Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 31. okt. 1961 V ORC V!S Bl AÐIÐ 23 Hverjir skáluðu yfir lík- um Stalíns og Leníns? /*“ NA 15 hnútar / SV 50 hnútar X Snjókoma f ÚSi V Skúrir K Þrumur KuUoM Hitaski! 1 TILEFNI fregnarinnar um, að lík Stalíns skuli ekki lengur vera í graf- hýsinu við Kreml, sem ber nöfn þeirra beggja, Stalíns og Lenins, hefur fréttarit- ari Associated Press, Eddy Gillmore, rifjað upp atvik er hann var vitni að fyrir átta árum og hefur síðan verið honum ráðgáta. — Eddy Gillmore var frétta- ritari AP í Moskvu um tólf ára skeið og var m.a. viðstaddur útför Stalíns. Við skulum gefa Eddy Gillmore orðið: Það er ekki víst, að flutn- ingur líks Stalíns úr graf- hýsinu við Rauða torgið séu hinar fyrstu tilfæringar með smurninga þar. Á styrjaldar- árunum lokaði sovétstjórnin grafhýsinu og voru margir þeirrar trúar, að Rússar hefðu flutt á brott lík Lenins, þeg- ar Þjóðverjar nálguðust Moskvu. Það var þá mál manna í Rússlandi, að líkið hefði verið flutt alla leið til Sverdlovsk. Eitt sinn á styrjaldarárun- um var Molotov, fyrrum ut- anríkisráðherra, spurður hvað orðið hefði um lík Lenins. — Svar hans var: — Lenin er alltaf með oss. KRÚSJEFF VAR ÞÁ LÍTTILL KARL Lík Jósefs Stalíns var flutt í grafhýsi Lenins þegar eft- ir útförina, 9. marz 1953. — Um þær mundir var Krúsjeff lítt kunnur nema sem einn af mörgum aðilum , „polit- buro“ kommúnistaflokksins. Þeir Georgi Malenkov, Bería og Molotov töluðu hins vegar allir við útför Stalíns. Síð- ustu setningarnar í ræðu sinni sagði Molotov fram hálfkæfðri röddu og í lok ræðunnar var hann kjökr- andi. Þegar Molotov hafði talað gekk einn af stjórnarmönn- unum milli nokkurra erlendra sendiráðsstarfsmanna og bauð þeim að koma með í graf- hýsið. Eg fylgdist með þeim og sá þá nokkuð, sem æ síð- an hefur verið mér mikil rágáta. Til hliðar í grafhýs- inu stóð lítið viðarborð og á þessu viðarborði stóð hálf- full vodkaflaska og tvö lítil staup, eins og Rússar nota venjulega, þegar þeir skála hver við annan af sérstöku tilefni. Erlendu sendiráðsstarfs- mennirnir, sem þarna voru — þeir voru fimm talsins — ályktuðu þegar, að einhverjir tveir menn hefðu verið í grafhýsinu og skálað yfir Iíkunum. Enginn hefur þó nokkru sinni látið getur að því Iiggja hverjir þar hafi lyft glösum. Smádregur úr Öskjugosinu Veður gera ferbir þangað óráðlegar — ÞAÐ ER sama tilhneigingin í Öskjugosinu, það smá dregur úr því, bæði spýjan úr gígunum og liraunrennslið er farið að minnka, en þó er talsvert áhrifaríkt að siá hvorutveggja ennþá. Þetta sagði Sigurður Þórarinsson í símtali við blaðið í gærkvöldi. Hann var að koma til Akureyrar úr Öskju, og með honum aðrir vís- indamenn, sem þar voru, þeir telja sig vera búna að skoða það sem að gagni kemur á þessu stigi málsins og taka sýnishorn, sem nú má vinna úr. Næst sé að fá flugmyndir. svo hægt sé að átta sig á heildarmyndinni. Nú fer að verða óráðlegt fyrir fólk að fara inn að Öskju, að því er Sigurður sagði. Færð er að spillast og kominn það mikill snjór að allt getur lokast á ör- skömmum tíma. Þar var slæm- ur skafrenningur í fyrradag og vonskuveður og heil bílalest sneri við niður í Herðubreiða- lindaskálann með Guðmund Jón- asson í broddi fylkingar. En í dag var skárra veður og ætlaði ferðafólkið, sem ekki hafði áður Ikomist á eldstöðvarnar þá að fara þangað, enda má nú ganga Danska skipið laust af strandstað HöFN i Hornafirði 30. akt. — Danska sementsskipið ,,Insula“ er nú laust. Það losnaði í morgun og er koimið að bryggju. í gær var skipað úr því 60—70 tonnum. — i dag er hér norðan hvass- ViðrL — Gunnar. 3ja ára drengur fyrir bifreið ÞRIGGJA ára drengur, Þórður Gíslason að nafnL hljóp fyrir jbifreið imni á Langholtsvegi um ItL hálfellefu á mánudag. Sem Ibetur fór, mun drengurinn hafa ■neiðzt lítið. inn méð hraunröndinni. sem er farin að kólna, og þarf ekki að fara yfir fjöllin. i Ódáðahrauni mun í gær hafa verið um 50 manns. m.a. hópur frá ferðaskrifstofunni Lönd og leiðir með Gísla Eiríkssyni, fjallabílstjóra og 20 manna flokk ur frá Guðmundi Jónassyni í bílum Heiðars Steingrímssonar. Munu þeir hafa ætlað að vera í Herðubreiðalindaskálanum í nótt og halda síðan heim. Sam- fkvæmt síðustu fréttum í gær- kvöldi var færð orðin mjög þung og hélt fólk þá þegar til byggða. Höirungui II. með 708 tunnui AKRANESI, 30. okt.: 4.100 tunn ur sildar bárust hingað yfir helg ina, á laugardag og sunnudag, af samtals 13 bátum. Aflahæstur var Höfrungur II. með 708 tunnur, þá Anna með 580 og Sigrún með 560. Síldina fengu þeir út af Jökli. Sveinn Guðmundsson og Ver iágu af sér mesta rokið á Ber- vík, framan í Snæfellsnesi, og komu heim seinni hluta nætur, en vindur var orðinn ofsahvass á austan, norðaustan hjá bátunum á leiðinni heim á sunnudag. — Rokið komst upp í 10 vindstig á miðunum. Hafþór var einn dragnótabáta á sjó á laugardag og fiskaði 200 kíló. 4 trillur reru þá m.eð línu. Hæstur var Sævar með 800 kg, þá Sæljón með 600 kg, Bensi með 500 kg. Þilfarsbáturinn Ingi, 11 tonna, fékk á línu 900. — Oddur. Síld til Sandgerðis SANDGERÐI. 3°. okt. — Hingað hefur yfirleitt komið lítil síld undanfarna daga þar til í gær, að Víðir II kom með 315 tunn- ur. Jón Garðar kom þá með 100 tunnur, en annars hefur veiði verið lítil hjá bátunum hér. Einn bátur, Hrönn II hefur ró ið með línu o^ fengið frá 4— 6,6 tonn í róðri. Dragnótabátar hafa yfirleitt mjög lélegan afla. — Lik Stalins Framhald af bls. 24 kúgunar heiðarlegra Sovétborg- ara og annarra verka hans á tíma persónudýrkunarinnar.“ • Hvað á að gera við líkið? Fjöldi fólks safnaðist saman síðdegis í dag á Rauða torginu til þess að skeggræða þá á- kvörðun þingsins að fjarlægja lík Stalíns. Ríkti undrun og for- vitni manna á meðal. Ekki er ljóst, hvað verða mun um lík Stalíns, eða hvort þegar er búið að flytja það á brott. Vestrænir fréttamenn telja ekki ósennilegt, að líkið verði brennt og öskunni komið fyrir á sama stað og ösku margra annarra fyrrverandi leiðtoga flokksins. Þá hefur verið látið að því liggja í umræðum manna, að líkið kunni að verða flutt til Georgíu, — en aðrir benda á, að jarðneskar leifar konu Stal- íns, sem lézt á þriðja tug ald- arinnar, hafi verið jarðsettar í kirkjúgarði klausturs eins, rétt utan við Moskvu. Megi vera að kistu Stalíns verði sökkt í sömu gröf. Tekið er fram í fregnum Moskvuútvarpsins, að fulltrúar kommúnistaflokksins í Georgíu styðji heils hugar ummæli þau, sem um Stalín hafa fallið á þessu flokksþingi. En fréttamað- ur NTB segir, 'að til óeirða hafi komið meðal stúdenta í Tíflis ár ið 1956 eftir að Krúsjeff flutti leyniræðuna, — þá hafi kvisazt að líki Stalíns yrði úthýst úr grafhýsinu við Rauða torgið. • Hvað um Malenkov, Molotov og Kaganovitsj? Flokksþingið í Moskvu hélt áfram störfum í gærdag, fyrir lokuðum dyrum. Er líklegt talið að umræður hafi verið um kjör nýrra manna í Æðstaráðið og Miðstjórn flokksins -— en sam- kvæmt hinni nýju reglugerð flokksins, skal a.m.k. fjórðung- ur þeirra, sem fyrir eru, víkja úr sætum sínum fyrir nýjum mönnum. Undantekningar gilda fyrir valdamestu forystumenn- ina. Þá var þess einnig vænzt, að á síðdegisfundi yrði rætt um þær háværu kröfur, sem fram hafa komið um brottvikningu þeirra félaga — Malenkovs, Molotovs og Kaganovitsj — úr flokknum. I gær var NA-átt uan allt frost. Lægðin við Færeyjar land og sums staðar hvassviðri var á hreyfingu A, en hæðin Nokkur snjókoma var á N- og yfir Grænlandi fór heldur A-landj og víðast nokkurt minnkandi. Sœmilegar síldveiðihorfur Sigluf j ar ðarskarð SIGLUF J ARÐARSK ARÐ varðl ófært í norðanáhlaupinu ur helgina, og svo varð um fleil fjallvegi, svo sem Þingmanna- heiði og Oddskarð. MBL. ATTI á mánudagslkvöld tal við Sturlaug H. Böðvarsson útgerðarmann á Akranesi um horfurnar á síldveiðunum nú. Hann kvað síldina vera nú á nýjum stað, en þangað væri erfitt að sækja sökum fjarlægðar. Hún heldur sig um 35—50 mílur NV frá Snæfellsnesi, eða um 100 mílur frá Akranesi. Þar mun vera um nokkuð mikið magn að ræða, en síldin hefur staðið djúpt,- og því gengur illa að ná henni. Hún kemur sjaldan upp fyrir 20 faðma, en er venjulega á 25—30 faðma dýpi á nóttunni. Hún er í þykkum torfum á 20 til 40 faðma dýpi. Þá hefur það og spillt veið um, að tungsljós hefur verið á nóttum, en talið er að það virki sem dagsljós á síldina. Nú fer tungl minnkandi. Þá vona menn, að hún taki að færa sig nær landi. Síldin er nokkuð góð, 14—20% feit. Stærsta síldin er feitust, 18 til 20%. Sturlaugur sagði að lokum, að útlitið væri sæmilegt, og flotinn hefði aldrei verið jafnvel útbú- inn. Járnsmiðir segja samningum lausum Á FUNDI í Félagi járniðnaðar- manna s.l. laugardag var gerð eftirfarandi samþykkt: Fundur í Félagi járniðnaðar- manna, haldinn laugard. 28. okt 1961, samþykkir að segja upp kaupgjaldsákvæðum í samning- um félagsins við atvinnurekend- ur, í þeim tilgangi að leita eftir leiðréttingu, með það fyrir aug- um að kaupmáttur launanna verði ekki lægri en hann var, þegar samningarnir voru gerðir á s.l. sumri. Fréttatilkynning frá Félagi járniðnaðarmanna. — Finnland Framh. af 24 ★ ALVARLEGT MAL Utanríkisráðherra Fiimlands sagði í kvöld, að ríkisstjórnin mundi ræða orðsenúinguna á morgun. Engar sérstakar ráðstaf- anir voru hinsvegar gerðar í kvöld til þess að kalla stjórnina saman til skyndifundar. — Sænska rikisstjórnin fékk afrit af orðsendingunini til Finna, og sagði Erlander forsætisráðherra i kvöld, að hann liti hana svo alvarlegum augum, að hann vildi ekkert um hana segja, fyrr en hann hefði athugað hana náið. Kvaðst hanni mundu halda ráðu- neytisfund um málið á morgun. Hann hafði náið samband við ráð herrana i kvöld og sömuleiðis við foringja stjórnarandstöðunn- ar. — Fréttaritari NTB í París greinidi Halvard Lange, utanríkis ráðherra Noregs, sem þar er stadd ur í opinberri heimsókn, frá orð- sendingunni til Finnlands í kvöld — og árásum þeim, sem í henni er beint að Noregi. Lange vildi ekkert segja um málið að svo stöddu, en kvaðst þakklátur fyrir, að hanm skyli látinn vita um þennan „stjórnmálaviðburð“. • Hernaðarandi Nasismans. Samlkvæmt hinni óopinberu þýðingu orðsendingarinnar, sem út var gefin í Helsingfors í kvöld, er hún mestmegnis langorð lýs- ing á því hvernig „hernaðarandi nasismans" hafi á ný náð yfir- ráðum í V-Þýzkalandi og teymi nú NATO-ríkin á asnaeyrunum „við undirbúning sinn að nýrri styrjöld“. Fullyrt er í orðsend- ingunni, að af hinum þýzku „hernaðarsinnum“ stafi ekki að- eins styrjaldarhætta í Mið- Evrópu heldur og að því er Norðurlönd varðar. Er ráðizt mjög á stjórnarvöld Danmerkur og Noregs fyrir samstarf þeirra við V-Þýzkaland innan Atlants- þafsbandalagsins — og einnig seg þar, að „afstaða Svíþjóðar til -Þýzkalands markist af kæru- leysi gagnvart hinni yfirvofandi hættu“. í þessu sambandi segir m.a. í orðsendingunni: „Þýzku hernaðarsinnarnir, sem tröðkuðu á Frökkum, Dönum, Norðmönn- um og öðrum Evrópuþjóðum á árum síðari heimsstyrjaldarinn- ar, leika nú hlutverk sitt sem hin ir síkinheilögu verndarar sömu Evrópulanda". • Betra að vara sig . . .. Síðan er löngu máli varið 1 svartar lýsingar á ýmiss konar að stoð Norðurlandanna við hinar „glæpsamlegu" fyrirætlanir V- Þjóðverja — Og eftir aðvaranir og hótanir í þeirra gerð er lokst talað beint til Finna: — Á það verður og að benda, að þau finnsk blöð, sem eru mál- gögn vissra aðila (eins og komizt er að orði). veita hinum hættu- lega styrjaldarundirbúningi NÁTO-landanna virkan stuðning og aðstoða þanirig við að vekja l'á stríðshugsýki, sem ter í bága við afstöðu Finnlands í utanríkis málum. — Þessir aðilar vanmeta og rangtúlka tillögur sovétstjórn- arinnar til tryggingar friðinum og ráðast á Sovétríkin í orði. en slíkt er andstætt friðarsamningi landanna og stríðir gegn ninum ýmsu samningum um vináttu, samvinnu og gagnkvæma aðstoð þessara tveggja þjóða. — Finn- land hefir tekið þátt í styrjöld- inni gegn Hitlers-Þýzkalandi. og þjóðin hefir fundið þunga áhang enda Hitlers á herðum sér. — Rovaniemi. bærinn. sem Hitlers- sinnar eyðilögðu. er — ásamt mörgum öðrum, evrópskum bæj- um og borgum — alvarleg að- vörun til þeirra, sem nú — vit- andi vits. eða af hugsunarleysi — loka augunum fyrir hættunni. sem stafar af býzka hernaðar- andanum og hinum endurvakta hefndarhug. Auk þess felur stríðs undirbúningurinn í Norður-Ev- rópu og á Eystrasaltssvæðinu í sér beina hættu fyrir Finnlanrd. —★— Þessar setningar vilja sumir túlka þannig, eins og vikið var að í upphafi, að Rússar muni nú krefjast „samræmingar á vöm- um Finnlands og Sovétríkjanna" — eða jafnvel beinlínis fara fram á herstöðvar á finnskri grund. a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.