Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 31. okt. 1961 . MORGVNBLAÐIÐ 13 Eitt Afríkuríki, Mali, greiddi ekki atkvæði en mörg hinna svokölluðu hlutlausu ríkja í Afríku og Asíu voru fjar- stödd. Yfirgnæfandi meirihluti með- limaþjóða . Sameinuðu þjóðanna fordæmdi þannig hinar áköfu kjarnorkusprengingar Sovétríkj- anna og skoraði á þau að hætta við að sprengja „Stórubombu“ þá, sem Krúsjeff boðaði að sprengd yrði fyrir lok október. Flutningsmenn tillögunnar gengu inn á breytingartillögu frá Indlandi í þá átt að milda orðalag hennar nokkuð, án þess þó að breyta því megin efni hennar að skora á Rússa að hætta við stórsprengingu sína. Greiddi Indland síðan atkvæði með tillögunni svo breyttri. # Fer fyrir Allsherjarþingið í stjórnmálanefndinni, sem samþykkti áskorunina, eiga sæti fulltrúar allra þjóða samtakanna. Má því segja að hún hafi náð megintilgangi sínum með af- greiðslu þar. En engu að síður bera að samþykkja slíkar álykt- anir á sjálfu Allsherjarþinginu og þá þurfa þær að fá % hluta atkvæða til þess að ná sam- þykki. Hefur verið rætt um að tillagan komi fyrir þingið á föstudag. Er talið að hún eigi þar vísan tilskildan meirihluta. Hins vegar má gera ráð fyrir að Rússar reyni enn að tefja hana eða koma fram breytingar- tillögum við hana. eftir Sigurð BJarnason Tsarapkin ber í boröiö og heimt- ar meiri sprengingar Island gefux nýjan Asmundar-hamar New Yorh, 25. okt. UMRÆÐURNAR í pólitísku nefndinni um áskorunina til Krúsjeffs um að sprengja ekki „Stórubombu“ sína urðu harðar og langar. Fulltrúar Rússa lögðu ofurkapp á að koma í veg fyrir að þessi tillaga kæmi til umræðu og afgreiðslu. Þeir og fylgis- menn þeirra beittu hvað eft- ir annað málþófi til þess að hindra að tillagan kæmi til umræðu. Sl. mánudag höfðu flutningsmenn óskað þess að tillagan yrði tekin fyrir og atkvæði greidd um hana. — Var það fulltrúi Noregs, sem bar þá ósk fram fyrir hönd flutningsmanna. En þá ætl- aði allt vitlaust að verða. Fulltrúi Rússa, Semyan Tsarapkin, barði í borðið og mótmælti því að hún yrði tekin fyrir, kvað hana vera „berbragð hernaðarsinnanna í NATO.“ Fulltrúar Rúmena, Búlgara og Pólverja tóku undir þetta og börðu sig ut- an í hinum mesta æsingi. Svona fannst „friðardúfunum“ að austan mikið liggja við, að koma í veg fyrir að skorað yrði á Rússa að hætta við að sprengja 50 megatonna sprengju sína. Við heimtum að mega halda á- fram að sprengja stórsprengjur, sögðu Rússarnir — og öll hjörð fylgiríkja þeirra bergmálaði kröfu þeirra. Mikiil ósigur „Stórubombu“ manna „Stórubombu“ mönnum tókst að hindra afgreiðslu tillögunnar á mánudag og þriðjudag. En í dag, miðvikudag, gátu þeir ekki lengur aftrað því, að hún kæmi til atkvæða. Allan síðari hluta dags ins stóðu yfir hörkuumræður um bann í pólitísku nefndinni. Höfðu þá fyrir nokkru borizt fréttirnar af áframhaldandi stór sprengingum Rússa. Virtist ýms- um, sem þeir hefðu hert sig við kjarnorkutilraunir sínar yfir norðurhöfum meðan nefndir Sameinuðu þjóðanna voru að ræða hættuna af geislavirku ryki og risasprengjum Rússa. Niðurstaðan varð sú, eins og lesendur Mbl. hafa þegar frétt, að tillaga fjögra Norð- urlandanna, Japans, Kanada, Pakistans og Irans kom til atkvæða seint á miðvikudags- kvöld. Biðu Rússar mikinn ósigur í atkvæðagreiðslunni. Var tillagan samþykkt með 75 atkvæðum gegn 10. Full- trúi eins ríkis greiddi ekki atkvæði en 25 voru fjarver- andi. Mótatkvæði greiddu Rússar og fylgiríki þeirra í Austur-Evrópu, auk Kúbu. Tsarapkin flytur ræðu. Bandaríkjanna." Tsarapkin er stór maður vexti, stórskorinn og mikilúðlegur. Þegar hann flutti ræður sínar í pólitísku nefndinni var hann oft reiðilegur á svip og bersýni- lega mikið niðri fyrir. Hann barði í borðið til þess að gefa orfSum sínum aukna áherzlu oe Thor Thors afhendir Mongi Slim hamarinn. Þáttur Tsarapkins Tsarapkin fulltrúi Rússa í pólitísku nefndinni lagði sig eins og áður er sagt mjög fram um að hindra það, að skorað yrði á Rússa að hætta við að sprengja 50 megatonna sprengju sína. Hann sagði m. a. að „eng- ar kúnstir NATO-ríkjanna gætu tafið okkur í að gera nauðsyn- legar ráðstafanir til eflingar vörnum okkar“. Tsarapkin kvað kjarnorku- sprengingar Rússa vera afleið- ingu „ógnana stríðsviðbúnaðar heimtaði að Sovétríkin fengju að sprengja „í friði“ sína „Stóru bombu.“ Hann kvað Rússa held ur ekkert mark msndu taka á samþykktum og yfirlýsingum Sameinuðu þjóðanna um þessi mál. Umræðurnar um kjarnorku- málin og stórsprengjur Sovét- ríkjanna standa þá þannig hér, að 75 þjóðir hafa «korað á Rússa að hætta við að sprengja sprengju, sem samsvarar 50 millj. tonna af TNT sprengiefni yfir Norður-íshafinu. Rússar hafa svarað með heiftugri and- spyrnu gegn þessarí áskorun. Þeir mótmæla allri afskipta- semi hins óttaslegna mannkyns af helryki þeirra og hernaðar- viðbúnaði. Þannig stendur það mál. Nýr íslenzkur fundarhamar Eins og kunnugt er braut Frederick Boland forseti 15. Alls herjarþingsins fundarhamar sinn í uppnámi miklu, sem varð í sambandi við ræður Krúsjeffs og manna hans. ísland hafði gefið þennan hamar árið 1952 og var hann hin mesta lista- smíð, gerður af Ásmundi Sveins- syni myndhöggvara. Það var ákveðið þegar í fyrra að ísland skyldi gefa nýjan fundahamar til þess að stjórna með fundum allsherjarþingsins. Var Ásmundur Sveinsson feng- inn til þess að gera hann. í morgun afhenti svo Thor Thors, formaður íslenzku sendinefnd- arinnar Mongi Slim forseta þingsins hinn nýja hamar, sem er gjöf frá ríkisstjóm íslands. Þegar Thor Thors afhenti ham- arinn gat han þess að hann væri gerður af sama listamann- inum og hinn brotni hamar. Hann lét í ljós þá ósk, að ham- arinn mætti alltaf verða tákn þess að lög og réttur ríkti í heiminum, og innan samtaka hinna Sameinuðu þjóða. Jafn- framt sagði hann að hann væri þess fullviss, að í höndum Mongi Slim yrði honum ávallt beiÉt af réttlæti, óhlutdrægni og góðvild. Mongi Slim þakkaði sendi- herra Islands og kvaðst vona að hamarinn myndi verða tæki friðar, laga og réttlætis. Framvegis verður því fundum allsherjarþingsins stjórnað með hinum íslenzka hamri, sem er töluvert sterklegri og viðameiri en sá, sem Boland braut. Er skorin í hann setningin: Með lögum skal land byggja, á ís- lenzku og latínu. Vonandi fylgir mikil gifta þessum hamri, sem gefinn er af heilum hug friðsamrar og frelsiselskandi smáþjóðar. S. Bj. Grein sína kallar hann: „Heim- EINS og áffur hefur veriff skýrt frá lítur Mbl. á þessa dálka sem frjálsan vettvang og birtir hér greinar án þess aff þær þurfi aff túlka skoðun blaðsins. Ritstj. 0 EINHVER sú undarlegasta af- mælisgrein, sem sézt hefur í blöð- um hér á landi, birtist í Morgun- blaðinu þann 21. þ.m., helguð Kristmanni Guðmundssyni sex- tugum, rituð af Gunnari Dal. Þetta er svo kynleg ritsmíð, að ég get ekki á mér setið að fara um hana nokkrum orðum, því vissulega er henni stefnt til allra þeirra, sem eitthvað hugsa um íslenzkar bókmenntir. Að yfirlögðu ráði notar Gunnar Dal tækifærið — sextugsafmæli Kristmanns — til að vekja á því sérstaka athygli, hversu grátt Is- lendingar hafi leikið Kristmann Guðmundsson, allt frá því fyrsta, aldrei kunnað að meta hann að verðleikum, heldur hafi öfund og rógur lítilmenna jafnan fylgt honum, eins og hann kemst að orði, og staðið, að því er manni skilst, í vegi fyrir því, að Krist- mann hlyti þann sess hjá þjóð- inni, sem honum ber. Einnig vitn- ar greinarhöfundur í Davíð skáld frá Fagraskógi og segir: „Islend- ingar einskis meta / alla, sem þeir geta.“ Til að sanna áþreifanlega, hví- líkur píslarvottur Kristmann sé hjá íslenzku þjóðinni, vitnar Gunnar Dal í glefsur úr ritdóm- um erlendra manna um bækur hans, þó aðallega tvær þeirra, Gyðjuna og uxann og Morgun lífsins. Mun þetta eiga að sýna, að enginn er spámaður í sínu föðurlandi og Islendingar hafi ekki vit á góðum bókmenntum eða vilji ekki hafa vit á þeim, þegar Kristmann á í hlut. Ber þetta vitni um allhastarlega ímyndunarveiki hjá heimspek- ingnum. Það er vitaskuld, að Kristmann hefur orðið fyrir aðkasti hér á iándi, því hvaða rithöfundur verður ekki fyrir aðkasti ýmissa manna á löngum skáldferli, jafn- vel rógi. Það þarf mikla við- kvæmni fyrir eigin persónu til að taka slíkt mjög alvarlega og tapa við það raunsæju mati á aðstæðum sínum. Hvað mættu menn eins og Gunnar Gunnars- son, Halldór Laxness og Guð- mundur Hagalín segja, ef farið yrði nákvæmlega út í þessa sálrpa. Allir hafa þeir átt sína andstæðinga, sem ekki hafa svif- izt að sverta þá í ræðu og riti. Ekki man ég þó til þess, að þeir hafi kennt þjóffinni um og borið Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.