórsson. —m Leikendur: Brynjólfur Jóhannes son, Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Guðmundur Pálsson, Steindór Hjörleifsson, Helga Vai týsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Bessi Bjarnason, t»óra Friðriks* dóttir og Jón Sigurbjörnsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög — 24:00 Dagskrárlok. i j *V' \Vtfr* »'ViUh, — Ef þú elskar mig í raun og veru þá ættirðu að kynna mig fyrir honum Jóni vini þínum. >f X- * TWAT'S KIGIAX, ROGEZS. YOU SAY THg DISINTEeKATOE BEAMS DIDN'T WOEK BECAUSE YOU HAD THE POWEK SIONAL EPOM IAPETUS SWUT OFF... BUT WWY PIO TWE PADIO WORK 7 GEISLI GEIMFARI I ADMITTWAT WOPPIED ME EOK A MINUTE OR SO.,,TWEN I KEMEMBEEED TWAT OUTPOST PADIOS AEE POWEPED BY ATOMIC BATren/es just /n case of X- * •— Það er rétt Geisli. Þú segir að eyðileggingargeislarnir hafi verið ó- virkir vegna þess að orkuverin voru stöðvuð frá Japetusi. En hvers vegna er þá sendistöðin virk? — Eg játa að þetta olli mér augna- bliks áhyggjum .... Svo mundi ég að fjarlægar sendistöðvar eru bún- ar kjarnorku rafgeymum ef eitthvað óvænt skyldi bera að höndum! — Hér er annað, sem er óvænt, Geisli!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.