Morgunblaðið - 28.10.1961, Page 24

Morgunblaðið - 28.10.1961, Page 24
I > \ I I I i Kommnnistar klofnuðu I i i i HER getur að líta nokkurn hluta hraunelfunnar miklu. sem runnið hefur frá srísrunum í Ösk ju. öskjjuoo er fullt hlíða á milli. Eldsrísrarnir eru á bak við öxlina, sem nær frá vinstri hlið myndarinnar osr vfir til hæsrri, osr sér b.iarma fyrir eldstólpunum meðfram mestallri öxlinni. Varnarliðið tók bessa mynd í srærmorsrun. X- -X •• Alþingi mótmælir risa- sprengju Sovétríkjanna ALÞINGI samþykkti í gærkvöldi samhljóða mótmæli gegn risasprengingu Sovétríkjanna. Nafnakall var haft við at- kvæðagreiðsluna og fór svo, að kommúnistar klofnuðu um málið. Greiddu þrír þeirra atkvæði með tillögunni, ásamt öllum þingmörnum Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, en hinir 7 þingmenn kommúnista sátu hjá. Þeir þingmenn kommúnista, sem atkvæði greiddu með ályktuninni, voru Hannibal Valdimarsson, formaður Alþýðubandalagsins, Finnbogi R. Valdimarsson og Alfreð Gíslason, og vakti það athygli, að þeir höfðu ekki komið sér saman um ákveðna greinargerð, heldur gerði hver þeirra um sig grein fyrir atkvæði sínu. Alyktun Alþingis hljóðar svo: „Alþingi ályktar að mót- mæla eindregið sprengingu Sovétrikjanna á risakjarn- orkusprengju og skorar á þau að hætta nú þegar kjarnorku sprengingum sínum, þar sem geigvænleg geislunarhætta af þeim stofnar framtíðarvel- ferð allrar heimsbyggðar og þar með íslenzku þjóðarinn- ar í voða. Sérstaklega mót- mælir Alþingi neðansjávar- sprengingum, er geta stofnað afkomumöguleikum íslend- inga í hættu. Alþingi skorar enn fremur á kjarnorkuveldi heimsins að gera hið fyrsta samkomulag um bahn við tilraunum með kjarnorkuvopn og öruggt eftirlit með því“. I lok umræðanna höfðu komm- únistar lagt fram tvær breyting- Klúbbfundarmenn, munið klúbbfund- inn kl. 12:30. Stjórnin. artillögur, um 1) að megináherzla yrði lögð á mótmæli gegn kjarn- orkusprengingum yfirleitt, og 2) að gefin yrði yfirlýsing um, að kjarnorkuvopn yrðu aldrei geymd á íslandi eða beitt þaðan. Fyrri tillagan var felld með atkvæðum allra þingmanna gegn atkvæðum kommúnista einna. Hin síðari var einnig felld, en með henni greididu Framsókn- armenn atkvæði auk kommún- ista. — Forsætisráðherrá, Bjami Benediktsson. gerði bá grein fyrir andstöðu við síðari til- löguna. að svo sem fram hefði komið og lýst hefði verið yfir í umræðunum, hefðu kjarn- orkuvopn aldrei verið geymd hér og ekki komið til greina að gera það. Af beirri ástæðu væri tlllagan ástæðulaus. Ef hún yrði samþykkt nú. yrði bað skilið svo, að hún væri sambykkt fyrir áhrif og af ótta við helsprengjuna miklu. Því gæti hann ekki greitt henni atkvæði sitt. ★ Fyrri flutningsmaður þings- ályktunartillögunnar, Sveinn S. Einarsson, tók fyrstur til máls og reifaði tillöguna í jómfrúr- ræðu sinni á þingi. Hann kvað fátt hafa vakið jafn mikinn ótta Framhald á bls. 8. Tillagan sam- þykkt hjá SÞ Sameinuðu þjóðunum, New York, 27. okt (AP) _ I KVÖLD var samþykkt á fundi Allsherjarþings SÞ til- laga átta rík ja — þar sem skor að er á Rússa að sprengja ekki fimmtíu megatona sprengjuna, sem þeir hafa tilkynnt að sprengd verði á mánudag n.k. Að tillögunni stóðu Kanada, Danmörk, Island, lran„ Jap- an, Noregur, Pakistan og Sví- þjóð. Tillagan var samþykkt með 87 atkvæðum gegn 11. — Eitt ríki sat hjá — Mali — en á móti voru Kommúnistaríkin níu, Ytri Mongólía, sem fékk cndanlega aðild að SÞ í dag og Kúba. Aður en gengið var til at- kvæóagreiðslu um tillöguna hélt Tasarapkin fulltrúi Rússa ræðu og sagði, að Rússar myndu ekkert tillit taka tU þessarar áskorunar — hún væri NATO-áróður og Rússar gætu ekki látið hana hafa á- hrif á varnir lands síns. • Sameinuðu þjóðirnar eru nú orðnar 103 talsins. Ytri- Mongólía og Mauritaníua fengu fulla aðild í dag. Að- ild Mauritaníu mætti mikilli mótspyrnu sumra Arabaríkja með Marokko í broddi íylking ar, sem telur Mauritaníu hiuta af Marokko. Steinn úr Öskju mölbraut flugvélarrúðu SÁ einstæði atburður gerð-1 flugmenn voru að taka þar ist yfir Öskju í gærmorgun myndir. Varð vélin að snúa að steinn frá gosinu lenti í við í skyndi. rúðu flugvélar frá varnarlið- Málavextir voru þeir að 2ja • . . hreyfla PV-2 flugvél frá varn- inu og molbraut hana, er | arl(QlríU var se*d j býtið f gærmorgun til þess að taka myndir af eldgosinU í Öskju. Missti hæð Er flugvélin nálgaðist elds- umbrotin lenti steinn úr gos- inu á rúðu hennar og braut hana mélinu smærra. Við þetta missti flugvélin hættulega hæð og varð að hætta við fyrirætlun sína og snúa við í skyndi. — Engan mann sakaði innanborðs. Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 síðd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.