Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVISBLAÐIÐ Þriðji'dagur 31. okt. 1961 K Talar enn viö Lenín... Moskvu, 30. október. — ('Nl'B—Reuter). MEÐAL ræðumanna á 22. flokksþingrinu í Moskvu, var Dora Lazurgína. sem hefur verið félagi í sovézka komm- únistaflokknum síðan 1902 og sat um tuttugu ára skeið í fangelsi og útskúfun í stjórn- artíð Stalíns. Lazurffína tjáði þinginu, að Lenin hefði sagt sér, að hon- um fyndist afar óþægilegt að liggja við hlið Stalíns í graf- hýsinu við Rauða torgið. Lazurgína vann mikið með Lenin bæði fyrir og eftir valdatöku hans í Rússlandi. Hún kvaðst oft hafa talað við Lenin, meðan hún var í fang elsinu — og hún bætti við: — Lenin lifir áfram í hjarta mínu. 1 gær talaði ég við hann, rétt eins og hann stæði lifandi frammi fyrir mér. Hann sagði mér að sér fynd- ist óþægilegt að liggja við hlið Stalíns. sem hefði gjört kommúnistaflokknum svo mikinn miska .... Að því er segir I dagblað- inu Izvestía, sem birti ræð- una í heild var þessum um- mælum hennar tekið með drynjandi lófataki og fögn- uði. — Og Lazurgina hélt áfram: — Eg tel að okkar mikli Vladimir Iljitsj, hinn mannlegasti allra manna, geti ekki legið við hlið Stal- íns, þrátt fyrir þjónustu Stal- ins við flokkinn á árunum fyrir 1934. . . . Hér greip Krúsjeff frammí fyrir Lazur- gínu og kallaði: — Alveg rétt. — Rússneska helsprengjan Framh. af bls. 1. lit kommúnismans: mannúðarsnautt, ónæmt gagnvart göfgi guðs verka, þrá mannkyns- ins eftir friði, gagnvart rétti eins og allra — tilfinningalaus ásjóna, er einungis markast stríðum dráttum hatursins“. Q Brezki vísindamaðurinn Bertrand Russel, leiðtogi brezks félagsskapar, er berst fyr- ir kjarnorku-afvopnun, sagði, að sprengingin væri framkvæmd „af dýrslegri fyrirlitn- ingu fyrir mótmælum milljóna karla og kvenna um allan heim“. Q Nehrú, forsætisráðherra Indlands, kvað fréttirnar af hinum rússnesku risasprenging- um „hryllilegar og dapurlegar“. 0 Adlai Stevenson, aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ: „Þeir (Rússar) hafa með fyrir- litningu hunzað áskorun Sameinuðu þjóðanna og allra friðelskandi manna .. Þetta markar drjúgt spor aftur á bak til óstjórnar og alheims-voða“. Q „Um fjölda ára mun geislarykið frá hinum rússnesku risasprengjum breiðast yfir jörðina og valda öryggisleysi og angist“, sagði Gerhardsen, forsætisráðherra Noregs. „Eg verð að játa, að ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínurn — og eflaust margra annarra — á þessari stundu“. Q Thomas Carlile, forseti „Krabbameins-sambandsins“ í Bandaríkjunum, lét svo um mælt, að hann óttaðist, að „gjöf Kreml“ til komandi kynslóða yrði „krabbamein í blóði og beinum — og ófyrirsjáanlegar stökkbreytingar í þróun mannkynsins“. I þessum dúr voru ummæli margra frægra manna, og er þó aðeins drepið á örfátt af því, sem lesa mátt. í fréttaskeytunum í gær — og ekki voru blöðin mjúkmálli í garð Kremlherr- anna. Segja má, að grunntónninn í flestum ummælum um þvera jarðarkringluna hafi verið sá, að Rússar hefðu framið ódæði gagnvart öllu mannkyni — tilgangur þeirra væri að ógna heimsbyggðinni til afsláttar og undirgefni, en þeim mundi ekki verða að þeirri ósk sinni. ★ LlKLEGA 50—75 MEGALESTIR Það var landskjálftamælinga- stofnunin í Uppsölum í Svíþjóð, sem fyrst tilkynnti um helsprengj una í gærmorgun, eins og hina fvrri á mánudaginn 23. október. Töidu vísindamennirnar þar, að þessi síðasta risasprengja hefði verið a. m. k. tvisvar til þrisvar sinnum öflugri en sú fyrir viku — en bandarískir vísindamenn hafa áætlað, að hún hafi haft a. m. k. 30 megalesta sprengiafl. Sprengingin kom fram á land- skjálftamælunum í Uppsölum kl. 7:37,58 (eftir ísl. tíma), Og kváðu vísindamennirnir sprenginguna hafa orðið í um það bil 2100 km fjarlægð frá Uppsölum (á Novaja Semlja-svæðinu) kl. 7:33,33. — Loftþrýstibylgjur frá sprenging- unni komu fram á mælum í Stokk hólmi tveim kist. síðar — og sýndu mælar þar rúmlega fimm sinnum meiri svörun en fyrir viku. Það var þó tekið fram, að ekki væri unnt að áætla kraft sprenejunnar eftir þessum áhrif- um með einfaldri margföldun. Brátt bárust fregnir víðar úr Evrópu, frá Japan og ýmsum öðrum löndum, sem staðfestu Uppsala-fregnina — að gífurleg sprenging hefði orðið á fyrr- greindum tíma við Novaja Semlja Aætlun um styrkleika var þó mjög á reiki. Mönnum bar sam- an um, að hún hefði verið a. m. k. 50 megalestir — en ágizkanir heyrðust um allt að 80—90 mega- lesúr. Það voru þó aðeins fáir, sem töldu líklegt, að sprengjan hefði haft slíkan ógnarkraft — en hins vegar voru margir þeirrar skoðimar, að hún hefði verið 60— 70 megalestir, jafnvel 75, eins Og fuhtrúi Noregs í stjórnmálanefnd Allsherjarþingsins taldi við um- ræðu þar í gær. ★ LÆGRA I LOFTI EN HIN FYRRI? Ekki virtust vísindamenn held- Von Brentano segir af sér til jbess að greiða fyrir stjórnar- myndun i V-þýzkalandi BONN, 30. okt. — Utanríkis- ráðherra V.-Þýzkalands, Hein rich von Brentano, hefir sagt af sér embætti — til þess að greiða fyrir stjórnarmynd un flokks síns, kristilegra demókrata, og frjálsra demó- krata. — Umræður hafa staðið lengi að undanförnu, en síðustu dagana eru frjáls- oZ)a^)i«í] ALÞINCIS Neðri deild: L Handritastofnun íslands, frv. —■ 1. umr. 2. Aburðarverksmiðja, frv. — Frh. 1. umr. 3. Seðlabanki Islands, frv. — 1. umr. 4. Ráðstafanir vegna ákvörðun- ar um nýtt gengi, frv. — 1. umr. 5. Almannatryggingar, frv. — 1. umr. Efri deild: 1. Bráðabirgðabreyting og fram lenging nokkurra laga, frv. — 2. umr. 2. Skráning skipa og aukatekj- ur ríkissjóðs. — 3. umr. 3. Almannatryggingar, frv. — 1. umr. ir demókratar sagðir hafa lagt mikla áherzlu á það, að þeir vilji ekki eiga aðild að ríkisstjórn, þar sem von Brentano gegni utanríkisráð- herra-embættinu — hann sé allt of mikill jábróðir Aden- auers og geri í einu og öllu eins og hann mæli fyrir. —★— Eins og kunnugt er gerði Erieh Mende, foringi frjálsra 'demó- krata það í upphafi að skilyiði að Adenauer yrði ekki . áfram kanslari, en féll síðar frá þeirri kröfu. Nú segist hann a. m. k. vilja tryggja það, að utanríkis- málin verði ekki einnig í höndum Adenauers, en það væru þau í raun og veru. ef Brentano færi með þau áfram. —★— Ekki hefir enn kvisazt neitt ákveðið um það, hver muni taka við embætti utanríkisráðherra eftir Brentano. Þó er Franz Josef Strauss, núverandi landvarna- ráðherra, talinn einna líklegast- ur — en vitað er, að frjálsir demó kratar munu ekki hafa neitt á móti honum. Þeir eru hins vegar sagðir hafa gert þá kröfu, að flokkur þeirra fái skipaðan mann í stöðu aðstoðar-utanríkisráð- herra í hinni nýju stjórn. —★— I yfirlysingu, sem von Brent- ano lét fyigja afsögn sinni. tók hann fram, að hann teldi alls ekki, að andstaða frjálsra demó- krata við sig væri af persónuleg- um rótum runnin. heldur hefðu •þeir hug á að koma fram breyt- ingum á utanríkisstefnunni, sem hann gæti ekki hins vegar fallizt á. — Adenauer lét aftur á móti svo um mælt í dag, að afsögn Brentanos mundi ekki hafa í för með sér neins konar stefnubreyt- ingu. — Josef Strauss lét hafa það eftir sér, að nú virtust allgóð ar horfur á að samkomulag myndi takast um stjórnarmynd- un innan skamms. ur á einu máli um, í hvaða hæð sprengjan hefði sprungið, en það er mikið atriði varðandi það, hvernig hið geislavirka útfall dreifist og berst að lokum til jarðar. Þó var það mál manna, að hún hefði sprungið talsvert miklu nær jörðu en hin fyrri risa- sprengjan. Þannig var haft eftir brezkum vísindamönnum í Lund- únum, að iíkur bentu til, ) sprengjan hefði nú verið sprengd í um 20 km hæð — á móti 50—60 km í fyrri viku. Eftir því sem sprengjan springur nær jörðu, er meiri hætta á að hún þeyti upp grófu, geislavirku ryki, sem berst tiltölulega fljótt til jarðar. Það af geislarykinu, sem berst upp í háloft'n (stratosferuna), getur aftur á móti borizt þar um lengi — og fallið smám saman til jarð- ar á nokkrum árum. — ★ — Veðurfræðingar á Norðurlönd um fögnuðu þvi í gær, að vind staða var þannig á Novaja Semlja-svæðinu (norð-vestlæg), að engin hætta virtist á því, að geislavirkt ryk bærist með vind- um beint frá sprengjustaðnum. Bandarískir veðurfræðingar töldu sig og geta upplýst það í gærkvöldi, að rykið frá hel- sprengjunni bærist til suðausturs frá sprengistaðnum — yfir So- vétríkin sjálf. ★ EKKI ORÐ NU — EN . . . 1 gær gerðist hið sama og áður. Ibúar Sovétríkjanna fengu ekkert að vita um sprengjuna — hvorki útvarp né blöð minntust á hana einu orði. Sama var uppi á ten- íngnum í Kína, að því er bezt var vitað: Ekkert orð. En, eins Og bandaríski krabba- meinssérfræðingurinn Carlile komst að orði í gær: „Barnabörn Krúsjeffs — og öll önnur börn í heiminum — munu á næstu tíu árum verða lifandi vitni um það, hver krabbameinsvaldur kjarna- vopnatilraunir Rússa nú eru“. Villtust á Hellisheiði KL. EITT á laugardag héldu' tveir menn til rjúpnaveiða upp á Hellisheiði, pg ætluðu að vera' komnir aftur kl. sjö um kvöldið. | Þegar þeir voru ókomnir kl. 10 á sunnudagsmorgun, var bafin ieit að þeim, sem bæði hjálpar- sveit skáta og flugbjörgunarsveit in tóku þátt í. Þá var afspyrnu- veður á fjallinu, og talin hætta á. að mennirnir yrðu úti. Leitað var fram eftir degi með ærnum tilkostnaði, og kl. fjögur var ákveðið. að skátar hættu leitinni, þar sem hún var talin þýðingar- laus í slíku veðri. Flugbjörgun- arsveitin hélt áfram, en kl. rétt fyrir sex um kvöldið barst sú fregn, að mennirnir hefðu komið niður til Hveragerðis kl. tvö um daginn, en láðst að láta vita af sér. Höfðu þeir lent í villu á heiðinni og verið að hrekjast þar alla nóttina og morguninn. — Lögreglan vill enn einu sinni1 brýna fyrir mönnum, sem villast. að láta tafarlaust vita af sér þegar til byggða er komið, til þess að koma í veg fyrir kostnað- arsama og oft erfiða léit. Óveðrið og bátarnir EKKI ER vitað til, að neitt hafi orðið að á sjó í óveðrinu um helgina. Veðrið var svo vont á tímabili, að síldarskipstjórar á Akranesi sögðust ekki hafa lent í öðru eins. Lítil trilla frá Kefla- vík bað um aðstoð á laugardags- kvöld. María Júlía var nærstödid og fylgdist með henni til hafnar. Óttazt var um aðra trillu á leið frá Reykjavík til Hellissands, en hún komst heilu og höl<inu aftan í öðrum bát til Dritvíkur. — Tilræði Frh. af bls. 1 Sovétstjórnina að láta af fyrir ætluninni um sprengingu hel- sprengjunnar. Island átti að- ild að flutningi tillögu þessa efnis á allsherjarþingi Saxn- einuðu þjóðanna og greiddi henni að sjálfsögðu atkvæði ásamt yfirgnæfandi meirihluta allra ríkja. Á miðvikudaginn var ítrekaði ég á Alþingi þau mótmæli, sem í þessarri tillögu fólust. Sjálft samþykkti Al- þingi síðan ályktun sama efn- is á föstudagskvöld og sendi ríkisstjórnin hana þegar á laugardagsmorgun til sendi- herrans í Moskvu með fyrir- mælum u' * að afhenda Sovét- stjórninni hana. Þetta sýnir, hversu alvarleg um augum ríkisstjórn og Al- þingi líta það, sem nú hefur gerzt. Islendingar eru ekki ein ir um áskoranir sínar og mót- mæli, heldur í samfylgd með nær öllum þjóðum, sem ekki lúta kommúnískri stjórn. En allt hefur komið fyrir ekki. Almenningsálitið um heim all an hefur verið virt að vettugi. Því að enginn skyldi halda, að þjóðunum, sem eru undir oki kommúnismans, standi minni ógn af helsprengjunni en öðr um. Sprenging hennar er ein- mitt dæmi þess hvernig fer, þegar rikisstjórn þarf ekki stuðning sinna eigin þegna heldur getur virt vilja þeirra að vettugi. Augljóst er, að slíkt tilræði við mannkynið hefur þveröf- ug áhrif við það, sem ætlað er á frjálsa menn. Þeir hljóta að fylkja sér saman og treysta vamir sínar. Sú spurning verð ur þess vegna æ áleitnari hverja sé verið að hræða, hverjum þurfi að halda í skefjum með þvílíkum örþrifa ráðum. Emil Jónsson, form. þing- flokks Alþýðuflokksins: Að mínu áliti og minna fé- laga er þetta glæpsamlegt at- hæfi. Annars höfum við rætt þetta mál rækilega í þinginu, og ég hef þar raunar engu við að bæta. Eystelnn Jónsson, form. þingflokks Framsóknarflokks- ins. • Eg vísa til fordæmingar Al« þingis á þessu atferli og end- urtek ummæli min um þetta í umræðunum. _ Lúðvík Jósefsson, form. þingflokks Alþýðubandalags- ins: Eg óska ekki pftir að ræða þetta máL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.