Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 1
24 siður
wMðtoifo
48. árgangur
246. tbl. — Þriðjudagur 31. október 1961
Prentsmiðja Morginblaðsins
Er ísland í mestri hættu ...
... allra landa?
1-10 10-20 20-30 30
Kortið, sem bandarísku vísindamennirnir hafa gert, og sýnir hvar búast má við mestu úrfalli af strontium 90 frsb
risasprengju Rússa. Reitirnir og tölurnar til vinstri sýna hversu mikið magn fellur á hverjum stað, miðað við milli
curie á fermilu. — ísland er á einu mesta hættusvæðinu og- má sjá af kortinu, að gert er ráð fyrir að það verði
hvað mest fyrir barðinu á sprengingum forsprakkanna í Kreml.
VÍSINDAMENN við Veðurstofu
Bandaríkjanna hafa reiknað út
hvernig úrfall af strontium 90
vegna risasprengju Rússa muni
dreifast um heimsbyggðina. Þess
skal getið að útreikningar þesssir
voru gerðir áður en helsprengj-
an var sprengd við Novaja Sem
Ija í gærmorgun. í útreikning-
unum er ger+, ráð fyrir að 50
megatonna sprengja sé sprengd
á þessum slóðum. — Á kortinu-
sem visindamennirnir gerðu eft-
ir uíieikningum sinum og birt
er hér, sézt greinilega að búizt
er við að ísland verði harðast
úti allra landa varðandi úrfall
á strontium 90.
Kortið er gert miðað við, að
Rússar sprengdu 50 megatonna
sprengju í 20 mílna hæð eða
meira yfir jörðu. Nú er hins
vegar talið að sprenigjan, sem
sprengd var við Novaja Semlja
á gær sé 50—75 megatonn> og
auk þess er talið að hún hafi
verið sprengd í 12 mílna hæð.
Þrátt fyrir þessar breytingar
heldur kortið l'ullu ¦gildi og eina
frávikið, sem þessar staðreyndir
munu hafa í för með sér, er að
úrfall strontium 90 getur orðið
meira en ráð er fyrir gert á
kortinu.
f skemmstu máli sýnir kortið
hvernig búast má við dreifingu
strontium 90 miðað við að helm
ingurinn af sprengjukraftt 50
megatonna sprengju komi frá
úraníum, en slík hefur samsetn-
ingin yfirleitt verið í sprengjum
Rússa síðan þeir hófu kjarnorku
sprengingar að nýju í haust.
Þýðir það að geislaryk mynd-
aðist af 25 megatonnum og
myndi þá aukningin af stront-
ium 90 nema um fjórðungi alls
þess magns sem fyrir var af því
í heiminum, frá öllum fyrri
sprengíngum og er þá 30 mega
tonna sprengja Rússa 23. þ. m.
meðtalin.
Þessir útreikningar eru líkt og
allar visindalegar spár miðaðir
við ákveðnar, líklegustu aðstæð-
ur. Ef Rússar hafa sprengt risa-
sprengjuna í 12 mílna hæð, eins
og talið er mun geislavirkni á
norðurhveli jarðar, og þá á fs-
landi aukast frá því, sem kortið
gerir ráð fyrir eins og fyrr seg-
ir> en minnka á suðurhvelinu.
Strontium 90 er hættulegast
alira geislavirkra efna> sem
myndast við kjarnorkuspreng-
ingar, sökum hins langa helm-
ingunartíma hess, sem er 28 ár.
Strontium 90 sezt í bein manna
og getur orsakað beinkrabba.
Strontium 90 frá risasprengjum
Rússa hefur beytst upp í háloft-
in og fellur hægt til jarðar á
löngum tima. Xiltölulega lítið
af því kemur til jarðar í fyrsta
geislaúrfallinu eftir að spreng-
ing hefur átt sér stað og má bú-
ast við að það byrji ekki að falla
til jarðar að neinu ráð'i fyrr en
næsta vor.
elsprengjan
megaíestir
I (— 99sýnir hið rétta andlit kommunismans, )
| ..... sem markast stríðum dráttum hatur- \
\ sins46, sagði útvarp páfagarðs m. a. í gær |
*______________________M_________________________m_________________.____A
ALLUR heímurinn talaði í gær með hryllingi um hina nýju helsprengju Rússa,
sem þeir sprengdu á norðurslóðum snemma í gærmorgun. í fréttum var talað
um sprengimagn 50—75 megalestir — jafnvel enn gífurlegra. Menn gera sér
ekki grein fyrir slíkum ósköpum — vita aðeins, að hér er um hroðalegan verknað
að ræða, sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir heilsu fólks víða um
heim. Nokkrar kílólestir nægðu til þess að leggja borgirnar Hiroshima og
Nagasaki í rústir í lok styrjaldarinnar — o§ sprengjan í gær hefir e. t. v. verið
meira en 3000 sinnum öflugri. Hryllingur manna og skelfing kom fram í meitl-
uðum ummælum víða um heim í gær:
# „Vitfirringslegt ódœði", sagði útvarp páfastólsins í Róm, Mer sýnir hið rétta and-
Framh. á bls. 2.
Tilræði við
mannkynið
Forsætisrábherra
rædir um hel-
sprengju Rússa
MORGUNBLABIÐ lagði eftir
farandi spurningu fyrir for-
menn allra þingflokkanna: —
HVAB VILJD3 ÞÉR SEGJA
U M SEINUSTU HEL-
SPRENGJU SOVÉTRÍKJ-
ANNA?
Bjarni Benediktsson, forsæt-
isráðherra, svaraði spurning-
unni á þessa leið:
Af hállfu íslands var með
margvíslegu móti skorað á
Frh. á bls. 2